Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 18
W- ár, 1864-77. Þann 9. september 1877 var kirkjan vígð af séra Eiríki Briem í Steinnesi. Höfðu þá allir kirkjugripir úr gömlu Þingeyra- kirkjunni verið fluttir í nýju kirkjuna. Bygging- in kostaði alls um 16.000 krónur og þar af lagði Ásgeir til 10.000 krónur úr eigin sjóði. Mun Ásgeir hvergi hafa til sparað að húsið yrði sem veglegast enda kirkjan á Þingeyrum : með merkustu guðshúsum landsins. Kirkjuhúsið er með forkirkju, tumi og boga- , dregnum kór sem hlaðinn er út í eitt með kirkjuskipinu. Söngloft er yfir kirkjunni fram- ; anverðri og tekur hún alls nær 150 manns í í sæti. Hvelfing er bogadregin og blámáluð og á henni gylltar stjömur sem eiga að vera um 1.000, eða jafnmargar og rúðumar í boga- dregnum gluggum kirkjunnar. Veggir vora í i upphafi sléttaðir að innan með kalkblöndu en árið 1937 vora þeir steinmúraðir og síðan I málaðir hvítir. Helluþak var á kirkjunni í upp- f hafí og lengi síðan en var orðið illa farið og t því sett eirklæðning í stað þess skömmu eftir | miðja þessa öld. t Margir stórmerkir gripir era í Þingeyra- kirkju eða hafa heyrt henni til. Ber þar fyrst að nefna altarisbríkina sem er frá tímum Þing- eyraklausturs og talin gerð í Nottingham á Englandi á 15. öld en sumir álíta hana eldri. Hún er með upphleyptum mjmdum úr ala- t bastri og hefur verið með vængjum en þeir [ era nú horfnir. Sagt er að bríkina hafi átt að selja úr landi og var búið að flytja hana út í Höfðakaupstað (Skagaströnd) en hún skemmd- ist á leiðinni. Gengu kaupin til baka og var bríkin flutt aftur til Þingeyra. Var hún síðar lagfærð og Guðmundur „bíldur“ Pálsson gerði yfir hana tréskurðarmynd af himnaför Krists og skar einnig út umgerð með rósabekk utan um hvort tveggja. Þá er í kirkjunni merkilegur : pi-edikunarstóll, gefinn af Lauritz Gottrap árið 1696. Hann er líklega hollenskur að gerð, sex- strendur með myndum af Kristi og postulunum á hliðunum. Hann er í barokkstíl, með himni yfir og áletruðu nafni gefandans og ártalinu. Predikunarstóllinn er sunnan megin í kirkjunni en að norðanverðu er skímarsár sem einnig var gefínn af Lauritz Gottrap, árið 1697. Hann er í svipuðum stíl, áttstrendur og á hliðum hans myndir af atburðum úr biblíunni. Yfir honum er einnig himinn með dúfumynd og áletran um gefandann og ártalið. í honum er stór, áttstrend skímarskál úr tini með ártalinu 1693. Ýmsir fleiri merkir gripir era í kirkj- unni, svo sem oblátuöskjur, kaleikur með pat- ípu og vínkanna sem Jóhann Gottrap, sonur Lauritz Gottrup, gaf kirkjunni. í forkirkjunni er legsteinn sá er var yfir gröf Lauritz Gottrap og konu hans í gamla kirlqugarðinum á Þing- eyram, steinhella mikil með skjaldarmerki Gottrups og merkjum guðspjallamannanna og langri áletran. Nokkrir merkir munir úr Þingeyrakirkju era varðveittir í Þjóðminjasafni fslands en Her- mann Jónasson skólastjóri á Hólum sem bjó á Þingeyram á áranum 1896-1905 seldi ýmsa gripi kirkjunnar. Má þar nefna líkneski af Kristi og postulunum sem vora á bitanum milli kórs og framkirkju en Sveinn Ólafsson myndskeri hefur gert eftirmyndir þeirra og var þeim komið fyrir í kirkjunni árið 1983. Hafa Húnvetningar kunnað Hermanni litlar þakkir fyrir söluna og væri líklega tilhlýðilegast að Þjóðminjasafn skilaði mununum heim. Fleiri hlutir er tilheyra kirkjunni era nú þaðan á braut. Dr. Guðbrandur Vigfússon gaf kirkj- unni allmikið bókasafn við vígslu hennar en þær bækur eru nú á brott gengnar og lítt vit- að um afdrif þeirra. Þeim þyrfti einnig að skila nema þær hafi brannið því að staðar- bruni varð á Þingeyrum vorið 1924 og brunnu þar öll bæjarhús til kaldra kola. Þar hefur það komið kirkjunni til góða að vera úr eldtraust- ara efni en timbri og nokkuð frá bæ. Þrjár klukkur héngu í klukknaporti gömlu kirlqunnar. Tvær þær meiri vora fluttar í nýju kirkjuna. Var önnur þeirra mikil og hljómfögur en hún rifnaði á jóladag árið 1896. Þáverandi landeigandi, Sturla Jónsson, lét nokkra síðar gera nýja klukku og era á henni nöfn Ásgeirs Einarssonar og Guðbrands Vigfússonar auk ártalsins 1911. Grafreitur var gerður umhverf- is kirkjuna í upphafi aldarinnar og var fyrst grafið í honum árið 1915. Þar sem gamla kirkj- an stóð, austur af bæjarhúsunum, hefur leg- steinum úr gamia grafreitnum verið safnað saman á steypta hellu innan lítillar girðingar. Era þar legsteinar margra þjóðkunnra Hún- vetninga. Mitt á milli kirkjunnar og gamla kirkjustæðisins er sporöskjumyndað garðlag í túninu og kallast Lögrétta. Er hún um tuttugu og fimm metrar í þvermál frá austri til vest- urs en tuttugu metrar frá norðri til suðurs, friðlýst. Ferðalangar eru hér hvattir til að koma heim að Þingeyrum hvort heldur þeir era í skoðunarferð um Húnavatnssýsiur eða á hrað- ferð eftir hringvegi. Fátt veitir meiri lífsfyll- ingu en ganga þar um garð og stokka og hér fullyrt að ferðalagið verður farsælla eftir heim- sókn að Þingeyram. Höfundur er jarðfræðingur. FALLEG LÖG 75* II r r if eééeé 1 Lcm- t<u. /s 4he. fuce iu ihe - y /SjktrS- n í i^-jj-Lujjí jilL % tt>u£SL**M i i j. i ' ..1:1 æ Gcmaíi 9 <jO*t/i M>-c fð'ÍHeJbluriý ð'ÍHeÁCur "fiý \7 7 ~T f=~ TÓNDÆMI. EFTIR ATLA HEIMI SVEINSSON AÆSKUHEIMILI mínu var sungið. Mamma spilaði prýðilega á píanó. Pabbi söng stundum með Karla- kómum, hafði fallega ba- ritónrödd; á yngri árum var hann í söngtímum hjá Birkis. Amma var jafnvíg á stofuorgel, og píanó; dætur hennar spiluðu og fjölskyldan öll hafði mikla ánægju af söng og tónlist. Það var því mikið sungið í minni flölskyldu, og við krakkamir kunnum lög og ljóð. Tónlistarbakgrunnur minn er Fjárlögin, Organtónamir, Kaldalóns allur og Páll ísólfsson, Danmarks melodier og skandinav- ísk lög; auk Staff-heftanna þýsku sem höfðu að geyma helstu stef meistaraverkanna í léttum útsetningum. Söngurinn kætti, bætti og hressti. Þegar sungið er saman þá verða allir góðir: þannig hugsaði þetta fólk. I. Sum lög eru fallegri en önnur. Þau vekja hjá okkur ánægju og áhuga í hvert sinn er þau heyrast. Þau koma.til okkur eins og góðir vinir. Önnur lög láta mann nokkuð afskiftalausan, og enn önnur fara í taugarn- ar á manni. Hvað skyldi það vera.sem gerir sum lög fallegri en önnur? Þessu er vand- svarað. Ótal ástæður má finna. Fegurðar- smekkur manna er mismunandi og einstakl- ingsbundinn. En samt virðist vera ríkjandi eitthvert sameiginlegt fegurðarmat í tónlistinni, sem helgast af hefðinni. Fiir Elise eftir Beethov- en er smálag, sem langflestir telja að sé fallegt. Ýmsir myndu vilja heyra það eitt aftur, ef velja mættu milli margra laga, síknt og heilagt glymur það í eyrum manns - í orðsins fyllstu merkingu, - þegar beðið er í símanum; það ómar líka lágvært úr bak- grunni tilverunnar í stórmörkuðum og lyft- um; á útvarpsrásum heyrist það í alls konar útsetningum, poppað og ópoppað. Svo vin- sælt er það. Ungir pianónemendur spreyta sig á laginu enn í dag, og það er mikill áfangi fyrir ungan píanóleikara þegar hann getur spilað þessa fallegu bagatellu, eða albúmblatt Beethovens villulaust. Þetta sýnir að falleg lög eru margnota. Gullfallegt lag eins og Greensleaves er allt- af jafnfallegt hvort sem það er sungið eða leikið; það sómir sér jafnvel sem danslag og vögguvísa, leikið af sinfóníuhljómsveit, bigbandi, djassgrúppu eða rafmagnsgítör- um. Menn njóta þess jafnt í sorg sem gleði, á hátíðastundum jafnt sem í daglegu amstri, á morgni sem kveldi, á sumri sem vetri. Og verða seint leiðir á því. Setja má mismunandi texta við eitt og sama lagið. Siíkar paródíur hafa löngum verið tíðkaðar. Lag má syngja við sálma- vers, blautlegan danstexta, þjóðrembuljóð eða vögguvísu. God save the Queen, eða Eldgamla ísafold eða Rúgbrauð með tjóma oná, er sungið við gamlan sígræningja, sem eiginlega er menúett. Mér kæmi ekki á óvart ef hann reyndist franskur að uppruna, úr smiðju Lullys. Og O, solo mio nýtur sín jafn- vel í flutningi Pavarottis sem Presleys; það blómstrar jafnt við Napólíflóann og i Mið- vestrinu. Nasistar höfðu ekki fýrir að banna and- ófssöngva Hanns Eislers, þeir létu bara yrkja við þá nýja nasistatexta. Þá sagði Eisler að tónlistin væri hin mikla hóra. Núverandi þjóðsöngur Þýskalands, Deutsc- hland, Deutschland iiber alles, var þjóðsöng- ur nasistanna, áður þjóðsöngur Austurríska keisaradæmisins, sómdi sér prýðilega sem íslenskt ættjarðarlag - Yfir voru ættarlandi en var upprunalega stef í undirfögrum tilbrigðaþætti í strengjakvartett eftir Ha- ydn. Og kannski hnuplaði Haydn gamli því einhvers staðar. H. Það virðist sem mannshugurinn hafi ein- hvetja þörf fyrir tónhendingar. Dægurlög, slagara eða smelli - hits á ensku - köllum við þau lög sem hljóma innra með okkur í stuttan tíma. Á þýsku er talað um Ohrenw- urm eða eymaorm. í íslensku er talað um húsgang, sama og Gassenhauer í Vínarborg. Við syngjum þessi lög í baðinu, raulum við vinnuna, dönsum eftir þeim á böllum. Svo hætta þau að vera áhugaverð, gleymast, og önnur koma í staðinn. Þau lög sem alltaf eru falleg, ánægjuleg og áhugaverð kallast evergreens eða sígræningjar. Meðallíftími slagarans nú á tímum er ná- lægt því að vera tvær vikur ef hann kemst á vinsældalistann - tíutoppinn. Hann getur jafnvel hangið meðal 40 vinsælustu laganna í nær þijá mánuði. Síðan fellur hann í djúp gleymskunnar, búinn að gegna hlutverki sínu. Stundum er hann endurvakinn síðar, dustað af honum rykið og kannski endurút- settur, og þá er talað um oldies, sem er nokk- um veginn sama og sígræningi. En aðeins lítið af slagaraframleiðslunni kemst á vin- sældalistann. Og í dag eru slagarar ekki aðeins samdir, þeir eru framleiddir. Á þeim markaði er fjöldaframleiðsla með skjótgróða markmiðið. Það er unnt að græða mikið fé á stómm markaði erlendis og dægurlagaiðnaðurinn er harður bisness, þar sem margir hákarlar heimta sinn bita af kökunni. Hér á landi hef ég ekki náð lægsta iðnaðarmannataxta fyrir Snert hörpu mína ... en þó er það sennilega mest sungna lag á íslandi. Ætli afraksturinn sé ekki eitthvað um 30.000 krónur á ári að meðaltali. Þetta er ekki iðnaðarpopp, en meira er upp úr því að hafa. Betur mundi borga sig að „framleiða" lélegan slagara með harðsnúnu auglýsingarapparati, dúndra hon- um á rásimar, með velvildarstuðningi dag- skrárstjómenda, og hafa aðra slagara tilbúna til að taka við þegar einn hefur gengið sér til húðar. Þannig mætti haia inn mikinn pen- ing. En þetta á ekkert skyit við falleg lög. Dægurlögin era auðlærð, enda langoftast mjög einföld; háttbundin svo hægt sé að vagga sér í takt við þau og dansa. Oft stutt- ar síendurteknar hendingar, á aðaltónum með einföldustu og algengustu hljómunum. Þó finnast undantekningar eins og sígræn- inginn Laura eftir David Raksin, sem er flók- ið í lag- og hljómagerð, næstum atónal. Einn albesti sígræningi kvikmyndatónlistarinnar (tóndæmi I). Dægurlögin lifa oft í nánu samlífi við text- ann, sem oft minnir á auglýsingaslagorð. Innihaldið er oftast ást, eða einhver þægileg minning sem vekur vellíðan. Kannski skop- legt atvik - fimmaurabrandarar - oft er skammt í meinlausa og siðsamlega erótík. Ég spurði einu sinni leigubílstjóra, sem ók mér, hvaða áhrif tónlist hefði á hann. „Hún vekur upp minningar,“ sagði hann. Og svipað segir Einar Ben. í Kvæðinu í Dísarhöll: ... Ómur af lögum og brot úr brögum, bergmál frá ævinnar liðnu dögum, af hljómgranni hugans vaknar... Og stundum er erfitt að draga mörkin milli slagarans og þeirra laga sem við mynd- um flokka sem fagurtónlist eða klassík. Er valsinn úr Kátu ekkjunni slagari eða klassík? Hvað um annað stefið úr fyrra þætti ófull- gerðu sinfóníunnar? Er Á Sprengisandi eftir Kaldalóns sönglag eða slagari? The man I love eftir Gershwin? Ekki er að undra þótt gömul og góð óperalög eftir Wagner og Verdi þykja betri en bakgrannsjukkið, fyrir sjónvarpsauglýsingar um dömubindi. Þessir gömlu óperujöfrar kunnu að semja falleg lög. Það er erfítt að semja falleg lög. Eg mæli af eigin reynslu. A því sviði andans eru margir kallaðir og fáir útvaldir. Þetta er líkt því að gera góða ferskeytlu. Flestir geta barið saman vísu, en góðar vísur era ekki margar. Snilldarvísur raunar mjög sjaldgæfar. Margir geta barið saman marg- staðlað hljómagutl með laglínumoði. En það er langt í listaverkið. Ég held það sé meðfædd náðargáfa að geta búið til fallegt lag. Það þarf að leggja rækt við þá gáfu, viðhalda henni og þjálfa. Mér finnst að Kaldalóns hafi haft stórkost- lega laglínugáfu. Hann er meistari hinnar syngjandi laglínu, sem svífur fyrirhafnar- 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.