Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. janúar 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Sigurður Tómas Björgvinsson EES - Sigur jafnaðarmanna Samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið er stærsta málið sem Alþingi ís- lendinga hefur fengið til um- fjöllunar og afgreiðslu á 50 ára lýðveldistíma landsins. I samræmi við það hefur ekkert eitt mál hlotið jafn ítarlega umræðu og kynningu í stjóm- kerfmu, á Alþingi og meðal almennings. Það er því f þessu ljósi sem við verðum að horfa á lokaaf- greiðslu málsins - það að EES hlaut samþykki meiri- hluta Alþingis. Alþýðuflokk- urinn - Jafnaðarmannaflokk- ur Islands - sigraði flestar orr- ustumar í stríðinu um EES, með skynsemina að vopni. Þessi glæsti sigur jafnaðar- manna á sér í raun langan og samfelldan aðdraganda. Lít- um á söguna og atburðarásina síðustu ár: Alþjóðahyggjan Aiþjóðahyggjan er í raun samofin jafnaðarstefhunni, enda hefur hugmyndaffæðin náð útbreiðslu um allan heim og boðberar hennar tengdir traustum böndum. Þannig hefur Alþýðuflokkurinn alltaf verið opinn fyrir alþjóðlegri samvinnu og beitt sér fyrir þvf að þjóðin njóti góðs af þátt- töku íslands í alþjóðlegum stofnunum. En því miður em það alltof margir sem ekki hafa séð skynsemina af slíku samstarfi og hafa sumir jafn- vel gengið svo langt að saka jafnaðarmenn um landráð. Hjá einangmnarsinnum, framsóknarmönnum allra flokka, hefur „moldarkofa- hugsunarhátturinn" verið ríkj- andi. Á þeim bæ em menn hræddir við allt sem útlent er og telja það skynsamlegt að beita höftum, boðum og bönnum á öllum sviðum þjóðlífsins. Þegar betur er að gáð þá er það í raun hræðslan við breytingar og nýjungar sem mest hrjáir afturhalds- sinnanna. Verkin tala Saga íslenskar iðnvæðingar er stutt og því þarf ekki yfir- gripsmikla þekkingu til þess að koma auga á jákvæð er- lend áhrif og alþjóðlega sam- vinnu. Nægir þar að nefna upphaf síldveiða, nýsköpun- artogarana, NATO aðildina og álverið. Þegar litið er til alþjóðlegr- ar samvinnu þá hefur Alþýðu- flokkurinn æU'ð lagt áherslu á að treysta útflutningsmarkaði og nauðsynlega viðskipta- samninga. Á viðreisnarámn- um stóðu jafnaðarmenn fyrir því að ísland gerðist aðili að EFTA 1970 og undirbjuggu jarðveginn fyrir fríverslunar- samningana við Evrópu- bandalagið 1972. Þá vom sömu flokkar í ríkisstjóm og nú em, enda komu þá ffam á Alþingi sömu rökin sem hljómað hafa í eyrum lands- manna í EES umræðunni. í umræðunni um EFTA að- ildina klofnaði Framsóknar- flokkurinn og sat hjá við af- greiðslu málsins eins og í öðr- um stómm málum. Alþýðu- bandalagið var á móti, enda nátengt kommúnistunum í austri á þeim tíma. Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur vom fylgjandi aðild og hafði Gylfi Þ. Gíslason forystu um samninganna. Aðildina rök- studdi hann fyrst og ffemst með eftirfarandi orðum; „Ef við eigum að geta komið á fót umtalsverðum útflutningsiðn- aði er aðild að samtökum eins og EFTA nauðsynleg". Skynsemin sigrar Frá þeim tíma er Gylfi Þ. Gíslason mótaði utanríkisvið- skiptastefnu íslands og þar til Jón Baldvin Hannibalsson tók við embætti utanríkisráðherra gerðist nákvæmlega ekkert á þessu sviði. Enda fræg um- mæli Steingríms Hermanns- sonar, sem var utanríkisráð- herra 1987-88, að honum liði eins og í fílabeinstumi - á sama tíma og helstu umróta- tímar í Evrópu voru að hefj- ast. En sagan endurtekur sig og í raun eru rök Gylfa enn í fullu gildi. Jón Baldvin hefur þannig fylgt nútíma jafnaðar- stefnu og lagt áherslu á fijáls og óhindruð viðskipti með vömr, fjármagn og þjónustu, auk þess sem launþegar hafa nú frelsi til vinnu á öllu efna- hagssvæðinu. Með því að draga viðskipti með fiskaf- urðir inn í EES samningana tókst íslenska utanríkisráð- herranum að ná fram fullu tollfrelsi fýrir 96% af útflutn- ingi á Evrópumarkað. Þessi tollalækkun mun skila þjóð- inni milljörðum þegar framí sækir, auk þess sem gmnd- völlur skapast fyrir ffekari fullvinnslu sjávarafurða hér á landi. Þetta gefur fleiri at- vinnutækifæri og eykur þjóð- arhag. Þá má ekki gleyma því að EES veitir okkur aðgang að fjölbreyttu menningar-, mennta- og rannsóknastarfi. Þrátt fyrir augljósan ávinn- ing af EES þurfti Alþýðu- flokkurinn að beijast fyrir því að samningurinn yrði sam- þykktur á Alþingi. Það eitt sýnir íhaldssemi, skilnings- leysi og tvöfeldni margra ís- lenskra stjómmálamanna. Al- þýðuflokkurinn er eini flokk- urinn sem stóð sameinaður og heill á bak við EES allan tfm- ann, og lauk málinu. Allir aðrir flokkar, þar með talinn Sjálfstæðisflokkurinn, bæði klofnuðu í málinu og skiptu um skoðun eftir því sem þeir vom í stjóm eða stjómarand- stöðu. Þetta er nánast sama munstrið og kom upp f kring um EFTA aðildina. Þetta em staðreyndir stjómmálasög- unnar og þess verður ætíð minnst að það vom jafnaðar- menn sem börðust fyrir rót- tækum umbótum á sviði al- þjóðlegra samskipta - og höfðu sigur. Tækifæri Tækifærin sem EES býður okkur íslendingum em aug- ljós, enda hafa hvorki stjóm- arandstaða né hagsmunaaðil- ar sett fram kröfu um að að- ildin verði endurskoðuð nú þegar samningurinn hefúr tekið gildi. Öll hagsmuna- samtök atvinnurekenda og ASI hafa verið meðvituð um Gylfi Þ. Gíslason og Jón Baldvin Hannibalsson hafa verið boðberar alþjóðahyggjunar á Islandi og látið verkin tala. Frumkvceði þeirra að aðild íslands að EFTA og EES eru góð dcemi um það. að EES kemur til með að efla íslenskt atvinnulíf og bæta lífskjör landsmanna, aðeins BSRB hefur gengið í lið með einangmnarsinnum. Til þess að nýta EES sem skyldi verðum við að tifeinka okkur nýjan hugsunarhátt, sem flest í því að horfa á þau tækifæri sem skapast þegar landið verður hluti af stærri alþjóðlegri heild sem hefur það að markmiði að lækka kostnað og auka hagvöxt með skipulagðri samvinnu og sammnaþróun. Við þurfum að líta á Evrópu sem einn heimamarkað og aðlaga okk- ar framleiðslu og markaðs- setningu að því sem þar tíðk- ast. Við eigum ekki að fram- leiða samskonar vömr og allir aðrir heldur þvert á móti leggja áherslu á okkar Sér- stöðu, það er að segja hrein- leika íslenskra matvæla og umhverfisvænar orkulindir. Hröð þróun Alþjóðavæðingin heldur áfram og í Evrópu gerast hlut- imir hratt. I dag er mikil óvissa um það hversu lengi EES samningurinn heldur, þar sem fjórar EFTA þjóðir hafa sótt um aðild að EB. Ef aðild þeirra verður að vem- leika er eins víst að EES breytist í tvihliðasamning milli EB og þeirra þjóða sem eftir verða í EFTA. Staða aðildarsamninga Svía, Norðmanna, Finna og Austurríkismanna við EB í dag er þannig að líkur em á að löndin geti í fyrsta lagi orðið aðilar að EB árið 1996. Það er ekki langur tími og því þurfum við íslendingar að fylgjast vel með samninga- viðræðunum og þróuninni í Evrópu. Ef norðmönnum tekst að ná góðum samning- um í sjávarútvegsmálum, þá gæti verið kominn gmndvöll- ur fyrir okkur til að ná svipuð- um samningum. Reyndar gæti það verið nauðsynlegt fyrir okkur að ganga í EB þegar einn helsti keppinautur okkar í útflutningi sjávaraf- urða er kominn inn í banda- lagið. Eitt er víst að jafnaðarmenn munu halda þessum mögu- leika opnum, enda brautryðj- endur á þessu sviði eins og hér hefur komið fram. Rétt eins og Gylfi Þ. og Jón Bald- vin hafa haldið alþjóðahyggj- unni á lofti og látið verkin tala, þá munu jafnaðarmenn framtíðarinnar verða í farar- broddi á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Ingimundur Sigfússon Skynsamlegt og tímabært skref Ný tækifæri með auknu frjálsræði Ég tel, að með aðild ís- lands að EES hafi verið stigið skynsamlegt og tímabært skref. Við ís- lendingar fáum ný tæki- færi til að reyna okkur við aðstæður, sem við þurf- um alls ekki að óttast. Aukið fijálsræði í við- skiptum ætti að vera okk- ur sérstaklega hagstætt, þar sem við eigum mjög mikið bæði undir útflutn- ingi og innflutningi. Góð áhrif á efnahagslífið I sjálfu sér hefur samn- ingurinn ekki strax mikil bein áhrif á mínu starfs- sviði strax. Varahlutir í bifreiðir frá EES-löndum lækka þó vegna samn- ingsins. Þegar fram í sækir mun hið nánara samstarf sem af samningnum ætti að leiða hafa góð áhrif í ís- lensku efnahagslíft. EB-aðild mun ekki standa til boða Að mínu mati er æski- legt ffá íslenskum sjónar- hóli, að EES- samstarfið vari sem lengst, það fellur vel að okkar hagsmun- um. Fækki EFTA-ríkjum vegna aðildar sumra þeirra að Evrópubanda- laginu, þurfum við Is- lendingar að huga vel að hagsmunagæslu okkar með það í huga, að við töpum ekki neinu því, sem áunnist hefur með EES-samningnum. Mér finnst ekki líklegt, að á næstu ámm verði raunhæft fyrir okkur ís- lendinga að ræða um að- ild að EB, meðal annars vegna þess að hún mun ekki standa okkur til boða. Höfundurer forstjóri Heklu hf. Utanríklsverslun (gjaldmiðlar umreiknaðlr með PPP) 1990 Vöruskiptajöínuður (fob/cií) millj. EB-PPS) 1990 Hlutdeíld í viðskiptum innan EES (%) □ úl'lutningur □ innflutningur 1990 Hiutdeild í viðskiptum við EB-löndin (%) □ útflutningur □ innflutningur 1990 Hlutdeild í viðskiptum við EFTA-löndin (%) □ útflutníngur □ innflutningur 1990 Mikilvagustu viðskiptalönd □ útflutningur □ innflutningur 1990 Útflutningur á íbúa (i ECU) Taflan hér að ofan er úr bæklingnum „EES i tölum - Tölulegar upplýsingar um ísland og Evrópska efnahagssvæðið“ sem gefin er út af EUROSTAT, Hagstofu Evrópubandalagsins, ísamvinnu við EFTA og Hagstofu íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.