Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. janúar 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Össur Skarphéðinsson EES og umhverflsmál Tilskipanir EB um um- hverfismál eru margar og fela í sér verulegar breyt- ingar í umhvertlsmálum hér á landi. Sumar þessara tilskipana þarf að lögtaka og breyta þeim reglugerð- um sem fyrir enj. Tilskip- unum EB er ætlað að vera sameiginlegur grundvöllur að stefnu stjórnvalda innan EES-svæðisins, en koma ekki i veg fyrir að stjóm- völd geti sett strangari fyr- irmæli í löggjöf, svo fram- arlega sem það stangast ekki á við samninginn að öðm leyti. Umhverfislöggjöfin í EES byggir á þremur meg- inreglum; nýting náttúm- auðlinda skal vera á gmnd- velli sjálfbærrar þróunar; að grípa skuli til varúðar- ráðstafana og fyrirbyggj- andi aðgerða; og að við úr- bætur og hreinsun skuli sá sem mengar greiða kostn- aðinn. í samningum em skýrt tekin fram þau mark- mið sem aðilar hans vilja ná í umhverfismálum: - Að varðveita, vemda og bæta umhveríið. - Að stuðla að heilsu- vemd manna. - Að tryggja að auðlind- ir náttúmnnar séu nýttar af varúð og skynsemi. í samningnum er einnig skýrt tekið fram að um- hverfisvernd skuli vera hluti af stefnu samningsað- ila á öðmm sviðum, enda em umhverfismál sam- þættuð flestum sviðum samfélagsins. Nýlöggjöf Af nýrri löggjöf má helst nefna lög unt mat á um- hverfisáhrifum. Markmið þessara laga er að tryggja með kerfisbundnum hætti að ekki sé ráðist í viða- miklar framkvæmdir án þess að áhrif þeirra á um- hverfi, náttúmauðlindir og samfélag séu rannsökuð til hlítar. Markmiðið er einn- ig að tryggja að slíkt mat verði fastur liður í gerð skipulagsáætlana. PALLBORÐIÐ: Þorlákur Helgason skrifar Svörum kallinu! Sameiginlegt framboð í Reykjavík er einstakur at- burður sem mun ekki renna hljóðalaust inn í söguna. Fólk- ið svaraði með afdráttarlaus- um hætti í skoðanakönnun DV um síðustu helgi. Niður- staða hennar er kall á breytta starfshætti í borgarkerfinu og stjórn borgarinnar og er krafa til okkar sem höfum undirbú- ið sameininguna um að svara kallinu. Réttsýni og ábyrgð Við verðum að svara kall- inu á réttsýnan og ábyrgan hátt. Fólk kýs manneskjuna í fyrirrúm. Það vill að atvinnu- lífi séu sköpuð skilyrði til að dafna á fijálsan hátt. Að tekj- unum sé ekki kastað í for- gengilegar hallir sem vitna um heimsku og valdafýsn. Ráðhús, Perlan, Korpúlfs- staðadraumar cm minnisvarð- ar um bruðl og hafa dregið úr mætli borgarinnar til að styðja við bakið á þeim sem stunda atvinnurekstur. Fólk vill að hagur bama og gantalmenna verði bættur. Að skólamir geti gegnt hlutverk- um sínum á betri hátt. Viljunt við að bömin okkar alist upp undir þeim kringumstæðum sem víða ríkja í borginni? Tekist á við spennandiverk Ég óttast ekki að jafnaðar- menn muni ekki taka til hend- inni af heilum hug til að bæta mannlífið í borginni. Ég hef gegnt ábyrgðarstörl'um fyrir Alþýðuflokkinn og jafnaðar- stefnuna, meðal annars sem formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Nú vil ég berjast á nýjum vettvangi. Ég treysti því á ykkur, góð- ir jafnaðarmenn, að veita mér brautargengi. Ég sækist eftir 4. sætinu á sameiginlega list- anum. Alþýðuflokkurinn þarf að eiga góðan fulltrúa jafnað- arstefnunnar f borgarstjóm og í borgarráði. Ég býð mig fram til að takast á við spennandi verk undir merkjum Alþýðu- flokksins, Jafnaðarmanna- flokks Islands. Höfundur er formaður Alþyðuflokkstelags Reykjavíkur. Önnur mikilvæg störf eru lög um upplýsinga- miðlun og aðgang almenn- ings að upplýsingum um umhverfismál. Lögin ná jafnt til ríkis og sveitarfé- laga og er markmiðið með þeim að tryggja það að stjómvöld sitji ekki á upp- lýsingum um mikilvæg umhverfismál. Gmndvall- arhugsunin að baki lag- anna er sú að opin og upp- lýst umræða og gagnrýni sé nauðsynleg forsenda þess að almannahagsmun- ir séu í heiðri hafðir þegar umhverfismál eru annars vegar. Mengunarvarnir All verulegar breytingar þarf að gera á gildandi mengunarvarnareglugerð og öðmm reglugerðum um mengunarvamir og heil- brigðiseftirlit til þess að uppfylla skilyrði samn- ingsins. I sumum tilfellum er það einungis um auknar eftirlitskröfur að ræða (til dæmis með vatni) eða kröfur um magn efna eða tegundir efna sem losa má í umhverfið. Flestum þess- ara þátta er auðvelt að ná án mikils kostnaðar. EES gerir auknar kröfur til fyrirtækja um innra eft- irlit með mengun og með- ferð og notkun á hættuleg- um efnum og þurfa fyrir- tæki að huga betur að hreinsun áður en skolpi er veitt í skolpkerfi sveitarfé- laga. Þetta tengist almennt auknum kröfum til fyrir- tækja um innra eftirlit með heilbrigðis- og gæðamál- um. Einna róttækustu breyt- ingarnar verða þó fyrir sveitarfélögin á sviði skolp og sorpmála. Reykjavík og sum stærri sveitarfélög hafa stigið stór skref í þessum málum á síðustu árum og lagt út í ijárfrekar framkvæmdir í skolpmál- um. Þessar úrbætur hafa staðið til lengi og eru í sjálfu sér ótengdar gildis- töku EES- samningsins, en munu væntanlega uppfylla þær kröfur sem samning- urinn gerir til varna gegn skolpmengun. Hins vegar þarf að auka verulega eftir- lit og rannsóknir til að fylgjast með því að meng- un sé undir viðmiðunar- mörkum samningsins. Miklar úrbætur þarf að gera í skolpmálum sumra smærri bæjarfélaga í land- inu og er áætlaður kostn- aður sveitarfélaganna af því um 700 til 800 milljón- ir króna. Þessi upphæð er umdeilanleg, en sést hafa tölur um kostnað frá 30 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur á íbúa við að koma skolpmálum í viðunandi horf. Þessum úrbótum þarf að vera lokið fyrir árið 2005. Þó enn séu tíu ár til stefnu, er nauð- synlegt að taka á þessum málum sem fyrst og tryggja ijárhagslega getu sveitarfélaganna til að ráð- ast í slíkar framkvæmdir. Sveitarfélögin í landinu hafa á síðustu árum tekið sig verulega á varðandi meðferð sorps. Sorp- brennslustöðvar þurfa starfsleyfi eins og önnur úrgangseyðing og verður nýjum brennslustöðvum eingöngu veitt starfsleyfi ef fullkomnasta tækni er notuð. Þetta mun hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Aukn- ar kröfur eru gerðar til starfandi brennslustöðva og þurfa þær að aðlaga sig að fullkomnustu tækni fyr- ir 1. desember 2000. Höfundur er umhverfisráðherra. MdLEFNIN RfiÐfí Framkvcemdastjóm fllþýðuflokksins - Jafji- aoarmannaflokks Is- lands - hefur sett af stað mólefnahópa sem œtlað er að gera tillög- ur um jafnaðarstefnu framtíðarinnar. Flestar nýjar og ferskar hug- myndir i íslenskum stjórnmólum undanfar- in ór hafa komið fró jafnaðarmönnum. Petta eru hugmyndir um opnara og réttlót- ara þjóðfélag, aukin al- þióðleg samskipti, óbyrga efnahagsstjórn- un, endurskooun vel- ferðarkerfisins, afnóm hafta, heilbrigða sam- keppni og réttlótari nýtingu nóttúruauð- linda. fflþýðuflokkur- inn vill virkja sem flesta jafnaðarmenn til að undirbóa þessi stóru og mikilvargu verkefni. MflLEFNflHÓPUR UM MENNTflMflL! - MIÐVIKUDflQUR 26. JflNUflR.KLUKjíflN 18, - ALÞýÐUHUSIÐ I REYKJflVIK. - ODDVITI MflLEFNflHOPS: ÞOR- LflKUR HELGflSON. Mólefnahópur um menntamól mun hittast i fyrsta skipti miðviku- daginn 26. janúar klukkan 18, i fllþýðu- húsinu við Hverfisgótu i Reykjavik. Fundir mólefnahóp- anna eru opnir öllum þeim sem eru flokks- bundnir i fllþýðu- flokknum - Jafnaðar- mannaflokki Islands. Hafið óhrif og takið þótt í mólefnastarfi fli- pýðuflokksins! Nónari upplýsingar eru veittar ó skrifstof- um filþýðuflokksins i síma 91-29244, mynd- sendir 91-629155.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.