Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 9
fram eftir götunum, en ekkert dugði. Stjórn- in sat, að vísu með nauman meirihluta, og það var eins og ráðherrarnir væru orðnir þreyttir. Og í raun hvíldi viss pólitískur óhugnaður yfir landinu. Árum saman virtist ekkert geta hrundið meirihluta ríkisstjórnar- innar, en mörgum var kunnugt um hin miklu ítök sem erlent ríki átti í næststærsta stjórn- arandstöðuflokknum. Þau komu enn betur í ljós síðar. Maður fannst látinn uppi á Holtavörðu- heiði í bíl sínum. Til marks um hvað tímarn- ir voru fullir af sögusögnum og fullir af pólitískri heift var, að menn settu andlát hans strax í samband við afskipti Sovétríkj- anna af íslenskum málefnum. Andlát manns- ins jók enn á óhugnaðinn í þjóðfélaginu. Maðurinn sem andaðist var þekktur borgari og hafði stundað nám í Sovétríkjunum. Hann hafði snúist í trúnni og gerst mjög gagnrýn- inn á stjórnarfarið eystra. Hann skildi eftir sig bunka af skjölum, sem orðrómur var um að sönnuðu beinar njósnir og hryðjuverk Sovét á íslandi. Ég sá sumt af þessum skjöl- um, en þar var ekkert bitastætt að finna. Vinum sínum hafði hann gefið í skyn að fyrri félögum í Sovét yrði auðvelt að hafa uppi á sér. Við töluðum aldrei um undarleg dauðsföll á íslandi meðan á ferðalaginu stóð. Báðir vissum við um ein þtjú eða fjögur, sem gáfu pólitísk afskipti Sovét og vina þeirra til kynna. En sá orðrómur hljóðnaði með tímanum, enda fengust smám saman skýr- ingar á atvikum. Við stönsuðum í Vestur-Berlín en hirtum ekki um að fara yfir í austurhlutann heldur sátum á spjalli lungann úr degi við fulltrúa gestgjafa okkar á Kurfúrstendamm, sem hafði tekið á móti okkur með miklum virkt- um og haldið okkur nær samfellda veislu. Vestur-Ejóðveijar vildu að Islendingar bæru þeim vel söguna. í hinum helmingi Berlínar var líka verið að taka vel á móti íslending- um. Þeir héldu kannski að þessi tvö hundruð og fimmtíu þúsund manna þjóð norður í Atlantshafí væri svo einstakt mannval að ekkert dygði nema það besta handa gestum. En við vissum betur. Útlendingar norðan af íslandi voru dýrmætir hvalrekar, sem nauð- synlegt var að fá til starfa. Þó var mestur vinningur að fá íslenska pólitíkusa úr öðrum flokkum en kommúnistaflokknum í heim- sókn, enda vissu móttökunefndirnar af reynslu, að af flestum var eitthvert gagn, ef hægt var að koma þeim í vodkateiti og að kjötpottunum á annað borð. Slompaður íslendingur finnur meira til sín en allsgáður íslendingur. Unnið var eftir þeirri forskrift við veisluborðin í Austur-Berlín. Þar fannst Islendingum að þeir væru orðnir brýnir þátt- takendur í togstreitu heimsveldanna og kalda stríðið snerti þá meira en aðra sveitamenn og sakleysingja í heiminum. Sumir lögðu á sig Keflavíkurgöngur eftir að hafa skálað í Austur-Berlín. Við vorum að tala um Austur-Berlín. Fyr- ir stríð hafði þetta verið falleg borg á sinn germanska hátt. Eftir að henni hafði verið sundrað drabbaðist austurhlutinn smámsam- an niður. Einkennilegur þáttur stjórnarfars þeirra austanveija var, að þeir hirtu ekki um að mála húsin sín. Borgarhluti eins og Austur-Berlín var því grár og drungalegur úr hófi. Þá vissi maður það, að próletarið í heiminum var á móti málningu. í þessum þenkingum varð mér á að spyija stjórnarfull- trúann hvort hann vissi hvar Álexanderplatz væri. Það er kunnur staður hér í borginni, sagði hann undirfurðulegur. Það er að segja í austurhlutanum. Félagi minn hafði verið að lesa í blaði. Það var Herald Tribune, sem gefið er út í París. Nú leit hann upp frá lestri sínum og horfði glottandi til mín og sagði á íslensku: Þann stað þekkir kollega minn, sem er staddur í Moskvu. Alexander- platz, hváði ég. Já, sagði félagi minn. Það stendur í austurborginni þar sem saman koma Greifswalder Strasse, Lenin Allee og Karl-Marx Allee. Það var því ekki í kot vís- að að láta bjóða sér á Alexanderplatz. Það brá fyrir hæðnistóni hjá félaga mín- um, sem stafaði kannski af meðfæddri and- úð á þeim götunöfnum, sem hann hafði ver- ið að upplýsa mig um. Hann hætti að þiggja boð hingað fyrir tveimur árum, hvað sem valdið hefur, sagði félagi minn. Ef til vill hefur flokksforystan heima þá þegar gert sér grein fyrir því að þeir voru búnir að ná tökum á honum - að hann var þeirra mað- ur. Þeir hveijir? Nú, Stasi eða hvað þú vilt nefna þá. Það fylgdi nokkur þögn þessu svari, eins og við þyrftum báðir að gera okkur grein fyrir hvað það þýddi. Áður en þeir heima byijuðu að ýta honum til hliðar, sagði félagi minn svo, var honum boðið hing- að austur á hveiju sumri. Þeir gerðu vel við hann og fóru með hann að kyrrum vötnum og létu hann gista á sumarhótelum í Fúrstenwalde. En í lok hverrar ferðar, og væri hann ekki með fjölskyldu sinni, hleyptu þeir honum til kvenna á Alexanderplatz. Þar var hann myndaður í bólinu hjá þriflegum gleðikonum flokksins. Við höfðum þagað nokkuð lengi og horft á umferðina áður en við stóðum upp frá tómum glösum, fyrst félagi minn og síðan við, og veifuðum leigubíl. Við gerðum ríkis- fulltrúanum skiljanlegt, að fyrst við ættum frí vildum við fara heim á hótel og leggja okkur um stund áður en við þægjum boð á kabarett-sýningu um kvöldið. Þær voru sagð- ar hvergi nærri eins hressar og þær sem gengu í Berlín eftir fyrra stríð ef dæma má eftir þjóðsögum af þeim. Þá sögðu þjóðir, sem töldu sig bera af um siðprýði, að í Berl- ín stæði yfir próf Vesturlanda í því hvað hægt væri að ganga langt í ósóma á sviði kynlífs. Þar spruttu upp líka tvær stjórn- málahreyfingar, sem dreifðu miklum pólit- ískum ósóma í kringum sig og kölluðu hug- sjónir. Það eina sem eftir stendur af þessu umróti er kabarettinn. Við urðum þess var- ir, félagarnir, þegar við fórum út um kvöld- ið að skemmta okkur. Við snerum aftur til Hamborgar á heim- leið tveimur dögum siðar. Ferð okkar um Þýskaland var lokið og löngum göngum um framleiðslusali og gallerí. Á okkur hafði ver- ið hlaðið bæklingum með tölum um þróun og vöxt fyrirtækja og við fundum á okkur að þýska dirfskan í efnahagslífinu, þetta sem kallað var þýska efnahagsundrið, byggðist á því að voldugir aðilar stóðu á bak við. Þjóðverjum hafði ekki verið refsað fyrir að hefja stríð og heyja það af fullri hörku. Húsnæðislaus Breti, sem barðist við Þjóð- veija, var spurður hvar helst væri að leita að húsi, sem lofað hafði verið að byggja yfir hann. Ætli ég fyndi það ekki í Vestur- Þýskalandi, sagði hann. Okkur var komið fyrir á sjöttu hæð á stóru nýlegu hóteli nærri miðbæ Hamborgar. Á farmiðum okkar var merktur brottfarartími klukkan fjögur daginn eftir. Ég var vanur að koma með eitthvað heim handa konunni og krökkunum þegar ég var sendur i svona boðsferðir. Nú hafði mér láðst að gera nokk- uð í þessu og komudagurinn til Hamborgar lendti í margvíslegu vafstri. Morguninn eftir leit ég inn til félaga míns um tíu leytið til að vita hvort hann vildi koma með mér í bæinn. Hann var klæddur, en á skyrtunni og sagðist ekki nenna að koma. Hann ætl- aði að kaupa einhveijar gjafir í fríhöfninni heima. Við létum gott heita. Úti á ganginum mætti ég tveimur frakkaklæddum mönnum með hatta á höfði. Ég velti því fyrir mér hvað þeir væru undarlega dúðaðir á hlýjum sumardegi. Þegar ég minntist þessara manna seinna um morguninn voru þeir horfnir. Hótelið var mjög miðsvæðis og þess vegna þurfti svo sem ekkert að fara til að komast í verslunarhverfi. Ég var lengst af í sjón- máli við hótelið á meðan ég leitaði að gjöfun- um og ráfaði um búðirnar. Eftir nokkra stund þyrptust lögreglubílar með vælandi sírenur að hótelinu og nokkurn mannfjölda dreif þangað. Ég barst með straumnum og bráð- lega stóð ég þar, sem lögreglan hafði girt af stéttina við hótelið. Félagi minn lá á stétt- inni á skyrtunni, eins og ég hafði skilið við hann fyrir stundu, nema nú blæddi úr eyrum hans, nösum og munni. Hann var látinn. Félagi minn hafli einmitt ord ápví íþessu feröa- lagi hvepólitísktgengi mannagat veriö valt. Helstþurftu kandídatamir aö vera meinlausir aögcfum, meö takmarkaöa vitund um um- hverfi sitt en því meiri vitund um eigiö ágæti. Sumir voru hreinirgallagripiry drykkfelldir og kvensamir úr hófi. GEIRLAUGUR MAGNÚSSON SAGA UM LJÓSMYND þeir sögðu fyrír vestan að hlypi meir en aðrir menn því höfðu þó gleymt þegar datt inn í víðavangshlaupið þar sem sagt var að hefði fylgt kaldal eins og skugginn kaldal sem hljóp meir en aðrir menn og myndaði þá þar sem þeir störðu þungbúnir niður á laugaveginn og hurfu eins og hann inn í skuggann Höfundurinn er'skáld á Sauðárkróki. EINAR EIRÍKSSON MANSTU? Slær mitt hjarta heitt og ört huldar vættir kalla. Þegar sumarsólin björt seiðir mig til fjalla. Þar um margan mætan stað minningarnar geymi. Vetraríangt sem vil ég að vakandi mig dreymi. Laugavalla lindin heit lágvært kveður bögu. Fátækt þar og fellir reit forna harmasögu. Svipir hljóðir sveima þar svartar þöglar nætur, eins og það sem áður var eigi þarna rætur. Fjöll og heiðar fagna mér finn ég yndið þráða. Sérðu hvernig sólin er seint á leið til náða. Eftir langan liðinn dag leggst ég út í fríðinn. Hefur þú við Herjólfsdrag hlýtt á lækjarniðinn. Sauðafell í sælli ró sínum gestum fagnar. Niður ánna aldrei þó algerlega þagnar. Kyssa báruboðann sá bergið votum kossi þegar korguð Kringilsá kom að Töfrafossi. Manstu þegar morgunsól merlar Snæfellstindinn. Þokan sem að fjallið fól fokin út í vindinn. Fram er líkt og falli þá fjöldi smærri tinda, lútandi og líti á lávarð íss og vinda. Dimmugljúfur drottins smíð dulinn beyg mér vekja. Jökulsáin straumastríð stokkinn þröngt má rekja. Kárahnjúksins klettastál komumönnum fagna eins og gatan æði hál upp til helli Magna. Friðsælt er í Fagradal ferðalúnum sálum. Þar skal forðast þarflaust hjal þögnin er á nálum. Manstu hvernig mildur blær mjúkt um dalinn læddist, svo ei friðarferðir þær fjallakyrrðin hræddist. Upp til fjalla oft ég held ókunn lönd að kanna. Til að kynda undir eld endurminninganna. Manstu þegar mó og stein mildur blærinn svæfði, eða þegar þögnin ein þjóðlag kvöldsins æfði. Höfundurinn býr á Urriðavatni í Fellum. MARIE HAMSUN NÝÁRSKVEÐJA Arnheiður Sigurðardóttir þýddi Vertu mér vænn og vertu mér nær að nýju, nú meðan árið stundaglasinu aftur vendir, lát hjarta mitt gegnum sorgina líða héðan um stund, að loknu einu af lífsins árum, sem senn er að enda. Enginn er framar svo ungur sem eitt sinn var, eldast nú dagarnir sjálfir af örsmáum sekúndunum. En gæt að: við lifum áfram þegar árið loks deyr, og látum oss þakka Guði fyrir slíkt undur. Vertu mér vænn og nærri, er klukkan tifandi slær og telur burt síðustu tólf sekúndurnar. Taktu í hönd mína, þegar við göngum glöð á móti góðu, nýju ári með nýjar lífsstundir. Höfundurinn er norskt skáld, eiginkona rithöfundarins Knut Hamsun. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.