Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 21. janúar 1994 Tilurð 17. janúur 1989 Jacques Delors leggur til að nánari samvinna verði tekin upp milli EFTA og EB. 15. mars 1989 Leiðtogar EFTA-ríkja taka jákvætt í tillögur Delors. 28. aprfl 1989 Viðræður hefjast. 21. ol«L€ól>er 1991 Ráðherrafundur EFTA/EB nær endanlegu samkomulagi. 14. desember 1991 Dómstóll EB fjallar um lagalegar hliðar samningsins og álítur að sameiginlegur EES-dómstóll samræmist ekki Rómarsáttmálanum. J anúar/febrúar 1992 Viðræður sem miða að því að samræma samninginn sjónarmiðum EB- dómstólsins leiða til stofnunar sérstaks EFTA-dómstóls sem hefur ráðgefandi hlutverk. lO. apríl 1992 Evrópudómstóllinn leggur fram jákvætt álit sitt á EES- samningnum. 2. maí 1002 EES-SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR í OPORTO í PORTÚGAL. €». desember 1002 Kjósendur í Sviss hafna EES-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. 13. desember 1002 Kjósendur í Lichtenstein samþykkja EES-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. 12. janúar 1003 EES-SAMNINGUR SAMÞYKKTUR Á ALÞINGIMEÐ 33 ATKVÆÐUM GEGN 23, SJÖ ÞINGMENN SÁTU HJÁ. PALLBORÐIÐ: Margrét Valdimarsdóttir skrifar Gegn vinnubrögðum og spillingu sjálfstæðismanna Nú þegar prófkjör AI- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík vegna væntan- legra borgarstjómarkosn- inga stendur fyrir dymm er það gleðiefni fyrir alla jafn- aðarmenn hér í borg, að Bolli Runólfur Valgarðsson hefur tilkynnt um framboð sitt í 2. sætið á lista Alþýðu- flokksins - og þar með í 9. sætið á sameiginlegum lista minnihlutaflokkanna í borg- arstjóm. Starfið Bolla Runólf þarf vart að kynna fyrir alþýðuflokks- mönnum hér í Reykjavík, því hann hefur verið virkur og áberandi í starfi flokksins undanfarin ár. Bolli Runólf- ur hefur staðið fyrir öflugu starfi innan Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og verið formaður þar und- anfarin ár. Félagið hefur blómstrað og margir nýir félagsmenn hafa komið til liðs við það - og þar með Alþýðuflokkinn. Bolli Runólfur hefur einnig verið framarlega í starfi Sambands ungra jafnaðar- manna og er þar nú varafor- maður. Hlutur hans hefur ekki verið lítill í að rífa SUJ upp úr öldudalnum sem það var í um árabil. SUJ hefur nú vaxið á þremur og hálfu ári úr fámennri klíku upp í það að vera kraftmikil og sterk stjómmálahreyfing - tekið er eftir því sem þar fer fram. Bolli Runólfur hefur lagt sig fram við að hvetja aðra unga jafnaðarmenn áfram í starfinu innan flokksins og að þeir verði virkari og sýni- legri í störfum hans - ein- skorði sig ekki við SUJ. Hann hefur sem sagt ekki bundið starf sitt við hreyf- ingu ungra jafnaðarmanna heldur beitt sér innan Al- þýðuflokksins og lagt metn- að sinn í að ná sem bestu Margrét Valdimarsdóttir. samstarfi milli ungra og eldri jafnaðarmanna. Leiddi þessi viðleitni hans meðal annars til stofnunar sameig- inlegra málefnanefnda Fé- lags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og Alþýðu- flokksfélagsins í Reykjavík. Segja má síðan að ný- stofnsettar málefnanefndir framkvæmdastjómar Al- þýðuflokksins á landsvísu séu ávöxtur þess brautryðj- endastarfs. Veit ég það fyrir víst að vilji Bolla Runólfs liggur í að festa nefndimar í sessi í lögum Alþýðuflokks- ins, að þær starfi vel á milli flokksþinga sem mótandi afl í stefnumótun jafnaðar- manna og nefndarmenn verði gerðir ábyrgir fyrir starfi þeirra. Vegna þeirra starfa sem Bolli Runólfur hefir unnið fyrir Alþýðuflokkinn tel ég hann verðugan fulltrúa flokksins í starfi á vegum hans á víðari vettvangi en flokksstarfið er og þar á meðal inni í borgarstjóm. Áhersluatriðin Fái Bolli Runólfur til þess stuðning í prófkjörinu hyggst hann leggja áherslu á atvinnumálin og húsnæðis- mál ungs fólks. Þessi mál em í miklum ólestri hér í borginni og við þurfum öfl- ugan málsvara til að fá fram úrbætur - einhvem sem við treystum til að takast á við þessi málefni af fullum þunga. Þá möguleika sem Reykjavíkurhöfn býður upp á leggur Bolli Runólfur áherslu á að virkja. Hann vill að staðsetning hafnar- innar verði nýtt betur svo hún fái blómstrað sem fiski- höfn og umskipunarhöfn. Hvað seinna atriðið varðar má sjá glögglega hversu mikla möguleika það gefur. Til dæmis er hægt að láta Tollvörugeymsluna fá aukið athafnasvæði og búa til frí- svæði þar. Einnig vill Bolli Runólfur að Reykjavíkur- borg haldi áfram á sömu braut í ICENET-sæstrengs- verkefninu. Skipulagsmálin í borginni em eitt af baráttumálum Bolla Runólfs. Hann vill að borgin standi fyrir átaki og geri til að mynda Breiðholt og Arbæ að vistlegri og manneskjulegri hverfum. Hann hyggst ennfremur beijast íyrir því, að þegar verið er að byggja upp hverfi í borginni þá verði stofnanir sem þar á að kom á fót (skólar, leikskólar og þjónustustofnanir) lámar taka mið af íbúafjöldanum og ráðist verði af myndar- skap í að koma þeim upp. Ekki megi halda áfram á þeirri braut að láta mikil- vægar stoíhanir mæta af- gangi. Bolli Runólfur leggur á það þunga áherslu að borgin setji strangari reglur um útlit og umhverfi bygginga. Þannig mætti að hans mati koma í veg fyrir skipulags- slys sem blasa síðan við hveijum manni um ókomna framtíð, samanber staðsetn- ingu væntanlegt hús Hæsta- réttar. Bolli Runólfur Valgarðsson. Ljóst er að ijárhagsstaða borgarinnar og stofnana hennar er slæm vegna fram- kvæmda á borð við Ráðhús- ið og Perluna. Bolli Runólf- ur telur það nauðsynlegt að forgangsröðun hjá borginni verði endurskipulögð og mið tekið af íjárhagsstöðu þegar ákvarðanir um fram- kvæmdir em teknar. Hann leggur einnig á það ríka áherslu að borgarfull- trúar og embættismenn borgarinnar verði ábyrgir í störfum sínum og þeim vinnubrögðum og spillingu sem einkennt hafa valdaferil sjálfstæðismanna hér í borg verði útrýmt. Að lokum: Þar sem að málefnasamningur minni- hlutaflokkanna er ekki frá- genginn, er það trú mín með tilliti til fyrmefndra atriða, að Bolla Runólfi sé einna best treystandi til að taka þátt í þeirri vinnu sem eftir er og standa vörð um þau áhersluatriði sem jafnaðar- menn vilja að komi skýrt fram í málefnasamningnum. Bolla Runólf í borgar- stjóm! Höfundur er stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. LETTOSTAR þrjár tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM Léttostur lettostur IWTi Vinningstölur r miðvikudaginn:|19. jan. 1994 j VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING IH 6 af 6 2 17.001.030 jci 5 af 6 iLaO+bónus 1 1.138.355 0j 5af6 8 33.977 |0l 4af6 281 1.538 Bta 3 af 6 ICfl+bónus 903 205 i mmVinningur fór til: slands og Finnlands Aðaltöfur: fifetib io;(36;(43 BÓNUSTÖLUR T)(5T)(S) Heildarupphæð þessa viku: 36.029.524 á Isl.: . 19.028.494 UPPLÝSINOAR, SÍMSVARI 91-68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00-TEXTAVARP 451 B»RT MEÐ EYftmVARA OM PfiENTVlLLOR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.