Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 24
séra Bergur Jónsson (1760-1852) tengda- sonur séra Jóns Steingrímssonar lét af emb- ætti. Séra Páll var einn helsti hvatamaður kirkjuflutningsins, enda losnaði hann þá við Geirlandsá, þegar hann reið til messu, en hún varð oft hið mesta forað í rigningum og vatn- avöxtum. Með varfærni og nokkurri tortryggni virð- " ir sóknarfólkið kirkjuna fyrir sér - og ekki var því að neita, að hér var allt svo bjart og vistlegt miðað við gömlu, dimmu útbrota- kirkjuna á Klaustri. Kirkjustíllinn var líka allur annar - ekkert þil milli kórsins og fram- kirkjunnar og predikunarstóllinn stóð beint fyrir framan altarið og skyggði ekki svo lítið á það. Fyrir ofan altarið var svo nýja altari- staflan. Hún var ósköp lítil miðað við gömlu vængjabríkina í klausturskirkjunni, en Jesú- myndin var með mjúkum dráttum og fljúg- andi englaskarinn umhverfis höfuð frelsarans var kominn alla leið sunnan úr Sórey, þar sem vorsins veldi ríkti nú yfir vatni og skógi. En þannig hugsaði enginn kirkjugestur þennan hrollkalda dag, enda vissi víst enginn hver listakonan var, sem málað hafði töfluna og gefið hana kirkjunni í Eldsveitinni sjálfri. Þetta var meira að segja eina gjöfín, sem nýju kirkjunni barst á sínum vígsludegi. Sumarið 1992 var höfundur þessa þáttar staddur ásamt konu sinni, Jónu Þorsteins- dóttur, í Kaupmannahöfn. Erindið var meðal annars að reyna að heyja okkur vitneskju um teikningu Prestsbakkakirkju og hina títt- nefndu altaristöflu. Fyrst leituðum við til Ríkisskjalasafnsins, en þrátt fyrir góða aðstoð skjalavarðanna urðum við einskis vísari. Næst lá leiðin á Þjóðminjasafnið, en þar var sömu sögu að segja. Þar nutum við aðstoðar ágætrar konu, sem allt vildi fyrir okkur gera og fannst við hafa farið langan veg til lítils. Mynd af Lucie Marie hafði hún þó fundið og sem við vorum að skrifa pöntun á mynd af henni sagði þessi ágæta kona okkur, að suður í Sórey væri nú þessa dagana sýning á myndum Lucie Marie Ingemann, „og ég held líka að verið sé að rita ævisögu hennar. Á dögum kvenna- hreyfingar og jafnréttis þykír mörgum tími til kominn að endurmeta list hennar“, eins og hún komst að orði. Þetta þótti okkur góð tíðindi - og betur farið en heima setið, enda vorum við tindil- ^fætt í lestina, sem bar okkur til Sóreyjar. Við héldum beinustu leið á safnið. Þar voru til sýnis nær 70 verk. Flest þeirra hafði Lucie Marie málað, en önnur snertu líf hennar á einhvern hátt. Við bárum upp erindi okkar - og fyrr en varði var forstöðumaður safnsins kominn. Hann tók okkur tveim höndum og var bæði hissa og glaður, þegar við drógum úr pússi okkar mynd af gömlu altaristöflunni í Prests- bakkakirkju. Þarna var sem sagt komið í leit- imar enn eitt listaverk Lucie Marie. Hann sagði okkur, að í plöggum hennar væri þess getið, að eina altaristöflu hefði hún gefíð til Islands, en enginn vissi hvaða kirkju þar hún hefði gefíð þetta verk. Hann sagðist því hafa haldið, að altaristaflan væri glötuð, vegna þess, að fyrirspurn, sem safnið í Sórey hefði - gert til íslands, hefði engan árangur borið. „Og þetta er líka svo eftirtektarvert," sagði hann og skoðaði myndina, sem við höfðum fært honum, „að þessi altaristafla er einmitt með þeirri umgjörð, sem Lucie Marie vildi að væri um altaristöflur sínar. Þessu til staðfest- ingar sýndi hann okkur teikningu hennar af slíkri umgjörð. Hann sagði okkur líka, að safnið í Sórey legði mikla áhreslu á að afla sér heimilda um Lucie Marie Ingemann og list hennar. „Þótt hún verði aldrei talin í hópi hinna bestu málara okkar, þá er hún ein þeirra örfáu kvenna, sem fengust við málaralist um miðja síðustu öld,“ bætti hann við. I Sórey var hún ekki listamaðurinn Lucie Marie. Þar var fyrst og fremst litið á hana sem konu hins þekkta skálds og lektors Inge- ^ manns, sem heilsaði bæjarbúum svo blítt og brosandi á sinni daglegu göngu. En tilviljunin opnar stundum hin leyndustu hólf og varpar Ijósi á löngu liðna tíð. Það fannst okkur að minnsta kosti þennan dag í Sórey eftir að hafa skoðað sýninguna á verk- um Lucie Marie Ingemann, litið inn í Minning- arstofuna um Ingemann skáld, gengið inn í klausturskirkjuna og hugsað til Ögmundar Pálssonar biskups og örlaga hans, staðið fyr- ir framan hús Steenstrups, þar sem Jónas Hallgrímsson bjó á sínum Sóreyjardögum, að ógleymdri göngunni út að vatninu, þangað sem allra leiðir lágu og horft á beykiskóginn teygja greinar sínar út til andanna í sefinu. * Nokkrum dögum síðar vorum við svo aftur komin austur á Síðu - heim í jökulkrýnda sveit milli sanda. Höfundur er prestur ó Kirkjubæjarklaustri. UTSAUMAÐ ISLENZKT KLÆÐI í SOUTH KENSINGTON SAFNINU SÍÐASTLIÐIÐ vor var minnst 100. ártíðar brezka fjöllistamannsins og íslandsvinar- ins Williams Morris. Hann var ekki að- eins einn merkasti hönnuður Viktoríu- timans í Bretlandi, heldur hafði hann mikinn áhuga á menningarverðmætum annarra þjóða, þar á meðal íslenzkum fornsögum. Það var Morris sem gekkst fyrir því að South Kensingt- onsafnið eignaðist útsaumað, íslenzkt klæði árið 1884. Forsaga málsins var sú, að Morris hafði verið í íslenzkunámi hjá Eiríki Magnússyni bóka- verði i Cambridge og naut aðstoðar hans við þýðingar á íslendingasögum. Varð af þessu gott vinfengi milli Morris og þeirra hjóna, Eiríks og Sigríðar konu hans, og fór Eiríkur með Morris til Islands í fyrri ferð hans til landsins 1871. Sigríður beitti sér fyrir fjársöfnun til fátækra á íslandi. Hún fékk Morris til liðs við sig og hann fékk því framgengt að Kensingtonsafnið keypti klæðið, sem Sigríður og Eiríkur höfðu átt og rann andvirðið til söfnunarinnar. Hér er einstaklega fallegur gripur, unninn samkvæmt gamalli norrænni hefð. Taldi Morris að stíl teppisins mætti rekja til 13. aldar og að þar væri að finna veruleg, býzantísk áhrif. í einni af mörgum veglegum bókum um Morris, sem út komu á 100. ártíð hans, er myndin af klæðinu, sem hér er birt. Þar er það kallað bedcover, eða rúmteppi. Varla er líklegt að myndsaumað klæði af þessu tagi hafi verið not- að til slíks; þó segir í bókinni, að „Myndefnið er trúarlegt og sagt er að klæðið hafi áður hang- ið í kirkju. Samt sem áður varþað upphaflega til heimilisbrúks og hluti af áletrun hljóðar svo: „Þetta teppi á Þorbjörg... “ Teppið er talið verk Þorbjargar Magnúsdóttur (1667-1716) sem var þekkt, íslenzk útsaumskona. “ DÁDÝRIÐ OG DÍSIN SÖNN SAGA ÚR SVARTASKÓGI EFTIR KARL KORTSSON vintýralega fallegur skógarstígur liggur frá Sankt Roman til borg- arinnar Schiltach í Svartaskógi. Hún hefur enn þá á sér mið- aldablæ. Bílferðin tekur um hálftíma og ekið er í gegnum þykkan Svartaskóginn meðfram gróðri vaxinni gjá, sem ólgandi lækur rennur um. Við gatnamótin er ég á báðum áttum, því engar leiðbeiningar eru til staðar og svo langt sem augað eygir er ekkert hús að sjá. Það er heitur dagur í júlímánuði. Svalinn í skjóli tijánna er hressandi. Lækurinn skoppar yfír steina, risavaxnar greinar draga úr skvamp- hljóðinu í vatninu, svo að hin guðdómlega skóg- arkyrrð nýtur sín. Hér er engin umhverfismengun, enginn skóg- ardauði, engin eiturefni, sem spilla náttúrunni. Óhætt er að drekka vatnið í læknum og borða skógarsveppina og bláberin. Við bugðu á lækn- um tek ég eftir smáhýsi sem leynist milli tijánna. íturvaxin ung kona kemur í dymar. Hún er ekki beinlínis samkvæmisklædd og er berfætt. Gróft efnið í skrautlegum kjól hennar leggst þétt að bijóstunum. A eftir konunni skokkar dádýr. Eins og ekkert sé og án þess að fyrirverða sig afklæðist dísin á lækjarbakkanum. Fullur aðdáunar horfí ég á hana og veit ekki hvers ég á að óska mér. En þroski minn segir mér, að ég skuli ekki freista gæfunnar. „Eg er myndhöggvari. Maðurinn minn beið bana í slysi í þröngu beygjunni á veginum þama fyrir ofan á brúðkaupsdaginn okkar. Síðan hef ég átt heima héma, til þess að vera í námunda við hann. Góðar minningar um látinn ástvin hugga þann sem eftir lifír. Dádýrskiðlingurinn hafði orðið fyrir sláttuvél og meiðst. Ég tók hann með heim og hjúkraði honum þangað til hann var búinn að ná sér. Núna erum við óað- skiljanlegir vinir. Ég held, að þama hafí örlög- in ráðið." Meðan á viðtalinu stendur nýr konan þvottinn sinn, ber honum við flatan stein og skoiar fötin í köldu vatninu. Síðan fer hún út í lækinn og buslar þar með dádýrinu. „Viltu ekki fara úr og fá þér bað líka? Á svona mollulegum degi hefur maður gott af því.“ „Nei, nei, ég verð að halda áfram,“ segi ég og fer hjá mér. „Menn hafa engan tíma, það er eins og í kvikmynd, myndimar þjóta fram hjá. Tíminn líður áfram án þess að nokkur upplifi hann!“ Konan tekur dádýrið í arma sér og kyssir það. Ég legg jakka minn á herðar henni og hún finnur, að mér líkar vel við hana. Ég tek að mér að halda á trébalanum með rökum þvottinum. Hún gengur á undan mér á mjóum stígnum yfir engið og þannig get ég virt fyrir mér feg- urð hennar og lipurt göngulag. Það er aðeins hinn fullkomni veruleiki sem höfðar til mín. í viðarklæddri stofunni hanga afkáralegar myndir sem ég skil ekki. Á lífsleiðinni koma fyrir atvik, sem maður getur ekki vikist undan. Við drekkum ljúffengt blábeijavín. Munaðarleg velþóknun færir okkur nær hvort öðru; aðeins góður guð veitir hamingjusama ást. Samt stend ég bara stutt við. í hinsta sinn kyssir „madonna skógarins" mig. „Komdu bráðum aftur, þú maður frá norð- urslóðum." ÚR Svartaskógi. Að skilnaði gefur hún mér útskorið dádýr. Gersemi. - Þetta fíngerða listaverk sýni ég alltaf gestum mínum og segi þeim framanskráða frásögn. - Höfundur er fyrrverandi héraósdýralæknir á Hellu. 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.