Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 17
Föstudagur 21. janúar 1994 T ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 Björn Björnsson Breytt umhverfi á fjármagnsmarkaði Á stuttum tíma hafa marg- háttaðar breytingar orðið á starfsumhveríi banka hér á landi. Á því ári sem nú er ný- hafið verða liðin tíu ár frá því að vaxtafrelsi var innleitt í landinu; svo skammt er um- liðið frá því að Seðlabankinn ákvarðaði alla vexti í banka- kerfinu og skammtaði bönk- unum í reynd viðunandi af- komu, nánast án tillits til hag- kvæmni í rekstri. Síðan hefur þróunin verið samfelld í átt til aukins sjálfstæðis fyrirtækj- anna á markaðinum og um leið til aukins frelsis. Á árinu 1985 var löggjöf um starfsemi viðskiptabank- anna endurskoðuð og sam- ræmd í einum lagabálki. Með þessum lögum var erlendum bönkum heimilað að opna umboðsskrifstofur hér á landi. Ári síðar tóku gildi ný lög um Seðlabankann. Það er tím- anna tákn og til marks um þær miklu breytingar sem orðið hafa, að einungis átta ámm síðar, hafa lögin um við- skiptabankana verið endur- skoðuð á nýjan leik og ný lög um Seðlabanka Islands munu væntanlega hljóta afgreiðslu Alþingis á þessum vetri. Áfram mætti lengi telja þær breytingar á starfsumhverfi bankanna sem orðið hafa á liðnum árum. Sumar em þessar breytingar beinh'nis tengdar aðild ísiands að EES, en um aðrar hafa verið teknar ákvarðanir á gmndvelli al- mennra sjónarmiða um aukið viðskiptafrelsi og samkeppni. Þessar breytingar hafa sumar gerst í áföngum, meðal annars hafa reglur um lántökur, fjár- festingar og yfirfærslu gjald- eyris til útlanda smám saman verið rýmkaðar. Vafalaust mun langur tími líða þar til áhrif þessara breytinga segja að fullu til sín í starfsumhverfi innlendra banka. En hvað hefur breyst og kannski ekki síður, hvað á eft- ir að breytast? Lítum aðeins á það frá sjónarhóli ólíkra aðila á markaðinum. Stofnanir og sjóðir Á miðju ári 1993 er talið að verðbréfaeign innlendra aðila í erlendum langtímaverðbréf- um hafi numið 807 milljónum króna. Þremur mánuðum sfð- ar eða í lok september var þessi fjárhæð 1.350 milljónir króna Fyrst og fremst er hér um að ræða lífeyrissjóði og innlenda verðbréfasjóði, sem í auknum mæli hafa nýtt sér heimildir til þess að ljárfesta í langtímaverðbréfum. Slíkar heimildir voru mjög takmark- aðar til síðustu áramóta, en frá þeim tíma eru takmarkanir á þessum fjárfestingum ekki aðrar en þær sem kveðið er á um í reglugerðum eða fjár- festingarstefnu þessara sjóða. Ekki er lengur til að dreifa beinum opinberum takmörk- unum í þessu efni. En þýðir þetta ekki óskap- legt útstreymi fjámtagns úr landinu? Hvaða fjárhæðir get- ur hér verið um að tefla? Lífeyrissjóðimir hafa fæst- ir enn breytt reglugerðum sín- um á þann hátt að þeim sé heimilt að íjárfesta í erlendum verðbréfum. Ljóst er þó að mikill áhugi er á þvi meðal stjómenda lífeyrissjóða að kanna sem best þá möguleika sem fjárfestingar í erlendum verðbréfum fela í sér. Jafn- framt verður að telja afar ólík- legt að þessir aðilar hlaupi til og beini ljárstreymi sínu í miklum mæli úr landi. Þá skiptir ekki litlu, að ávöxtun innlendra langtímaverðbréfa verður enn að teljast góð eða jafnvel mjög góð, í saman- burði við erlendar íjárfesting- ar sem fela í sér hliðstæða áhættu. Á móti vegur, að til þess að treysta langtíma- ávöxtun sjóðanna er heppilegt að hluti af eignum þeirra sé ávaxtaður í erlendum eignum. Ráðstöfúnarfé lífeyrissjóða landsmanna nemur nú um það bil 35 milljörðum króna á ári. Þótt einungis sé miðað við að 4—6% af ráðstöfunarfé þeirra verði fjárfest erlendis er um álitlega fjárhæð að ræða eða sem næst, 1,5 til 2 milljarða króna á ári. Einstaklinear og fyrirtaeki Töluvert hefúr verið rætt og ritað um þau nýju tækifæri sem breyttar leikreglur kunni að fela í sér fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þessi umræða hefur ekki síst gengið út á það að ómældir möguleikar séu til erlendrar lántöku á hagstæð- um kjörum. Hvað skyldi vera hæfit í þessu? Erlendir bankar hafa um langt árabil biðlað til ís- lenskra fyrirtækja í nokkrum mæli. Áhugi erlendu bank- anna hefur á hinn bóginn ein- skorðast við útlán til stærstu og öflugustu fyrirtækja lands- manna. Sum þessara fyrir- tækja, sem kannski má telja á fingrum sér, hafa líka um ára- bil sótt verulegan eða jafnvel stærstan hluta lána sinna til erlendra banka eða fjárfesta. Áhugi erlendra banka á al- mennri útlánastarfsemi hér á landi er á hinn bóginn áreið- anlega lítill sem enginn. Jafn- framt verður að telja afar ósennilegt að íslenskir meða- ljónar hafi erindi sem erfiði af því að sækja um lán í bönkum erlendis. Líklegt er að í flest- um tilvikum yrði tekið kurt- eislega á móti viðkomandi, erindinu síðan kurteislega synjað eða þess krafist að við- komandi leggi fram íslenska bankaábyrgð vegna hugsan- legrar fyrirgreiðslu. Ástæðan er einföld; bankar hafa mjög misjafna og margir mjög dýr- keypta reynslu af starfsemi í framandi umhverfi. Þar við bætist að erlendir bankar sem eiga einhver viðskipti hér- lendis fylgjast mjög náið með framvindu efnahagsmála. Þeir erfiðleikar sem við göng- um nú í gegnum og langvar- andi óstöðugleiki í efnahags- lífinu munu draga úr áhuga þeirra á útlánum til hvort heldur er fyrirtækja eða ein- staklinga. Vafalaust segja ýmsir að þetta sé nú bara svartsýnisraus og þá er ekki annað en að sjá hveiju fram vindur, ekki leikur vafi á því að menn munu þreifa fyrir sér í þessum efnum á erlendri grund. En hvað þá með fjárfest- ingar einstaklinga erlendis? Enn eru verulegar takmarkan- ir á að þessu leyti. Einstak- lingum er frá áramótum heimilt að leggja andvirði 200 þúsund króna á ári á erlenda bankareikninga. Þá mega ein- staklingar einnig fjárfesta í verðbréfum til skemmri tíma en eins árs að fjárhæð allt að 1 milljón króna. Jú, tækifærin em til staðar og einhveijir munu nýta þau. Tækifæri til þess að ávaxta sparifé verða þó sem áður segir að teljast mjög góð hér á landi og þegar tekið er tillit til kostnaðar við yfirfærslur, áhættu og fleira er harla ólíklegt að þetta muni leiða til fjárflótta úr landi. Rík ástæða er til þess að hvetja einstaklinga til þess að fara með mikilli gát í að festa sparifé sitt í erlendum verð- bréfum. Sérstaklega skal á það bent að starfandi eru inn- lendir verðbréfasjóðir sem sérhæfa sig í fjárfestingum hjá traustum aðilum erlendis. Áreiðanlega er þessi leið áhættuminnst fyrir flesta þá sem hugsa sér til hreyfings í þessum efnum. Og hver er þá niðurstaðan úr þessum punktum? Breytist þá ekki neitt? Jú, vissulega. Hér hefur eðlilega fyrst og fremst verið litið til liklegra skammtímaáhrifa opnara fjár- málaumhverfis. Þegar til lengri tíma er litið munu áhrifin verða vaxandi og setja með varanlegum hætti mark sitt á þjónustu innlendra aðila á fjármagnsmarkaði. Þúsund- ir Islendinga leita utan ár hvert til náms og þúsundir landa starfa erlendis. Fáar þjóðir eru að þessu leyti jafn opnar fyrir erlendum áhrifum og Islendingar. Strax af þess- ari ástæðu hlýtur opnun markaðarins að hafa áhrif á ffamgöngu innlendra aðila, ekki sfst bankanna. Þessa munu sjást merki í þjónustu- vali bankanna og verðlags- stefnu. Vaxtarófið mun í auknum mæli draga dám af því sem gerist erlendis, álög á grunnvexti munu hækka og í auknum mæli verða útlán verðlögð með tilliti til áhættu og þess hvort um er að ræða íjárfestingu eða neyslu. Þróun í þessa átt er reyndar þegar hafin og kann að ganga yfir á tiltölulega skömmum tíma. Á sama hátt er óhætt að slá því föstu að bankamir hljóti á næstunni að endurskoða af- stöðu sína til töku þóknana fyrir margvíslega þjónustu. Staðreyndin er einfaldlega sú að efdr því sem harðar er kreppt að bönkunum við vaxtaákvarðanir minnka möguleikar þeirra til þess að niðurgreiða dýra þjónustu sem þeir hafa af samkeppnis- ástæðum um langan tfma veitt viðskiptavinum sínum án endurgjalds. Reyndar má setja að bankakerfið hafi fyrir löngu hafið aðlögun si'na að breytt- um markaðsaðstæðum. Stærsta skrefið var stigið með sameiningu bankanna, þeir voru sjö fyrir fimm árum en eru nú einungis þrír. Langt mál yrði upp að telja hvaða árangri þessi sameining hefur skilað í rekstri, en kannski segja tvær tölur allt sem segja þarf, á árinu 1988 þurftu bankamir sem síðar mynduðu íslandsbanka hf. 4,5% vaxta- mun eftir afskriftir útlána til þess að ná jafnvægi í rekstri fyrir skatta. I fyrra er þetta hlutfall um 2,2%. Staðreynd- in er sú að bankamir í landinu hafa unnið að því hörðum höndum að bæta rekstur sinn til þess að vera í stakk búnir til þess að mæta þefrri ffamú'ð sem nú er mnnin upp. Höfundur er framkvæmdastjórí islandsbanka. Sólon Sigurðsson Vel haldið á málum / fyrir Islendinga * 1. Utlendingar og fiskurinn Samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið er viðameiri en svo að ég vilji þykjast vera einhver sérfræð- ingur í þeim málum öllum. En auðvitað hef ég reynt svo sem unnt hefur verið að kynna mér þann hluta samningsins sem snýr að starfsemi á sviði banka og annarrar fjánnála- þjónustu. Það litla sem ég þekki til samningsins þykir mér allgott. Mér virðist vel hafa verið haldið á málum fyrir okkur Islendinga við samningsgerðina, sérstaklega að því er varðar bann við eignarhaldi útlendinga á fisk- veiðum og fiskiðnaði lands- manna svo og takmarkaðar heimildir útlendinga til fisk- veiða í fiskveiðilandhelginni. 2. Góð áhrif á íslenskan fjármálamarkað Eg tel tvímælalaust að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði hafi þegar haft og eigi eftir að hafa mjög góð áhrif á ljármálamarkaðinn hér á íslandi. Breytingar á fjár- málamarkaðinum hér á landi í anda samningsins hófúst þeg- ar fyrir nokkrum árum í sam- ræmi við þróun sem þá þegar var hafin á þessu sviði erlend- is. Sett hefur verið ný löggjöf, lög um verðbréfafyrirtæki, verðbréfasjóði, fjármögnun- arstarfsemi, gjaldeyrismál, ný samkeppnislöggjöf og fleira. Þessi nýju lög og reglur hafa svo haft í för með sér ný vinnubrögð og breytta starfs- hætti. Allar hafa þessar breyt- ingar auðvitað verið í fijáls- ræðisátt og stefna að því að gera reglur fjármálakerfísins hér á landi sambærilegar við það sem ú'ðkast erlendis. Ég hef ekki mikla trú á að erlend- ir bankar komi til með að opna hér útibú þótt slíkt sé heimilað. Til þess er markað- urinn hér einfaldlega allt of smár. Erlendir bankar hafa nú um nokkurt skeið haft heim- ildir til að opna umboðsskrif- stofur en enginn slíkur hefur sýnt því nokkum áhuga svo ég viti til. Aukin samkeppni á ljármagnsmarkaði mun því ekki koma erlendis frá að mínu mati, enda tel ég sam- keppni á markaðinum vera mikla þótt hún mætti stundum vera opnari. 3. Hagsmunum best borgið utan Evrópubandalagsins Samstarf íslands og Evr- ópubandalagsins hlýtur að verða á grundvelli EES- samningsins á næstu árum. Þótt nokkrar EFTA- þjóðir hafi þegar ákveðið að sækja um aðild að Evrópubandalag- inu beint munu samningavið- ræður þar um væntanlega taka nokkur ár. En á meðan tel ég að hagsmunum Islend- inga sé best borgið utan EB. Mikilvægi markaðarins í Evr- ópu fyrir okkur íslendinga hefur þó stöðugt verið að auk- ast á undanfömum ámm og við verðum að gæta þess að lokast ekki úti. Á sama tíma verðum við að gæta þess að verða ekki um of háðir þeim eina markaði. Við verðum að sinna hinum stóra markaði í Ameríku og einnig að vinna nýja markaði í Asíu. Sá tími mun hins vegar vafalaust koma að við f slendingar verð- um að taka ákvörðun um hvort við eigum að æskja inn- göngu í EB. Þegar sá ú'mi rennur upp er nauðsynlegt að fram hafi farið umræða um málið á vitrænum grunni og æsingalaust. Höfundur er bankastjóri Búnaðarbanka íslands. Launagreiðendur - Launþegar Staðgreiðsla af hlimnindum Kostnaður ^ vegna ferða til og frá vinnustað Kostnað launþega við ferðir til og frá vinnustað ber að telja til persónulegra útgjalda. Greiði vinnuveitandi þennan kostnað að öllu leyti eða að hluta skal telja þau persónulegu útgjöld sem þannig sparast launþega til staðgreiðsluskyldra tekna hans. Greiði vinnuveitandi kostnað vegna ferða launamanns til og frá vinnustað ber að standa skil á staðgreiðslu af þeim greiðslum. Ókeypis flutning til og frá vinnustað ber að meta til staðgreiðsluskyldra hlunninda. Á svæðum þar sem almenningsvagnar ganga skal miða hina skattskyldu fjárhæð við vagn- fargjöldin á hverjum tíma (á Stór-Reykjavíkursvæði skal miða við kostnaðarverð mánaðarkorta). RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.