Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 11
ÞAÐ er í raun og veru Gina kona Hjálmars sem sér um alla hluti á heimilinu. Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og Edda Heiðrún Backman i hlutverkum sínum. GUNNAR Eyjólfsson leikur föður Hjálmars, gamlan liðsforingja sem hefur tapað allri reisn. beita táknsæi í ríkara mæli. Stefán Baldurs- son, sem leikstýrir Villiöndinni, segir að það megi því segja að verkið marki tímamót í leikritun Ibsen. „Verkin á undan höfðu verið mjög raun- sæisleg hjá honum en hér læðir hann að tákn- rænum þáttum sem ber meira á í næstu verkum hans. Það er einnig athyglisvert að Ibsen hafði sjálfur verið svolítill hugsjónapredikari í verk- unum á undan Villiöndinni, hafði jafnvel að- hyllst forræðishyggju. En í bréfi sem hann skrifar stuttu eftir að hann lauk við verkið er hann komin á þá skoðun að það besta sem fólk geti gert sé að rækta sig sjálft, en ekki skipta sér af náunganum. Og ef við skoðum sögu Gregers i Villiöndinni er þetta einmitt lærdómur hennar.“ Hinn nýi skáldskapur sem kafaði svo vægðarlaust ofan í hugarfylgsni persóna vakti ekki hrifningu allra á sínum tíma. í grein um Ibsen og verk hans í leikskrá segir Melkorka Tekla Ólafsdóttir um viðtökur Villi- andarinnar: „Samtímaverk Ibsens mættu iðu- lega vanskilningi og sættu sum harðri gagn- rýni, þótt ávallt væru einhveijir sem hrifust af list skáldsins og hugmyndum. Svo var einnig um Villiöndina, enda var frásagnar- máti Ibsens í verkinu að mörgu leyti fram- andi lesendum og áhorfendum um miðjan níunda áratug 19. aldar. Gagnrýnendur töluðu um að Villiöndin væri þunglyndislegt og illskiljanlegt leikrit, en einkum var það táknsæið í verkinu sem gerði það torskilið í augum margra. Sumir furðuðu sig á því hvers vegna Ibsen væri að kafa ofan í sora mann- lífsins til að fjalla um svo ómerkilegt fólk og margir áttu erfitt með að samþykkja hvernig höfundurinn stillti hinu harmræna upp við hlið þess spaugilega. En fjöldi þeirra sem urðu hugfangnir af verkinu óx stöðugt og nú er það eitt af mest leiknu verkum skáldsins." Stefán segir að vinnan að þessari sýningu hafi verið einstaklega skemmtileg. „Þetta er svo auðugt verk. Ibsen var mikill mannþekkj- ari og skrifaði stórbrotnar persónur sem sí- fellt koma manni á óvart. Sömuleiðis hefur það komið mörgum á óvart hversu vel Ibsen eldist, þetta verk gæti þess vegna verið eftir einhvern samtímahöfund okkar.“ Auk Pálma og Sigurðar fara með aðalhlut- verk þær Edda Heiðrún Backman (Gina) og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (Heiðveig). Aðrir leikendur eru Gunnar Eyjólfsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Magnús Ragnarsson, Sigurður Skúlason, Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Flosi Ól- afsson og Valur Freyr Einarsson. Lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson, höf- undur leikmyndar er Grétar Reynisson og höfundur búninga er Elín Edda Árnadóttir. „Hjálmar er í raun og veru ekki illmennid í verkinu heldur Gregers. Hvað eiga menn með að vaða inn í annarra manna hús og krejjast sannleika. Slíktfólk er stórhættulegt ogþað er til nóg af pvíy blessaður vertu, það er til nóg af pessum sjálfskipuðu sannleikspostulum. Þetta fólk er svoyfirgengilega heiðarlegt og blátt áfram að það getur hreinlega ekki setið á sér ogheggur allt í kringum sig. “ „ÞAÐ SEM SITUR EFTIR SKIPTIR MESTU MÁU“ Menningarárið í Kaupmannahöfn er hamingju- samlega á enda. Af því tilefni hittust fulltrúar fyrrverandi og tilvonandi menningarborga til ----------------------------y--- skrafs og ráðagerða. Þar ræddi SIGRUN DAVIÐSDOTTIR við Guðrúnu Agústsdóttur forseta borgarstjórnar og fræddist um fyrirætlanir menningarborganna níu árið 2000. VIÐ getum ekki bara keypt menningarárspakka af Kaujr- mannahöfn og sett upp á Is- ' landi. Við verðum að finna okkar eigin leið,“ segir Guðrún Ágústsdóttir forseti borgar- stjómar um væntanlegt menningarár í Reykjavík árið 2000. Fulltrúar þeirra borga, sem hafa verið eða munu bera titilinn „menningarhöfuðborg Evrópu“, komu saman á dögunum í Kaup- mannahöfn, sem um leið markaði menningar- veislu sinni lok. Ásamt Reykjavík bera átta aðrar borgir titilinn á aldamótaárinu 2000 og hafa þær borgir gert með sér samstarfssamning. Erfitt aó finna eitthvaó neikvætt Guðrún hefur komið nokkmm sinnum til Kaupmannahafnar í ár og segist ekki getað annað en hrifist af framkvæmd þessa metnaðar- fulla verkefnis. „Þrátt fyrir mikla gagnrýni í upphafi hefur framkvæmdin tekist vel og ég heyri á fólki úr borgarstjóm og víðar að það er ánægt. Menningarárið er ekki ferðamanna- viðburður, það er ekki til að styrkja efnahagslíf- .ið, heldur menningar- og listalífið, en það er auðvitað ánægjulegt að ferðamönnum hefur ijölgað um fjórtán prósent á árinu. Is- lens- kir listamenn benda gjaman á að allir hagnist á listsköpun. Ég held að menningarárið í Kaupmanna- höfn sýni svart á hvítu að svo er.“ í Kaupmannahöfn hefur aðal- áherslan verið á að halda hátíðina á forsendum borgarinnar sjálfrar, segir Guðrún, „en ekki að vera með neina eftiröpun þess sem annars staðar hefur verið gert. Á árinu hefur verið lagður gmnnur, sem síðan má byggja frekar á, ný sam- bönd hafa komist á og nýir aðil- ar fengið að spreyta sig. Það sem eftir lifir er það sem skiptir mestu máli. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að finna nokkuð gagnrýnivert vic framkvæmdina hér.“ Hvaó mó laera af öórum? Fyrrverandi og tilvonandi menningarhöf- uðborgir hafa með sér samskiptanet, þar sem skipst er á reynslu og upplýsingum. Næst kem- ur að grísku borginni Þessalóníkí, síðan Stokk- hólmi, þá Weimar og síðan níu borgum: Reykja- vík, Bergen, Helsinki, Krakow, Brussel, Prag, Bologna, Avignon og Santiago de Compostela. Guðrún segir gott að geta leitað til fram- kvæmdaaðila hér og víðar, en jafnframt verði að hafa í huga að hver staður verði að finna eigin leiðir. „Við getum ekki bara pantað menn- ingarárspakka frá Kaupmannahöfn og sett upp á Islandi. íslenskt listalíf er öðruvísi en danskt listalíf og við verðum að vinna á okkar eigin forsendum. Á íslandi er mjög rnikið og líflegt listalíf. Ungt listafólk hefur rofið múra, virðir engin landamæri og heldur út í heim. Við erum opnari fyrir straumum en víðast er á Norður- löndum og látum ekki setja okkur á bás með einum né neinum. Náttúran, sem við búum við, er hijúf, veðurfarið ótryggt og andstæðurnar heitt og kalt kveikja skemmtilega hluti. Það segir sig sjálft að við erum öðruvísi en róleg- heitafólkið á hinum Norðurlöndunum." Guðrúnu þykir jákvætt að Stokkhólmsbúar ætli að taka allt aðra stefnu en var í Kaup- mannahöfn. Þeir hyggjast vinna út frá þeirri staðreynd að flestir Stokkhólmsbúar eiga rætur að rekja til annarra byggðarlaga eða til út- landa. Sama gildi um flesta Reykvíkinga og því muni menning- arárið ekki takast nema allt landið eigi hlutdeild í því. Tekió til fyrir veisluna Borgirnar níu hafa undirritað samstarfssamning og munu að hluta vinna að sameigin- legum verkefnum. Nfu þemu hafa verið ákveðin og ber hver borg ábyrgð á einu þeirra, sem hinar borgirnar geta svo tekið þátt í. Þema Reykjavík- ur er „Náttúra og menning", sem hlýtur að teljast nærtækt verkefni. Með samningnum eru borgirnar níu lögaðili næstu fímm árin og munu í sameiningu sækja um fé til Evrópusambands- ins undir sam- eiginlegu tákni og er .4<l rætt um Guðrún Ágústsdóttir ,4<l * i / Q V tp að þær hafi sam- eiginlegt tón- listarstef. Á fundinum nú kom fram tillaga frá menningarskrifstofu ESB um sameiginlegan tengiaðila í Brussel, en sú hugmynd hlaut ekki hljómgrunn meðal borg- anna níu og segir Guðrún að þeim þyki það ekki samræmast eðli samstarfsins að þjappa valdinu saman í Brussel. Hluti af samstarfí borganna er að hver kynni annarri listalíf sitt og þar segir Guðrún að Reykjavík standi illa að vígi, því aðeins nor- rænu fulltrúarnir hafi þekkt til þess. Borgimar skiptast á að fara með formennsku í samstarf- inu fjóra mánuði í senn. Það kemur að Reykja- vík næsta vor og þar munu fulltrúar borganna þá funda. Guðrún segir að þá gefist kærkomið tækifæri til að kynna þeim listalífið af eigin raun. Rætt er um sérstakt samstarf við Sarajevo til að styðja við uppbyggingu listalífs- ins þar, en Norðmenn hafa til dæmis stutt uppbyggingu tónlistarskóla þar. Guðrún segir mikinn áhuga á að koma á samskiptum ungs fólks, til dæmis skólakrakka og eins nemenda listaskólanna, sem gætu farið í námsferðir til borganna. Allt þetta skýrist þegar listrænn framkvæmdastjóri menningarársins verði ráð- inn, sem Guðrún segir að fari að verða tíma- bært. Fyrstu drögin að fjárhagsáætlun menning- arársins í Reykjavík hljóða upp á 750 milljónir króna. Tuttugu milljónir verða notaðar til undir- búnings á næsta ári, ineðal annars til að opna skrifstofu, ráða starfsmann og hrinda af stað einstökum verkefnum. Framlög ársins munu koma frá borginni, ríki og styrktaraðilum, auk ýmissa sjóða, til dæmis frá ESB. Einnig segir Guðrún áhuga á að fegra borgina og lagfæra miðbæinn. „Þegar við höldum veislu tökum við til í stofunni heima. Fyrir veislu borgarinnar þarf líka að taka svolítið til." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.