Alþýðublaðið - 18.10.1986, Page 9

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Page 9
Laugardagur 18. október 1986 9 ANNARS KONAR VERÖLD Þjóðleikhúsið sýnir óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini Texti: Luigi Illica og Giuseppe Giacosa Hljómsveitarstjóri: Mauricio Barbacini Æfingarstjóri tónlistar: Agnes Löve Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarnason Lýsing: Kristinn Daníelsson Aðstoðarleikstjóri: Sigríður Þor- valdsdóttir Leikstjóri: Paul Ross Það hvarflaði svo sem að mér eft- ir atburði síðustu helgar, að konan væri nú þrátt fyrir allt hinn mikli örlagavaldur heimssögunnar, jafn- vel á tuttugustu öld! Heyrðuð þið í Ronald Reagan? Hann opnaði vart munninn án þess að senda fingurkoss yfir hafið — til Nancyjar, sem beið með kvöldmat- inn. Gorbachov sýndi enn meiri kænsku. Hann hafði eiginkonuna með sér. Þegar honum varð orða vant, tók hún upp þráðinn og hélt uppi sýningunni. Ég held meira að segja, að íslenzka þjóðin sé farin að trúa því, að í Sovétríkjunum ríki réttlæti og jöfnuður, og að þar búi allir sælir við sitt. Þökk sé Raisu Gorbachovu. Vigdís forseti þurfti engan til að segja sér fyrir verkum. Henni tókst á augabragði með glæsilegri fram- komu að bæta fyrir þann útbreidda misskilning, að íslenzka þjóðin kunni enga mannasiði og sé fégráð- ug í meira lagi. Þetta gerðist merkast á leiksviði Iífsins. En ekki nóg með það. í þjóðleikhúsinu, á alvöruleiksviði, 'var frumsýnd óperan Tosca eftir Puccini á laugardagskvöldið. Og þar var konan líka í öndvegi. Puccini var hinn dæmigerði ítalski sjarmör. Hann lifði i óham- ingjusömu hjónabandi (hvaða ítali gerir það annars ekki?), en elskaði allt, sem kvenkyns var. Líf hans snerist um konur, yrkisefni hans voru konur — La Bohéme, Madame Butterfly, Tosca, svo að þær þekktustu séu nefndar. Tosca er kona á framabraut, dáð söngkona, sem nýtur hylli og getur vafið karlmönnum um fingur sér. En hún elskar bara einn, hann Mario Cavaradossi. Mario er í hópi óvina ríkisstjórnarinnar og hlýtur að missa lífið fyrir það. Tosca legg- ur allt í sölurnar til þess að bjarga Mario, en að lokum gengur hún sjálf út í opinn dauðann. (Það hefðu Nancy og Raisa líka gert, eða hvað?) Tosca er draumahlutverk hverrar söngkonu. Það gerir gífurlegar kröfur bæði til söngs og leiks. Alveg frá því að ég hreifst af Elísa- betu F. Eiríksdóttur í hlutverki Amelíu í Grímudansleiknum, hef ég hlakkað til að heyra hana kljást við Toscu. Elísabet hefur geysilega fallega rödd, sem hún beitir skemmtilega. Hvað eftir annað tókst henni stórkostlega upp. Söng- ur hennar hafði svipuð áhrif og göfugt vín, sem yljar fram í fingur- góma. En á stundum var eins og sviðsskrekkurinn næði undirtök- unum. Henni tókst ekki fullkom- lega að gleyma sjálfri sér. Það hamlaði tjáningarmættinum, þrengdi að röddinni, smækkaði all- ar hreyfingar. Ég efast samt ekki um, að þegar Elísabet hefur yfir- stigið þennan óþarfa ótta, þá nýtur hún þess í botn að syngja Toscu. Tosca er stórkostleg persóna, falleg, trúuð, ástríðufull, ástfangin. Það geislar af henni. Hún hrífur okkur með. Elísabet hefur margt í Toscu, útlitið, röddina. En kannski er hún of ung. Það þarf þroskaða konu til að skila öllu því tilfinn- ingaróti, öllum þeim ástríðuofsa, sem býr innra með Toscu. Elísabet hefur enga reynslu í leik: hlutverkið gerir hrikalegar kröfur. Ég hafði líka hlakkað til að heyra Kristján Jóhannsson fara með hlut- verk Marios. Kristján hefur aldeilis ótrúlega rödd, og hann sparaði hana hvergi þetta frumsýningar- Kvenréttindafélag Islands: Konur í kosningaham Senn Hður að Alþingiskosning- um. Flokkarnir hafa nú þegar hafið undirbúning kosninga, prófkjör að fara i gang og listum er stillt upp. í stefnuskrá KRFÍ segir m.a.: KRFÍ telur það ógnun við frelsi og lýðræði hversu ójafn hlutur karla og kvenna er við ákvarðanatöku. Ekki verður lengur við það unað í lýðræðisþjóðfélagi, að karlar taki nær allar mikilvægar ákvarðanir í þjóðfélaginu, heldur skulu þær teknar jafnt af konum sem körlum. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að fá fleiri konur til starfa og í fram- boð, og veita þeim sömu tækifæri og körlum til að gegna ábyrgðar- stöðum í flokkunum. Konur verða að gera sér grein fyrir því að þær bera jafnmikla þjóðfélagslega ábyrgð og karlar, og mega því ekki hika við að gefa kost á sér til fram- boðs og annarra trúnaðarstarfa!* Með þetta markmið að leiðar- ljósi hyggst KRFÍ starfa í vetur og freista þess að taka þátt í að breyta þeirri mynd sem blasir við, og auka hlutdeild kvenna á Alþingi undir yfirskriftinni — Konur í kosninga- ham. Kvenréttindafélag íslands hefur allt frá stofnun haft það sem megin- markmið að auka hlutdeild kvenna í stjórnmálum. Það lítur svo á að þátttaka kvenna í stjórnmálum eigi að vera jafnsjálfsögð og þátttaka Scarpia (Malcolm Arnold) og Tosca (Etísabet F. Eiríksdóttir). Angelotti (Viðar Gunnarsson) og Cavaradossi (Kristján Jóhannsson). kvöld. Maður finnur, hvað hann nýtur þess að syngja. Þess vegna er svo gott að hlusta á hann. Mario er ekki jafn margslungin persóna og Tosca, gerir ekki sömu kröfur til leiks. Kristján er ekki beint elsk- hugatýpan (hvað sem það nú þýðir, karla. Félagið hefur hvatt konur til að sækja fram hverja í sínum flokki til þátttöku, bæði í sveitastjórnir og á Alþingi. Vetrarstarf félagsins beinist að þessu verkefni. Bréf hafa verið send til kvenfélaga og kvennahreyfinga stjórnmálaflokkanna í öllum kjör- dæmum landsins, til fulltrúaráða, kjördæmisráða og formanna flokk- anna, þar sem þessir aðilar eru hvattir til að vinna að framgangi kvenna við komandi prófkjör, val á lista og kosningar. Veggspjald hefur verið útbúið, þar sem spurt er: Býrð þú í karla- riki? Þar er dregin upp mynd af hlutdeild kvenna á Alþingi, en nú eiga þar sæti níu konur af sextíu þingmönnum, og spurt hvort við- komandi hafi hugleitt hvað hægt sé að gera til að breyta þessari mynd. hver er það ekki?), en hann var mátulega sannfærandi, jafnvel þar sem hann liggur í blóði sínu þraut- píndur og limlestur í öðrum þætti. Hvaða kona hefði ekki fórnað líf- inu fyrir Mario hans Kristjáns? Malcolm Arnold, Bandaríkja- Kvenréttindafélagið er ávallt reiðubúið að senda fulltrúa sína á fundi í félögunum til að vera með í umræðum um þátttöku kvenna í stjórnmálum. Hafa konur í KRFÍ nú þegar mætt á nokkra fundi vegna komandi kosninga. I ráði er að efna til námskeiða fyrir konur sem vilja vera virkari í pólitísku starfi, námskeiða í fjöl- miðlaframkomu, ræðumennsku, stjórnskipunarrétti o.fl. Með vorinu er svo í ráði að halda ráðstefnu með þeim konum sem verða í framboði til komandi Al- þingiskosninga, og verður sú ráð- stefna haldin í tengslum við afmæli félagsins, en það verður áttatíu ára þann 27. janúar 1987. Skrifstofa KRFÍ er opin frá mánud—fimmtud. frá kl. 13—16. Síminn er 18156. maður fer með þriðja stærsta hlut- verk óperunnar, Scarpia lögreglu- stjóra. Manni finnst það ótrúlegt með tvo frábæra söngvara í farar- broddi, að við skulum ekki eiga lið- tækan barriton söngvara (hvar var Kristinn Sigmundsson?) til að syngja Scarpia. Malcolm hefur ljúfa og óaðfinnanlega rödd, en þó án nokkurra tilþrifa. Persónulega fannst mér hann skorta lævísi til þess að vera sannfærandi í hlutverki skúrksins. Einn var sá í litlu hlutverki, sem aldeilis kom á óvart. Það var Guð- jón Óskarsson, bassi, sem söng djáknahlutverkið. Það var ekki bara, að hann syngi eins og engill, heldur sló hann um sig með frábær- um leik. Hann bókstaflega stal sen- unni þau fáu skipti, sem hann birt- ist. Óperan er látin gerast árið 1937, á valdatíma Mussolinis. Við erum í upphafi stödd í kirkju, þar sem Mario vinnur við mynd af Maríu Magdalenu. Gunnar Bjarnason hefur fengið það hlutverk að skapa óperunni viðeigandi umgerð. Það hefur honum í alla staði tekizt mjög vel. Hann velur raunsæisleiðina, þung, skýr form, sem undirstrika yfirvofandi voðaatburði. Fallegir búningar settu líka skemmtilegan svip, þó að mér fyndist, svona eftir á, að Tosca hefði mátt klæðast föt- um, sem undirstrikuðu betur kyn- þokka hennar. Leikstjórinn að Toscu er brezkur, Paul Ross að nafni. Þessi sýning er stílhrein, án þess að vera frumleg. Ross hefur tekizt að laða fram það bezta í hverjum og einum, og hóp- atriðin eru sérstaklega lifandi og eðlileg. Sigríður Þorvaldsdóttir var leikstjóra til aðstoðar, og efa ég ekki að það hefur verið söngvurun- um, ekki sízt Elísabetu, mikill styrkur að hafa svo reynda og smekkvísa leikkonu sér til aðstoð- ar. Sérstakar kveðjur sendi ég Kristni Daníelssyni fyrir afbragðs ljósaleik. Skýjafarið og sólarupp- koman í lokaþættinum vakti verð- skuldaða athygli. Ekki má gleyma að þakka hljóm- sveitinni fyrir hennar framlag til þessarar sýningar. Gæði hljóm- sveita á óperusýningum eru oft metin eftir því, hvort þær yfirgnæfa söngvarana á sviðinu. Svo var ekki að þessu sinni, og verður það auð- vitað fyrst og fremst þakkað hljóm- sveitarstjóranum, Maurizio Barbacini. Undir hans stjórn lék hljómsveitin af tilskilinni hógværð, en samt fumlausri ákveðni. Það var samlandi Puccinis, sem hélt um sprotann þetta kvöld, og undir hans stjórn vorum við leidd burt frá skarkala og argaþrasi stjórnmálanna hér heima inn í ann- ars konar veröld, þar sem ríkir ann- að tjáningarform, en snýst þó um það sama, konur og völd. Bryndís Schram

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.