Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 1
Hagkaup mátti flytja inn skinku og hamborgarhryggi, segir Hæstiréttur - og Bónus þá í fullum rétti að flytja inn og selja kalkúnalæri - Dómur hæstaréttar markar tímamót varð- andi innflutning búvara - Stóryrði framsóknarmanna allra flokka eru dauð og ómerk FJÖRBROT einokunarkerfísins „Við erum hér vitni að fjörbrotum einokunarkerfísins, sem framsóknarmenn allra flokka hafa hlaðið utan um landbúnaðinn á undanförnum árum, bændum og neytendum til skaða og skapraunar“, segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson: „Þessi Hœstaréttardómur staðfestir end- anlega að ég og minir samstarfsmenn i utanríkisráðuneytinu höfðum rétt fyrir okkur varðandi þennan umrœdda innflutning. Hœstiréttur hefur hérmeð fallist á að róksemdir okkar í málinu voru réttar. Stór- yrði um að ég hefði beitt pólitískum geðþóttaákvörðunum og hundsað landslög og œtti þar af leiðandi að scgja af mér eru hér með dauð og ómerk.“ „Þessi Hæstaréttardóm- ur staðfestir endanlega að ég og mínir samstarfsmenn í utanríkisráðuneytinu höfðum rétt fyrir okkur varðandi þennan umrædda innflutning. Hæstiréttur hefur hérmeð faiiist á að röksemdir okkar í málinu voru réttar. Stóryrði um að ég hefði beitt pólitískum geðþóttaákvörðunum og hundsað iandslög og ætti þar af leiðandi að segja af mér eru hér með dauð og ómerk“, sagði Jón Baldvin Hannibalsson í viðtaii við Alþýðublaðið í gærkvöldi þegar fyrir lá dómur Hæstaréttar Islands í skinkumálinu, sem féll Hag- kaupi hf. og þarmeð utan- ríkisráðherra í vil. Jón Baldvin sagðist álíta að ríkislögmaður sem var nokk- uð umdeildur í þessu deilu- máli hefði fengið uppreisn æru. „Hann hefur áður skilað álitsgerðum þar sem hann hefur haldið því fram að bú- vörulögin hafi ekki að geyma sjálfstætt viðbótarbann varð- andi innflutning á búvörum umfram það sem bundið er leyfisveitingum í öðrum lög- um. Hæstiréttur kemst að þeirri sömu niðurstöðu og segir það staðfest bæði í laga- texta og greinargerð búvöru- laganna. Og ennfremur að enginn hafí getað sýnt fram á ákvæði í öðrum lögum sem heimili bann. Þetta þýði að samkvæmt Hæstaréttardóm- inum eru innflutningur frjáls og fjármálaráðherra ber ein- faldlega að leyfa tollaf- greiðslu á slíkum vörum. Landbúnaðaráðherrann hafði enga lagaheimild til að synja um innflutninginn og fjár- málaráðherrann ekki til að beita valdi tollstjóra til að gera innflutninginn upptækan“, sagði Jón Baldvin Hannibals- son. Aðspurður sagði hann þá túlkun, að breytingar á bú- vörulögunum ffá því fyrir jól geri þessa niðurstöðu hæsta- réttar marklausa, vera á mis- skilningi byggð. Sú breyting varðaði heimiidir til að leggja á verðjöfnunargjöld á inn- flutninginn en hafi ekki verið viðbótarbann. Loks væri því við að bæta að GATT- samn- ingurinn muni á næsta ári gera öll lagaákvæði um innflutn- ingsbann og leyfisveitingar úreltar. „Með öðrum orðum. Við emm hér vitni að fjörbrotum einokunarkerfisins, sem Framsóknarmenn allra flokka hafa hlaðið utan um landbún- aðinn .á undanfömum árum, bændum og neytendum til skaða og skapraunar“, sagði ráðherrann að lokum. Synjun yfirvalda á tollaf- greiðslu á tonni af svínaham- borgarhrygg og soðinni svín- askinku, sem Hagkaup flutti inn á síðasta ári reyndist ólög- leg aðgerð samkvæmt dómi Hæstaréttar í gærdag. Hag- kaup hf. hafði stefnt fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og krafðist ógildingar úr- skurðar um synjunina auk þess sem krafist var skaða- bóta. Þær fengust ekki, og báðir málsaðilar taka á sig sinn hluta kostnaðar við málið. Málið varðar ennfremur innflutning Bónus- búðanna á kalkúnalærum seint á síðasta ári. Þá talaði fjármálaráðherra um að utanríkisráðherra hefði „málað sig út í horn“, eins og hann orðaði það. Þau orð þurfa endurskoðunar við í ljósi nýjustu atburða. Áhrif Evrópska efnahagssvæðisins: Tapi snúið í hagnað og framleiðslan stóraukin þremur vikum eftir að EES er orðið staðreynd er vítamínsprauta - segir Sighvatur Bjarnason, í Vinnslustöðinni í Eyjum, sem ætlaði að hætta framleiðslu ef EES kæmist ekki í gegn um áramótin „EES veldur strauin- hvörfum hvað fiskvinnslu varðar. Það var nú þanu- ig koniið fyrir þessari framleiðslu okkar að við ætluðum að hætta henni um áramótin, nenia EES- sanmingurinn næðist í höfn‘% sagði Sighvatur Bjarnason, frarn- kvæmdastjóri Vinnsiu- stöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum, í gær. Hann sagði að frandeiðsla á salffiski í nevtenda- pakkninguin ykist trúlega í ár í að verða 10% af veltu fyrirtækisins, - eða tvöfaldast frá því sein var í fyrra. Og nn má gera ráð Alþýðublaðið í dag er 24 síðna folað uni EES — prentað í risaupplagi á mælikvarða Alþýðublaðsins og sent til heimila allra íslenskra jafnaðarmanna Alþýðublaðið í dag er helgað þátttöku fslands í Evrópska efnahagssvieðinu. Á þessum stærsta neytendaniarkaði heims höfurn við verið í þrjár vikur, og ijóst að iandsmenn eru þegar farnir að hagnast á þessari nýju Evrópusam- vinnu. Blaðið leitaði til nokkurra aðila í opinberu lífi og atvinnulífinu og spurði þá um EES-samninginn. Spumingar Alþýðublaðsins eru eftiri'arandi: 1. Hvert er álit þitt á samningunum um-Evrópska efnahagssvæðið? 2. Hvað áhrif telur þú að samningurinn hafi á þá atvinnugrein sem þú starfar við? 3. Hvert telur þú að framhald verði eða ætti að verða á samstarfi íslands við Evrópubandalagið? fyrir að saltfiskurinn skili hagnaði í stað taps. Sighvatur sagði að fyrir- tækið hefði tapað miklu fé á framleiðslu saltfisks í neyt- endaumbúðum til Suður- Evrópu. Hann sagði að það væri engin spumtng að samning- urinn kæmi fiskiðnaði landsmanna stórlega til góða í komandi framtíð og væri þegar farinn að virka til góðs. „Samningurinn er algjör vítamínsprauta", sagði Sig- hvatur. Nú gætu menn farið að huga að fullvinnslu af- urða í ncytendapakkningar í meira mæli en gert hefur verið. Sala slíkra afurða hefði verið t gífurlegri samkeppni við þjóðir sem haft hafa frí- an aðgang að Evrópumörk- uðum meðan við höfum greitt háa tolla og borið minna úr býtum en keppi- nautamir. Aðspurður sagðist Sig- hvatur undrast það að þing- tnenn skyldu margir hverjir hafa lagt til að fella EES- samningítln. Gneinilega veitti mörgum þingmönnum ekki af að skoða og kynnast fiskiðn- aðinum, lifibrauði okkar, eilítið bctur. Skipting eigna 1. janúar 1994 Raunávöxtun Islenska lífeyrissjóðsins á síöasta ári, að frádregnum kostnaði, var 12%.* Allar nánari upplýsingar gefa ráðgjafar Landsbréfa og umboösmenn Landsbréfa í Landsbanka íslands um allt land. *Ávðxtun á síftasta ári var óvenju há vegna mikillar vaxtalækkunar sem jók verðmæti sjóösins verulega. Ávöxtun í fortíö þarf ekki að gefa vísbendingu um ávöxtun í framtíö. íslenski lífeyris sjóóurinn — Séreignasjóður í umsjá Landsbréfa hf. Lífeyrissjóður í umsjá sérfræðinga. Xraust fjárfestingarstefna. Lágmarkskostnaður við rekstur. Framúrskarandi ávöxtun. Framlag sjóðfélaga er séreign þeirra. Greinargóð yfirlit, ársfjórðungslega. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavlk, sími 91-679200, tax 91-678598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbrétaþingi Islands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.