Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 19
Föstudagur 21. janúar 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 19 Sveinn Valfells Látið verði reyna á hvort hægt sé að ná viðunandi samningum um EB-aðild 1. Einangrun er ronn Samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði er enn einn áfangi í að rjúfa menn- ingarlega, hugarfarslega og viðskiptalega einangrun ís- lands, sem staðið hefur í aldir. Annars vegar munu frelsin ijögur um fijálsan flutning fólks, vöru, ljármagns og þjónustu skapa aukna sam- keppni fyrirtækja, neytendum til góða. Hins vegar hafa fæst- ir gert sér grein fyrir því, að frelsin fjögur munu skapa samkeppni um betri stjómun- arhætti yfirvalda og mun það jafnvel vera enn mikilvægari þáttur, en aukin samkeppni fyrirtækja, sem var að mestu leyti til fyrir. Vanhæf stjómvöld, eins og í þessu landi hafa stjómað á ámnum 1971-1991, og steypt hafa þjóðinni í stórkostlegar skuldir, ljárfestingaróreiðu, eyðslu og sukk, hafa getað það í skjóli lokaðs þjóðfélags og mismununar þegnanna í grundvallarmannréttindum, eins og vægi atkvæðisréttar. Yfirvöld sérhvers lands munu verða í samkeppni um að laða til sín störf, íyrirtæki og fjármagn. Óstjómar mun fyrr verða vart en áður, í flótta starfa, atgervis, fólks og fjár- magns. Stundum virðist sem íslensk stjómvöld séu hags- munagæsluaðilar erlendra keppinauta okkar ffemur en að þjóna íslenskum hagsmun- um. Erfiðasta aðlögunin verður eflaust hugarfarsbreyting þjóðar og stjómvalda, þai' sem auka verður gæði opin- berrar stjómunar eigi síður en fyrirtækja. Hin íslenska „nómenakla- túra“ mun að sjálfsögðu verja hag sinn, eigi síður en hin sovjeska, en þjóðamauðsyn er að aflétta oki ríkisafskipta og markaðssvæða sem flest, ef þjóðin á að vera samkeppn- isfær. Sem dæmi má taka, sam- keppni íslenskrar verslunar við verslunarfyrirtæki í Dubl- in og Glasgow. Ekki er mér kunnugt um, að verslun þar þurfi að bera sérstakan skatt af skrifstofu- og verslunar- húsnæði, eins og hér tíðkast. Með sérstökum álögum á verslun á Islandi er verið að rýra samkeppnisstöðu hennar og færa störfin úr landi. Einn- ig má benda á ný lög um iðn- aðarmálagjald, þar sem fyrir- tæki em skattlögð sérstökum hagsmunasamtökum, án tillits lil þess, hvort þau telja það þjóna sínum hagsmunum að vera í þeim. Það aðhald sem slíkum hagsmunasamtökum er veitt með frjálsri aðild og frjálsri hlutdeild í greiðslu til- kostnaðar er rýrt, og hags- munir „nómenklatúrunar" hafðir í öndvegi. Sagt er oft um ýmis gjöld og álögur, að ekki sé um verulegar fjárhæð- ir að ræða, en margt smátt gerir eitt stórt og lítið getur skilið milli feigs og ófeigs. 2. Vandamál tilbúin af stjórnvöldum Steinefnaiðnaðurinn, sem ég starfa við, hefur verið í samkeppni við tollfrjálsan innflutning í fjölda ára og engin veruleg breyting verður þará. Helstu vandamál hans eru tilbúin af íslenskum stjóm- völdum, eins og til dæmis flutningsjöfnunargjald á se- menti, sem rýrir samkeppnis- stöðu íslensks byggingarefnis á stærsta markaðssvæði þess, í samanburði við innflutt byggingarefni, svo sem stál og timbur, og framleiðslu- vöru úr steinsteypu. 3. Látum reyna á það Ég tel að það eigi þegar að láta reyna á, hvort við getum náð viðunandi samningum um inngöngu f Evrópubanda- lagið og óráð að nýta sér ekki samflot með Norðmönnum og öðrum Norðurlandaþjóð- um. En hér, sem oft áður, ræður afturhaldið ferðinni. Höfundur er forstjórí Steypustöðvarinnar hf. Haukur Halldórsson EES-samningurinn og landbúnaður á Islandi Það er Ijóst að nokkuð erfitt er að segja til um hvaða áhrif þessi viðamikli samningur komi til með að hafa á ís- lenskan landbúnað og íslenskt atvinnulíf í náinni framtíð, svo flókinn og yfirgripsmikill sem hann er. A hinn bóginn eru í samningnum nokkrar höfúðlínur og megindrættir, sem liggja ljósir fyrir og hægt er að vega og meta og taka af- stöðu til. 1. Fjórfrelsin og ánrif þeirra Það er óeðlilegt annað en að fjórfrelsin (frelsi fólks, ljármagns, þjónustu og flutn- inga til athafna innan EES- svæðisins) sem samningurinn byggist á, komi til með að hafa veruleg áhrif hérlendis á komandi ámm. Annars væri tæpast verið að taka þátt í þessari samningagjörð. Nú er það óumdeilt að sjávarútveg- urinn fær stærstan ávinning af samningnum með niðurfell- ingu tolla af útflutningi til EB. Það er þó ljóst að þær tölur sem nefndar voru sem árlegur ávinningur hans eru háðar mörgum óvissuþáttum, því markaðsstaða sjávarútvegsins í EB hlýtur meðal annars að vera komin undir efnahags- ástandi í viðskiptalöndunum, gengisskráningu, þróun ann- arra markaða og fleiri atriðum sem eru breytingum undirorp- in. Það sem gæti haft hvað stærst og alvarlegust áhrif á efnahagslíf landsmanna í sambandi við fjórfrelsin er ef staða krónunnar veikist og fjármagn byijar að streyma úr landi. Það sást fyrir ári síðan til dæmis í Svíþjóð og Finn- landi, hvað það gerist skyndi- lega og með miklum hraða, ef grunur kemur upp um yfir- vofandi gengisfall krónunnar. Það er einu sinni svo að þegar búið er að fleygja stjómtækj- unum, þá er erfiðara að ráða hvert skal haldið. 2. Málefni landbúnaðarins I upphafi viðræðna um Evrópskt efnahagssvæði var því haldið fram að málefni landbúnaðarins kæmu þar ekkert til umræðu, þar sem þeim væri haldið algerlega ut- an við samningana. Síðar kom á daginn að það reyndist ekki rétt, enda þótt þeim hluta viðræðnanna væri ekki mikið sinnt af íslenskum samninga- mönnum. Hér verður farið yf- ir helstu atriðin er varða land- búnaðinn í þessu sambandi. 2.1. Tollfrjáls aðgangur garðyrkjuafurða Suðurríki EB gerðu kröfu um að fá tollfijálsan aðgang með framleiðsluvömr sínar að mörkuðum EFTA-ríkj- anna til að örva hagvöxt í þessum löndum. Þar var fyrst og fremst um að ræða Spán, Portúgal og Grikkland, en einnig Irland. A þessa kröfu var fallist og gerði hvert EFTA-ríki fyrir sig samning við EB um tollfrjálsan aðgang ákveðinna garðyrkjuafurða á vissurn tímum ársins. Það er ýmislegt sem vekur athygli í þessu sambandi. Islenskir samningamenn semja um tollftjálsan aðgang á mikil- vægustu afurðum íslenskra matjurtaframleiðenda á viss- um árstímum, eins og tómöt- um, gúrkum og papriku. Einnig eru nellikur fluttar tollfijálsar til landsins á ákveðnum tíma, auk annarra blóma sem skipta minna máli. Norskir samningamenn sömdu aftur á móti við EB um að það eru ekki fluttar neinar afurðir án tolla til Noregs sem eru framleiddar í landinu. Þar til viðbótar fengu þeir toll- fijálsan aðgang að ÉB-mark- aðnum fyrir ákveðnar vörur á vissum tímabilum. Sænsk og finnsk stjómvöld sömdu ekki um tollftjálsan aðgang á tóm- ötum, gúrkum né papriku, sem eru mikilvægustu teg- undir garðyrkjunnar. Þannig virðist að það sé verulegur mismunur á hvemig samn- ingamenn einstakra landa hafi haldið á spilunum í þessu sambandi gagnvart EB. Inn- flutningur samkvæmt „Co- hisionslistanum" kemur án efa til með að hafa veruleg áhrif á stöðu garðyrkjunnar í náinni framtíð. Það hefur síðan komið á daginn að sá ótti bænda að upprunavottorð á innfluttri vöm samkvæmt þessum samningum væm málum blandin, hefur reynst við rök að styðjast. Gúrkur vom flutt- ar inn frá Hollandi, enda þótt rökin fyrir þessum samningi væri slæm staða Spánar og Portúgals. Nýlega vom fluttar til landsins tollfijálsar nellik- ur ffá Kólumbíu og tómatar frá Marokkó í skjóli þessa samnings. Það er því stað- reynd að eftirlit með uppmna tegundanna er ekkert og neyt- endur hafa því ekki hugmynd um með hvaða aðferðum þær vömr em ffamleiddar sem þeir em að kaupa né hvaðan þær koma. Hér er stóralvar- legt mál á ferðinni og alger- lega óviðunandi frá sjónarhóli landbúnaðarins. 2.2. Kaup á landi og hlunnindum Bændasamtökin vömðu við samningunum f upphafi, að þeir leiddu til þess að er- lendir aðilar gætu keypt hér upp land, hlunnindi og jarðir með tilkomu samningsins, þar sem mismunun væri bönnuð innan svæðisins. Það kom í ljós í fyrra að þetta reyndist á rökum reist. Þegar gerð var tilraun til að hefta möguleika útlendinga til að kaupa land og jarðir hérlendis kom í ljós að það var ekki hægt, án þess að brjóta ákvæði EES- samningsins, nema því aðeins að gera ís- lendingum einnig ókleift að kaupa land og jarðir. Þannig em þessi mál algerlega óffá- gengin enn sem komið er. Það hefur komið í ljós erlendis að þau em þess eðlis að það er ástæða til að hafa fyrirvara gagnvart þeim. Enda þótt margir haldi því fram að það sé fjarstæðukennt að erlendir aðilar hafi áhuga á að kaupa land og jarðir hérlendis, þá hefur þróunin verið á þann veg að sú sérstaða íslands, að geta boðið upp á hreint land, næði og mikla möguleika til útivistar í opnu landi, verður æ verðmætari. 2.3. Opnun á viðskiptum með búvörur í samningnum skuldbinda aðilar hans sig til að opna frekar fyrir milliríkjaviðskipti með búvömr og var ákveðið að fyrstu samningalotunni um það yrði lokið fýrir síðustu áramót. Af því varð þó ekki, vegna þess hve gildistaka samningsins dróst. Það liggur þó fyrir, til lengri tíma litið, að verði EES við lýði um eitt- hvert árabil, þá mun opnast æ meir fyrir innflutning búvara frá EB. íslensk stjómvöld hafa enn ekki gefið upp hvaða stefnu þau koma til með að hafa í þessum efnum. 2.4. Beiting jöfnunargjalda Samkvæmt samningnum verður heimilt að flytja til landsins nokkrar tegundir jógúrts og sýrðra mjólkur- vara, ýmsar tegundir unninna rétta með kjöti í, svo sem píts- ur, vorrúllur og fleira. Ekki er þó enn komið á daginn hvem- ig heimild til álagningar jöfn- unargjalda verður háttað í þessu sambandi, og í raun óvíst um endanlega útfærslu. Það sem er jákvætt við samn- inginn að þessu leyti er að við útfiutning unninna búvara yrðu greiddar með honum ígildi jöfnunargjalda sem nemur mismun á hráefnis- kostnaði hverrar vömtegund- ar hérlendis og lægsta EB- verði. Þetta getur aukið möguleika á útflutningi mat- væla og þá sérstaklega tilbú- inna rétta. Höfundur er formaður Stéttarsambands bænda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.