Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 31
CARL MICHAEL BELLMAN
HJÁ LIND SEM LÍÐUR ÁFRAM
(82. PISTILL FREDMANS)
HJÖRTUR PÁLSSON ÞÝDDI.
GUÐJÓN SVEINSSON
*
JOLA-
MYND
Undirtitill pistilsins er: Óvænt kveðjustund sem kunn-
gjört var um við litla skattinn hjá Úllu Winblad sumar-
morgun einn á grænum grundum. Hjarðljóð tileinkað
Leopoldt, konunglegum ritara. - Klóþó er örlaganorn í
grískri goðafræði og Karon er feijumaður dauðans. -
Við lagið hafa Islendingar lengst af sungið ljóð Jóns
Thoroddsens, „Úr þeli þráð að spinna", en það á vita-
skuld lítið skylt við efni og anda sænska frumtextans.
í þýðingunni koma vísanir í íslenskan kveðskap fyrir á
nokkrum stöðum. Gælunafn þekkts og vinsæls íslensks
veitingamanns frá því fyrr á þessari öld er tekið trausta-
taki, eins og gert hefur verið áður í íslenskri Bellmans-
þýðingu, og það látið tákna kráareiganda í Stokkhólmi
á 18. öld. - Þýð.
Á þessum grænu grundum
með gleði lýkur okkar fundum;
hér, Ulla, sæl við undum
við allra strengja og lúðra hljóm!
Skjótt girnd í brjósti brennur
og blóð til skyldu Fredman rennur,
hann Klóþó gerir glennur
uns gella heyrir Karons róm.
Heyr amorsóm,
í Freyju fórnarlundum
er flaskan tóm!
Á þessum grænu grundum
vínguðinn dreypti á ÚIIu blóm.
- A ÚIIu blessað blóm.
Carl Michael Bellman, 1740-1795, var sænskt
Ijóóskóld og tónskóld. Kvæói hans birtust í
söfnunum Fredmons epistlor 1790 og Fredmans
sánger 1791. Lög BeiÍmans eru stundum útsetn-
ingar ó alþýðulögum fró Þýzkalandi og Frakk-
landi en stundum verk hans sjólfs.
Hjá lind sem áfram líður
nú leggst í grasið hópur fríður;
rautt vín með blóðjurt bíður
og brasað nýveitt keldusvín.
Heyr, Úlla, í körfum klingja
og kátt í tæmdum flöskum syngja
og guðveig geðið yngja,
um grasið berst nú angan fín!
Þitt veisluvin
úr krús ég bergi blíður
uns birtan dvín.
Hjá lind sem áfram líður
heyr óma valdhorn, ástin mín!
- Vor valdhorn óma, ástin mín!
Hlýtt strýkur grundir gola,
sjá graðhest stoltan, hryssu og fola,
nú heyrist baul í bola
og brágult lambið jarmar hátt.
Sig hani á húsburst reigir,
hann hristir væng og úr sér teygir,
og svalan hausinn hneigir
en hlakkar kráka í suðurátt.
Skenk oss nú brátt
þitt kaffi, kastarhola,
því kynt er dátt!
Hlýtt strýkur grundir gola,
allt gleður augað sælt og kátt.
- Allt gleður augað kátt.
Sjálft loftið víkkar lundinn
því lauftré flétta saman bundin
sinn hring um hnattasundin,
vorn hóp í tjóðri og þennan blett!
Heyr blæ í laufí leika
um laut og stíg, sjá skugga kreika
og glettast geisla bleika
við guðvef skýja, ofínn þétt.
Rétt, ÚUa, rétt
sem ég fram staup því stundin
er stutt og léttí
Sjálft loftið víkkar lundinn,
allt logar þúsund blómum settí
- Mörg þúsund blómum sett!
Þú sérð hvar Úlla svífur
með sveiflu og aðra með sér hrífur,
fyrst egg og loks ólífur
á einn og sama diskinn fer.
Úr skeið hún einatt skvettir
og skyri og rjóma á alla slettir
en brjóstabogar nettir
við blasa er möndlutertu hún sker.
Hvað kemur hér?
Af kjúkling væng hún rífur,
hann kaldur er.
Þú sérð hvar Úlla svífur
og sveitt við stritið unir sér.
- Við stritið unir sér.
Lát lúðra og kornet kalla
því Kári blæs um sund og hjalla;
já, syng uns fjötrar falla
svo fljótt oss gleymist nudd og jag.
Við drekkum einn við diskinn
og dreypum því næst á við fískinn!
Og Fúsi, frábær systkin,
hann fyllir krána enn í dag.
Skál, nú er lag!
Skál, Ulla töfrar alla
með amorsbrag!
Lát lúðra og kornet kalla,
til kvölds við látum standa slag!
- Við látum standa slag!
AtdutW , ... Yi - U v»«* d«nna E^Ltl nr«2»Z k.V - U, vlr fruk.sk vi Jnm M - la, 1 vi-n 6 - vtni- Jui U; U
r-Htn i i tTTT —r r*y*n: —4—
/i\ * T 7 * —** * i * r J jrt1 . - - -* 1
HtTJ r / > *l J á é .... I - i——
E H? E H? E H? E Eýrn^E
■Jf..,V. r . ;.4„F=p ^7-4—H J --FPt= -F^ *■■■■+*—
A * V * j ij- ) * J - * j / \ v- : A . X= —
^ r r 7“ T T t T - U ocklrn nu«s sku-Uen bec|- ka - J - Uj OCH Kirvnvid dun» - iar f.Cir T T 1 TT*
E H; E h « # 1 -T F" F=n Pt^i H? p ^ E
rí.Tt / / 1 1—l—l—11 / l r 1 i r / r 1 ^ ## 44-4-1
A 1 —J ~r~d—1 J 1 J ? i ] 4-. ■ -J J1 »1J J IJ WA
fA\ f T* W "É * - w 1 J r J * M i | / t rn. y.j -\
* ur ^ r i z fnid - - vin vl ur V»u - «en_ Kll - 1» tned ^llt ttl
r v -=ri— m l l I —l l —II I ^ i —
3 1 I 1 1 1 n TTT þ=
D-
i 1
rc=r—r— H? E H-?- A E H7. E
)tfj—R^r’—F^i r-J—r 1 T.I t Á y J 1 s-#— 1—4
V.l tf i J - \r— *——1—i—4—3 i-U—■■ AA-i
T T T . mm. V* * u pjfrfr i ff?= t T T 1 r vidfkpni k£l-l») Vír vl-r* valthoms klan^ T cou-
h7 E 1 wt r f.i J—J 1 H? E Hp E Hy.
®r „ sínt. r r r r T V»tt - hwr - nenc cou - Ine.
o ■ i J. ■ j. ut jS n jjfrýT A E rHf 1 1 J i* __ E
\ i w L im ## rji|
C2tirr—*r— J á + J»1 1 1 J l>1 1 1 B
utTTT 1j771 i r m 9 r i u* w9 a h
027 if 1 r r t y f r 1 1—ri m \ v ■
T T ^ t ' r tf 7
JÓI
lítil stúlka
leikur á gólfi
með gamlan bangsa
meðan klukkurnar
kalla inn helgina.
Konan í útvíðum buxum
brasar steik
kerti drepa tittlinga
framan í gulbröndóttan kött.
Litla stúlkan
lítur upp
tyllir sér á tær
brosir breiðu
spékoppabrosi
sveiflar bangsagreyinu
í hálfhring og segir:
Amma mig langar frekar
í rúllukragatertu.
Höfundurinn er rithöfundur
og býr á Breiódalsvík.
KRISTJANA EMELÍA
GUÐMUNDSDÓTTIR
JÓL
Ilmar grenið allt er skreytt
úti sem í stofunni.
Skína stjörnur skært og hreint
á skýjalausum kvöldhimni.
Bömin glöð með bros á kinn
bjóða okkur gleðileg jól.
Ljóma hýr þau litlu skinn,
lýsa eins og morgunsól.
Biðjum Guð að blessi hann
bömin okkar kalda lands,
frið á jörð um Frelsarann,
fögnuð til hins snauða manns.
Höfundurinn býr í Kópavogi.
RAGNHILDUR
HJALTADÓTTIR
SNJOR
Snjórinn fellur léttur og hljóð-
laus
eins og fíður vaggast hann til
og frá
í mjúkum faðmi golunnar
nóttin fersk og mild
horfír stoltum augum á lín
jarðarinnar
hvassar brúnir breytast í ávöl
form
einangrast og verða að dún-
mjúkum hnoðrum
sem kúra saman á meðan
bætist í hópinn
hreinn og nýr bíður snjórinn
morguns
bíður og hlustar eftir kunnug-
legu marrinu
undan fótum mannanna sem
galvaskir
marka spor sín í hina nýju
veröld.
Höfundurinn er snyrtifræóingur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 31