Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 14
14 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 21. janúar 1994
Þorsteinn Pálsson
Mikilvægi EES
fyrir sj ávarútveginn
Samningurinn um hið Evr-
ópska efnahagssvæði gefur
okkur fslendingum tækifæri
til þess að bæta afkomu fyrir-
tækjanna og lffskjör í landinu.
Þetta á ekki síst við um sjáv-
arútveginn sem fær nær nán-
ast tollfijálsan aðgang fyrir
afurðir sínar að ríkjum efna-
hagssvæðisins.
Aukið fijálsræði í milli-
ríkjaviðskiptum stuðlar að
aukinni samkeppni milli fyr-
irtækja sem geta ekki lengur
reitt sig á opinberan stuðning
til þess að standast erlenda
samkeppni.
I viðræðunum um EES
gerði EFTA kröfu um að frí-
verslun yrði með fisk á efna-
hagssvæðinu, en bandalagið
krafðist aðgangs að auðlind-
um í staðinn. Það gerði tillögu
um að EFTA-ríkin tækju upp
sjávarútvegsstefnu banda-
lagsins, sem byggir meðal
annars á styrkjum við sjávar-
útveginn og innflutningstoll-
um, en til þess voru þau ekki
tilbúin.
Báðir aðilar héldu fast við
sitt og var því ákveðið að láta
almenn ákvæði EES-samn-
ingsins ekki ná til sjávarút-
vegsins og var því gerð sér-
stök bókun með samningn-
um, bókun 9, sem fjallar fyrst
og ffemst um ftjálsan aðgang
að mörkuðum EES- svæðis-
ins og afnám eða lækkun tolla
af þessum afurðum. Bann er
lagt við að beita magntak-
mörkunum á innflutning eða
öðrum takmörkunum sem
hafa sömu áhrif. I bókuninni
eru engin ákvæði er varða
takmarkanir á útflutning, þrátt
fyrir að EB reyndi að koma
slíku að í samningunum. Rök
EFTA vom að á meðan EB
væri ekki skuldbundið til að
afnema eða taka ekki upp rík-
isstyrki og markaðsskipulag
sem raska kynni samkeppni
væru EFTA-ríkin ekki reiðu-
búin úl að afsala sér rétti til
útflutningstakmarkana.
Samkvæmt bókun níu
verður veruleg breyúng á toll-
um Evrópubandalagsins á
sjávarafurðum frá EFTA-ríkj-
unum. Tollamir verða eftir
sem áður nokkuð misjafnir,
eftir því hvaða EFTA-ríki á í
hlut, vegna þess að áfram
verða í gildi þeir samningar
sem einstök ríki EFTA höfðu
fyrir við bandalagið. Fyrir ís-
lendinga skipúr þar mestu
máli bókun sex við fríverslun-
arsamning Islands og EB frá
1972. Skipta má tollalækkun-
unum sem verða með úlkomu
EES í þijá hluta:
Tollar á sex fisktegundum
breytast ekki frá því sem nú er
það er á sfid, leturhumri, ma-
kríl, laxi, rækju og hörpuskel.
Þá nær samningurinn ekki til
hvalkjöts, fiskmjöls og lýsis,
en það kemur ekki að sök fyr-
ir Islendinga því þessar afurð-
ir em tollfrjálsar samkvæmt
bókun sex.
Tollur féll niður á últekn-
um afurðum við gildistöku
samningsins. Hér er um að
ræða þorsk, ýsu, ufsa, grálúðu
og lúðu, hvort sem fiskurinn
er flakaður eða ekki, ísaður
eða heilfrystur. Einnig verður
blautverkaður þorskur toll-
fijáls, öll söltuð flök og
slaeið.
Tollar á öðmm sjávaraf-
urðum lækka í áföngum til
1997. Er miðað við tolla ein-
stakra EFTA-ríkja eins og
þeir vom áður en samningur-
inn tók gildi. Bókun sex veitir
því Islendingum ákveðið for-
skot á önnur EFTA-ríki.
Tollalækkanir ná aðeins til
fisks sem uppmnninn er á
EES-svæðinu eða veiddur af
fiskiskipum EES-ríkja.
Þegar tekið er mið af toll-
greiðslum af einstökum af-
urðaflokkum á síðustu ámm
er niðurfelling á tollum á sölt-
uðum þorski og öllum söltuð-
um flökum mikilvægasú
áfangi samningsins. Einnig
skiptir miklu að 18% tollur af
ferskum þorsk-, ýsu- og ufsa-
flökum fellur niður.
Fyrir utan tollalækkanir em
ýmis önnur ákvæði í samn-
ingnum sem snerta sjávarút-
veginn beint eða óbeint. Sam-
ræming reglna er nauðsynleg
á efnahagssvæðinu til að
koma í veg fyrir samkeppnis-
hömlur. Um ríkisstyrki segir
að afnema skuli þá styrki sem
raski samkeppni. Þetta er
túlkað þannig að ríkisstyrkir
Björgvin Vilmundarson
Samninguriim um EES
1. Almennt
um samninginn
Samningurinn um Evr-
ópskt efnahagssvæði er án
efa mikilvægasú milliríkja-
samningur sem Island hefur
gert. Samningurinn felur í
sér að sömu lágmarksskil-
yrði gilda á öllu svæðinu í
viðskiptum með vörur og
þjónustu auk þess sem
vinnuafl og fjármagn getur
flust nær hindrunarlaust inn-
an svæðisins.
Fyrsti áþreifanlegi ávinn-
ingurinn fyrir Island varð er
tollar lækkuðu verulega af
sjávarafurðum á Evrópu-
markaði nú um áramót. En
samningurinn hefur bæði
kosti og galla, ógnanir og
tækifæri sem hafa munu
áhrif á samkeppnisstöðu fyr-
irtækja, lífsafkomu heimila
og fjárhagslega stöðu þjóð-
arbúsins um ókomin ár.
Samningaviðræður og
vangaveltur um ágæti þessa
samnings fyrir Island hafa
staðið yfir í nokkur ár. Allan
þann tíma hefur íslenskt
efnahagslff verið í lægð,
hagvöxtur verið líúll, jafnvel
neikvæður, og í besta falli
aðeins brot af vexú annarra
landa sem við gjaman vilj-
um bera okkur saman við í
lífskjörum. Atvinnuleysi
hefur farið vaxandi úr því að
vera nánast ekki neitt í um
5%. Það hefur orðið æ ljós-
ara að til þess að snúa þess-
ari þróun við, örva hér hag-
vöxt og efla atvinnulíf og
skapa jafnframt ný tækifæri
fyrir vel menntaðar og harð-
gerðar uppvaxandi kynslóðir
Islendinga, þurfum við að
opna hagkerílð og sækja í
auknum mæli þekkingu,
reynslu og áhættuljármagn
til annarra landa. Samning-
urinn um Evrópskt efna-
hagssvæði skapar þessi
tækifæri. En samningurinn
með öllum sínum tækifær-
um mun ekki einn og sér
færa okkur aukna hagsæld
nema hér bretti menn upp
ermar og heíjist handa við
að skapa. íslensk íyrirtæki
og einstaklingar verða að
taka þeirri áskomn sem í
samningnum felst. Að öðr-
um kosti er hætt við að ekki
náist sá ávinningur sem
stefnt er að og neikvæðar
hliðar samningsins verði
þeim jákvæðu yfirsterkari.
2. Áhrif samnings
í banka- og
fjármálastarfsemi
í fáum greinum hafa orðið
jafn róttækar breytingar nú
þegar eins og í banka- og
Ijármálastarfsemi. Löggjöf
sem um þessa starfsemi gild-
ir hefur verið aðlöguð. Sam-
hliða þessu hefur stöðugleiki
aukist og verðbólga orðin
lægri en í nágrannalöndum.
Fyrirkomulagi gengisskrán-
ingar hefur verið breytt sam-
hliða því að frelsi hefur auk-
ist í gjaldeyrisviðskiptum og
íjármagnsflutningum milli
landa. Þá hafa samhliða
auknu frelsi í bankareksúi
verið settar strangari reglur
til dæmis um eiginfjárhlut-
fall. Öll þessi þróun er í átt til
aukinnar samkeppni inn-
lendra fjármálastofnana
bæði innbyrðis og gagnvart
erlendum samkeppnisaðil-
um, hvort sem þar verður
um að ræða beina þátttöku
erlendra aðila á innlendum
markaði eða vaxandi við-
skipti innlendra aðila við er-
lenda aðila. Vaxandi sam-
keppni mun Ieiða til lækk-
andi vaxtamunar og þjón-
ustugjalda hjá bönkum og í
allri fjármálastarfsemi. Eftir
stendur hins vegar sú spurn-
ing hvort nokkur erlendur
eða innlendur aðili sé tilbú-
inn að taka að sér þá miklu
erfiðleika sem íslensk fyrir-
tæki em í um þessar mundir.
Ekki verður séð að íslenskir
bankar hafi bolmagn til
lækkunar á tekjum á meðan
vandamál fortíðar og lang-
varandi samdráttur setja
mark sitt á afskriftareikninga
útlána með gífurlegum
framlögum. Staðið hafa yfir
mjög víðtækar hagræðingar-
aðgerðir í íslenskum bönk-
um. Þeim aðgerðum er
hvergi nærri lokið. Samn-
ingur um EES mun flýta
mjög allri þróun í banka- og
fjármálastarfsemi. Ahrif
jjessa munu þó taka nokkum
tíma. Mikilvægt er að þróun
þessi eigi sér stað með eðli-
legum hætti en ekki í rykkj-
um eða leiði til stóráfalla.
Beri menn gæfu til þessa er
ég bjartsýnn á að þessar
breytingar muni styrkja ís-
lenskar íjármálastofnanir.
3. Framhald á
samstarfi Islands
við Evrópubandalagið?
Erfitt er að segja hvert
verður framhald á samstarfi
Islands við Evrópubandalag-
ið. Fyrir liggur að flest
EFTA-Iönd hafa sótt eða
hyggjast sækja um inngöngu
í bandalagið. Ennþá er það
yfiríýst stefna íslenskra
stjómvalda að sækjast ekki
eftir aðild sérstaklega með
tilliti til stefnu bandalagsins í
sjávarútvegsmálum. Við nú-
verandi aðstæður er ekkert
sem kallar á að endurmeta
þurfi þá afstöðu að mínu
maú. Ymsar blikur em á
lofti í Evrópu. Þá munu ný-
gerðir samningar um GATT
hafa víðtæk áhrif á einstakar
atvinnugreinar og heimsvið-
skipti á komandi ámm. Þeg-
ar fengist hefur nokkur
reynsla af EES og séð verður
hvemig íslensku atvinnulífi
gengur að spjara sig, er eðli-
legt að taka málið upp að
nýju.
Höfundur er bankastjóri
Landsbankans.
megi ekki vera meiri en t' Evr-
ópubandalaginu. Þessu
ákvæði var fyrst og fremst
beint gegn Norðmönnum sem
hafa styrkt sjávarútveg sinn
meira en flesúr aðrir. Það er
ljóst að við munum áfram búa
við ríkisstyrktan sjávarútveg
nágrannaríkj anna.
I samningnum segir að
samningsaðilar skuli veita
fiskiskipum ffá löndum innan
efnahagssvæðis ftjálsan að-
gang að höfnum og þjónustu
þeirra. Þó má banna löndun úr
fiskiskipi sem stundar veiðar
úr sameiginlegum stofni, sem
báðir aðilar hafa hagsmuni af
að nýta og sem alvarlegur
ágreiningur er um stjómun á.
Samkvæmt samningnum
skal Island aðlaga reglur sínar
um meðferð sjávarafla og eft-
irlit með framleiðslu og mark-
aðssetningu þeirra og gera
sambærilegar heilbrigðisregl-
um Evrópubandalagsins.
Ahersla er lögð á innra eftirlit,
skráningu, og rekjanleika
framleiðslunnar í stað beins
opinbers eftirlits með fram-
leiðslunni. Kröfur um hrein-
læú og búnað breytast lítið frá
því sem nú er hér á landi.
Fiskistofa og skoðunarstofur
sinna þessu eftirliti. Hvað
sem líður samningnum hefði
ísland orðið að fullnægja
þeim kröfum um heilbrigði
og hreinlæti sem gerðar em á
markaðssvæðinu. Með þessu
er tryggt að efúrlit íslenskra
aðila og viðurkenning á fram-
leiðendum verður fullnægj-
andi og losnum við því við
framleiðslueftirlit bandalags-
ins og útgáfu vottorða með
hverri sendingu sjávarafurða
til EB.
Það er engum vafa undir-
orpið að samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið er
mikilvægur fyrir íslenskan
sjávarútveg. Greiðari aðgang-
ur að markaði Evrópubanda-
lagsins mun skila okkur hærra
verði fyrir afurðimar og gefa
tækifæri til þess að auka fjöl-
breytni í vinnslu og útflutn-
ingi sjávarafurða. Miklu máli
skiptir einnig að Evrópu-
markaðurinn er nálægt okkur
og þar munu mörg ný tæki-
færi opnast á komandi ámm.
Samningurinn um Evr-
ópska efnahagssvæðið gefur
íslenskum fyrirtækjum tæki-
færi til þess að styrkja stöðu
sína á Evrópumarkaðinum og
mun ávinningurinn ráðast af
því hvort og hvemig þau nýta
tækifærin.
Höfundurer
sjávarútvegsráðherra.
Logi Þormóðsson
Margt
gáfulegra
í heiminum
enEB
„Ég tel samning við EB
hafa verið óumflýjanlegan,
sérstaklega með tilliti til
hættu á einangrun á menn-
ingar- og menntasviði. Það
er þannig að við Islendingar
erum Evrópubúar og öll
okkar menning og mcnntun
hefur mótast af áhrifum
þaðan. Hins vegar flnnst
mér EB hallærislegt og
raunveruleg tímaskekkja og
líður trúlega undir lok um
það leyti sem það verður
fullmótað“, segir Logi Þor-
móðsson, fiskverkandi og
útflytjandi í Kefiavík.
„Það er ekki spuming í
mínum huga að þessi samn-
ingur skiptir sjávarútveginn
miklu máli, sérstaklega mitt
sérsvið sem er ferskfisk-
vinnsla. Tollar falla nánast
niður á ferskum flökum og við
það opnast geysistór, vel
borgandi markaður. Það kem-
ur hins vegar til með að taka
einhvem tíma að ná fótfestu á
hálum viðskiptamarkaði
verslunarkeðja EB og sfðast
en ekki síst að það gæti tekið
einhvem tíma að þíða upp for-
ystuna í íslenskri fiskvinnslu.
Varlega verði farið
í frekari samninga
Það þarf að fara mjög var-
lega í meira samningasnatt og
forðast þá stöðu að verða
þvingaðir til að ganga í EB, en
það gæti verið jafn slæmt þeg-
ar til lengri tíma er litið og að
hafa ekki gert þennan samn-
ing og einangrast þá frá um-
heiminum. Það er margt gáfu-
legra í heiminum en EB.
Höfundur er framkvæmdastjóri hjá
Trosi hf., fiskútflutningi í Keflavík.