Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 21. janúar 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Sighvatur Björgvinsson Ahrif EES-samningsins á iðnað og viðskipti Meginhugmyndin að baki samningnum um Evrópsk efnahagssvæði er í raun sára- einföld: Að skapa sameigin- legt markaðssvæði sem nær til átján ríkja Evrópubanda- lagsins (EB) og Fríverslunar- samtaka Evrópu (EFTA). Innan þess verða engar höml- ur lagðar á viðskipti með vöm og þjónustu að undanskildum landbúnaðarvörum og lítils- háttar hömlum á viðskiptum með sjávarafurðir. Fjármagn má streyma hindmnarlaust frá einu aðildarríki til annars og þegnum eins ríkis verður heimilt að starfa og búa hvar sem er innan svæðisins. Mun- urinn á innanríkis- og utanrík- isviðskiptum á að hverfa. Fyr- ir utan mál sem tengjast beint viðskiptum er í samningnum fjallað um ýmis önnur atriði, svo sem aðgerðir til að efla smá og meðalstór fyrirtæki, neytendamál og hugverka- réttindi. Breyttir viðskiptahættir Á ýmsum sviðum hefur EES-samningurinn skuld- bundið íslendinga til breyt- inga sem þegar vom fyrirhug- aðar og orðið til að flýta þeim. Á öðmm sviðum hefur hann hins vegar leitt til stefnubreyt- ingar eðá orðið til þess að mun ítarlegrí reglur hafa verið settar en til stóð. Þannig má t.d. nefna að frelsi í gjaldeyr- ismálum hefur verið aukið í áföngum á síðustu ámm. EES-samningurinn skuld- bindur fsland til að ganga þá braut á enda og snúa ekki við á miðri leið. Einnig má nefna neytendamál sem dæmi um málaflokk þar sem þróunin hefur orðið mun örari vegna EES-samningsins. Það mikilvægasta sem EES-samningurinn færir okk- ur em aukin tækifæri og við- skiptareglur sem jafna stöðu smárrar þjóðar og þeirra stærri. Með samningnum fá- um við fullan aðgang að sam- eiginlegum evrópskum mark- aði. Við fáum vegabréfið og landakortið í hendumar með upplýsingum um umferðar- reglumar en hvorki bensín á bílinn né einkabílstjóra. Þar reynir á dugnað og hæfni okk- ar sjálfra. Jafnframt mun vegalögreglan fylgjast grannt með því að hvorki við né aðr- ir brjóti umferðarreglumar. Islenskur iðnaður íslenskur iðnaður hefur um árabil búið við harða sam- keppni erlendis frá. EES- samningurinn breytir því engu hvað það varðar. Nú bætast hins vegar við strangar samkeppnisreglur sem gera honum auðveldara að leita réttar síns sé talið að erlendir keppinautar séu að misnota aðstöðu sína. Þá má ætla að aukið ffelsi í gjaldeyrismálum og aukin samkeppni í ýmsum þjónustugreinum muni koma iðnaðinum til góða. Með samræmingu staðla og af- námi ýmiskonar tæknilegra viðskiptahindrana verður ein- faldara en áður að framleiða og flytja út vömr héðan. Loks skal nefnt að flest ef ekki öll innlend fyrirtæki teljast til smárra og meðalstórra íyrir- tækja og þeim gefst því kostur á að taka þátt í ýmsum verk- efnum og áætlunum innan EES sem ætluð em slíkum fyrirtækjum. Án efa verður það til að efla samkeppnis- stöðu þeirra. Frelsi í gjaldeyrismálum Með auknu frelsi í gjald- eyrismálum, auknum mögu- leikum einstaklinga og fyrir- tækja hér á landi tíl að leita eftir þjónustu fjármálafyrir- tækja erlendis og auknum möguleikum erlendra fjár- málafyrirtækja til að veita þjónustu hér á landi opnast ýmis ný tækifæri sem bæði munu auka valmöguleika inn- lendra aðila og skapa aukna samkeppni á innlendum fjár- magnsmarkaði. Þessa mun gæta í bankaþjónustu, þjón- ustu verðbréfafyrirtækja, þjónustu eignarleigufyrir- tækja og þjónustu trygginga- félaga. Þá er ekki síður um vert að með auknu frelsi í gjaldeyrismálum skapast nýj- ar aðstæður fyrir hagstjóm hér á landi. Hún verður á ýmsan hátt vandasamari en áður og taka verður tillit til þess að fé getur streymt úr landi ef hagstjóm er talin óá- byrg. Af þessari ástæðu er brýnt að varðveita þann stöð- ugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum á síðustu missemm. Aukinn réttur neytenda Löggjöf um neytendamál hér á landi hefúr lengst af ver- ið fremur rýr. Með þátttöku íslands í Evrópsku efnahags- svæði verður gerbreyting þar á. Nú þegar hafa verið lög- festar reglur sem tiyggja rétt neytenda í viðskiptum við far- andsölumenn og líklegt er að settar verði reglur sem tryggja rétt þeirra þegar sala fer fram um síma. Þá hafa verið sett lög um neytendalán sem skylda lánveitendur, til dæmis verslanir og banka, til að veita neytendum upplýsingar um raunvemlegan heildarkostnað af lánum þannig að þeir geti betur borið saman mismun- andi lántökukosti og hvað sparast við að staðgreiða vöm eða þjónustu. Einnig má nefna að lögleiddar hafa verið reglur um skaðsemisábyrgð framleiðenda eða dreifmgar- aðila vöm og væntanlegar em reglur urn öryggi vöm, þar á meðal leikfanga, og um verð- merkingu vöm. Allar þessar reglur sem hér hafa verið nefndar rniða að því að tryggja hag neytenda sam- hliða þannig að stærra og öfl- ugra markaðssvæði verði ekki einungis til að styrkja stöðu framleiðenda gagnvart neyt- endum. Samkeppnisreglur Með ströngum samkeppn- isreglum Evrópska efnahags- svæðisins á að koma í veg fyrir hindranir á samkeppni á markaðssvæðinu. Samningar, samþykktir og samstílltar að- gerðir um verð, framleiðslu- takmarkanir, fjárfestingatak- markanir og markaðsskipt- ingu em bannaðar, svo ffarn- arlega sem þær geta haft áhrif á milliríkjaviðskipti. Þá er fyrirtækjum sem em ráðandi á markaði bannað að misnota aðstöðu sína með því til dæm- is að ákveða ósanngjamt verð, takmarka framleiðslu, markaðs- eða tækniþróun til skaða fyrir neytendur eða mismuna viðskiptavinum. Þrátt fyrir smæð íslenskra fyr- irtækja þurfa þau engu að síð- ur að virða þessar reglur því hugtakið markaður þarf ekki að ná yfir allan sameiginlega markaðinn heldur getur það tekið til markaðs fýrir ákveðna vömtegund eða þjónustu á afmörkuðu lands- svæði. Sem fyrr greinir felur aðild íslands að Evrópsku efna- hagssvæði fyrst og fremst í sér nýjar og ftjálslegri leik- reglur en áður giltu hér á landi og aukin tækifæri fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Það er hins vegar þessara aðila en ekki stjómvalda að nýta þessi tækifæri til hagsbóta fyrir land og þjóð. Höfundurer iðnaöar- og viðskiptaráðherra. Jón Sigurðsson / Uttekt efasemdarkonunnar - afar hjálpleg viðbót 1. Þjóðaratkvæði hefði verið glapræði Eg tel, að rétt haft verið að ganga til samninganna um Evrópska efnahags- svæðið og niðurstaða þeitya haft eftir atvikum verið Is- lendingum hagstæð. Úttekt efasemdarkonunnar, Ingi- bjargar Sólrúnar Gfsladótt- ur, var afar hjálpleg viðbót við annað efni tíl að komast að vitiborinni niðurstöðu um þetta flókna mál, fyrir þá, sem ekki gáfu sér tíma til að kafa ofan í það. Vegna hinna hatrömmu deilna um meðferð málsins hér innan- lands tek ég fram, að það hefði verið glapræði að mínu mati og öldungis ábyrgðarlaust af stjóm- málaforystumönnum að leggja mál af þessu tagi undir þjóðaratkvæði. 2. Jákvæð áhrif - alla vega um sinn Kísiljámframleiðsla á Is- landi hefur orðið fyrir barð- inu á þeirri vemdarstefnu, sem Evrópubandalagið rek- ur í mörgum greinum, nú síðast með álagningu undir- boðstolls. Aðildin að efna- hagssvæðinu hefur nú fellt þennan toll niður gagnvart Islandi, meðan hann helst gagnvart mörgum sam- keppnisaðilum. Þetta hefur um sinn mjög jákvæð áhrif á afkomu þessa iðnaðar hér- lendis. Hversu lengi það verður er óvíst. Að öðm leyti skiptír þessi samnings- gerð ekki máli því að kísil- járn eins og aðrar iðnaðar- vömr höfðu fyrir tollfijáls- an aðgang að öllunt Evr- ópumörkuðum samkvæmt fyrri samningum. 3. EB harðdrægur klúbbur Evrópubandalagið hefur verið afar harðdrægur klúbbur gömlu nýlendu- veldanna í Evrópu til vemd- ar hagsmunum sínum, - í ýmsu tilliti þeim hagsmun- um, sem þau misstu með nýlendunum. Það er orðið afar þunglamalegt skrifræð- isveldi, sem hefur sýnt sig í að vera vanmegnugt til að taka tímanlegar ákvarðanir um mikilsverð mál. ísland skiptir miklu að eiga að- gang að mörkuðum þessa svæðis, menntastofnunum, rannsóknum og þróun, en bandalagið, gerð þess og starfshættir þyrfti að breyt- ast mikið til að það gæti tal- ist vera ráð að gerast áhrifa- laus útkjálki af þeirri sam- steypu. Höfundur er förstjóri íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga. Atli Heimir Sveinsson EES og sjálfstæðið Samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið er um- fangsmesti milliríkjasamn- ingur okkar á lýðveldistíman- um, og kannski sá mikilvæg- astí. Jón Baldvin sýndi festu, lipurð, og stýrði málum af mikilli fagmennsku. Með for- ystu í þessu máli hefur hann tryggt sér sess meðal merk- ustu stjómmálamanna okkar á þessari öld. Auðvitað vom framsóknar- menn allra flokka og austan- tjaldskommar á móti samn- ingnum. Málflutningur þeirra var landráðabrigsl og lands- söludylgjur. Engin málefna- leg rök, - því miður. Sjálfstæði fámennrar ey- þjóðar er alltaf í hættu. Við munum glata því, ef við stöndum okkur ekki, hvort sem við emm aðilar að EES, Evrópubandalaginu, eða ein- hverju öðm. Sjálfstæðið varð- veitum við ekki með einangr- un, eða útúrbomhætti. Mesta ógnunin við sjálf- stæði okkar em hinar sívax- andi erlendu skuldir, sem enn- þá ríkir þjóðarsátt um. Málum er reddað, til æ skemmri tíma, með þvt' að slá lán erlendis. Við verðum að gæta okkar í samskiptum við aðrar þjóðir, því þær eru allar stærri og voldugri en við. En við þurf- um ekki að láta smáþjóða- komplexinn draga úr okkur kjark. Sagt er að eyþjóðir séu íhaldssamar, og andsnúnar öllum breytingum, kannski hræddar við þær. Og í ljósi sögunnar er skiljanlegur ótti, og tortryggni við erlent vald og áhrif. Við vomm nýlenda öldum saman, og þrátt fyrir 50 ára lýðveldi er nýlendu- hugsunarhátturinn ríkjandi hjá okkur á fjölmörgum svið- um, meir en við viljum viður- kenna. Við emm líka óskaplega fámenn þjóð, og eigum þess vegna alltaf heimsmet, þegar miðað er við höfðatölu. Og þegar við sömdum við svo- nefnda útlendinga fómm við oft halloka, því þeir vom klár- ari en við, og slóttugri með sjálfa sig meðan við vomm heimóttarleg. Við höfum ekki skert sjálf- stæði okkar enn sem komið er, og gemm það vonandi aldrei. Miklu fremur höfum við deilt vissum þáttum þess með öðmm. Við eigum ekki að stefna að forréttindum í samspili þjóðanna, heldur jafnrétti. Það þarf ekki mikið til, að menning okkar Islendinga líði undir lok, tungan týnist og fom menningarverðmæti okkar glatist, og hæftleikinn til að nýskapa sjálfstæða menningu glatist meðal þjóð- arinnar. Menning smárra þjóða er alltaf að líða undir lok. Og þó íslensk menning legðist af, myndu fáir gráta. Enginn heimssögulegur at- burður teldist það. Eitt lítið tilbrigði í menningu mann- kynsins hyrfi. En gráminn myndi aukast sem þvt' næmi. Og þá yrði heimsmenningin fátækari. Eg er ekki svartsýnn á framtíð íslenskrar menningar á tímum vaxandi samskipta þjóða á öllutn vettvangi. Hins vegar dylst engum að and- stæðingar menningar hafa aldrei sterkari vopn en nú. Við munum lifa af og blómstra, ef við erum stolt af menningu okkar, án þess að vera hrokafull, einlægir föð- urlandsvinir, án þess að falla í þjóðrembu. En vegna fá- mennis er þjóðremba okkar engurn skaðleg, nema okkur sjálfum. f nánu samstarfi Evrópu- þjóða nú á tímum hefur engin smáþjóð tapað menningu sinni né sérkennum. Þvert á móti -þjóðemisvitundin hef- ur styrkst. Og hana þurfum við að styrkja í brjóstum okk- ar sjálfra. Við höfum mjög góða reynslu af samstarfi við Norðurlönd. Samstarf við önnur Evrópulönd er að mínu mati framhald á því samstarfi. íslenskri menningu verður ekki bjargað með einangrun né útnesjamennsku. Okkar menning hefur alltaf risið hæst, þegar tengslin voru hvað mest við Evrópu. Verk Snorra, Hallgríms, Jónasar, Einars Ben., Halldórs og Thors eru lifandi dæmi um það. Sumir segja að EES-aðild- in sé biðsalur að Evrópu- bandalaginu. Ég held að svo sé ekki. En vissulega verðum við að gera upp hug okkar á næstu ámm varðandi Evrópu- bandalagið. Við verðum að ræða málin ítarlega og of- sUekislaust. Eg held að farsælast sé að sigla í kjölfar hinna Norður- landanna í átt að bandalaginu: Við erum fámennasta þjóðin og sú sem býr lengst í burtu. Þessa stefnu á eftir að móta. Höfundur er tónskáld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.