Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 13
Önnu Akhmatovu sem ég lýsti nokkuð í bók minni Fiskur í sjó, fugl úr beini, en sagði ekki frá þessum stofufundi og uppnáminu sem varð meðan ég skrapp út til þess að sækja meiri drykiqarföng þegar viskíið mitt þraut, og eftir sat kjaminn úr þýzka skáldahópnum Gruppe 47: Hans Wemer Richter sem stofnaði þau samtök, Ingeborg Bachman og Hans Magnus Enzensberger sem kom á næstsíðustu bók- menntahátíðina okkar í Norræna húsinu, ung- verska skáldanefndin Gabor Tolnay og Istvan Sjimon ... og einhveijir fleiri, og þar á með- al Accrocca með segulband; og þegar ég kom aftur af bamum þar sem ég gat fengið keypta viskíflösku við vægu verði hjá mafíunni og næstum gefins þá bara stormaði skáldaliðið á móti mér í uppnámi og æsingi og Desmond O’Grady sat einn eftir hinn hróðugasti enda hafði hann valdið sprengingunni og meðal annars notað segulbandstæki Accrocca frá ít- alska útvarpinu sem trommu meðan hann dansaði striðsdans í tímabærri endurvakningu launhelga drúída og einhverjir tveir aðrir sátu þama eftir, Ungverjinn Gabor Tolnay og Finn- inn Kai Laitinen sem náðu saman á því sem þeir eiga í málum sínum sameiginlegt með okkur Islendingum að hafa áherzluna á fyrsta atkvæði orðs og sungu sig saman á þessum forsendum til þess að fara um alla ganga hins gamla klausturs sem var orðið heimsklassahót- el og mgla öllum skóm sem stóðu fyrir utan, mest skálda. Og ég veit ekki hvort þeir höfðu fengið tækifæri síðan til að sættast Accrocca frá Flór- ens með segulbandstækið frá RAI og hið sham- anistiska dansskáld Kelta Desmond O’Grady frá írlandi sem orti þó á ensku; en þama í Sintra féllust þeir loks S faðma og segulbands- tækið ónýtta gleymt eða fyrirgefið um síðir. Þeir sátu nú saman og varð margrætt meðan hið portúgalska skáld Luis Felepe sagði mér frá eftirlætisskáldi sínu Torga sem dó í fyrra áttatíu og sex ára í ró á elliheimili þar sem sumir vom horfnir í kringum hann til bemsku- leikja með kubba og leikfangabíla og heyrði pískrað í kringum sig: Hann er læknir, og svo kom úr annarri átt: Hann er læknir, og enn hvíslað hátt: Hann er læknir. Þangað til hann heyrir úr fjórðu höfuðáttinni og fór upp yfir hitt í hvíslingunni: Hann er skáld. Þá stóð Torga upp áttatíu og sex ára og gekk til þeirra sem svo mæltu, og sagði: Já það er nú öllu verra. Luis Felepe er verkfræðingur að mennt og vinnur fyrir sér með því móti en í skáldskapn- um var hugur hans allur eftir því sem leifði af brauðstritinu og talaði um að hann reyndi að halda þessu algjörlega aðgreindu. Svo að ég sagði honum frá Einari Benediktssyni okk- ar sem sagði að í sér væm tveir menn, skáld- ið og fjármálamaðurinn sem ynni fyrir skáld- inu; en þeir töluðu aldrei saman. Það var fínt, segir Luis: Það er nefíiilega nákvæmlega eins hjá mér. Og gaf mér ljóð sem hann hafði ort til minningar um eftirlætið sitt skáldið Torga, sem var læknir að mennt. Skáldunum var skipt í þrjár umræðudeildir á þessu þingi sem síðar sameinuðust með álits- gerðir og niðurstöður sem var borið undir sam- einað þing. Ég hrósaði happi að vera í þeirri deildinni sem var undir forsæti Wole Soyinka. Sem naut mikillar virðingar og þurfti ekki að reiða nein bryntröll í þessum hópi né varast flugumenn. Það stafaði ljóma af þessum gjörvi- lega manni með mikinn úfinn grásprengdan hárlubba, hadd þéttan grágeislandi úr svörtu, einsog líka skeggið svarta sem er silfrað niður af hökubarði en svart uppi, svipmikill og hvass þegar hann beitir sér en látlaust tigið fas. Óbugandi baráttumaður fyrir frelsi til að tala og hugsa, að reyna að leysa þjóð sína úr viðj- um kúgunarafla hverju sem nefnast. Og þar er ekki allt sem sýnist, því undir róa olíusam- steypur heims og neyta kúgunar sem landsfólk- ið er beitt, til að komast greiðlega að hinu svarta gulli á sjávarbotni. Og þegar Wole Soy- inka stóð frammi fyrir skáldsystkinum og flutti sitt máttuga nærgenga ljóð til að hylla bróður sinn Mandela þar sem sagði hvemig þeir hefðu með margvíslegum meðölum reynt ámm sam- an að bijóta hann á bak aftur, kremja hann í fangelsum, en Mandela, hvemig Mandela hafí aldrei kiknað, hvergi sveigðist í stormum, og reis æ sterkari eftir því sem meira var reynt að þjarma að honum, því harðar sem að honum var sótt, aldrei fengu þeir hnikað honum. Og svo stöndum við einn daginn hjá vita sem var rauðmálaður efst og hvítur tuminn og húsin öll undir og rauðleit gmndin niður að hömranum sem vom hvítir ofanvert en grágulir neðar, niður í fjömna þar sem brimið lamdi þá. Cabo de Rohka, Hamrahöfði, vest- asti staður á meginlandi Evrópu þar sem brim- ið gaus upp um klettana í háum hvítum súl- um. Og rétt utan við vom bergstandar sem minntu á þau steinmnnu tröll sem standa fyr- ir utan Capri og nefnast Faraglioni. Gróðurinn var þama saltbmnninn og hvít húsin með jám- bindingum fyrir gluggum hvítmáluðum, og sum húsin fölgul, allt í ljósum litum og sums staðar hlaðið grjóti utan um í garða grábrúna að lit og það sá skammt út á sjóinn bláa frá þessari strönd því hann hvarf svo brátt í mist- ur og sums staðar virki á háum hömmm og vindmyllur með segllausum vængjum og bara beinagrind af kyrm hjólinu að bíða eftir engum vindi lengur. Og þegar við höfðum nálgast sjóinn fóm trén að hallast af staðvindunum sem lágu á þeim sífellt og oft vom gular kletta- borgir efst á hæðunum og trén vom á stangli eða í mesta lagi fáein saman í einmanalegu úrræðaleysi. Það var vænlegt að líta yfir gestaskarann þegar þeir höfðu safnazt. Margir þeirra vom spönskumælandi, sumir frá Spáni, og auk þess ein þrettán skáld frá Mexíkó og Suður-Amer- íku. Einn Spánverjinn var í fæmm til að ávarpa mig á einhveijum norðurlandamálum og gott ef ekki eitthvað á íslenzku líka. Æ hvað hét hann nú aftur? Ég hafði ekki spumir af honum fyrr, hæglátur maður og prúður var hann vissu- lega og hafði fengizt við að þýða ljóð úr ís- lenzku og smásögur eftir einhveijum framand- legum forsendum. Spánskt skáld færði mér fréttir af höfuð- skáldinu Alberti sem situr í Madrid eftir að hafa verið landflótta mestalla ævina, meðan fasistar rfktu á Spáni, æskuvinur Garcia Lorca. Lengi sat hann í Rómaborg skamman veg frá blómatorginu, Campo di Fiori; og hafði lag á því að gera Iftil atvik eftirminnileg með skáld- fasi sínu og tilburðum. Við náðum fyrst saman á svölum klaustursins gamla sem var orðið að tízkuhóteli í Taormina, San Domenico, - þetta hótel var fullt af skáldum vegna Taorm- ina verðlaunanna frægu, og ítalska sjónvarpið einn daginn að velja sér viðmælendur og kusu hinn margfræga Alberti og fannst svo eitthvað kitlandi við að hafa skáld frá íslandi með hon- um á svölunum, og þama vomm við tveir í höfugum ilmi af blómabikumnum stóm í axlar- hæð og vafmngsviðnum með suð af skordýmm úr garðinum að sækja hunang og tengja blóm við blóm einsog býflugur gera og fijóvga svo, hann frá Malaga sem er kennd við blómin, Malaga de las Flores, ég frá auðnunum svölu hið næsta Norðurpóli þar sem smáblóm birta á eyðisandi undur lífsins og ódauðleik, yfír kaldan eyðisand og allt það; hann sem orti: En hvað ég vildi feginn fara í vagni með laxi spenntum fyrir, og fara um neðansjávarekrur og lund, með þér blómadísin mín og falbjóða niðri í söltum sjónum, ástin mín, markaðsvömr þínar, algas frescas, algas frescas de la mar ... sjávarþangið, sölin fersk úr sæ ... Og þama stóðum við á hótelsvölunum í Taormina, og fyrir framan okkur pálmar að veifa vængj- um settlega einsog hægstilltir taktmælar, og þegar Alberti hefur lokið ljóðtöfrabrögðum sín- um, þá snúa kviku mennimir með hljóðnemana sér að hinu fágæta fyrirbæri sem þeim hafði áskotnast: skaldi frá Islandi, og spyija hvemig það sé nú á íslandi, og ég vék sögu minni að hinni löngu dimmu nótt sem ríkir um vetur og þéttir geðið, án þess að útlista hve þankinn má örvast af afturgöngum og uppvakningum í huga manns við skammæja birtu daganna, en held svo áfram að segja á hinn bóginn frá nóttlausri veröld sumarsins: og þá geturðu farið út, segi ég: með ljóðabók eftir Alberti og lesið á miðnætti úr henni upphátt við himin- ljós... Og við það opnast faðmur skáldsins frá Malaga de las Flores mér, og varð snöggsprott- in vinátta úr sem entist öll þau ár sem hann bjó í Róm. Og ég átti oft leið þar um garð og kom þá í hús þeirra Mariu Teresu Leon og hans, í Via Monserrato skammt frá bökkunum þar sem Tiber rann hjá stríð og mórauð. Maria Teresa var líka skáld og ég átti ljúfar stundir með þeim hjónunum, og stundum með spánsk- mæltum skáldmæringum einsog Asturias frá Guatemala og mörgum öðmm. Nú em þau kynni fymd, Maria Teresa hvarf, þessi kvika blíða kona, og Alberti situr í hárri elli í Madrid, sagður em; og heiðri krýndur hjá þjóð sinni með ungri konu. Það sýnist svo langt í burtu, þessi ljúfu kynni frá Rómaráranum á Tibersbökkum. Palacio de Pena er skammt frá Sintra og stendur hátt og gnæfir yfir hæðimar í kring, furðuleg smíð reist á fomum klausturrústum þar sem furstalegum dyntum og duttlungum prinsins af Bæheimi (sjálfsagt skyldur Lúðvíki konungi sem gekk svo langt í því að byggja furðuhallir og ópemhús að það fór fyrir bijóst- ið á ráðsettum forsjármönnum sem sáu til þess að hann hyrfi snyrtilega ofan í Dóná meðan tungl vék í skýjaþykkni og ætluðu al- menningi að hugsa sem svo að nú myndi Lore- lei flutt úr tómlætinu fyrir norðan af fom- hamri sínum til þess eiga betra færi á að hrifsa rómantískar sálir) var svalað af hugvitssömum byggingameistara sem kom ólíkustu stílteg- undum saman svo tollir, svo ósamstæðum að það hlýtur að hafa farið fyrir bijóstið á mörg- um hreintrúarmanninum þar til þeir fundu upp póstmódemismann þar sem allt má nú orðið bara ef menn muna eftir að kalla það póstmód- emisma þótt enginn önnur meining finnist, hvað sem þetta orð þýðir eitt og sér ef væri. Þar em ótal tumar utan á og sumir skreyttir steinbólum einsog til að dylja það að þeir væm steyptir úr steini og líkt og kræktir utan á hallarbáknið innan um steinkrúsidúllur og skrautvindinga boga og hnúðtuma og steypuf- rauð og nettskreyttar hliðamar smeltum plöt- um með margvíslegum mynstram samkvæmt þessari landsins hefð sem neftiist azuleyos. Og sumir tumamir em einsog snyrtibox sem hafa verið krækt utan á bygginguna og svo kostulegt sambýli óskyldra byggingarsniða að annar eins póstmódemismi hefur varla verið ortur á þessari öld þegar sú algilding hvers sem væri var fundin upp, oddbogar og hring- bogar, og langir dularfullir gangar dauflýstir tengja salarkynni og vistarvemr, kabinett í rokokóanda og alls staðar hagað svo að vekja gmn um að íbúar væm hið næsta og hefðu kannski bara skroppið á kló einsog fegurðar- drottningin í leikriti Halldórs Laxness. Þar em margvíslegar launhelgar og ýmist sem tengist fyrri tíðar frímúramm og öðmm leynisamtökum, og sumt nær langt aftur í fomeskju, og í einu skrautlausu herbergi er stöng út úr veggnum til að mæla tíma, sólúr og minjar ýmsar sem minna á hve snemma maðurinn hafði tök á að mæla tímann af stjöm- um og tunglum og þó mest af sólu og gangi hennar, og Kínveijar höfðu sólúr, og Indveijar og Egyptar og Babyloníumenn og barst frá Rómveijum til okkar og vizka margháttuð um hrynjandina í himintunglum og stjömum, og plánetur urðu tignuð sem guðmætti: Sólin, í sólu sást Appolló, veiðigyðjan Díana vakti í tungli, ástin í Venus, í Satúmusi miklaðist Krónos, táknvaldur tímans sem át sín eigin böm. Konungshöllin í Cascaix, þessi undarlega höll þar sem er slengt svo mörgu sundurleitu saman í einhverri ofboðsrausn í trausti þess að semji einhveija sátt með sér þrátt fyrir fagurfráeðilegar ögranir sem firrist í sólgráð í aldingarðinum sem allt þetta hérað er. Og þegar inn er komið þá er eins í sölunum og hallarfólkið hefði bara dregið sig til hlés, vikið frá eða verið þurrkað út með einhveijum galdri rétt áðan, og öllu hagað þama svo sýndist óhreyft frá iðju þess, það liggur við að maður heyri bara andardrátt þess enn frá því fyrir mörgum öldum. Og mig bar þar í einn salinn með fólki alla leið frá Venezuela: skáldkonunni Afla Maria del Rey frá Caracas, og síðskeggjaður fylgdar- maður hennar var teygður á langinn einsog hann væri spámaður togaður út úr eyðimörk þar sem hann hafði verið að svipast um eftir þeim djöflum sem Flaubert hafði í kverinu um freistingar heilags Antoníusar, og komum þar saman í sal þar sem tónamir vom enn frá Beethoven úr vegghólfum, og þar sat hvítur fugl á svartgljáandi stöng og snerist ekki leng- ur við salargestum; og ortum þar saman á spænsku harmljóð stangarfuglsins sem aldrei mun snúast framar við neinum: Llanto para un pajaro che no vuelve nunca mas oh pajarito che no tienes frio che no vuelveriste mas y nunca mas vas vuelver a vuelver. Ahi te mi pajaro hora para ti fu ayer. „ JJndir hátíbarlokin var veizzla í bobiforseta landsins, Soares sem kom á móti okkur\ fasmjúk- ur mabur meb mjúkar hendur og mildilegur. Hann hélt rœbuyfir okkur og talabi um skáldib Sengorsem var eitt sinn forseti Senegal’ skáld í miklum metum og Nóbelshöfundur ásamtþví ab vera frelsisleibtogi. “ Harmljóð fugli sem aldrei snýst. framar æ fuglinn smár sem ekki verður kalt sem ekki kðlnar á tánum aldrei snýrðu aftur og aldrei framar snýrðu aftur til þess að snúast Æi litli fuglinn minn, æ æ þér hitt var allt í gær. Palacio de Pena. Þetta safn sem er reynt að haga svo að þér finnist þú vera samtíma þeim sem bjuggu í höllinni, þeir séu ennþá héma þó þeir séu ósýnilegir. Vini er hellt í glösin, strengimir titra enn á lútunni og ómur- inn var að þagna í þessu. Dúkuð borð og plögg hjá. Te í bollum speglar rauðbrúnt volduga ljóshjálma og gifsskreytingar loftsins, hvítar rósir steyptar í mynstur. Lágmælt skraf frá löngu liðnum öldum endurómar í hug þér með ávæningi af madrigalsöng úr tumherbergi ijær á leið upp í skýjareik dagsins hátt uppi i föl- bláu lofti. Þú gengur við þriðja mann inn í lítinn sal með glerskápa meðfram þili og á einum stað hvílir postulínshaus af styttu: hvítt andlit og svart um brá, og augasteinninn nær eintómur sorti af söknuði og svart slétt hárið, og munn- urinn einsog dropi af krömdu jarðarberi; og hvílir á gránandi gulum púða í gulgráum sófa og virtist svo dapurt af því það vantaði allt hitt og var bara höfuð sem gæti ekki fært söknuðinn fram í fingur eða fundið léttan titr- ing í tánum eða tekið um hjarta sér, né bijóst- in snert og maginn snertur og lærin og lendar eða andað á annað herðablaðið né fingri farið með aðkenningu af nögl með gómnum upp frá mjöðm frá rifi til rifs og teiknað með bijósti upp að viðbeini og punktur settur þar ... nei það er bara höfuð, svo dapurt í þessum mynstr- aða sófa í bleiku og fölbláu einhvem tíma, nei núna gulnandi og bara til 'að geyma þetta höfuð og varðveita og beina sjón þess svartri að fuglslíki á svartri gljáandi stöng í gulltein- uðu búri sem var einsog minnisgjörð yfir dáinn eftirlætisfugl og þagnaðan söng hans. Og þeg- ar þú gekkst inn í þennan sal hófst einmitt í því í hljóðtækjum földum söngur sem barst um salinn frá öðmm tíma síðar sem líka var liðinn: Una furtiva lacrima ... Harmljóð yfir dáinn fugl. Og þessi söngur fylgir mér um salina og minjar hans unz ég stanza við glugga og horfi út yfir virkisgólf innan við vígbúna múra á ýmsum hæðum, og út yfir gróðurríkar hæðir í kring ... og inn í húsasund í París þar sem við stöndum þrír íslendingar við gluggalausa veggi og bara öskutunnur og einn köttur of feitur og svartur sem sat á einni tunnunni og nennti ekki að færa sig né að bera sig eftir mús sem skauzt um rifu við ijalahurð með jámhandfangi og Ketill Jensson hafði leitt okkur Geir Kristjáns- son örlátur á síðkveldi eftir grogg au rhum og ansjósur sem glöddu þennan góða dreng sem var í heimsókn frá námi í belcanto í Milano og feginn að slaka á aganum og leiða hjá sér boð og bönn kennaranna þar og láta sitt góða hjarta ráða og syngja fyrir vini sína þegar hjartað bauð og söng þama í portinu uppi á Montpamasse þar sem hefði nú getað hugsazt að þeir hefðu gleymt styttu þar á undan okk- ur sem fóm samskonar erinda þeir Blaise Cendras skáldið sem þurfti að þylja ný ljóð sín á frönsku fyrir myndlistarmanninn Modigliani sem hlaut að svara með því að fara með þá staði hjá Dante sem vom svar við hæfi og þeirri hraðfleygu stund til að týnast í burtsópi aldanna. Og ég sá fyrir mér hið kringluleita andlit Ketils meðan tónamir liðu út í ómælið einsog hér, og orðin komu að utan og innan saman í tónanna tenging: Mai piu - aldrei meir. Og ég sé líka ásjónu Ketils með sælu gull- ins tungls að geta gefið, og við tvö skáld þakk- lát fyrir að þiggja, og ég sé andlit Geirs sef- ast bak við brynvöm innibyrgðra vitsmuna, og létta háði því hér þurfti engar hlífar á þeim fundi, og hann kveður við af miklu djúpi með dimmri rödd sem djúpur þanki líkt og klýfur á stefni sínu við landfestar þá stund í hafnar- lægi kvöldkyrrðar innra með sér undir háum drottnandi fjöllum úr öðmm stað og kveður þessari dimmu gámðu röddu: Þakka þér söng- inn sunnan frá Italíu Ketill. Nú eigum við all- ir heima hér í þessari velþegnu útlegð. Eða ímynda ég mér að hann hafi sagt þetta þessi duli einfari sem grímumar urðu svo fastar að gáfurnar þrengdust og bældust fyrir innan þegar frá leið þessu vori í París. Eða var það haust. Og veturinn ftjór á milli, þetta ár í París, á gullinni tíð Saint Germain des Prés- hverfisins ... En þá er söngurinn þagnaður í þessum sal og farið að leika píanósónötu eftir Beethoven opus 110 2. íbyggið, með djúpri hugleiðslu, kannski það sé Brendel sem spilar. Hann er svo mikið skáld sjálfur. Ekki sízt til þess að ná til Schuberts og Beethovens. Og ég var búinn í því svifi að gleyma þess- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.