Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 18
18 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 21. janúar 1994 • • Ogmundur Jónasson Tollalækkanir og skipulegt samstarf eru jákvæðar hliðar 1. Álit þitt á EES-samningnum? Þetta einmitt spumingin sem brann á mönnum að fá að svara í þjóðaratkvæða- greiðslu áður en gengið var frá samningnum í upp- hafi síðasta árs. Jákvæðu hliðamar á EES-samn- ingnum era tollalækkanir fyrir ýmsar afurðir okkar og skipulegt samstarf við evrópskar þjóðir um ýmis hagsmunamál. Þetta sam- starf þurfum við að reyna að nýta til hins ítrasta. A hinn bóginn setur samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði okk- ur að ýmsu leyti skorður. Því með honum höfum við undirgengist að skipu- leggja íslenskt samfélag á markaðsvísu, í ríkari mæli en margir ætluðu að ég hygg. Það er altént stað- reynd að margir þeirra sem lögðu blessun sína yfir samninginn á sínum tíma, án mikillar umhugsunar, reka nú annað veifið upp stór augu yfir ýmsu sem EES-reglurnar leiða af sér. 2. Samningurinn gengur fyrst og fremst út á markaðsvæðingu Samningurinn hefur ekki mikil bein áhrif á starfsemi stofnana og fyr- irtækja sem félagsmenn BSRB vinna hjá en að sjálfsögðu hefur hann mjög mikil óbein áhrif enda allt samfélagið undir. Það er ljóst að EES- samningurinn gengur fyrst og síðast út á markaðsvæð- ingu og þótt ekki séu bein fyrirmæli um einkavæð- ingu á opinberum rekstri er ljóst að hagsmunaaðilar munu ganga fram í að skjóta álitamálum fyrir eft- irlitsstofnanir EES i þeirri von að þær dæmi sér í hag og reyni þannig að brjóta hagsmunum sínum farveg. Þegar hefur Verslunarráð- ið riðið á vaðið með til- raunum til að koma tóbaki og áfengi inn á samkeppn- ismarkað. 3. Stuðlað verði að félagslegum umbótum Um það er víðtæk sam- staða að íslendingar óski ekki eftir aðild að Evrópu- samfélaginu í bráð og veg- ur fiskveiðistefna ES þar þyngst. Eg tel hins vegar brýnt að í því Evrópusam- starfí sem við tökum þátt leggjumst við, eftir því sem frekast er kostur, á sveif með þeim öflum sem vilja knýja á um að bæta félagsleg réttindi og stuðla að því að uppræta atvinnu- leysi. Þetta hljótum við að gera á vettvangi EES og í öllu samstarfi sem við kunnum að eiga við Evr- ópusamfélagið. Verka- lýðshreyfingin í EFTA- ríkjunum hefur haft sam- starf um stefnumótun í þessu efni, bæði sín í milli og einnig við verkalýðs- hreyfinguna í Evrópusam- félaginu. Ég tel að íslend- ingar eigi að beita sér fyrir ofangreindum markmið- um hvar svo sem þeir koma að borði í samstarfi við erlendar þjóðir. Höfundur er formaður BSRB. filþýðciflokkcirinn - Jafnaðarmannaflokkcir íslands FLOKKSSTJÓRNfiR- FCINDCIR fithugið breyttan filþýðuflokkarinii - Jafnaðarmannaflokkcir Islands - boðar til flokksstjórnarfundar lacigardaginn 29. janúor 1994. Fandurinn vorður haldinn í fitthagasal Hótal Sögu, Reykjavík, og hefst klukkan 10.15. Dagskrá: 1. Sjávarátvegsmál. 2. Önnur mál. fið venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum. en ef til atkvazðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn atkvazðisrétt. Formaður. I I - J Syeinbjörn Björnsson Einstakt tækifæri til athafna Besti kosturinn í stöðunni EES-samningurinn markar tímamót í sam- skiptum Islendinga við umheiminn og verður öragglega skráður í Is- landssöguna sem slík- ur. Hann vekur ugg í bijósti sumra en hon- um er tekið fagnandi af öðram. Ég lít á hann sem einstakt tækifæri til at- hafna og besta kostinn í stöðunni. Full aðild að samstarfl EES-samningurinn opnar Islendingum leiðir til þátttöku í sam- starfsverkefnum Evr- ópubandalagsins um menntamál og veitir okkur fulla aðild að samstarfi Evrópuþjóða um rannsóknir og þró- un. Áður þurfti tvíhliða samninga um aukaað- ild að einstökum verk- efnum. Nú verðum við fullgildir þátttakendur með rétt til að móta þróun samstarfsins. í menntamálum verða áhrif samnings- ins mikil. Við höfum alla tíð sótt nám til annarra landa, en nú munu nemendur geta stundað hluta af námi sínu hér og erlendis og tekið þátt í þjálfunar- og rannsóknaverkefn- um og þátttökuland- anna. Búseturétturinn og gagnkvæm viður- kenning prófa munu breyta miklu fyrir fólk í námi. Samvinna kennara við starfs- bræður í EES-löndun- um á einnig eftir að aukast veralega. Mikið færst ífang Ég sé ekki í bráð fyr- ir mér neitt næsta skref í þessum efnum. Með þessu skrefi sem nú er verið að stíga er mikið færst í fang. EES eða megininn- tak þess verður áfram til þótt einhver eða jafnvel öll lönd EFTA kjósi að ganga inn í EB. Höfundur er rektor Háskóla íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.