Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 15
Föstudagur 21. janúar 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 Gunnar Svavarsson Ekki útilokað að EB-aðild verði skoðuð 1. Árangur undir „keppendum“ kominn Samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði er fyrst og fremst samningur um við- skiptareglur og honum er ætl- að að auðvelda öll viðskipti milli aðila samningsins. Hann er eðlilegt framhald af viðbót við fríverslunarsamningana sem EFTA-ríkin gerðu við EB árið 1972. EB eða Efna- hagsbandalagið hefur reyndar öðlast nýtt nafn og heitir nú Evrópusambandið, skamm- stafað ES. Samningurinn um EES einkennist af því að hann set- ur þátttakendum tilteknar leikreglur, en tryggir ekki á nokkurn hátt að þeir nái ár- angri. Þvf má líkja við að taka þátt í starfi íþróttafélags. Maður gengur í félagið, fær aðstöðu til æfinga og keppni og gengst um leið undir reglur félagsins. Hvaða árangur næst í íþróttinni er eingöngu undir manni sjálfum komið. Þar ræður eigin ástundun, eljusemi og þrautseigja. Þessu er ekki ólíkt farið með Evr- ópska efnahagssvæðið. Samningurinn setur leikregl- umar sem fara þarf eftir, en aðildarríkin, stjómvöld, fyrir- tæki og einstaklingar verða sjálf að ná árangri. EES-samningurinn segir lítið sem ekkert til um starfs- skilyrði atvinnulífsins. Hann segir ekkert um hvemig eigi að skattleggja fyrirtæki. Hann segir ekki hversu hár virðis- aukaskattur eigi að vera og hann segir ekkert um hverjir vextir skuli vera. Samningur- inn kveður heldur ekki á um umsvif hins opinbera, erlend- ar skuldir eða greiðslubyrði erlendra lána. Þjóðin hefur á hinn bóginn innritað sig í „íþróttafélagið“ og gerir sér þar með ljóst að hún þarf að standa sig í samkeppni. Það gerir hún með því að búa at- vinnulífi sínu sem hagstæðust rekstrarskilyrði. Það verk er þegar hafið. Félag íslenskra iðnrekenda, ásamt öðmm samtökum atvinnulífsins, hafði barist fyrir afnámi að- stöðugjaldsins í áratugi. Er það hrein tilviljun að gjaldið var loks fellt niður fyrir ári síðan? Tekjuskattur fyrir- tækja hefur nú lækkað til samræmis við það sem al- gengt er í öðmm Evrópuríkj- um, úr 45% í 33%. Er það einnig tilviljun? 2. Aðgangur að rannsoknastarfí Áhrif EES á íslenskan iðn- að em ekki jafn augljós og til dæmis á sjávarútveg, flug- samgöngur, fjármagnsvið- skipti, þjónustu og atvinnu- réttindi. Með fríverslunar- samningnum 1972 hafði þeg- ar verið samið um gagn- kvæma niðurfellingu tolla á iðnvamingi. Iðnaðurinn mun hins vegar njóta þess að nú falla fleiri greinar undir frjálsa samkeppni og væntanlega lækkar þá verð á þjónustu og öðmm aðföngum frá þeim greinum. Einnig má nefna, að með samningnum opnast íslensk- um aðilum aðgangur að rann- sókna- og þróunaráætlunum ES. Það kerfi er að vísu þungt og svifaseint, en ef unnt er að yfirvinna þá ókosti fást vem- legar íjárhæðir til ráðstöfunar og tækifæri til samstarfs við erlenda aðila opnast. Að síðustu má nefna að EES-samningurinn eykur möguleika á gagnkvæmum íjárfestingum í atvinnulífi milli landa. íslendingar vilja laða að erlend fyrirtæki til fjárfestinga hér á landi. Þótt óliklegt sé að útlendingar streymi liingað með íjármagn sitt og fyrirtæki, er þátttaka Is- lendinga á Evrópska efna- hagssvæðinu ótvíræð yfírlýs- ing um að sömu viðskiptalög- mál gildi hér á landi og annars staðar á svæðinu. Slík trygg- ing er fjárfestum mikilvæg. 3. Ekki útilokað að EB aðild verði skoðuð íslendingar tóku þá ákvörðun að aðild að EES væri sú leið sem hentaði þjóð- inni best. Það var ekki unnt að gangast undir lög og reglur Evrópusambandsins í við- kvæmum málallokkum. Jafn- vel þótt aðrar EFTA-þjóðir hafi flestar sótt um inngöngu í ES, er ekki útséð um hvenær eða jafnvel hvort þær ganga í sambandið. Enn frernur em uppi hugmyndir innan ES, þess efnis að Evrópska efna- hagssvæðið þróist sem fram- tíðarskipan fyrir þær þjóðir sem vilja ganga í sambandið en uppfylla ekki kröfur þess. Meðan þetta millibilsástand varir, hljóta íslendingar að nota tímann til að búa sig und- ir þá kosti sem upp kunna að koma. Á þessu stigi er ekki unnt að útiloka að mál þróist með þeim hætti, að raunhæft þyki að skoða beina aðild að Evrópusambandinu, standi hún yfir höfuð til boða. Til þess kernur varla næstu miss- erin, en nauðsynlegt er að nálgast málið með opnum huga, vega það og meta með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Hampiöjunnar og varaformaður Samtaka iðnaðarins. * Magnús Arni Magnússon Er þetta ekki dæmigert? Er þetta ekki dæmi- gert? Ef það glittir í eitthvað sem getur orðið pöplinum á þessu landi til góða þá er það umsvifalaust drepið. Þannig er með smugur í landbúnað- anriúmum, þannig var með lágt. verð á undanrennu og þann- ig er það nú með nið- urfellingu tolla á vör- um sem ekki em framleiddar hér á landi. Ákvæði vegna hins velmeinandi EES-samnings? Nei, vöruverð á Islandi má ekki lækka. Það er lögmál. Það má ekki lækka. „Fógetinn í Nottingham“ í stað þess að leyfa mér og þér og okkur sem ekki erum ryk- sugur á ríkiskassann að njóta gróðans af EES þá skal „fógetinn í Nottingham" finna upp nýja tegund skatt- heimtu sem hann kall- ar í þetta skipti vöru- gjöld. Nú hafa bjartsýnir menn kært þennan gjöming til eftirlits- stofnunai' EFTA en það verður einhvem veginn hægt að kom- ast fram hjá því pípi. Ríkisstjórnir róandi lífróður Sama er þetta á hin- um Norðurlöndunum. Svíar og Norðmenn sáu allt í einu fram á það að hugsanlega treysti einhver þeim annars vel menntuðu og velmeinandi þjóð- um til að versla sér hvítvínsflösku með fiskpinnunum útí búð, hjá kaupmanninum á horninu, í stað þess að bíða í ríkisskipaðri biðröð eins og við þekkjum s-vo vel. Nei, polisen mætti á svæð-. ið með skammbyssur og kylfur og rak pakk- ið heim og gerði „óhollustuna" upp- tæka á staðnum. Kaupmennirnir kærðu, en nú em rík- isstjómir beggja landa róandi lífróður í Brux- elles til að reyna að „- bjarga löndum sínum frá bráðu fári“. Er þetta ekki dæmi- gert? Við berjumst fyrir frelsinu og þykj- umst hafa fundið það á stundum, en alltaf kemur einhver and- skoti og tekur það strax aftur af okkur. Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna. BORGfiRSTJÓRNfiRKOSmNGfm 1994 Nceslkomandi laugardagskvöld. 22. janúar, verðcir haldið frambjóðendakvöld í Rósinni, félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík að Hverfisgötu 8-10. í Rösinni þetta kvöld verða þeir sjö frambjóðendur sem nú þegar hafa gefið kost ó sér í kosningu filþýðuflokksfélaganna í Reykjavík ó sameiginlegan framboðslista til borgarstjórnarkosninga vorið 1994. Sjó myndir hér að ofan. Kosningin mun fUra fram í Rósinni 5. og 6. febrúar. Húsið verður opið fró klukkan 21 til Ol. Gpplýsingar eru gefnar ó skrifstofum filþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.