Alþýðublaðið - 18.10.1986, Side 5

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Side 5
Laugardagur 18. október 1986 5 veg fyrir skiptingu þjóðfélagsins í tvær þjóðir: Annars vegar þá, sem þýr við allsnægtir og forréttindi; hins vegar réttlausan og undirokað- an öreigalýð, sem er sviptur mann- réttindum. Og þar með voninni um bjartari framtíð og betri daga. Þess vegna endurtek ég það, vegna þess að það er sannleikurinn umbúðarlaus: Vöxtur og viðgangur alþj óðahreyfingar lýðræðisjafnað- armanna er þýðingarmesta framlag til friðar í heimi, sem er að drukkna í vopnum og ofbeldi. Þess vegna vex stjórnmálahreyf- ingum lýðræðisjafnaðarmanna nú óðum ásmegin með þjóðum þriðja heimsins, sem hafa mátt þola 150 styrjaldir frá lokum heimsstyrjald- ar. Meirihluti aðildarflokka Al- þjóðasambandsins er starfandi í löndum þriðja heimsins nú þegar. Þetta hefur gerst á rúmum áratug. Tveir af leiðtogum okkar, þeir Willy Brandt og Olof Palme, eiga öðrum fremur heiður skilinn fyrir að hafa stuðlað að þessari þróun. Forseti Alþjóðasambandsins, Willy Brandt, hefur sent okkur skeyti með sérstökum árnaðar- og heillaóskum í tilefni 70 ára afmælis okkar flokks. Olof Palme, leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, er ekki lengur meðal vor. Þessi friðarins maður hlaut þau örlög að falla sjálfur fyrir morðingja hendi. En þótt maðurinn deyi og foringi falli mun nafn hans lifa vegna þeirra verka sem hann vann. Ég bið ykkur öll að rísa úr sætum og heiðra minningu Olofs Palme. Félagari Aðdragandi þessa flokksþings hefur verið sögulegur, með margvíslegum hætti. Við höfum nú hlýtt á mál tveggja fyrrverandi formanna Alþýðu- flokksins, þeirra Hannibals Valdi- marssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Þessir tveir menn hafa flestum öðr- um fremur komið við sögu Alþýðu- flokksins og verkalýðshreyfingar- innar á lýðveldistímanum. Þessara tveggja manna verður minnst í ís- landssögunni sem mikilhæfra leið- toga. Þeir eru í fremstu röð þeirra leiðtoga, sem verkalýðshreyfingin og Alþýðuflokkurinn hafa falið' mikinn trúnað. Þeir hófu þingferil sinn sama ár- ið, 1946, sem pólitískir fóstbræður og bandamenn. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Þvi miður skildi leiðir þeirra. Þeim tókst ekki að varðveita fóstbræðralag sitt. En á því leikur enginn vafi í mínum huga að það var á valdi þeirra, upp úr 1950, að endurnýja Alþýðu- flokkinn og auka veg jafnaðar- stefnunnar með nýrri kynslóð. Af þeirri sögu þurfum við öll að læra. En handtak þeirra hér á þessu flokksþingi er söguleg stund. Það boðar „sögulegar sættir“ innan Al- þýðuflokksins og gefur fyrirheit um einingu og samstöðu, sem mun duga okkur til nýrrar sóknar. Þá er það ekki síður fagnaðar- efni, að okkur hefur nú tekist að ná sáttum og sameiningu við Bandalag jafnaðarmanna. Þeir Bandalags- menn hafa nú þegar gengið til liðs við Alþýðuflokkinn. í upphafi þings munu þingflokkarnir samein- ast. Þar með hefur okkur tekist að bæta að fullu fyrir þau alvarlegu mistök, sem leiddu til þess að Vil- mundur Gylfason sagði sig úr lög- um við Alþýðuflokkinn, eftir að hafa lagt fram alla sína miklu krafta til að gera hann að stórveldi á árunum 1976—80. Þetta eru vissulega söguleg tíð- indi í íslenskri pólitík. Á liðinni tíð hefur Alþýðuflokkurinn orðið fyrir þungbærum áföllum, vegna þess að hann hefur klofnað oftar en aðrir stjórnmálaflokkar. Það gerðist 1922, 1930, 1938, 1954 og 1983. Af einhverjum ástæðum er það svo að íslenskir jafnaðarmenn virðast hafa „kennt meira til í stormum sinna tíða“ en aðrir menn. Nú hefur þessari óheillaþróun verið snúið við. Þar með hefur náðst stór áfangi að því marki, að sameina á ný alla lýðræðissinnaða jafnaðarmenn undir merkjum Al- þýðuflokksins. Samstarfið við þau öfl innan Alþýðubandalagsins, sem kenna má við jafnaðarmenn og verkalýðssinna, hefur ekki í annan tíma verið betra. Allt þýðir þetta að Alþýðuflokk- urinn byrjar nú kosningabaráttuna með blásandi byr og undir þöndum seglum. Það er timanna tákn að þessi merki áfangi á langri leið til samein- ingar allra jafnaðarmanna undir merkjum Alþýðuflokksins gerist án nokkurra baksamninga eða hrossa- kaupa af nokkru tagi. Þau mál leggjum við öll í hendur kjósenda okkar. Trúnaður við málefnin er settur ofar persónulegum stundar- hagsmunum, eins og vera ber. Þetta samkomulag byggir á gagnkvæmu trausti. Við treystum því að sam- stárf okkar verði í framtíðinni af fullum heilindum. Við bjóðum þá Bandalagsmenn hjartanlega vel- komna til starfa og væntum okkur mikils af atfylgi þeirra. Kæru félagar. Frá því að við komum seinast saman til flokks- þings fyrir tveimur árum er mikið vatn til sjávar runnið. Þau um- skipti, sem orðið hafa á högum Al- þýðuflokksins eru ótrúleg, á svo skömmum tíma. Alþýðuflokkurinn var ótvíræður sigurvegari seinustu sveitarstjórn- arkosninga. Reyndar er þar um að ræða mesta kosningasigur í sveitar- stjórnarkosningum sem flokkurinn hefur unnið á lýðveldistímanum. Miðað við þau kosningaúrslit, og skoðanakannanir síðan, má ætla fylgi flokksins á bilinu frá 17— 20“7o. Það er ríflega þreföldun á fylgi flokksins frá því sem það var minnst fyrir seinasta flokksþing. Nú telst Alþýðuflokkurinn vera næststærsti flokkur þjóðarinnar. Þá er það ekki síður ánægjulegt að enginn kallar hann framar Faxa- flóaflokk; í núverandi þingflokki okkar er enginn þingmaður fyrir allt svæðið frá Holtavörðuheiði til Hellisheiðar. En í sveitarstjórnar- kosningunum reyndist Alþýðu- flokkurinn vera næststærsti flokk- urinn á landsbyggðinni með 22,5% atkvæða. E.t.v. er samt stærsta breytingin sú, sem ekki verður í tölum talin. Vanmetakenndin gagnvart and- stæðingum, sem setti mark sitt á margan manninn hér áður fyrr, er strokin burt úr ásýnd íslenskra jafnaðarmanna. Hennar sér hvergi stað lengur. Nú eru menn stoltir af því að vera jafnaðarmenn. Kæru félagar. Fyrir formanns- kjör á seinasta flokksþingi birti ég ykkur stefnuyfirlýsingu, sem fróð- legt er að rifja upp nú, í ljósi þess sem gerst hefur sl. 2 ár. Þar segir m.a.: 1. Alþýðuflokkurinn á að hasla sér völl afdráttarlaust vinstra megin við miðju í hinu íslenska flokka- kerfi. 2. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn taka af tvímæli um, að við erum ekki gamaldags kerfisflokkur heldur róttækur umbótaflokkur, sem vill breyta þjóðfélaginu i átt til valddreif- ingar og virkara lýðræðis — gegn miðstjórnarvaldi og ríkis- forsjá. Alþýðuflokkurinn mun lýsa sig reiðubúinn til samstarfs um stjórn landsins með þeim öflum, sem vilja leggja þeirri stefnu lið. 3. Við eigum að vera íhaldssamir á farsæla og ábyrga stefnu í örygg- is- og varnarmálum, stefnu, sem forystumenn flokksins frá fyrri tíð áttu drjúgan hlut í að móta og nýtur stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. 4. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn vísa á bug öll- um kenningum um Alþýðu- bandalagið sem sameiningar- eða forystuafl vinstrimanna, þó ekki væri nema vegna klofnings- iðju forvera þeirra í fortíðinni og hörmulegrar reynslu þjóðarinn- ar af ríkisstjórnarþátttöku AB árum saman. 5. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn leita samstarfs um að mynda forystuafl jafnað- armanna og frjálslyndra afla, vinstra megin við miðju í ís- lenskum stjórnmálum. Mark- miðið er að auka áhrif jafnaðar- stefnunnar og jafnaðarmanna á stjórn landsins" Á seinasta flokksþingi sam- þykktum við líka róttækustu um- bótaáætlun, sem Alþýðuflokkur- inn hefur sett sér, allt frá því hann setti fram hina frægu 4ra ára áætl- un á kreppuárunum, sem þá leiddi til hinnar einu sönnu vinstri stjórn- ar, sem verið hefur á íslandi 1934—37. Stefnuyfirlýsing okkar ’84 er nú öllum kunn, því að hún bar hið fræga heiti: „Hverjir eiga ísland? — Stefnuyfirlýsing Alþýðuflokks- ins um leiðir til að jafna eigna- og tekjuskiptingu og stuðla að þjóðfé- lagslegu réttlæti“. Þennan boðskap kynntum við þjóðinni milliliðalaust á 100 fund- um á átta mánaða tímabili 1984— 85. Þar með sönnuðum við að ekk- ert fær hindrað hugsjónahreyfingu fólksins i að koma fram málum sín- um, ekki einu sinni ofurvald fjöl- miðla og fjármagns í annafra hönd- um. í framhaldi af þessu leggjum við nú fyrir þetta flokksþing til um- ræðu og afgreiðslu tillögur Alþýðu- flokksins um róttæka „kerfisbreyt- ingu“ á íslensku stjórnarfari. Þess- ar tillögur okkar snúast um: • Nýtt og réttlátt skattakerfi og út- rýmingu skattsvika • Nýtt húsnæðislánakerfi • Einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn • Valddreifingu frá ríkis- og em- bættismannavaldi til sveitar- stjórna og landsbyggðar • Nýja atvinnustefnu í landbúnaði og sjávarútvegi/fiskiðnaði, sem stefnir að nýju vaxtarskeiði á landsbyggðinni • Samræmda launastefnu, sem snýst um að draga úr óhæfilegum launamun og tryggja aukinn kaupmátt — án verðbólgu. Þetta verða stóru málin í kom- andi kosningabaráttu. Þannig verða kjósendur jafnt sem and- stæðingar krafnir svara við tillögu- flutningi Alþýðuflokksins: Eru menn með — eða á móti? Þannig hefur Alþýðuflokkurinn ekki ein- asta styrkt stöðu sína, hvað fylgi varðar. Hann hefur líka náð mál- efnalegu frumkvæði í stjórnmála- umræðunni. Nú velkist enginn í vafa um það, hvert Alþýðuflokkurinn stefnir. Við heyjum baráttuna undir merkj- um sígildrar jafnaðarstefnu, sem snýst um virkara lýðræði, frelsi ein- staklingsins til orða og athafna og aukinn jöfnuð og réttlæti í þjóðfé- laginu. í ávarpi mínu til ykkar fyrir for- mannskjör á seinasta flokksþingi stóðu þessi orð: „Gleymum því aldrei, að frá og með þeim degi sem sjómaðurinn við færið, verkamað- urinn með byggingarkranann og uppfræðari æskunnar finna það ekki í hjarta sínu lengur, að okkar flokkur sé þeirra flokkur, þá hefur okkur mistekist. Þá höfum við hreinlega brugðist skyldum okkar og ætlunarverki" Við þurfum ekki að kvarta und- an því lengur, að málflutningur okkar nái ekki eyrum fólks. And- stæðingar okkar ræða fátt annað fremur sín í milli en það, hvort þeir geti starfað með Alþýðuflokknum eða hvort Alþýðuflokkurinn sé lík- legur til að vilja starfa með þeim. Það er gott. Þannig á það að vera. Þetta staðfestir betur en flest ann- að, að við höfum ekki aðeins náð auknum styrk, heldur Iíka málefna- legu frumkvæði. Á slíkri stundu er gott að minnast fallinna félaga. Þann 16. ágúst sl. minntumst við þess að 100 ár voru liðin frá fæð- ingu Ólafs Friðrikssonar. Hver eru eftirmæli Ólafs Friðrikssonar í 70 ára baráttusögu íslenskra jafnaðar- manna? Hann var brautryðjandr inn,- sem reisti merkið þegar fáir aðrir höfðu kjark og einurð til að hasla því völl. Hann var eldhuginn, sem vakti menn til dáða, blés mönnum í brjósti kjarki og baráttu- anda. Hann var prédikarinn, sem sáði — en uppskar ekki, Boðun hans og málflutningur var neistinn, sem kveikti bálið. Líf hans allt stað- festir skáldlegt innsæi norðlenska skáldsins sem sagði: Fáir njóta eld- anna sem fyrstir kveikja þá. Á langri ævi skiptast á skin og skúrir. Við skulum minnast þess að það er í mótlætinu sem reynir á manninn. Þeir sem haldið hafa uppi merki jafnaðarstéfnunnar og Alþýðuflokksins á liðnum áratug- um hafa vissulega fengið að kenna á því. Á þessu þingi Iiggur frammi bók, þar sem við minnumst látinna félaga nokkrum eftirminnilegum orðum. Ég bið ykkur, hvert og eitt, að færa inn í þessa minningabók nöfn þeirra, sem ykkur stóðu næst og þið kunnið best að minnast. Hér mun ég aðeins nefna nöfn þriggja manna. Hver og einn þeirra mark- aði spor í sögu þessarar hreyfingar, sem seint mun fenna í. Þeir eru: Jóhann Þorleifsson, einn stofn- enda Alþýðuflokksins, sem lést þann 15. des. 1985, 97 ára gamall. Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfundur, sem lést 24. febrúar, 1985. Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, sem lést 26. apríl 1985. Þótt önnur nöfn séu ekki nefnd að þessu sinni, geymum við minn- ingu þeirra allra þakklátum huga. Ég bið alla þingfulltrúa að rísa úr sætum og heiðra minningu hinna látnu. Félagar. Þegar ég nú lít yfir far- inn veg þessi sl. tvö ár get ég ekki að því gert, að mér finnst sæmilega hafa til tekist. Þess vegna er þetta flokksþing okkar núna ekki aðeins afmælishátíð — það er líka sigur- hátíð. • Við höfum náð SÖGULEGUM SÁTTUM í Alþýðuflokknum. • Það ríkir nú meiri eining um stefnu og starf flokksins en löng- um áður. • Mér er það sérstakt fagnaðarefni að við höfum náð heilum sáttum og sameiningu við félaga okkar og skoðanabræður í Bandalagi jafnaðarmanna. Þegar sögulegir atburðir gerast, gera þeir gjarnan boð á undan sér með jarteiknum eða fyrirboðum. Það hefur ekki farið fram hjá ncin- um, að á þessari stundu hefur sól myrkvast yfir íslandi. Á þessari stundu mun tungl hylja meira en 99% af þvermáli sólar. 'Eftir stjörnufræðingum hef ég það að slík tíðindi gerist sárasjaldan á hverjum stað á jörðinni. „Þetta er eitt mesta náttúruundur sem við sjáum og þykir því að sjálfsögðu sæta miklum tíðindum:* Slíkir fyrirburðir minna á Völu- spá: Sól tér sortna sökkr fold í mar hverfa af himni heiðar stjörnur. Sér hón upp koma örðu sinni jörð ór œgi iðjagrœna. Falla forsar flýgr örn yfir, sá er á fjalli fiska veiðir. Munu ósánir akrar vaxa. Böls mun alls batna mun Baldr koma. Eða hvað finnst ykkur um þessa framtíðarsýn? Sal sér hún standa sólu fegra, gulli þakðan, á Gimléi Þar skulu dyggvar dróttir byggja ok oaldrdaga yndis njóta. Það er ekki amaleg framtíðarsýn. Við jafnaðarmenn erum að vísu lítt trúaðir á einfaldar formúlur fyrir hinu fullkomna þjóðfélagi hér á jörðu. Hitt vitum við af hversdags- legri lífsreynslu okkar, að þó dragi fyrir sólu, þá styttir öll él upp um síðir. Sl. tvö ár höfum við barist undir kjörorðinu: „Hverjir eiga ísland?“ Nú höldum við fíokksþing okkar undir kjörorðinu: „ísland fyrir allaí‘ Það vekur upp hugmyndatengsl við kjörorð aldamótakynslóðarinn- ar: „íslandi allt“ Undir þessum gunnfánum sækj- um við nú sameinuð fram til nýrrar sóknar, í komandi kosningum: ís- landi allt. ísland fyrir alla. íslendinga.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.