Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 21. janúar 1994 Sindrl Sindrason samkeppni og verð á lyf j um 1. Verulegur ávinningur í mínum huga leikur eng- inn vafi á því að við eigum eftir að hafa verulegan efnahagslegan ávinning af samningnum um EES. Fyrst og fremst auðvitað í formi aukinna tekna af út- flutningsafúrðum vegna bætts aðgangs og niðurfell- ingar á tollum á þessum mikiivægasta markaði okk- ar í bráð. Það vekur þó undrun að meðal annars ýmsir flokkar sjávarafurða munu áfram verða tollaðir með óbreyttum hætti inn á EB, sem sýnir að EB mun áffam beita tollum til vemdar eigin iðnaði. Þetta undirstrikar þó aðeins mik- ilvægi þess fyrir okkur að vera aðili að EES-samn- ingnum. Það mun síðan skila bættum hag okkar að verðlag á innfluttum vömm ffá EES mun fara lækkandi í nánustu ffamtíð. Það hefur ERTU MEÐ I HOPI ÞEIRRA BESTU! Nafnávöxtun Raunávöxtun Frá upphafi hafa veröbréfasjóöir í umsjón Kaupþings hf. ávallt veriö í hópi bestu ávöxtunarieiöa á fjármagnsmarkaönum. Einingabréfin og Skammtímabréfin er hœgt aö innleysa hvenœr sem er. Til þess aö losna viö kostnaö* þarf aö tilkynna innlausn á Einingabréfum 1, 2 og 3 meö 2ja mánaöa fyrirvara. Skammtímabréfin eru laus án kostnaöar eftir 30 daga frá kaupdegi. Einingabréf henta vel í reglulegan sparnaö. Bréfin fást hjá eftirtöldum aöilum: Kaupþingi hf., Kaupþingi Noröurlands hf., Sparisjóöunum og Búnaöarbanka íslands. * Mismunur á kaup- og sölugengi. SPARISJÓÐIRNIR (jíj) BÚNAÐARBANKINN KAUPÞING HF LöggHt verðbréfafyrirtceki Kringlutini 5, sfmi 689080 í eigu Búnaðarbanka íslands ogspansjóðanna PÞING HF. - FRAMTIÐARORYGGI I FJARMALUM reyndar verið að þróast í þá átt á undanfömum misser- um vegna þess að fijálst flæði vara innan EB á milli mismunandi markaða sem áður vom afmarkaðir af landamæmm einstakra ríkja hefur þegar haft áhrif til lækkunar á innflutnings- verði til íslands. Samkeppni kemur til með að aukast í innflutningsversluninni en það dregur úr vægi um- boðsverslunarinnar. Að mínu mati er síðan einn veigamikill þáttur sem ekki hefur mikið verið ræddur, sem er krafan um agaðri vinnubrögð yfirvalda. Fijálsleg meðferð opin- berra embættismanna á embættisvaldi sínu hefur off vakið undmn og virðist oft sem þeir séu yfir gagn- rýni hafnir. Aðild Islands að EES mun væntanlega bæta réttarstöðu almenn- ings og fyrirtækja gagnvart yfirvöldum. 2. Aukin samkeppni og lækkandi verðlag Áhrif samningsins í lyfjageiranum verða ömgg- lega aukin samkeppni og lækkandi verðlag. Reyndar er lækkunar eins og að framan er getið þegar farið að gæta og mun vissulega skila sér í áframhaldandi sígandi verðlagi meðan verðlag er að jafnast í Evr- ópu. Það er þó hætt við því að væntingamar séu hér of miklar vegna þess hve vill- andi umræðan um lyija- og lyijaverðlagsmál hefur ver- ið. Aðaláhyggjuefni varð- andi það frelsi sem EES- samningurinn hefur í för með sér er að því eftirlits- kerfi og því öryggi sem við höfum búið við verði fóm- að með of fijálslegum regl- um um samhliða innflutn- ing. Ekki hafa enn verið settar þær reglur sem gilda eiga um þennan innflutning og því kannski ótímabært að mála skrattann á vegg- inn, en í ljósi þeirrar aukn- ingar sem hefur orðið á fölsuðum lyfjum í umferð, sem í dag er talin 6-7% af heimsviðskiptum, verður varla nægilega brýnt fyrir mönnum að gæta ýtrustu varúðar. Fölsuð lyf em ekki bara eitthvað sem menn í þriðja heiminum búa við heldur koma slík dæmi iðu- lega upp í nágrannalöndum okkar. Menn spyija kannski hvort þetta sé ekki eins með alla vöm, en það er auðvit- að reginmunur á því hvort menn taka inn lyf í góðri trú um að verkun sé rétt eða hvort menn kaupi falsað vömmerki í gallabuxum sem reynast ekki hafa þá endingu sem „orginalinn" hefur. Lyf þurfa ekki að vera fölsuð til þess að vera hættuleg. Lyf geta eyðilagt eða tapað verkun vegna rangrar meðhöndlunar í flutningum eða við geymslu án þess að nokkur leið sé að sjá þess merki á vömnni. Það er þess vegna nauðsynlegt að kröfur til samhliða innflutnings verði með þeim hætti að neytend- ur geti áfram treyst því að þeir fái afhent þau lyf sem ætlast er til. 3. Ekki hrifinn af EB Fyrir mitt leyti er ég ekki hrifinn af hugmyndinni um inngöngu f EB. Þetta er ótrúlegt bákn, sem menn hafa að nokkm misst stjóm á. Ég held að EES-samn- ingurinn skili okkur efna- hagslegum úrbótum en ég vildi ómögulega þurfa að sækja aiit okkar undir skrif- finna í Brussel. Höfundurer forstjóri lyfjafyrir- tækisins Pharmaco hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.