Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 10
GREGERS er sannfærður um að hjónaband Hjátmars sé reist á lygi sem sverti sál þessa listhneigða vinar síns. Pálmi og Sigurður í hlutverkum sfnum. VILLIÖNDIN í DJÚPUNUM Leikrit Henriks Ibsen (1828-1906), Villiöndin, veróur frumsýnt annan í jólum í Þjóóleikhúsinu. Verkió hefur verió talió meó því besta sem liggur eftir hinn mikla norska skáldjöfur og marka viss -----------------------------n-------------------- tímamót í leikritun hans. ÞRQSTUR HELGASON fór á æfingu á verkinu og ræddi vió Pálma Gests- son og Siguró Sigurjónsson, sem fara meó aðalhlutverkin í leikritinu, og Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóra, sem leikstýrir verkinu. TIL ER norsk þjóðsaga um villi- öndina. Þar segir að þegar hún særist kafí hún niður í djúp tærs fjallavatnsins, bíti sig fasta í botngróðurinn og bíði dauða síns. Henrik Ibsen sýnd- ist margar villiendur á meðal manna, sært fólk sem bælir tilfinningar sínar ofan í sálardjúpin, flýr sár- an raunveruleikann inn í myrkur hugskots síns. Þetta eru hinir veiklunduðu sem megna ekki að horfast í augu við sannleikann og lifa í sjálfsblekkingu. Svo eru til þeir sem standa af sér öll áhlaup, bregða sér ekki við smá- skeinur; þetta eru hinir sterku, hinir harðsvír- uðu, sigurvegaramir. í leikritinu Villiöndin (1884) skoðar Ibsen þessar tvær manngerðir. Aðalpersónur verks- ins eru fjórar; Hjálmar Ekdal ijósmyndari, kona hans Gina, dóttir hans Heiðveig og æskuvinur hans, Gregers Werle. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera eins konar villiendur; engin þeirra þorir að horfast í augu við veruleikann. Ekdalsfjölskyldan býr sátt við hlutskipti sitt í lítilli risfbúð þegar Gregers birtist óvænt. Fljótlega kemur í ljós að Gregers hefur vitn- eskju um atburði úr fortíð konu Hjálmars sem hann telur að verði að draga fram í dagsljós- ið. Gregers er sannfærður um að hjónaband Hjálmars sé reist á lygi sem sverti sál þessa listhneigða vinar síns. Hann trúir þvi að sann- leikurinn og heiðarleikinn séu grundvöllur hamingjusamlegs hjónabands og einsetur sér því að uppræta meinið í sambandi Ekdals- hjónanna. Hann vill leysa sundur þennan blekkingarvef og hefja líf þeirra upp í æðra veldi; hann vill sjá hugsjónir sínar holdgerv- ast. En þessi tilraun til að göfga mannskepn- una fer öðruvísi en ætlað er; í ljós kemur að maðurinn þarfnast sjálfsblekkingarinnar til að lifa af í þessum heimi. Illmenni, eóa hvað? Pálmi Gestsson fer með hlutverk Hjálmars og lýsir honum sem brothættu eggi sem hafi verið vafíð inn í bómull. „Þetta er mein- laust grey og þess vegna fýrirgefur maður honum galla hans og hvað hann er blindur á sjálfan sig.“ Blekkingarvefurinn er þykkastur í kring- um Hjálmar. Sjálfsblekkingin er algjör. Hann er sjálfsvorkunnsamur, latur og kjarklaus en samt telur hann sér trú um að hann sé höfuð fjölskyldunnar, að hann sé sá sem stjómi heimiiinu og skaffí til þess. Það er hins vegar í raun og veru Gina kona hans sem sér þar um alla hluti. Þar að auki er hann falskur og lyginn; hann skrökvar að konu sinni og dóttur til að gera sig stærri og meiri í augum þeirra. Eigi að síður hlýtur maður að hafa samúð með honum þegar hann verður fyrir barðinu á hugsjónamanninum Gregers. „Jú, maður fær óhjákvæmilega samúð með honum, einkum þegar maður sér að hann er í raun eins og viljalaust verkfæri í höndunum á þessum vini sínum, sannleiksgruflaranum Gregers. Hjálmar er í raun og veru ekki ill- mennið í verkinu heldur Gregers. Hvað eiga menn með að vaða inn í annarra manna hús á skítugum skónum og krefjast sannleika. Slíkt fólk er stórhættulegt og það er til nóg af því, blessaður vertu, það er til nóg af þessum sjálfskipuðu sannleikspostulum. Þetta fólk er svo yfirgengilega heiðarlegt og blátt áfram að það getur hreinlega ekki set- ið á sér og heggur allt í kringum sig.“ Sigurður Siguijónsson, sem leikur Greg- ers, segist ekki alveg sammála því að hann sé alvondur. „Ég held með mínum manni. Hann vill vel, af einlægri sannfæringu er hann að reyna að gera gott. En honum skrik- ar fótur á leið að settu markmiði og auðvitað hlýtur maður að hugsa honum þegjandi þörf- ina í lokin þegar maður sér hveiju hann hef- ur komið til leiðar. En ég er sannfærður um að hann vill vel þótt vissulega megi líka lesa úr verkinu að hann sé útspekúleraður and- skoti." Táknseei í byijun níunda áratugar síðustu aldar var raunsæið á undanhaldi í evrópskum bók- menntum. Við tók stefna sem kölluð er natúr- alismi og lagði áherslu á að kanna félagsleg lögmál og mannleg samskipti með aðferðum náttúruvísindanna. Þessu fylgdu iðulega ná- kvæmar persónu- og sálarlífslýsingar eins og sjá má í Villiönd Ibsen. í því verki má einnig sjá merki um að skáldið er farið að 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.