Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 4
ÞEGAR ekið er inn undir botn Fljótsdals að austan, fagur- grænn Hallormsstaðarskógur að baki, blasir við vestanmeg- in Valþjófsstaðarfjall, vegg- bratt með láréttum klettabelt- um. Undir fjallinu stendur stórhýsi engu iíkt í sveit á íslandi, reisulegt en ekki yfirlætisfullt og fellur vel inn í umhverfíð, því veldur ekki síst torfþakið á burstunum. Þetta er Skriðuklaustur, fomfrægt höfð- ingjasetur, og húsið lét Gunnar skáld Gunnars- son reisa. Á síðasta ári áttum við hjónin þess kost að dveljast um sinn í húsinu, í íbúð sem ætluð er listamönnum og fræðimönnum til skammrar dvalar að sumarlagi. Indælt var að hafast þama við í kyrrð og veðursæld Fljótsdalsins, innan þykkra múra þessa húss sem minnir í senn á það klaustur sem gaf staðnum nafn, burstabæ á grónu íslensku stór- býli fyrri tíðar og herragarð á meginlandinu. Dvöl á Skriðuklaustri beinir huga gestsins að sögu Gunnars skálds og einkum þeim tímamótum hennar þegar skáldið sneri heim til íslands fímmtugur maður, víðkunnur og virtur rithöfundur. Þá hafði hann búið og starfað í Danmörku meir en þrjátíu ár. Hvers vegna flutti hann aftur heim í fásinnið í Fljótsdal, beint úr suðupotti menningarinnar úti í Evrópu? Hve hastarleg og gagnger umskipti hafa þetta ekki verið! Slíkir búferla- flutningar væm mikil breyting á högum manns nú, en hvað er það samanborið við árið 1939? Fljótsdalur var auðvitað margfalt einangraðri en hann er nú þegar Gunnar settist þar að búi sínu. Skáldið og Þridja rikld Um þessi hvörf í ævi skáldsins hefur ekki verið mikið skrifað. Þó koma smám saman fram nýjar upplýsingar. Sveinn Skorri Hösk- uldsson, sem manna mest hefur kannað feril Gunnars erlendis, birti athyglisverðan fyrir- lestur sem hann nefndi „Gegn straumi aldar“ í Tímariti Máls og menningar 1988. Þar fjall- ar hann meðal annars um viðkvæmt mál, sem oft er rætt manna á meðal og hefur óneitan- lega varpað skugga á minningu skáldsins, en það erafstaða þess til þýsku nasistastjóm- arinnar. ítarlegri umfjöllun um það efni er í bók Þórs Whiteheads frá síðasta ári, Miili vonar og ótta. Sú greinargerð er studd ríku- legum samtímaheimildum þýskum og vitnis- burði Gunnars sjálfs fyrr og síðar. Er hún vönduð og sanngjöm í ályktunum að því er séð verður. Bæði Sveinn Skorri og Þór svara afdráttar- laust neitandi þeirri þrálátu spumingu hvort Gunnar Gunnarsson hafí verið nasisti. Hvergi í ritum hans eða ræðum er að fínna málflutn- ing í þeim anda, og allir sem lesið hafa skáld- verk hans vita að þau em borin uppi af húm- anískri afstöðu sem er víðsfjarri hugmyndum nasista. Hins vegar þáði Gunnar af fomstu- mönnum í Þriðja ríkinu margvíslegan sóma og lýsti jákvæðri afstöðu gagnvart ýmsu þar í viðtölum við blöð á tíðum fyrirlestraferðum sínum til Þýskalands. Þar í landi var hann í meiri hávegum hafður en flestir aðrir norræn- ir höfundar, bækur hans þýddar á þýsku jafn- harðan og margútgefnar; hafði svo verið löngu áður en nasistar komust til valda. Það var auðvitað mikils virði fyrir Gunnar að halda þeirri stöðu á þýskum bókamarkaði og skiljanlegt að hann legði nokkuð fram til að svo mætti verða. Hins vegar tókst fæstum að sleppa frá samskiptum við nasistastjómina án þess að brenna sig og það mátti Gunnar Gunnarsson reyna. Þetta efni er rakið í bók Þórs nánar en áður hefur verið gert og vísa ég til þess. Einkum gerir Þór ítarlega grein fyrir frægri Þýskalandsför skáldsins í boði Norræna fé- lagsins þar í landi á útmánuðum 1940, eftir að styijöldin er hafín. Þá tók Gunnar sig upp um hávetur frá hálfbyggðu stórhýsi sínu á Skriðuklaustri. Hann hélt til Þýskalands í langa fyrirlestraferð sem lauk svo að hann gekk á fund Hitlers í Berlín, eini íslendingur- inn sem vitað er til að það hafi gert. Sú heimsókn varð ekki minnsti hvati að sögu- sögnum og hvíslingum um „nasisma" Gunn- ars. En víst er að Gunnar stóð ekki frammi fyrir foringjanum sem neinn jábróðir hans, öðru nær, því að heimildir eru fyrir því að í kjölfar heimsóknarinnar spurðust þýsk stjórnvöld fyrir um skoðanir þessa rithöfund- ar, væntanlega af því að hann var neikvæð- ari gagnvart þeim en þau bjuggust við. Gunn- ar taldi sig hafa ástaeðu til að óttast að ætti að kyrrsetja sig í Þýskalandi. Þetta bendir til annars en þess að nasistastjómin hafi lit- ið á Gunnar Gunnarsson sem einhvers konar stuðningsmann sinn. Annars virðist Gunnar, sem listamönnum er títt, hafa verið býsna bláeygur í stjóm- málasökum og lítt áttað sig á kaldrifjaðri refskák valdamanna. Það er næsta ótrúlegur SKRIÐUKLAUSTUR í Fljótsdal. AÐ ÆTLA SER HIÐ ÓMÖGULEGA EFTIR GUNNAR STEFÁNSSON - Gunnar Gunnarsson skáld flutti búferlum frá Danmörku vorió 1939; hvarf úr hringióu menningar- lífsins í Evrópu í fásinni íslenskrar sveitar austur í Fljótsdal. Hann synti einatt gegn straumi og lenti í andstöóu vió vinstrisinnaóa kynslóó bókmennta- manna sem ekki kunnu aó meta sögur hans um djúpan sióferóisvanda einstaklingsins. bamaskapur að ímynda sér að hann gæti með viðtölum við Hitler og aðra fomstumenn nasista fengið þá til að stöðva Finnlandsstríð- ið. Til þess var vetrarferðin til Þýskalands farin, að því er Gunnar skýrði Þór frá á sín- um efstu áram; Sveini Skorra sagði hann hins vegar að sér hefði hugkvæmst þetta þegar til Þýskalands kom. Raunar höfðu Finnar gefíst upp fyrir Rússum þegar Gunn- ar gekk á fund foringjans svo ekki reyndi á áhrifamátt skáldsins í þessum efnum. Þótt sumt sé á huldu um þessi mál og Þýskalandsförina 1940 er gott að fá þau gögn sem fræðimennimir hafa lagt fram. Það mætti meðal annars verða til að eyða slúðursögum sem hver hefur etið eftir öðram gagmýnislaust, sumt fáránlegur þvættingur, eins og að Gunnari hafí verið ætlað að vera „landstjóri" Þjóðverja á Skriðuklaustri þegar þeir hefðu hemumið landið! Þá hefur verið sagt að þýski arkitektinn sem teiknaði húsið hafi einnig teiknað Amarhreiður Hitlers. Sá fróðleikur rataði inn í vandað uppsláttarrit eins og Landið þitt. Þar er raunar farið rangt með nafn arkitektsins, hann hét Fritz Hög- er, ekki Huger, - og hann teiknaði ekki Amarhreiðrið. Sagan á víst upprana í því að Höger sagði i þýsku riti Norræna félags- ins: „Við byggjum Gunnari Gunnarssyni hreiður á heimaeyju hans.“ í annarri uppslátt- arbók, sem reist er á ritinu Landið þitt og heitir íslandshandbókin er komið inn alveg rangt nafn á arkitekti Skriðuklausturs; er hann þar nefndur Gunter Schween, hvaðan sem það er fengið. En saga eins og sú að hirðarkitekt Hitlers hafí teiknað Skriðu- klaustur er til þess fallin að sverta minningu Gunnars og tengja hann í vitund manna nánum böndum við þýska nasistaforingja. Það er kominn tími til að draga staðreyndirn- ar fram í dagsljósið. En þær heimildir sem við fáum í hendur verður að túlka og þar reynir á sannsýni og dómgreind hvers og eins. Beendahöfóingi i Fljófsdal Það var um hvítasunnuna 1939, rétt eftir fímmtugsafmæli sitt, sem Gunnar Gunnars- son flutti búferlum úr Danmörku að Skriðu- klaustri í Fljótsdal í stórhýsið sem þar var verið að byggja svo að skáldið mætti búa með reisn á bemskustöðvunum. Það var eins og hirðskáld konunga væri að snúa heim eftir frækilegar víkingaferðir. íslendingum þótti mikið til koma. Ekki síst fögnuðu mál- svarar sveitanna því hvaða stefnu Gunnar tók. Jónas Jónsson frá Hriflu hyllti skáldið með rómantískri grein í Tímanum 1. júní 1939 (endurpr. í Fegurð iífsins, 1940). Með þeim Jónasi höfðu tekist góð kynni og sat Gunnar meir að segja þing frjálslyndra flokka í Danmörku 1938 sem fulltrúi Framsóknar- flokksins. Jónas frá Hriflu sér ekki aðeins heimkomu Gunnars sem nútímahetjusögu í stíl fom- sagna. Hún er líka andóf gegn flutningi fólks í þéttbýlið, framlag til þess að gera sveitim- ar á ný að andlegri aflstöð. Jónas segir: „Skáldið flutti ekki til höfuðstaðarins eða hinna stærri kaupstaða. Heldur ekki til hinna tveggja mestu sveitabyggða á landinu sunn- an- og vestanverðu. Hann spurði ekki um þéttbýli, góðar samgöngur né steinilagðar götur og torg. Hann flutti beint heim í sína sveit, grasi vafínn, fagran dal á Austur- landi, þar sem vorgolan er orðin heit á leið- inni frá Golfstraumnum norður yfír Vatnajök- ul og öræfin ... Heimför Gunnars skálds frá Danmörku til Fljótsdals eystra er máttugur vitnisburður um straumhvörf í sveitalífi ís- lensku þjóðarinnar. Hún er byijuð að meta og endurmeta gæði og fegurð hinna dreifðu byggða." Vinátta Jónasar og Gunnars fékk að vísu bráðan enda þegar skáldið gagnrýndi opin- berlega þá pólitísku refsiaðgerð Jónasar og samherja hans í menntamálaráði að stór- lækka skáldalaun Halldórs Laxness, en það var þáttur í menningarstríði Jónasar við kommúnista á þessum áram. í grein um Halldór Laxness löngu síðar líkti Jónas þessu við þá lögregluaðgerð að sekta mann fyrir að bijóta umferðarlög og aka á röngum veg- arhelmingi. Halldór hafði sem sé villst yfír á vegarhelming Stalíns! Hitt er annað mál að Gunnar átti ekki fremur samleið með komm- únistum en Jónasi frá Hriflu og eftir að hann taldi sér hafa verið misboðið af þeirra völdum við úthlutun listamannalauna sagði hann sig úr samtökum rithöfunda og stóð utan þeirra fram undir ævilok. Hvað sem líður skæram í menningarbar- áttunni sem Gunnar dróst inn í er hitt víst að heimför hans var enginn vottur um straumhvörf í sveitalífinu eins og Jónas frá Hriflu vildi vera láta. Öðra nær. Þegar Gunn- ar byggði hús sitt í Fljótsdal og fluttist þang- að úr menningarlífi meginlandsins var hann einmitt að stríða gegn straumi aldar. Þeim tíma þegar stórbændur sátu að búum sínum eins og smákóngar með fjölda hjúa var að ljúka. Hið patríarkalska þjóðfélag sem ríkt hafði þegar Gunnar kvaddi ættland sitt ung- ur var þannig komið á fallanda fót þegar hann sneri heim. Stríðið varð svo endanlega til þess að gera búrekstur eins og hann stund- aði á Skriðuklaustri ókleifan. Það fyrirtæki er í fullu samræmi við afstöðu Gunnars í flest- um samfélagsmálum, eins og Sveinn Skorri drepur á í fyrrnefndri ritgerð sinni. Þar gekk hann einatt gegn straumnum. Gunnar lenti í andstöðu við vinstrisinnaða skáldakynslóð sem kunni ekki að meta sögur hans um djúp- an siðferðisvanda einstakiingsins og dul- magnað samband mannsins við jörðina. Hann var tortryggður vegna afstöðu sinnar til Þýskalands Þriðja ríkisins, skandinavismi hans, sem fólst í boðskap um að sameina I > : > > i l í b D I i I 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.