Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 20
SKIP f Reykjavfkurhöfn.
REYKJAVÍKURMYNDIR
HARALDS ERIKSON
ÞEGAR litið er til þess hve marg-
ir erlendir teiknarar og málarar
brugðu upp myndum af
Reykjavík á 19. öldinni, er eft-
irtektarvert að íslenzkir málar-
ar veita höfuðstaðnum ekki
viðlíka athygli á morgni þess-
arar aldar, enda fylgdi það
rómantískum viðhorfum þeirra að horfa fremur
á bláleitar Qarlægðir og víðáttur lands og jökla.
Erlendu listamennimir á 19. öldinni voru hins-
vegar ekki að leita sérstaklega að myndrænum
mótífum, heldur því markverða og sérkenni-
lega, sem var þá helzt höfuðstaðurinn, svo og
fræg náttúrufyrirbæri eins og Geysir og Hekla.
Við eigum það þessum erlendu listamönnum
að þakka, svo og Jóni biskupi Helgasyni, að
við vitum margt um útlit einstakra húsa og
Reykjavíkur í heild frá þeim tima þegar þessi
fátæklegi bær var svo til allur ofan í Kvo-
sinni. Eftir aldamótin lögðu fleiri innlendir
listamenn því lið að bregða ljósi á bæinn; til
dæmis gerði Ásgrímur Jónsson nokkrar eftir-
minnilegar og afar góðar Reykjavíkurmyndir
svo sem sjá mátti á sýningu á verkum úr
Ásgrímssafni í Listasafni Islands nýverið.
Sumir lögðu meiri áherzlu á mannlífið eins
og Kristín Jónsdóttir sem málaði reykvískar
húsmæður í Þvottalaugunum. Síðar var
Reykjavíkurhöfn viðfangsefni Jóns Þorleifs-
sonar og Þorvaldar Skúlasonar, ei. í heiid má
segja að myndlistarmenn sem bjuggu þó í
Reykjavík, hafi ekki umfram allt leitað sér
að yrkisefnum þar. Brautryðjendumir þrír,
Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson og
Jóhannes Kjarval, sneru sér að náttúrutúlkun,
hver með sínum hætti, austfirðingamir Gunn-
laugur Scheving og Finnur Jónsson fundu sér
yrkisefni frá sjó og sjómennsku og hjá reykvík-
ingnum Jóni Engilberts var fólk megin við-
fangsefnið, en ekki fæðingarbær hans. Með
vaxandi áhrifum módemismans verður nánast
úr sögunni að menn leiti sér að mótífum í
Reykjavík; nú tók við abstrakt túlkun, oft þó
undir áhrifum frá náttúrunni.
Munch og fleiri norskir málararar máluðu
götur og hús í Kristjaníu og síðar Osló; urm-
ull er til af Kaupmannahafnarmálverkum eft-
ir danska málara, að ekki sé nú talað Parísar-
myndir ótal listamanna, sem vom einskonar
skylduviðfangsefni á talsvert löngu tfmabili.
En hversvegna varð Reykjavík svona útund-
an? Var hún svona ljót og ómyndræn? Því
verður að svara neitandi. Gamli bærinn í
Reykjavík hefur alltaf verið myndrænn, en
ríkjandi tízka beindi mönnum í aðrar áttir.
Greinilega gat hann ekki keppt við Þingvelli
eða Húsafell og aðra „löggilta" staði þar sem
mótífmálarar settu niður trönur sínar.
EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON
Reykjavík hefur ekki oróió viófangsefni erlendrg
listgmanna á þessari öld, né Islqnd yfirhöfuó.
Þessvegna kemur á óvart aó finna málverk frá
Reykjavík og nágrenni, sem sænski málarinn
Harald Erikson málaði 1947.
HARALD Erikson - sjálfsmynd.
Það er ekki sízt vegna þessarar vöntunar
á myndlist þar sem Reykjavík á fyrriparti ald-
arinnar er viðfangsefnið, að merkilegt er að
rekast á 12 málverk frá Reykjavík og ná-
grenni frá árinu 1947. Þessi málverk em í
einkaeign og hafa ekki sézt opinberlega. Þau
em eftir Harald Erikson, sænskam listmálara,
sem var hér á ferð sumarið ’47. Hann er að
vísu ekki með þekktari málurum Svía, en at-
vinnumaður var hann engu að síður í sinni
grein; hafði hlotið akademíska skólun í sænsku
listaakademíunni og síðar einnig í París og á
Ítalíu. Að því búnu settist hann að í heimabæ
sínum, Örebro, þar sem hann var fæddur árið
1889. Hann sá sér og sínum farborða með
list sinni; var einn af stofnendum Listasam-
bands borgarinnar og rak þar um árabil mynd-
listarskóla á eigin vegum. Ástæðan til þess
að hann kom til íslands ásamt konu sinni
sumarið 1947 var sú, að þau höfðu eignast
íslenzkan tengdason. Maja-Greta dóttir þeirra
hafði kynnst og gifst íslenzkum verkfræðingi,
Eiríki Briem, sem starfaði þá við rafstöðv-
arbyggingar í Svíþjóð. Eiríkur var síðan beð-
inn að koma heim 1943 vegna sífellt vaxandi
verkefna í rafvæðingu landsins og sama ár
fluttu ungu hjónin til íslands.
Harald Erikson hafði tekið ástfóstri við
myndefni á vesturströnd Svíþjóðar, þar sem
víða er minna um þéttan skóg og landslagið
er berangurslegra en annarstaðar í Svíþjóð.
En það merkilega er, að Harald hreifst ekki
síður af Reykjavík en náttúru landsins og þá
sérstaklega öllum þeim sérkennilegu húsum
sem þar voru. Mörg þeirra voru klædd báru-
járni, sem var þá orðið allavega ryðbrunnið,
en litskrúðugt engu að síður og fangaði at-
hygli málarans. Sama er að segja um skraut-
legan bátaflotann í höfninni. Um sumarið
málaði hann olíumálverk, sem þykja jafnvel
með því bezta sem eftir hann liggur. Og víst
er um það að enginn annar landi hans hafði
glímt við þetta viðfangsefni. En árið eftir ís-
landsförina, 1948, lézt Harald Erikson.
Tveimur árum síðar birtist grein um málar-
ann í listatímariti í Örebro og þá í tengslum
við sýningu á verkum hans. Þar segir rétti-
lega, að Harald Erikson hafi látið alla fantas-
íu lönd og leið (ingen fantasimánniska) og
staðið föstum fótum í hlutveruleikanum. Oft
séu verk hans með dimmum, þunglyndislegum
svip, en síðast, á fimmta áratugnum, hafi
hann staðið sterkastur í list sinni. „Mótífin frá
Sögueyjunni urðu fagur lokakafli á ferli hans
og vitna um að hann stóð á hátindi listar sinnar
þegar hann dó 1948.“
í greininni er þess einnig getið, að Harald
Erikson hafi verið fær portretmálari, enda
hefur hann fengið akademíska þjálfun í þeirri
í
[
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996