Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 21. janúar 1994 HTWlíllBlllBH) HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Evrópska efnahagssvæðið - ávinningur Islands Um síðustu áramót varð ísland fullgildur aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Miklar deilur spunnust á sínum tíma um að- ildina, sem klauf flesta flokka að Alþýðuflokknum undanskild- um. Nú hafa hin pólitísku átök um málið lægt; og þjóðin er smám saman að skilja mikilvægi aðildarinnar fyrir Island, og ís- lenskt atvinnulíf. f gegnum tímann hefur það orðið hlutskipti Al- þýðuflokksins að ryðja íslandi braut inn í alþjóðlegt samstarf á sviði viðskipta. Undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar varð ísland þátttakandi í EFTA, og einnig það olli miklum deilum í þjóðlíf- inu. En Gylfi reyndist framsýnn í því máli eins og í öðrum; í dag eru allir þeir stjómmálaflokkar sem andæfðu aðildinni að EFTA búnir að skipta um skoðun, og telja hana nú afar mikilvæga fyr- ir atvinnulíf landsmanna. Það var líka Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur ís- lands, sem var frumkvöðull að þátttöku íslands í Evrópska efna- hagssvæðinu. Að öðmm ólöstuðum var það formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, sem bar hitann og þungann af hinni pólitísku forystu innanlands, og hann var sá, sem að lokum sigldi málinu í höfn. Jón Baldvin var einnig í forystu EFTA- þjóðanna á mikilvægum skeiðum samninganna við Evrópu- bandalagið, og hlaut einróma lof á erlendum vettvangi fyrir leið- sögn sína. I núverandi ríkisstjóm hefur Sjálfstæðisflokkurinn sömuleiðis stutt utannldsráðherra dyggilega við að afla málinu fylgis, ekki síst forsætisráðherra. Þegar frá líður munu þessi tíð- indi í viðskiptasögu þjóðarinnar verða talin eitt af helstu afrek- um núverandi ríkisstjómar, og eftirtektarverð kennileiti í sögu beggja flokkanna. s I umræðunni um EES hefur áherslan jafnan verið þyngst á þeim ávinningum, sem aðildinni fylgja fyrir atvinnulífið í landinu. En aðildinni fylgja einnig gerbreyttir möguleikar fyrir einstaka þegna landsins til að flytja sig um set; leita til landa hins nýja viðskiptabandalags eftir atvinnu og menntun, og njóta samhliða sömu réttinda og innfæddir. Þau félagslegu réttindi, sem lands- menn búa við, munu fylgja eftir í útrás á vettvangi hinnar nýju Evrópu. íslendingar sem vilja notfæra sér hin ómældu tækifæri sem nú bjóðast, geta því óhikað lagt í þá för, og staðið jafnfætis íbúum viðkomandi landa hvað öll réttindi áhrærir. Þetta felur í sér svo alger umskipti á möguleikum íbúa smárrar eyþjóðar til að lifa og hrærast með stórþjóðum Evrópu, að það mun taka langan tíma fyrir þjóðina að skilja tækifærin sem nú hafa opnast. Til langs tíma litið mun þetta færa nýja, ferska strauma inn á öll svið hins íslenska samfélags. s A sviði viðskiptalífsins er landslagið sömuleiðis gerbreytt. Hin- ir evrópsku markaðir hafa orðið æ mikilvægari fyrir undirstöðu- grein okkar, sjávarútveg. Tollar á mikilvægum sjávarafurðum féllu niður við gildistökuna; og á næstu sex árum munu þeir hraðminnka á öðrum. Ef landsmenn halda rétt á spöðunum, og notfæra sér tækifærin sem nú opnast, þá er í senn kleift að hækka skilaverð til innlendra framleiðenda og um leið að stækka mark- aðinn verulega og þannig selja meira af dýrri, unninni vöru. Dæmin eru mörg: Markaður fyrir unninnn ferskan fxsk, svo sem flök, vex hraðfara í Evrópu samfara breyttum neyslustíl. Fyrir þessa vöm fæst hæsta verðið, en áður en EES tók gildi, þá komu illkleifír tollmúrar í veg fyrir að vaxandi fjöldi smárra fiskverk- enda á íslandi gæti notfært sér þessa möguleika. Þessum múrum var svipt burt í einu vetfangi um áramótin. Sama máli gegnir um saltfiskflök, sem áður sættu 20 prósent tollum. Svona mætti lengi telja. EES gerbreytir umhverfmu sem íslensk fískvinnsla starfarí. Hið Evrópska efnahagssvæði mun hafa í för með sér gerbreytta stöðu íslendinga, eins og framvindan mun smám saman Ieiða í ljós. Frumkvöðull breytinganna var formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson. Þegar sagan verður skrifuð, þá mun inngangan í EES án efa verða kórónan á litríkum ferli hans. MINNING Alþýðublaðið birtir hér minningarorð Arne Olavs Brundtlands, sérfrœðings um alþjóða- mál og eiginmanns Gro Harlem forsœtisráðherra, um Johan Jörgen Holst, utanríkis- ráðherra Noregs, en átför hans verður gerð í Osló í dag. - Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra er fulltrái íslensku ríkisstjórnarinnar, við jarðarförina Johan Jörgen utanríkisráðherra var frumherji Uíanríkisráðherrar hittast. Johan Jörgen og Jón Baldvin Jyrr á þessu ári. Hann var fyrsti Norð- maðurinn sem aflaði sér staðgóðrar háskóla- menntunar á sviði utan- ríkis- og öryggismála í Bandaríkjunum. Hann var fremstur í flokki í fræðilegri greiningu vandamála á sviði her- stjómarlistar og var þekktur fyrir skýra hugs- un, nákvæmni fræði- mannsins, rökhyggju og hæfileika til að takast á við mikið magn upplýs- inga. Hann stóð fyrst að yfirgripsmiklu verki um herfræðileg sjónarmið í norskum öryggismálum í miklu ritverki 1967, sem er mikilvæg heimild fyrir fræðimenn og starf- andi stjómmálamenn. Hann var fyrsti „almenni herstjórnarfræðingur“ Noregs sem starfaði ým- ist við rannsóknastofn- arúr og að stjómmálum, svo sem venjan er í Bandaríkjunum. Stríð og friður Holst var jafnkunnur hugmyndafræði stríðs og fríðar. Hann var kunnugur öllum hliðum hinna ýmsu vandamála sem stöfuðu af tilkomu kjamavopna og annarra gereyðingarvopna. Hann þekkti til herfræði hem- aðaruppbyggingar og vígbúnaðarkapphlaups, en einnig - og það skipt- ir miklu máli - til hug- myndafræði afvopnunar, vígbúnaðareftirlits og stöðugleika þar sem spennan er minni. Það var hann sem lagði síð- ustu hönd á hugmynda- fræðilega fælingu - end- urvakningu trúnaðar- trausts - sem greiningar- tæki í norskri öryggis- málastefnu. Hann kunni að beita hvom tveggja. Hann gat sér snemma orð fyrir stöðuga grein- ingu á möguleikum og samkeppni í alþjóðlegu samstarfi. Hann var einn helsti sérfræðingur í málefnum Atlantshafs- bandalagsins. Johan Jörgen Holst hafði mikinn áhuga á þeim málefnum sem hann stundaði rannsókn- ir á. Hann taldi málefni stríðs og friðar afar brýn og mikilvæg. Hann taldi að ekki væri unnt að láta þau sitja á hakanum, heldur yrði að takast á við þau á breiðum gmndvelli. Holst varð aldrei þröngsýnn stjóm- málamaður sem hafði aðeins áhuga á hermál- um, heldur stjómmála- maður með friðarhug- sjónir. Hann tók meðal annars þátt í störfum Palme- nefndarinnar sem vísindalegur ráð- gjafi. Sú nefnd mótaði hugtakið gagnkvæmt ör- yggi, sem skyldi leysa af hólmi ógnaijafnvægi. Sambönd um allan heim Vinnumáti Holsts var að nota alþjóðlegar um- ræður sem gmndvöll rannsókna. Tjáningar- máti hans var því ekki fólginn í stómm ritverk- um að hefðbundnum hætti fræðimanna, held- ur skýrslur, fyrirlestrar, blaðagreinar, samantekt- ir frá ráðstefnum og öfl- un upplýsinga úr ýmsum áttum. Hann hafði sam- bönd um allan heim. Menn hlustuðu á hann. Það stafaði meðal annars af miklum þekkingar- forða hans og hæfileik- um til að beita honum. Hann var miklu meira en fulltrúi norskra eða nor- rænna fræða og stjóm- mála. Hann tók þátt í al- þjóðlegri umræðu á jafn- réttisgmndvelli við fúll- trúa stórveldanna. Eng- inn gat sakað Holst um að hafa ekki kynnt sér þau mál sem vom til um- ræðu, ekki aðeins hvað snerti hans eigin sjónar- mið, heldur einnig ann- arra. Hann átti jafnauð- velt með að taka þátt í umræðum frá sjónarhóli Bandaríkjamanna, Þjóð- verja og Sovétmanna, og jafnvel Frakka og ann- arra þjóða ef því var að skipta. í því skyni hafði hann ótrúlega gott vald á enskri tungu. Margir litu á fræði- manninn Holst sem einn af riddumm Atlantshafs- bandalagsins og Kalda stríðsins. Ástæðan var sú að hann tók vandamál Kalda stríðsins alvar- lega. En þetta var aðeins einn hluti af fjölþættum hæfileikum hans. Frá upphafi ferils síns sem fræðimanns var Holst hugfanginn af nýjum hugmyndum um víg- búnaðareftirlit. Hann taldi að í stjómmálum jafnt og læknisfræði yrði að gefast ráðrúm til að hafa hemil á sjúkdóms- einkennum til þess að unnt væri að takast á við sjúkdóminn sjálfan; að stuðla að vígbúnaðareft- irliti, sem minnkaði spennu, í því skyni að draga úr milliríkjadeil- um. Sem aðstoðarráðherra hafði Holst það hlutverk að móta hina svonefndu tvíhliða ákvörðun Atl- antshafsbandalagsins 1979 um hugsanlega staðsetningu meðal- drægra flugskeyta vest- urveldarma, jafnframt tilboði Sovétmanna um samninga um gagn- kvæma afvopnun sem mundi gera hana nauð- synlega. Afvopnun á höfunum Holst hikaði ekki við að ganga fram fyrir skjöldu í þeim málum sem hann hafði trú á. Hvað snertir fram- kvæmd tvíhliða ákvörð- unarinnar kom hann fram sem ákafur tals- maður afvopnunar og varaði við einhliða áhuga á dreifíngu flug- skeyta. Það olli því að um hann spunnust stjómmáladeilur. Þeir, sem töldu sig hafa fulla ástæðu til að skipa hon- um í flokk hægrimanna urðu að endurskoða af- stöðu sína. Holst var uppfullur af hugmyndum. Til dæmis var hann ákveðinn í því að vígbúnaðareftirlit ætti einnig að ná til heims- hafanna. Að því leyti var hann langt á undan hin- um bandarísku banda- mönnum okkar. Vest- rænir flotaforingjar kunnu ekki að meta það sem hann hafði fram að færa. Þeir vildu gjaman fá að viðhalda yfirburð- um sínum. Af pólitísk- um ástæðum varð Holst að láta lítið bera á slíkri afstöðu sinni. En þróun mála síðar leiddi í ljós að hugmyndin var ekki svo fráleit. Samdráttur víg- búnaðar á sjó hefur verið fólginn í því að öll kjamavopn hafa verið tjarlægð úr bandarískum og sovéskum yfirborðs- skipum. Þeir Bush og Gorbatsjof stóðu fyrir því. Síðar stakk Holst upp á marghliða heræf- ingum á sjó á Norður- höfum með þátttöku Rússa og bandamanna. Sú hugmynd olli deilum í fyrstu, en var síðan samþykkt. Ég ber mikla virðingu fyrir miklum áhuga Jo- hans Jörgens Holsts og frábærri þekkingu hans hvað snertir vígbúnaðar- eftirlit og lausn deilu- mála, slökunarstefnu, frið og alþjóðasam- vinnu. Það örvaði hann til átaka og veitti honum möguleika til að stuðla að friði í Austurlöndum nær. Hann gat starfað sólarhringum saman með skýrri hugsun. í slíkum tilvikum var hann ómetanlegur. Laun erfiðisins vom fólgin í árangri sem líkja má við fall Berlínarmúrsins. Ég tel að hann hafi haft margar fyrirmyndir. Ef til vill er það lýs- andi fyrir manninn að hann hafði um árabil stóra mynd af þeim John Kennedy Bandaríkjafor- seta og Robert bróður hans uppi á vegg á skrif- stofu sinni, ungum menntamönnum sem voru merkisberar nýrra tíma í stjómmálum heimsins á umbrotatím- um. Johan Jörgen Holst má lfkja við Kennedy- bræður, einnig hvað það varðar að hann var hrif- inn burt í miðjum stjóm- málaferli í eigin landi og á alþjóðavettvangi. - Arne Olav Brundtland.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.