Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 21. janúar 1994 Hvað þýðir EES-samningurinn sem 23 þingmenn Alþingis lögðust gegn og vildu með því einangra Island í samvinnu þjóðanna? Við erum orðin hluti af öflugasta markaðssvæði heims Stórmál komst í höfn snemma á síðasta ári. Alþingi íslend- inga samþykkti EES-samninginn eftir harðvítugt andóf ým- issa þingmanna þann 12. janúar. Samningurinn var sam- þykktur með 33 atkvæðum gegn 23, - en sjö þingmenn kusu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Trúlega munu sagnfræð- ingar framtíðarinnar undrast málflutning andófsaílanna þegar frá Iíða stundir, sem og þau stóru orð sem hrukku í garð utanríkisráðherrans, sem flestum mun nú ljóst, að vann stórvirki í að ná fram afar hagstæðum samningum fyrir landsins hönd. Jón Baldvin Hannibalsson er ótvírætt maður- inn sem landsmenn eiga það að þakka að ísland er innan en ekki utan Evrópska efnahagssvæðisins. Það er dagljóst að samningurinn er nú þegar farinn að virka sem vaxtarhvati fyrir íslenskan útflutning, enda þótt Evrópska efnahagssvæð- ið sé ekki orðið nema þriggja vikna gamalt. En hver eru efna- hagsáhrif EES- samningsins að mati utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar? Ráðherrann svarar þeirri stóru spurningu með svari, sem er í eftirfarandi tíu liðum: MIKILVÆGASTA MARKAÐSSVÆÐH) 1. Samkeppnisstaða íslendinga án EES-aðildar á þessu lang- mikilvægasta markaðssvæði okkar væri gersamlega óviðunandi. Löndin á svæðinu taka við þrem íjórðu hlutum vöruútflutnings okkar. Helstu keppinautar okkar, Noregur, Danmörk og Færeyj- ar, myndu þá njóta yfirburðastöðu á þessum markaði. Sama máli gegnir um möguleika okkar til að laða til samstarfs erlent áhættu- íjármagn við að skapa nýiðnað og stóriðju. , BANNVH) RIKISSTYRKJUM 2. Benda má á að samræmdar samkeppnisreglur, kröfur og gæðastaðlar, þar með talið bann við ríkisstyrkjum og undirboð- um, eftirlit með framkvæmd milliríkjasamninga og samkomuiag um lausn deiiumála, er fyrst og fremst hagsmunamál smáríkja eins og Islands í samskiptum þeirra við stærri og öflugri þjóðir. SAMRÆMDAR SAMKEPPNISREGLUR 3. Stór sameiginlegur markaður sem slagar hátt í 400 milljónir manna, tryggir tollfijáls og hindrunarlaus viðskipti með vörur og þjónustu . Einnig sameiginlegar reglur um fjármagns- og vinnu- markað, sem lýtur samræmdum samkeppnisreglum. Þetta mun ryðja úr vegi ýmsum viðskiptahindrunum, koma í veg fyrir mis- munun, skapa ný vaxtartækifæri, örva tækniframfarir, vöruþróun og hagvöxt, draga úr atvinnuleysi og bæta lífskjör. STÆRSTI MARKAÐUR HEIMS 4. Samningurinn tryggir öllum EFTA-ríkjunum aðgang að stærsta og öflugasta markaðssvæði heims á jafnréttisgrundvelli, án þess að skerða rétt EFTA-ríkjanna til að haga viðskipta- eða tollastefnu sinni gagnvart ríkjum utan EES að eigin höfði og án þess að EB næði fram kröfum sínum um einhliða veiðiheimildir jafngildar tollalækkunum. MISMUNUN OG EINOKUN HRUNDIÐ 5. Auk þess að tryggja fslendingum hindrunarlausan aðgang að hinu öfluga markaðssvæði Evrópubúa tryggir samningurinn réttindi einstakiinga og fyrirtækja í viðskiptum, en skerðir rétt stjómvalda til mismununar og einokunar í skjóli pólitísks valds. Söguleg stund. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Þetta mun veita fákeppnismarkaði innanlands æskilegt aðhald og stuðla þannig til dæmis að lækkun vaxta og jafnvægi á ljármagns- markaði. LOKSINS JAFNFÆTIS KEPPINAUTUNUM 6. EES-samningurinn tryggir að sjávarútvegur okkar stendur í fyrsta sinn í sögunni nokkum veginn jafnfætis keppinautunum og annarri iðnaðarframleiðslu á því markaðssvæði sem tekur til 75% af sjávarvöruútflutnings fslendinga. FYRSTUÁHRIF , ÞEGAR KOMIN I LJOS 7. Þegar samningurinn um EES verður að fullu kominn tii framkvæmda mun hann tryggja sjávarútveginum lækkun tolla sem nemur 96%, miðað við gildandi tollskrár Evrópubandalags- ins og núverandi útflutningsmagn. Strax um nýliðin áramót komu lyrstu áhrifin í ljós, en þá féllu niður tollar eða lækkuðu af þeim sjávarafurðum sem mestu máli skipta, en þrír íjórðu hlutar tolla af þeim féllu þá niður. Munar þar mest um niðurfellingu tolla af salt- físki og saltfiskflökum og niðurfellingu 18% toila á ferskum þorsk-, ýsu-, ufsa- og grálúðuflökum. Hingað til hafa tollar á þessari vöru verið veruleg hindrun í útflutningi héðan. FULLUNNAR. OG DÝRARI NEYTEND AVORUR HEÐAN 8. Þessi ávinningur sjávarútvegsins af EES-samningnum er við undirritun samningsins utn Evrópska efnahagssvœðið. aðeins einn hagstæði þátturinn, en að mati forsvarsmanna í sjáv- arútvegi nemur hann 1-2 milljörðum á ári. Annar og ekki síður mikiivægur þáttur er fólginn í nýjum tækifærum fyrir íslenskan matvælaiðnað til að koma fullunnum neytendavörum beint á markað. EES-samningurinn skapar þannig aukna atvinnu og auk- ið vinnsluvirði í höndum okkar sjálfra. MEIRI VERÐMÆTI UR MINNI AFLA 9. Fiskvinnsla um land alit fær ný og kærkomin tækifæri með EES-samningnum, ný sóknartækifæri, sem fiskiðnaður okkar verður að nýta til fulls. Þetta er áríðandi einmitt nú þegar sókn okkar í helstu nytjastofana fer hraðminnkandi af fiskvemdar- ástæðum. Okkar svar við því er einmitt að skapa meiri verðmæti úr minni afla. Þannig getur EES-samningurinn reynst lands- byggðinni hin mesta lyftistöng, sem hún vissulega þarf á að halda á tímum aflasamdráttar og versnandi viðskiptakjara. QPNARA Þ J OÐFELAG 10. í EES-samningnum em fólgin gagnkvæm réttindi og skuldbindingar um opnun þjóðfélagsins og aukna samkeppni á öllum sviðum, í stað einokunar, fákeppni og vemdarstefnu, sem of iengi hafa bitnað á neytendum og launþegum, í formi hærra verðs vöm og þjónustu en ella væri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.