Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 20
20 ALÞÝÐUBLAÐIÐ T Föstudagur 21. janúar 1994 Vilhjálmur Lúðvíksson vísinda- Á undanfömum tveimur ár- um hafa íslendingar hafið mikla sókn inn í evrópskt sam- starf á sviði vísinda og tækni. Með gildistöku EES-samnings- ins um áramótin opnaðist þeim aðgangur að Rammaáætlun Evrópubandalagsins að rann- sókna- og þróunarsamstarfi á Ijölmörgum sviðum og geta nú fengið styrki úr sameiginlegum sjóðum Rammaáætlunarinnar. Fyrir síðustu áramót höfðu Is- lendingar fengið aðild að tólf verkefnum innan - Rammaáætlunarinnar og ef EES-samningurinn hefði tekið gildi, eins og upphaflega stóð til í ársbyrjun 1993, þá hefðu ís- lendingar nú þegar notið hærri styrkja úr sameiginlegum sjóði en nemur framlagi okkar til þess sjóðs samkvæmt EES- samningnum. Um það bil 70 til 80% af verkefnum þar sem Is- lendingar voru meðumsækj- endur hafa verið samþykkt og er það mun hærra hlutfall en gerist hjá öðrum EFTA-þjóð- um. Þetta er því vænlegur vett- vangur til samstarfs. A árunum 1985 til 1986 hóf Rannsóknaráð nkisins að kanna möguleika Islendinga á aðild að Rammaáætlun Evr- ópubandalagsins með tvíhliða samningi. Þær viðræður tóku mun lengri tíma en búist var við, meðal annars vegna breyt- inga á lagagrunni og skipulagi Evrópubandalagsins með setn- ingu Einingarlaganna. Nýr skriður komst á máiið þegar viðræður um Evrópska efna- hagssvæðið hófust. Rann- sóknaráð, í samvinnu við Vís- indaráð, hóf fljótlega kynningu hérlendis á einstökum þáttum Rammaáætlunarinnar og þeim möguleikum sem þar byðust. Á árunum 1992 og 1993 leituðu nokkrar íslenskar stofnanir og fyrirtæki eftir þátttöku í sam- starfsverkefnum innan Rammaáætlunarinnar og hefur árangurinn af þeirri sókn orðið ótrúlega góður. Þannig hafa Is- lendingar fengið aðild að tólf verkefnum þar sem hlutur Is- lands er áætlaður 3,2 milljónir ECU, eða um 256 milljónir króna. Ef EES-samningurinn hefði tekið gildi fyrr og Evr- ópubandalagið styrkt þessi verkefni eftir reglum Ramm- áætlunarinnar, hefði þetta þýtt endurgreiðslu til íslands langt umfram það sem Island greiðir til sameiginlegs sjóðs sam- kvæmt EES-samningnum. Af þessum tólf verkefnum eru tvö innan iðnaðar- og efnis- tækniáætlunarinnar (Brite Eur- am), tvö innan landbúnaðar- og sjávarútvegsáætlunarinnar (AAIR-áætlunin), tvö á sviði líftækni, tvö á sviði umhverfis- mála og Ijögur innan áætlunar um vísindasamskipti (Human Capital-áætlun). Þær íslenskar stofnanir sem aðallega hafa tekið þátt í þessu eru Iðntæknistofnun, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Líffræðistofnun Háskólans, Veðurstofan og Norræna eld- Ijallastöðin, auk þess hafa starfsmenn Raunvfsindastofn- unar Háskólans og nokkrir ein- staklingar fengið styrki til dval- ar við erlendar vísindastofnanir. Fyrirtækin Marel hf. og Alpan hf. hafa einnig tekið virkan þátt í þessu samstarfi. Þetta verður að teljast góður árangur í fyrstu tilraun og bend- ir úl þess að íslenskir vísinda- og tæknimenn séu að fást við verkefni sem þykja áhugaverð í alþjóða samstarfi. Er þetta mik- il hvatning fyrir rannsóknastarf hér á landi. Þá er það einnig ljóst af áformum sem liggja fyr- ir um innihald næstu Rammaáætlunar Evrópu- bandalagsins fyrir tímabilið 1994 til 1998, að íslendingar eiga fullt erindi í þetta samstarf. Þar er að finna áherslur sem falla vel að mörgum áhugasvið- um Islendinga. Raunar hefur verið tekið tillil úl þeirra áherslusviða sem Islendingar og Norðmenn meðal annars létu koma fram í viðræðum um endurskoðun fjórðu Ramm- áætlunarinnar sem væntanlega verður samþykkt nú með vor- inu. Um áramótin tóku Islending- ar við forystu í EFTA og veita þar með formennsku í viðræðu- nefndum EFTA og Evrópu- bandalagsins meðal annars á sviði vísinda- og tæknimála. Þorsteinn Gunnarsson, alþjóða- fulltrúi menntamálaráðuneytis- ins, með aðsetur við sendiráðið í Brussel, gegnir formennsku í samstarfsnefnd EFTA og Evr- ópubandalagsins á sviði vís- inda- og tæknimála. Hann var á ferð hér á landi um áramóún og greindi frá áformum um að ráða fólk frá EFTA-ríkjunum í stöð- ur hjá Evrópubandalaginu. Meðal annars er gert ráð fyrir sextán stöðum sem snerta vis- inda- og tæknisamstarf. Telur Hugmyndasamkeppnin SNJALLRÆÐI er kjörið tsekifæri til að koma góðri hugmynd á framfæri Markmið samkeppninnar er að hvetja einstaklinga til að koma hugmyndum sínum á markað. Þannig vilja aðstandendur samkeppn- innar efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Við mat á hugmyndum er áhersla lögð á markaðsmöguleika þeirra. Snjallræði fór fyrst af stað seinni hluta ársins 1992 en þá bárust um 250 umsóknir. Upplýsingar og þátttökueyðublöð fást hjá Björgvini Njáli Ingólfssyni, Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Sími 91-687000. Umsóknarfrestur er til 1 8. febrúar 1 994 Sláðu til, þú gætir verið sá snjalli! löntæknistofnunl? HDNAÐARRÁÐUNEYTIÐ (jj) IÐNLÁNASJÓÐUR j jj IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR Þorsteinn ekki óeðlilegt að fs- lendingar setji sér það mark að fá tvær af þessum stöðum. Skiptir miklu að hæft fólk gefi sig fram þegar að því kemur. Samkeppni og samvinna milli þjóða eru tvær hliðar á aukinni alþjóðavæðingu og stækkun markaðsheilda. Sam- vinna á sviði vísinda og tækni er ein besta leiðin fyrir einstök ríki að styrkja stöðu sína í vax- andi alþjóðasamkeppni. Fyrir íslendinga er þetta auðvitað sér- staklega mikilvægt. Við þurf- um að afla okkur bestu fáan- legrar tækniþekkingar sem get- ur komið okkur til góða til að styrkja stoðir atvinnu- og efna- hagslífsins hér á landi og eins er samstarf á sviði vísinda og tækni í mörgum tilvikum góð leið að öðlast þekkingu á mark- aði og samkeppnisforsendum í helstu markaðslöndunum, ekki síst í Evrópu. Sjálfsagt er því að leggja rækt við samstarf á þessu sviði. En íslendingar hafa einnig náð góðum árangri í gegnum fleiri áætlanir en Rammaáætl- anir Evrópubandalagsins. Þannig hefur samvinna í gegn- um EUREKA þegar komið nokkrum framsæknum há- tæknifyrirtækjum úl góða. EU- REKA-áætlunin er meira ætluð fyrirtækjum sem hyggja á bæði tæknilegt og markaðslegt sam- starf og liggja flest EUREKA- verkefni því nær markaðnum en þau sem unnin eru innan Rammaáætlunar Evrópubanda- lagsins. Frammistaða Fangs hf., Vaka hf. og Marel hf. á þessum vettvangi hefur vakið athygli. Loks hafa nokkrar stofnanir fengið aðgang að samstarfs- verkefnum innan COST. I COST-samstarfinu er ekki um að ræða styrki úr sameiginleg- um sjóðum, en reynt að sam- hæfa vinnu á ýmsum sviðum vísinda og tækni. COST-áætl- unin hefur lengi verið rammi Evrópubandalags og EFTA- rikja til samstarfs á sviði vís- inda, en í vaxandi mæli er þetta einnig vettvangur fyrir sam- vinnu EFTA- og Evrópubanda- lagsríkja við ríki fyrrum Aust- ur-Evrópu. Gagnsemi COST felst ekki síst f því að byggja upp tengsl milli vísinda- og tæknimanna á ákveðnum þekk- ingarsviðum. Þau tengsl geta síðan fætt af sér afmörkuð verk- efni sem hugsanlegt er að vinna að, annað hvort innan Ramma- áætlunar Evrópubandalagsins eða EUREKA-áætlunarinnar. Nú mætti spyrja hvort þessi góði árangur sem náðist áður en EES-samningurinn raunveru- lega tók gildi um sfðustu ára- mót, geti haldið áfram og ís- lendingar þá notið styrkja úr sameiginlegum sjóði Ramma- áætlunar Evrópubandalagsins eftir gildistöku EES-samnings- ins. Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir hjá Rannsóknaráði og Vísindaráði, benda eindreg- ið til þess að sótt sé fram á ljöl- mörgum nýjum sviðum og að f undirbúningi séu fjölmörg verkefni með samstarfsaðilum, bæði í EFTA- og EB-löndun- um. Verður spennandi að sjá hvað út úr því kemur. Með nýju Rammaáætluninni sem nú er í undirbúningi vex umfang vís- inda- og tæknisamstarfs í Evr- ópu og þar með svigrúmið til að fjármagna verkefni á ýmsum. áhugasviðum Islendinga. Má þar nefna verkefni á sviði hag- nýtrar h'ffræði í þágu landbún- aðar og sjávarútvegs, á sviði líf- tækni og læknisfræði, umhverf- ismála, orkunýtingar og fleira. Rannsóknaráð ríkisins og Vísindaráð starfrækja saman upplýsingaskrifstofu fyrir Evr- ópusamstarf og hafa ráðið sam- eiginlegan starfsmann, Elísa- betu Andrésdóttur, sem mun leitast við að halda stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum upplýstum um þá möguleika sem þama opnast. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins. Sveinn Hannesson Jákvætt fyrir iðnaðinn í heild 1. Jöfnun á starfsskilyrðum Samningurinn er nauðsyn- legt og eðlilegt framhald á að- ild íslands að EFTA árið 1970 og fríverslunarsamningnum við EB árið 1972. Þá var það aðeins iðnaðurinn sem þurfti að mæta óheftri samkeppni en nú bætast fleiri greinar í hóp- inn, einkum á sviði fjármála og þjónustu. Samningurinn er til góðs fyrir íslenskt atvinnu- líf og voru þess þegar farin að sjást merki fyrir gildistöku samningsins. Má þar benda á breytingar í starfsskilyrðum, svo sem niðurfellingu að- stöðugjalds sem má tvímæla- laust rekja úl áhrifa frá samn- ingnum og breytingar í lög- gjöf, svo sem hin nýju sam- keppnislög sem þegar em far- in að hafa talsverð áhrif. Samningurinn er til góðs vegna þess að hann stuðlar að því að gera starfsskilyrði ís- lensks atvinnulífs sambærileg við starfsskilyrði erlendra keppinauta. 2. Heildaráhrifin án nokkurs vafa jákvæð Samtök iðnaðarins em mjög stór samtök sem hafa innan sinna vébanda mjög marga félagsmenn sem stunda fjölbreytta starfsemi. Það gef- ur því augaleið að áhrif EES- samningsins verða mjög mis- munandi, allt frá því að vera hverfandi og til þess að verða umtalsverð. Sem dæmi um þetta mætti annars vegar taka úl dæmis bakarann á hominu. Hann mun tæpast verða var við hinn nýja samning í sínum daglega rekstri, að öðm leyú en felst í þeim almennu breyt- ingum á löggjöf og starfsskil- yrðum sem áður er vikið að. Hins vegar mætti benda á Jámblendiverksmiðjuna á Gmndartanga. Fyrir áramótin setú EB refsitoll á framleiðslu þeirra og fleiri verksmiðja ut- an bandalagsins vegna meintra undirboða. Vegna EES-samningsins féllu toll- amir niður um áramótin gagn- vart Jámblendiverksmiðjunni en ekki gagnvart öðmm verk- smiðjum utan EES-svæðisins. Af þessu leiðir að samkeppn- isstaða Jámblendiverksmiðj- unnar batnar vemlega. Það er mat Samtakanna að heildaráhrifin, bæði bein og óbein, af EES-samningnum verði án nokkurs vafajákvæð fyrir iðnaðinn í heild sinni. 3. Óskynsamlest að skoða ekki allaKosti Á þessu súgi er ómögulegt að spá fyrir um hvemig sam- starfið við EB verður í fram- tíðinni. Enn er ekki útséð hvort og hve mörg EFTA-ríki verða aðilar að EB í kjölfar þeirra aðildarviðræðna sem nú standa yfir. Þess vegna er framú'ð, bæði EFTA og EES, mjög óljós. Það virðist vera um það pólitísk samstaða, að minnsta kosti á yfirborðinu að aðild að EB komi ekki til greina að óbreyttri ftskveiði- stefnu EB. Af því leiðir að Is- land verður að finna sam- skiptum sínum farveg annað hvort með tvíhliða samningi, ef EES líður undir lok í núver- andi mynd, eða með samstarfi við önnur ríki sem koma ný að þessu vestræna viðskipta- samstarfi og er þar átt við ríki Mið- og Austur-Evrópu. Það er óskynsamlegt að skoða ekki alla kosú í stöð- urini. Það virðist augljóst að það verða breytingar á næstu missemm sent Islendingar verða að bregðast við. Það er þess vegna skylda stjómvalda og atvinnulífs að stilla upp þeim kostum sem við stönd- um frammi fyrir til þess að unnt sé að velja þann skyn- samlegasta sem í boði verður þegar þar að kemur. Eg lít svo á að niðurstaðan úr aðildar- viðræðum frændþjóða okkar ntuni ráða úrslitum um það hvaða stefnu við tökum í þessum málum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iönaðarins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.