Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 10
 ÚTSÝNi yfir bæinn í Hruna ofan af Hrunanum. Yfir íbúðarhúsið ber þéttbýlið á Flúðum, en yfir kirkjuna ber bæjarhúsin í Ási. Ljósmyndir: Gísli Sigurðsson HRUNI I ARNESÞINGI VALDASETUR Á ÞJÓÐVELDISÖLD OG PRESTSETUR í MARGAR ALDIR Frá þéttbýlinu á Flúðum er aðeins snertuspölur upp að Hruna, en eft- ir að nýr vegur var lagður upp eft- ir sveitinni á greiðfærara landi vestan Högnastaðaása er Hruni ekki í alfaraleið með sama hætti og áður var og alls ekki á krossgötum eins og var meðan reiðleiðir og vöð réðu því hvaða bæir voru við þjóðbraut. Eldri þjóðvegurinn frá Flúðum og framhjá Hruna, Berghyl og Reykjadal er þó ekki síður falleg- ur, einkum spölurinn gegnum Kirkjuskarð. Skammt ofan við Flúðir hækkar landið og vegurinn liggur upp brekkur, en það er ekki fyrr en kemur uppá hæðirnar þar fyrir ofan að bærinn í Hruna kemur í ljós á stalli undir brattri brekku Hrunans. Svo hafa menn nefnt EFTIR GISLA SIGURÐSSON Hvorki er Hruni landnámsjörð né stór jörð og alls ekki víst að bærinn hafi alltaf verið þar sem hann er nú. Hvernig Hruni varo „staður" er ekki Ijóst, en á þjóð veldisöld varð Hruni miðstöð í héraðsríki vegna þess að við bæinn skárust reiðleiðir milli vaðana á Þjórsá, Lax- ánum, Hvítá og Tungufljóti. Þessvegna kaus Þorvaldur Gissurarson sér búsetu í Hruna fremur en í Haukadal. klapparhæðina ofan við bæinn. Efst í henni er klettabelti og þar er Hrunakallinn; manns- mynd ef menn vilja kalla það svo, þó er það líklega fremur mynd af tröllkarli. Sigfús Eymundsson ljósmyndari hefur komið að Hruna í tveimur ferðum sínum til staða í Árnessýslu 1884 og 1886. Hann mynd- aði bæinn í bæði skiptin og hefur haft auga fyrir góðu sjónarhorni. Hér er birt eldri myndin og þar sést dæmigerður sunnnlenzk- ur 19. aldar bær af betra taginu, þegar timb- urþilin höfðu fengið vindskeiðar og bæjarhús- in mynduðu röð sem sneri fram að stéttinni, en kálgarður þar fyrir framan. Á myndinni frá 1886 má sjá að húsið sem fjærst er í röð- inni hefur verið gert upp og að þar eru þá komnir tveir hvítmálaðir gluggar; einnig er 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.