Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. janúar 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Hörður Sigurgestsson Flutninga- starfsemi og EES Þátttaka íslendinga í evr- ópska efnahagssvæðinu er mikilvæg fyrir íslenskt at- vinnulíf og hlutdeild okkar í því samkomulagi er án nokkurs vafa gæfuspor fyrir þjóðfélagið í heild. Vart þarf að fjölyrða um þær hættur, sem eru sam- fara einangrun frá öðrum Evrópuþjóðum, hvort sem er á sviði efnahags-, menn- ingar- eða stjómmála. Einhæft atvinnulíf í litlum löndum, eins og hér á landi, á mikiu meira undir frjálsræði í heimsviðskipt- um, en atvinnulíf stór- þjóða, sem ekki eru eins háðar utanríkisverslun og smáþjóðir. Aðild að EES er þannig liður í að tryggja hagsinuni Islendinga í samskiptum okkar við um- heiminn. Bein áhrif á rekstur flutningastarfsemi takmörkuð Bein áhrif samningsins um EES á starfsemi fyrir- tækja hér á landi á borð við EIMSKIP eru óveruleg. Siglingar til og frá landinu hafa verið öllum frjálsar og sama gildir um innlenda flutningastarfsemi. Það er því ekki um það að ræða, að með gildistöku samn- ingsins um EES opnist fyr- ir aukna samkeppni er- lendis frá eins og í ýmsum öðrunt þjónustugreinum. Erlendum aðilum hefur verið frjálst að stunda hingað siglingar og á und- anfömum áratugum hafa erlend fyrirtæki af og til annast hluta af flutningum ntilli Islands og annarra landa. Dæmi um það eru siglingar danska skipafé- lagsins DFDS, sem stund- aði flutninga milli íslands og Dannterkur bæði á vör- um og farþegum um langt árabil, eða fram til ársins 1968. Færeysk skipafélög hafa einnig siglt hingað af og til á undanfömum árum og gera það raunar enn í dag. Áhrif hér á landi Hvað varðar ilutninga- starfsemi hér á landi, þá er ljóst að útflutningur á sjáv- arafurðum mun breytast að einhverju marki. Ný tæki- færi gefast með lækkun á tollum vegna tvíhliða samnings við Evrópu- bandalagið. Ætla má að út- flutningur á óunnum fersk- fiski sent fluttur hefur ver- ið út ísaður í einangruðum gámum muni ininnka. Þess í stað muni útflutningur á ferskum og söltuðum flök- um aukast og jafnframt ýmsum neytendavömm úr fiski, eins og til dæmis saltfiski í lofttæmdum pakkningum. Þannig mun meira af sjávarafurðum fara í kæligámum og jafn- framt verða gæðakröfur strangari. Á þessu ári og síðasta ári fjárfesti EIM- SKIP fyrir um 450 millj- ónir í 270 nýjum frysti- gámum af fullkomnustu gerð, nteðal annars til þess að mæta þessari þróun. Þessir gámar eru búnir um- hverfisvænum kælimiðli og tölvustýrðum búnaði sem tryggir að hægt er að halda hitastigi stöðugu á bilinu plús 25 til rnínus 25 gráður á celcius. Einnig má benda á að vegna niðurfellingar á magntakmörkunum, eink- unt á saltfiski, má ætla að flutningar á sjávarafurðum verði jafnari en áður var. Þannig verður ekki lengur nauðsynlegt fyrir framleið- endur að keppast við að ná sem mestu af GATT-kvót- um, sem ákveðnir voru ár- lega af bandalaginu og veittu tollfrjálsan aðgang að takmörkuðu magni. Áhrif í Evrópu Á alþjóðlegum flutn- ingamörkuðum fer sam- keppni nú harðnandi og fyrirtæki eru að sameinast og þau eru að verða stærri og öflugri. Dæini um það eru kaup AP-Mpller í Dan- mörku á keppinaut sínum 0K á síðasta ári, en AP- Mpller á Maersk-line sem er stærsta gámaskipafélag í heimi. í Norður-Atlants- hafinu hafa nú örfá stór al- þjóðafyrirtæki tekið við meira en einum tug fyrir- tækja, sem önnuðust þessa flutninga fyrir aðeins tíu árum síðan. Flutningar á þessari flutningaleið, sem og öðrurn stærstu flutn- ingaleiðum heimsins, fara nú fram með mjög stórum gámaskipum, sem taka yfir 4000 gámaeiningar. Til samanburðar má geta þess að stærsta skip Islendinga, Brúarfoss, tekur 700 gámaeiningar. EB hefur samþykkt reglugerð um aukið frjáls- ræði í strandsiglingum inn- an bandalagsins, það er að skipafélögum sé heimilt að stunda strandsiglingar í hvaða EB-landi sem er. Það er sameiginlegur skilningur framkvæmda- stjórnar EB og EFTA- ríkj- anna, að þetta eigi einnig við um skipafélög frá EFTA- ríkjunum. Hins vegar er ágreiningur innan ráðheiraráðs EB um þetta og eru það einkum Grikkir, Frakkar og Spánverjar sem em því mótfallnir. Það er því ekki séð fyrir endann á því hvort EES veiti ís- lenskum fyrirtækjum slík réttindi. Hins vegar er ljóst að EES-samningurinn veitir íslenskum fyrirtækjum rétt til þess að stunda flutninga á landi milli aðildarlanda EB, auk þess sem tvíhliða samningur Austurríkis og Islands veitir heimild til ákveðins fjölda ferða land- flutningabifreiða um Aust- uniki. Framtíðin Það er afar brýnt að hetja fijóa þjóðmálaumræðu urn stöðu íslands í samfélagi Evrópuþjóða. Við þurfum að skoða og ræða til hlítar hvemig hagsmunum okkar verður best borgið í fram- tíðinni. Umræðunni unt Evrópumálefnin er ekki lokið með aðild okkar að EES, öðru nær. Hún er væntanlega rétt að hefjast. Höfundur er forstjórí Eimskips. GETRAUNIR ALÞYÐUBLAÐSINS „SPÁÐ í SPARKIГ 1 Arsenal — Oldham Arsenal er sennilega líklegra til sigurs í þessum leik. Oldham tapaði fyrir Li- verpool á heimavelli sínum um síðustu helgi með 0-3. Arsenal keppti á úti- velli á móti Manchester City og náði ekki að skora eins og hefur gerst ótal sinnum. Leikurinn fór 0-0. Arsenal er í fjórða sæti með jafnmörg stig og Newcastle, sem er í þriðja sæti, það er 45 stig. Oldham er enn í fallhættu, enda í næst síðasta sæti deildarinnar. X 21 Chelsea — Aston Villa Aston Villa hefur ekki leikið sérstaklega vel á heimavelli á þessu tímabili. Hins vegar er árangur þeirra á útivellí ágætur því þeir hafa aðeins tapað tveim- ur leikjum. Chelsea hefur leikið vel eftir að hafa rifið sig upp úr lélegu gengi og núna á laugardaginn gerðu þeir til að ntynda jafntefli við Norwich, 1-1 á útivelli. Þennan sama laugardag tók Aston Villa, West Ham, í kennslustund og sigraði liðið 3-1. X Coventry — QPR Coventry helur ekki leikið ýkja vel undanfarið og sést það á úrslitum síðustu umferðar. Þar tapaði Coventry á móti Southampton, 0-1. Kannski ná þeir að- eins að rétta úr kútnum þegar þeir mæta QPR á laugardaginn. Þeir eru að minnsta kosti ekki eins slæmir á heimavelli eins og á útivelli en þeir hafa að- eins tapað tveimur leikjum heirna. QPR náði ekki að sigra Newcastle á sunnu- daginn var og tapaði 1-2. X Ipswich — Wimbledon Ipswich gerði markalaust jafntefli við Leeds í síðustu viku og þykir það gott. Það em ekki mörg Iið sem fara með stig með sér ffá Ellan Road. Svo kepptu þeir í vikunni í bikanium og komust áfram með því að vinna Swindon 2-1. Wimbledon getur hefnt í þessum leik fyrir ósigur sinn í fyrri leik liðanna sam lyktaði 2—0, Ipswich í hag. Wimbledon gerði það gott þegar liðið vann Sheffi- eld Wednesday með 2-1 og fékk þar með 3 stig fyrir vikið. 1 Liverpool — Manchester City Liverpool rústaði Oldham með 3-0 á útivelli og skaust í sjötta sætið. Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli. Liverpool, sem er í betra dagsformi, verð- ur að vinna til að missa ekki áf lestinni. Það verður að gerast eitthvað mikið til að United vinni ekki deildina en mörg lið hafa augastað á öðru sætinu og Li- verpool er meðal þeina. City spilaði ágætis leik og gerði 0-0 jafntefli við Ar- senal. 1 X Manchester United — Everton United hefur verið að gera mörg jafntefli undanfama heimaleiki og er það lík- legt í þessari viðureign líka. Leikir á milli þessarra liða eru oft mjög góðir og jafnir. Fyrri leikur liðanna fór til dæmis 1-0 í ágætis leik fyrir framan svekkta Tottenham-áhangendur. Everton vann Swindon með 6-2 og er víst að ntörk- in verða ekki 8 í þcssuni leik. X Newcastle — Southampton Southampton vann Coventry unt daginn með 1-0 og vom þau stig mjög vel- komin í litla stigasafn þeirra. Sigurvíman virðist hafa verið mikil því í vikunni spiluðu þeir við Port Vale í bikarnum og töpuðu með 1 -0. Það ber að taka það fram að Port Vale er í annarri deild. Ekki ýkja góður árangur hjá Southamp- ton. Newcastle hefur hins vegar sett markmiðið á annað sætið í deildinni og er það raunhæft. 1 X Swindon — Tottenham Swindon datt út úr bikarkeppninni þegar þeir töpuðu fyrir Ipswich, 1-2. Þeir geta kannski farið að einbeita sér að dcildinni. Þeir hafa unnið tvo leiki og sá þriðji niun ekki verða að raunveruleika í þetta skiptið. Tottenham var óhepp- ið að lapa á móti Manchester Uniled á laugardaginn enda er erfitt að vinna lið með meistaraheppni. 1 X Birmingham — Sunderland Bæði liðin em ekkert að blanda sér í toppbíiráttuna í 1. deildinni. Sunderland er í miðri deildinni og er með 36 stig. Birminghain er hins vegar aðeins með 27 stig og er í 20. sæti. Birmingham er eins og mörg lið með ágætis árangur á sínum heimavelli en með hrikalega slakan árangur á útivelli. Svipaða sögu er að segja um Sunderland. Þess vegna er jafntefli líklegt. X Cristal Palace — Leicester Toppleikurinn í 1. deildinni. Leicester er í fyrsta sæti með 46 stig. Cristal Pal- ace er með sama stigaíjölda og Leicester. Það munar aðeins tveimur mörkum á liðunum. Leicester vann leik sinn sent fór fram um helgina og var andstæð- ingurinn í þetta sinn Charlton. Leiknum lyktaði 2-1. Cristal var að spila við Úlfana á útivelli og steinlá. Úlfamir unnu leikinn 2-0. Þetta er týpískur jafnt- eflisleikur. 1 Luton — Derhy Luton tapaði fyrri leik liðanna með 2-1 og hefur hér tækilæri að hefna sín. Lu- ton hefur ekki leikið vel á þessu tímabili og hefur sérstaklega átt crfitt með að skora. Þeir eru meðal þeirra lægstu í markaskorun. Þeir spiluðu við sterkt lið Notts County og sigruðu í leiknum sem lyktaði 2—1. Derby sigraði einnig sinn leik og vom mótherjarnir í leiknunt Portsmouth. Leikurinn fór 1-0. 1 X Wolves — rVIÍIIwnII Úllamir geta haldið uppteknum hætti með því að sigra Millwall. Þeir sigruðu Cristal Palace í síðustu viku rneð 2-0 og geta því unnið þetta lið líka. Millwall er í þriðja sæti í 1. deild og er með jafnmörg stig og tvö efstu liðin, það er 46 stig. Úlfamir em ekkert mjög ofarlega í deildinni. Nánar tiltekið eru*þeir í Ijórða neðsta sætinu rneð aðeins 25 stig. Svolítil áhætta. - Ólafur Lúther Einarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.