Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RÖKSTÓLAR Föstudagur 21. janúar 1994 Heima er hest! * Er eitthvað að? spurði allaballinn. — Eg fæ alltaf hausverk þegar ég hugsa um að við séum orðin aðili að EES, stundi frammarinn. — I>etta er tapaður slagur, hvein í kvennalistakonunni, * það þýðir ekkert að spá í þetta meira. — Eg myndi nú ekki segja að þetta væri búið stríð, sagði allaballinn glaðhlakkalega, það er nú búið að gera ýmislegt og meira má gera. — Nú? sagði frammarinn og horfði upp úr lúkunum.46 Tíðindamaður Rökstóla brá sér niður í Alþingi um daginn og kíkti inn í mat- og kaffisöluna hjá hinum útvöldu fulltrúum þjóðar- innar. Tíðindamanninum var umsvifalaust boðið að setj- ast hjá þremur þingmönn- urn; einum frá Framsókn- arflokki, öðrum frá Al- þýðubandalagi og þeim þriðja frá Kvennalista. Fram var borið kaffí og kleinur. Tíðindamaðurinn hellti í bollann meðan framsóknarmaðurinn stundi lágt. - Er eitthvað að? spurði allaballinn. - Eg fæ alltaf hausverk þegar ég hugsa um að við séum orðin aðili að EES, stundi frammarinn. - Þetta er tapaður slagur, hvein í kvennalistakon- unni, það þýðir ekkert að spá í þetta meira. segja að þetta væri búið stríð, sagði allaballinn glaðhlakkalega, það er nú búið að gera ýmislegt og meira má gera. - Nú? sagði frammarinn og horfði upp úr lúkunum. - Já, tókst okkur ekki að koma að hugmyndinni um vörugjöld þegar tollamir vom felldir niður? spurði allaballinn. - Jú, að vísu.. .byijaði allaballinn. - Já, og tókst ekki ykkar mönnum að sannfæra framsóknarmennina í rík- isstjórninni að opna ekki á innflutning á landbúnaðar- vömr? - Jú, en nokkur blóm og smá grænmeti slapp í gegn, sagði frammarinn hugsi. - Við skrúfum fyrir það þegar við komumst í stjóm eftir kosningar, sagði kvennalistakonan glað- Það þarf að stemma stigu við þessu fjárans frelsi! Framsóknarmaðurinn var orðinn nokkuð bjart- sýnni eftirþessa uppörvun. - Hann bretti saman servíettu. Sagði svo: - Það þarf að stemma stigu við þessu fjárans frelsi! - Uss! sussaði allaball- inn, þetta segir maður ekki upphátt nú til dags. Að sjálfsögðu emm við hlynnt frelsinu. - Til að flytja allt óheft inn og út!? spurði fram- marinn í fomndran. - Nei, að sjálfsögðu ekki, svaraði allaballinn. Við emm algjörlega á móti frjálsum innflutningi og segjum að við viljum standa vörð um íslenskt at- vinnulíf. trúa að frjáls innflutningur styrki einmitt íslenskt at- vinnulíf, maldaði fram- marinn í móinn. - Hver er eiginlega hinn pólitíski tilgangur okkar ef höftin verða öll afnumin? spurði kvennalistastelpan og tók upp varalit úr vesk- inu. Frammarinn og allaball- inn ræsktu sig samtímis. Bara trikk til að ganga íaugun a Sjálfstæðismönnum - En þú ert þó ekki með útflutningi? spurði fram- marinn allaballann. - Jú, á pappímum verð- um við að fylgja útflutn- ingsleið Ólafs Ragnars for- manns, hvíslaði allaball- inn. Hann hallaði sér fram og hvíslaði í eyra frammar- - En það er bara trikk til að ganga í augun á sjálf- stæðismönnum, ef mál skyldu þannig skapast eftir kosningar. Frammarinn kinkaði skilningsríkur kolli. - Einmitt! Við emm nefnilega að fjarlægja Steingrím og taka inn Halldór á sömu forsend- um. Svo slúðmm við þess- um plottum stundum í Moggann til að fá frétta- skýringu og skrið á málin. - Við höfum engan að- gang að Mogganum, klag- aði kvennalistastelpan. Hafið þið reynt Stöð 2, þeir em opnir, sagði alla- ballinn. - Við höfum engan að- gang að Stöð 2, sagði kvennalistastelpan stutt- lega. - En Ríkissjónvarpið? Þeir em oft til í að hlusta á stjómarandstöðuna, sagði frammarinn. - Við höfum ekki að- gang að neinum fjölmiðl- um, ítrekaði kvennalista- stelpan. - Hefurðu reynt Vem? spurði tíðindamaður Rök- stóla en fékk ekkert svar. Það er miklu örussara að láta rfldð oorsa fyrir framleiðsluna - Eg get persónulega ekki fellt mig við óheftan útflutning, sagði frammar- inn. - En er ekki ágætt að fá gjaldeyri fyrir íslenska framleiðslu? spurði alla- ballinn frjálslega. - Það er miklu ömggara að Iáta ríkið borga fyrir framleiðsluna, bæði laun framleiðenda, vömna sjálfa og öll geymslugjöld. Þá er maður laus við allt markaðskjaftæði og við er- um alltaf með ömgg at- kvæði framleiðendanna og fjölskyldna þeirra. - Já, þetta er snjallt, samþykkti kvennalista- stelpan. - Við þurfum þess vegna að grafa undan þess- ari EES-þvælu hans Jóns Baldvins. Maðurinn er að verða hættulegur tilvist okkar! - Ég hélt að það væri samkomulag um að nefna ekki það nafn við þetta borð, sagði kvennalistak- onan höstulega. - Já og það var líka sam- komulag að nefna ekki orðið frelsi, hagur neyt- enda, opnun, fijáls landa- mæri, lækkað vömverð, fijáls samkeppni, opið fjársueymi og firjáls gjald- eyrisviðskipti, sagði fram- sóknarmaðurinn og var orðin heitur í framan. - Jú, jú, jú, við emm al- veg sammála, sögðu alla- ballinn og kvennalistakon- an í kór. Frammarinn fór svo að blaða í Heima er best en hin tvö horfðu tómum aug- um út í gráa vetrarslydd- una. - Ég myndi nú ekki beitt. - En þjóðin er farin að ans: RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR AUGLYSING UM STYRKI ARID 1994 Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki úr Rannsóknasjóði til rannsókna- og þróunar- starfsemi. Þrenns konar styrkir verða veittir árið 1994: ★ Rannsókna- og þróunarverkefni. ★ „Tæknimenn í fyrirtæki". ★ Forverkefni. Umsóknareyðublöð fyrir allar tegundir styrkja fást hjá skrifstofu Rannsóknaráðs ríkisins, Laugavegi 13, sími 621320. Rannsókna- og þróunaverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstakiingar. Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni, vöru eða aðferðum. Að uppfylltum kröfum um gæði verkefnanna og hæfni umsækjenda skulu að jafnaði njóta forgangs verkefni, sem svo háttar um að; ★ ★ niðurstöður gætu leitt til umtalsverðs efnahagslegs ávinnings; vísinda- og tæknileg þekkingaröflun gæti stuðlað að nýsköpun og aukinni samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs; fyrirtæki hafa frumkvæði um og leggja fram umtalsvert framlag til verkefn- is; samvinna innlendra og/eða erlendra fyrirtækja og/eða stofnana er mikil- vægur þáttur í að leysa verkefnið og hagnýta niðurstöður. „Tæknimenn í fyrirtæki" Um er að ræða nýjan flokk styrkja, sem Rannsóknaráð hefur samþykkt að taka upp. Um styrk geta einungis sótt fyrirtæki. Veittir verða 5 styrkir á árinu. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Styrktarupphæð nemur hálfum launum sér- fræðings með meistaragráðu. Miðað er við launaflokk BHMR 150 og 40 tíma fasta yfirvinnu á mánuði ásamt launagjöldum. Tæknimaðurinn skal ráðinn í fullt starf hjá viðkomandi fyrirtæki, sem greiði helming launanna. Forgangs skulu njóta umsóknir sem svo háttar um að; ★ umsækjandi er fyrirtæki sem er að hefja nýsköpun og ekki hefur vísinda- eða tæknimenntað starfsfólk í þjónustu sinni; ★ stefnt sé að umtalsverðri breytingu á tæknistigi fyrirtækis og bættri sam- keppnisstöðu þess en ekki lausn almennra stjórnunarverkefna; ★ verksviðið falli að áherslum í stefnu Rannsóknaráðs um almenna styrki úr Rannsóknasjóði. Forverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til forverkefna. Hlutverk forverkefna er að kanna nýjar hugmyndir og skilgreina tæknileg og þróunarleg vandamál og markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs, áður en lagt er í umfangsmikil r og þ verkefni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rannsóknasjóði. Styrkir þessir eru einnig ætlaðir til minni rannsókna- og þróunarverkefna. Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir og einstakl- ingar. Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við forverkefni geti numið allt að 1.000.000 krónum. Umsóknarfrestur er opinn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu oklcur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þóröar I>óröarsonar, fyrrverandi verkstjóra og framfærslufulltrúa, Háukinn 4, Hafnarfirði. Sigurður Þórðarson, Kristín Friðriksdóttir, Trausti Þórðarson, Barbro Þórðarson, Guðbjörg H. Þórðardóttir, Þórður Helgason, afabörn og langafabörn. V J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.