Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 26
Undir eins og ég þakka þér fyrir bréfið með Gísla, vil ég geta þess að ég skrifaði Jóni Borgfjörð í Reykjavík tvö bréf, og kom svarið frá honum rétt í því ferðin varð héð- an, og gat ég þess vegna ekki annað en gert þér boð um þess innihald sem var; að það gekk ekki við Friðrik bókbindara, því hann var búinn að taka annan. Svo reyndi hann að leita við Egil bókbind- ara um þetta mál, og var hann þá búinn að ljá máls á að taka einhvern, en þó ekki full- gert, og lofar Jón mér að láta mig vita hvað afræðst. Nú liggur bréf frá mér til Jóns og bíður að suður gefi, og beiddi ég hann þar að leita (alstaðar) þar sem hann hefði augastað á, og láta mig síðan vita ekki síðar en fyrir þorralok; þá læt ég þig þegar frá mér heyra. Að lyktum kveð ég þig með ósk gleðilegs nýárs, og fel ég þig í hendur drottni vorum Jesú Kristi um tíma og eilífð. Þinn elskandi móðurbróðir, Sigurður '•Lynge." Nú var tíminn að verða naumur. Næsta vor yrði Jóhannes vegalaus með öllu, ef ekki hefði fyrir þann tíma tekist að tryggja honum nýja vist. Hjónin á Miðfossum, húsbændur hans, öldruð og slitin, höfðu ákveðið að bregða þá búi. Næsta bréf Sigurðar er dagsett 17. febr- úar. Enn ríkir fullkominn óvissa um málalykt- ir í Reykjavík, en þó er vonarglæta: „Kæri frændi! Nú í dag fékk ég bréf frá Jóni Borgfirðingi, og segir hann mér að ekki hafi sér tekist að koma þér niður nema með þeim afarkostum sem þú getur ekki gengið að, en hann segist vita að Einar prentari hafi að undanfömu tekið pilta upp á fimm ár, og hafi þeir ekkert þurft með sér að gefa, og þó haft húsnæði, föt og fæði, en sagðist ekki hafa viljað leita þess, fyrr en hann vissi hvort •tnér líkaði það, og þótti mér verst að hann gerði það ekki; þetta dregst alltof lengi, því ég veit víst að allir eru búnir að koma sér niður til veru eftirleiðis. Þó ég reyni að skrifa Jóni enn og biðja hann að koma þér fyrir hjá Einari prentara, þá get ég ekki sagt hvort það gengur eða ei, en þykir þó þetta ekki óaðgengilegt fyrir þann sem félaus er og eng- an á að. Ekki get ég fengið vissu um þetta, og síst að ég geti komið þeirri vissu til þín fyrr en ef lifi um páska eða máske seinna - og þá verður þú kannski alveg vegalaus ef þetta lukkast ekki, og þykir mér það verst. Ég held ég reyni samt að skrifa Jóni og biðja hann að leita til Einars prentara, en ekki þyk- ir mér heldur ráð fyrir þig að_ sleppa ef þér býðst góður staður nærri þér. Ég held annars að örlögin ætli að verða okkur erfiðleg f þessu, frændi! En kannske drottinn greiði eitthvað úr þessu, ef við treystum honum og felum honum á vald efni vor - og honum ertu af mér á hendur falinn um tíma og eilífð." - Sigurður Lynge. N Næsta bréf dagsetur Sigurður 6. mars. Og nú hefur hann heldur en ekki fréttir að færa: „Elskulegi frændi! Eftir að ég skrifaði þér síðast fór ég undir eins og skrifaði Jóni Borg- firðingi að nýju og bað hann að semja við Ein- ar prentara og sagði honum að ef það væri satt að Einar tæki pilta upp á fot og fæði, þá skyldi hann ganga að því, þar þetta væri sá gini vegur sem þú gætir að komist, sem félaus og aðstoðarlaus, til að nema það handverk sem þú með tíðinni kynnir að hafa gagn af. Nú fór Jón til Einars og færði þetta í tal við hann og tók Einar því vel, en sagðist þó ekki fullgera það fyrr en hann fengi nákvæma upplýsingu um það, hvort þú værir efnilegur og ólatur og líklegur til vinnu, því oft fengju piltar þungt að vinna, að bera upp á stflinn og svo prenta með tímanum. Að öðru leyti vildi hann vita nákvæmlega hvort þú værir reglupiltur og ekki hneigður til ofdrykkju. Óskaði Jón svars frá mér um þetta efni. Eg lét það ekki lengi bíða, skrifaði aftur á þá leið: að þótt þú værir eigi bráðþroska, þá mundir þú vera nálægt því í meðallagi, þegar miðað er við það sem unglingar eru almennt á þínum aldri, og þótt þú værir ekki minna bneigður til bókmennta en vinnu, þá hefði ég þó ekki orðið þess var að húsbændur þínir hafi brugðið þér um leti, né heldur um að þú hefðir fyrir þá skuld forsómað að gera það sem þér hefði verið sagt; en um óreglusemi og ofdrykkju gæti því síður nokkur maður brugðið þér, þvi ég vissi víst að þú værir uppal- inn á reglu- og siðsemdarheimili, en ekki í félagi óreglu- og ofdrykkjumanna, og væri óhætt að trúa mér til þess, ef mér væri ann- ars trúandi til nokkurs, - með fleiru sem ég lét þar eftir fylgja, og óskaði nú síðustu úr- slita hið allra fyrsta ef mögulegt væri. Nú hefi ég nýfengið svar frá Jóni, og segir hann þar að nú sé afgert við Einar prentara að þú megir koma suður til hans á kross- messu, það er á hjúaskildaga þann 14. maí í vor - fyrst um sinn að hann reyni þig, - því ef honum falli ekki við þig eða þér ekki við hann eða vinnuna, þá nái vera þín þar eigi Iöngum tíma; en hann segist vona og óska STÚDENTAR 1886: 1. Ámi Beinteinn Gíslason tónskáld, 2. Páll Einarsson hæstaréttar- dómari, 3. Gísli Ó. Pétursson læknir, 4. Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti og alþm.,5. Árni Jóhannsson prestur,6. Jón Helgason biskup, 7. Jón Pálsson prestur, 8. Stefán Stefánsson læknir, 9. Theódór Jónsson prestur, 10. Hallgrímur Thorlacius prestur, 11. Eggert Pálsson prestur og alþm. 12.Jón Guðmundsson prestur, 13. Hannes Þorsteins- son ritstj. og alþm.,14.Kjartan Helgason prestur, 15.Guðmundur Helgason prestur, 16. Jóhannes L.L.Jóhannsson prestur, 17. Magnús Biöndal Jónsson prestur, 18. Ólafur Finnsson prestur, 19. Andreas Jakobsen (varð ekki stúdent). JLn. UÁA*. ie.f.m 0» a/eiut m/ «Í/lt /JlWvU f/ * ' /.. / _____ (/ J: /,<■// /»/.« of £?/>+ /~/*~n*;*****rfi*&;y 1„</A .JJ/~ PXX.P, Jt/a/A.f*t /At* ff* y U 1 ^ >/^n< 0» ***** 4r.. *><Aáí /»* nt* vttá t/% .rél/J UPPHAF sendibréfs frá Sigurði Lynge til Jóhannesar. að það verði ekki. Að lyktum segir hann, að ef þú verðir þægur og eftirlátur, þá komi varla til þess. Hér sérð þú nú aðalinntak af starfi mínu og Jóns Borgfirðings fyrir þína hönd, að loksins er nú fengin von í veru fyrir þig eftirleið- is, en hvemig það heppnast verður ekki sagt óðar en tíminn leiðir það í ljós. En þú mátt ekki láta þér bylt við verða þó Einar kunni að verða svarharður nokkuð, því hann er svoleiðis lyntur. Ég verð að vona að þetta sé þó skárra en að vera öldungis vegalaus. Hér var ekki um neitt að gera annað en ganga að því sem vegur var að fá, fyrst þú á annað borð ekki vildir vera neinstaðar til sveita. Ég get vel ímyndað mér að þér kunni að bregða nokkuð við þessi umskipti, því þetta verður ólíkt því sem þú hefur hingað til vanist; en þú mátt ekki láta á þér festa þótt ekki gangi allt eftir óskum á lífsleiðinni, því við því er jafnan búið í þessum heimi. Þú verður að fá leiðarbréf (sýslupassa) frá sýslumanni, og svo prestsattesti, áður en þú ferð ofanað; en af blaðinu hér að ofan sérð þú nær þú átt að vera kominn suður. Ég ætla nú ekki að teygja þetta lengur, en að lyktum fel ég þig drottni og frelsara vorum í hendur um tíma og eilífð. Treystu honum og fel honum öll þín efni og mun þá vel fara.“ Sigurður Lynge. Skemmst er frá því að segja, að um vorið hélt Jóhannes suður til Reykjavíkur og hóf nám í prentsmiðju Einars Þórðarssonar, og líkaði þar allvel. Sjálfur segir hann þannig frá: „Þar vann ég á hveijum degi í prentsmiðj- unni, en nú hafði ég fyrst tækifæri til að ná í ýmsar bækur og las ég þær á kvöldin. Við þetta vaknaði ég og heimurinn opnaðist alger- lega fyrir mér, enda er annað að vera í Reykja- vík, því það er sannast að segja, að þar hvetja allir fremur en letja til framfara, og er það ólíkt því sem víða annarsstaðar." Næsta varðveitt bréf frá Sigurði Lynge, er dagsett 18. maí 1878, réttu ári eftir að Jóhann- es fór suður og hóf prentnámið. Utanáskriftin er: „Ungur maður J. Lárus Lynge, Reykjavík, í Prentsmiðju E. Þórðarsonar." Þar segir: „Elsku frændi! Eg þakka þér fyrir bréfið, sem mér nýlega barst í hendur, og gleður það mig að sjá af því, að þér líður og fellur vel. Sömuleiðis þykir mér hyggi- lega gert af þér að gera tilraun til að leita þér menntunar á þeim tímum og á þann hátt sem þér er fært að gera það, þvi oft er lítil stund til góðs, sé hún vel notuð. Allra alda reynsla, heilla þjóða og einstakra manna, hefur sannað það að hygginn starfs- maður ávinnur á einni stundu i andlegu og líkamlegu tilliti það sem almenningur getur ekki náð á fleiri árum. En þar drottinn lét fátæktina verða þitt hlutfall nú í byijun ævarinnar, þá hefur hann gefið þér það sem er miklu meira og betra en nokkur ríkidómur, en það eru vit og gáfur og hyggindi að veija þeim honum til lofs, en sjálfum þér og öðrum til gagns. Vel getur svo farið að þetta geri þig miklu sælli mörgum sem ríkir eru. Það var mikil heppni í því innif- alin, að þú komst í þann stað, þér kostnaðar- laust, sem þér fellur og líður vel í. Það getur þó með tímanum orðið góður atvinnuvegur, ef þú hefur þolinmæði að dvelja þar uns þú hefur numið prentíþróttina til fulls, og ræð ég þér að breyta því ekki, því það er þó hið fljótasta og greiðasta fyrir þig fátækan, að ná þeim atvinnuveg sem þú hefur gagn af. Þú getur eins fyrir því náð nokkurri menntun." í æviágripi sínu, sem Jóhannes skráði þeg- ar hann varð stúdent, 26 ára gamall, segir hann þannig frá: „Prentiðnin leiddist mér yfir höfuð og ávallt langaði mig til að læra, enda er ég eigi viljug- ur til líkamlegrar vinnu, en vil helst alltaf fást við bækur; úr þessu sá ég ekkert ráð að bæta. Var ég oft hugsandi út af þessu." En nú kom fyrir merkilegur atburður, sem breytti öllum framtíðarhag Jóhannesar: „Þegar ég hafði verið 3‘/2 ár hjá Einari kom það atvik fyrir er gerði út um lífsstefnu mína. Um hausið 1880 fann valmennið og gáfumenn- ið Matthías Jochumsson mig eitt sinn út á stræti, er ég var mjög hugsandi, og spurði mig hvort ég hefði eigi löngun til að læra. Ég kvað það vera, en með því ég væri félaus og ætti enga að, sæi ég mér það eigi fært. Hann kveðst hafa tekið eftir einhveijum gáfum hjá mér og sé það illt, að geta eigi sýnt þeim sóma. Eftir þetta slitum við talinu, en í hjarta mínu hafði hann kveykt þann loga, er eigi slokkn- aði; ég einsetti mér með öllu móti að reyna að komast í skóla, þótt ég stæði alveg einn. Matthías Jochumson. Myndin ertekin á prestsárum hans á Móum. Ég fór því aftur til séra Matthíasar og sagði honum eins og var um huga minn, en hann sagðist vita hvflíkur hreinsunareldur það væri, að vilja komast áfram en geta eigi, og lofaði um leið, að hann skyldi sjálfur kenna mér eða útvega kennara í öllu öðru en latínu, en ég yrði fyrst að fá mig lausan frá húsbónda mín- um. Eg fór nú heim og nefndi þetta við hús- bónda minn, en hann tók því fyrst þunglega og sagðist samkvæmt samningi okkrum, eins og satt var, eigi skyldur að sleppa mér, eða þá ég yrði að gjalda sér skaðabætur. En þeg- ar hann vissi fyrir víst hvað ég hafði í hyggju, sagðist hann eigi vilja standa mér í ljósi með það og gaf mig lausan bótalaust. Mun það hafa verið að þakka hinni ágætu og elsku- verðu konu hans, Margréti Jörundsdóttur, enda var hún mér jafnan velviljuð uns hún dó. Fyrir orð séra Matthíasar gaf kaupmaður Jón Steffensen mér fæði þennan vetur, meðan ég var að læra undir skóla. Ég fór þvf alfar- inn út prentsmiðjunni haustið 1880. Stein- grímur kennari Thorsteinsson kenndi mér fyrst latneska málfræði og gaf mér að lokum fagurt meðmælingarbréf, er svo hljóðar: „Unglingspilturinn Jóhannes Jóhannsson, sem í sumar hefur notið hjá mér tilsagnar í latínu, er að minu áliti sérlega vel gáfaður og efnilegur til bóknáms, þar til mjög iðinn og að því ég þekki siðprúður unglingur; mér er því sönn ánægja að gefa honum mín bestu meðmæli til þess, að hann af góðum mönnum yrði styrktur til þess að halda áfram á vegi skólanámsins, sem hann hefir svo mikla löng- un til; ég álít það vera góðverk og er sannfærð- ur um að það muni bera góðan ávöxt. Reykja- vfk 20. september 1880. Steingr. Thorsteins- son.“ En er hann varð að hætta að kenna mér latínu sökum anna, fékk ég prestaskólamann Sigurð Stefánsson frá Heiði til þess, og hann kenndi mér allan veturinn. Ég bað séra Matthí- as að kenna mér ensku, þar eð ég hefði í hyggju að komast í annan bekk, en hann hélt að ég væri nú of stórhuga að ætla að lesa undir annan bekk á einum vetri og hafa ekkert lesið áður í þá átt, en kvaðst þó skyldi gera sem ég beiddi; enn hinn ágæti sagnfræð- ingur Páll Melsteð kenndi mér sögu. Allir þessir menn kenndu mér fyrir ekki neitt, enda eru menn óbágir á það í Reykjavík að hjálpa þeim, sem vilja menntast, og svo eru Reykvík- ingar svo drenglyndir að þeir gefa kennsluna ef hlutaðeigandi er snauður eins og ég var. Um vorið 1881 tók ég því næst inngöngu- próf, og komst með góðum vitnisburði (höf- uðkaraktér 4,86) í annan bekk. Þetta vor fór séra Matthías austur að Odda á Rangárvöll- um, og er ég að skilnaði minntist á hvað ég ætti honum að þakka, sagðist hann hafa fund- ið hjá mér einbeittan vilja, og þess vegna vilj- að gera allt sitt til að koma mér áfram. Um sumarið fékk ég vinnu í prentsmiðjunni hjá Einari, en skrapp um haustið upp í Borgar- §örð og sýndi ýmsum meðmælingarbréfið. Flestir virtu það lítils, en sumir glöddust þó yfir því að ég kæmist áfram, einkum hinn valinkunni prófastur Þórður í Reykholti. Hann gaf mér út í sinn reikning allar bækur er ég þurfti að brúka þau þijú árin, sem hann lifði af skólaveru minni, og skoraði fastlega á frændur mína E. Th. Jónassen bæjarfógeta og J. Jónassen lækni að styrkja mig, því að hann kvað þeir gæti það, og þótt skyldleikinn væri aðeins i móðurættina ættu þeir að gera það. En mér hefur samt fundist furðulítið verða úr hjálp skyldmenna minna. Bæjarfóget- inn, sem hefir verið fjárhaldsmaður minn, hefir gefið mér að éta einn eða tvo mánuði á hveijum vetri og læknirinn einn mánuð, en bæjarfógetinn hefir lánað mér mikið, og er ég nú sem von er til orðinn stórskuldugur." Af Jóhannesi er það ennfremur að segja að hann lauk stúdentsprófi 1886, gekk síðan í prestaskólann og tók þaðan guðfræðipróf með góðri einkunn 1888. Sama ár gerðist hann aðstoðarprestur séra Jakobs Guðmunds- sonar á Sauðafelli, og var að honum látnum, tveimur árum síðar, kosinn prestur í Suðurd- alaþingum. Þar þjónaði hann síðan prestsemb- ætti til 1918, er hann lét af prestskap, bjó á Kvennabrekku mest allan þann tíma eða 27 ár. Eftir að séra Jóhannes L.L. Jóhannsson fluttist til Reykjavíkur, starfaði hann að samn- ingu íslenskrar orðabókar, en það verk hafði dr. Bjöm Bjamason frá Viðfirði hafið nokkrum árum áður. Allt frá skólaárum hafði íslensk og norræn málfræði verið sú fræðigrein, sem séra Jóhannes hafði haft af mest yndi og lagt sérstaka rækt við. Varð hann og mjög vel að sér í þeirri grein, samdi einnig rit og ritgerð- ir um efnið. Séra Jóhannes L.L. Jóhannsson andaðist í Reykjavík 6. mars 1929, 69 ára að aldri. Elstur 17 barna hans var málfræðing- urinn og skáldið Jakob Jóh. Smári. Heimildir. Bréf Sigurðar Lynge til Jóhannesar L.L. Jóhannssonar (í einkaeign). Æviágrip Jóhannesar L.L. Jóhannssonar, skráð af honum sjálfum, er hann varð stúdent 1886 (Lbs. 2701, 4ts). Höfundur er fræóimaóur og rithöfundur. 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.