Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 21. janúar 1994
Haraldur Sumarliðason
Islenskur iðnaður og
Evrópska efnahagssvæðið
Samningurinn um hið Evr-
ópska efnahagssvæði - EES,
sem tók gildi nú um áramótin,
kemur í stað þeirra ffíverslun-
arsamninga sem EFTA-rikin
gerðu hvert um sig við Evr-
ópubandalagið í upphafi átt-
unda áratugarins. I þeim
samningum fólst fyrst og
fremst frfverslun með iðn-
vaming. Samningurinn um
EES felur í sér miklu víðtæk-
ari samvinnu og samræmingu
milli EFTA og EB en gömlu
fríverslunarsamningarnir.
Þetta felst einkum í því að á
samningssviðinu eru teknar
upp reglur sem giida á sam-
eiginlegum markaði Evrópu-
bandalagsins. Þar með taka
íslensk fyrirtæki nánast með
sama hætti þátt í hinu „fjór-
þætta frelsi" og fyrirtæki inn-
an EB. Hér er átt við fijáls
vöruviðskipti, ftjálst flæði
fjármagns, þjónustu og fijálsa
för launþega.
Samningurinn felur í sér að
íslenski markaðurinn verður
opnaður á mörgum sviðum
sem hingað til hafa notið mik-
illar eða algjörrar vemdar.
Þetta á fyrst og fremst við um
þjónustu- og fjármagnsgrein-
ar. Þetta ásamt ffelsi í gjald-
eyrisviðskiptum og flutningi
fjármagns til og frá landinu
mun leiða til hagsbóta, ekki
síst fyrir iðnaðinn, sem er
háður þjónustu og fyrir-
greiðslu þessara aðila. Þetta
verður vegna þess að nú þurfa
þessar greinar að takast á við
samkeppni sem þær hafa að
verulegu leyti verið vemdað-
ar fyrir.
Starfsskilyrðin
Eitt af því mikilvægasta
sem fylgir EES-samningnum
er að hann stuðlar að því að
fslenskur iðnaður búi við
sömu starfsskilyrði og erlend-
ir keppinautar. Með því að
gera samninginn hafa fslensk
stjómvöld skuldbundið sig til
þess að laga starfsskilyrðin að
því sem tíðkast annars staðar í
Evrópu. Þessu hafa stjómvöld
ítrekað lýst yfir og sem betur
fer virðist flest benda til þess
að þau ætli sér að standa við
þau fyrirheit og nægir í því
sambandi að benda á niður-
fellingu aðstöðugjaldsins og
lagfæringar í skattakerfmu.
Þau hafa því áttað sig á því að
samkeppnin er ekki einungis
milli fyrirtækjanna heldur
einnig og ekki síður á milli
stjómvalda ríkjanna. A þessu
áttuðu stjómvöld sig ekki í
kjölfar EFTA- samninganna á
sínum tíma og þess vegna
stóðst iðnaðurinn ekki fylli-
lega þær væntingar sem til
hans vom gerðar.
Samkeppnisreglur
Samkeppnisreglur EES-
samningsins em mikilvægar
fyrir íslenskan iðnað. Þessar
reglur em eðli málsins sam-
kvæmt fyrst og fremst settar
til höfúðs stómm fyrirtækjum
sem í krafti stærðar sinnar
geta olnbogað sig áfram á
markaði. Þeir sem njóta góðs
af reglunum em þess vegna
helst þeir sem minni em. Ekki
þarf að fara mörgum orðum
um það í hvom flokkinn lang-
flest íslensk fyrirtæki skipa
sér.
Það sem eykur enn gildi
samkeppnisreglanna er að
með þeim er stefnt að virku
eftirliti sem verður í höndum
sérstakrar eftirlitsstofnunar,
Eftirlitsstofnunar EFTA -
ESA. Þangað geta íslensk fyr-
irtæki snúið sér með umkvart-
anir sínar og ef þær em á rök-
um reistar fengið leiðréttingu
sinna mála. Þessu til viðbótar
geta menn skotið málum til
dómstóls EFTA ef þeir em
ekki sáttir við ákvarðanir
ESA. Þetta eftirlits- og dóms-
vald er mjög mikilvægt og
greinir EES-samninginn fiá
öðmm milliríkjasamningum,
til dæmis EFTA-samningn-
um og fríverslunarsamningn-
um við EB. Þar var vissulega
að finna samkeppnisreglur,
þó ekki væm þær mjög ítar-
legar, en sá hængur var á að
þeim fylgdi ekkert virkt eftir-
lits- og dómsvald.
Opinber innkaup
Eitt af þeim sviðum sem
opnast íslenskum fyrirtækjum
í iðnaði er hinn opinberi inn-
kaupamarkaður í Evrópu,
bæði á sviði vömkaupa og
verklegra framkvæmda. Hér
er um gríðarlega stóran og
fjölbreyttan markað að ræða.
A námstefnu sem haldin var
um þessi mál í upphafi þessa
árs í Bmssel kom meðal ann-
ars fram að af öllum þeim
innkaupum sem fara fram
samkvæmt þessum reglum í
Bretlandi falla aðeins um I %
í hlut fyrirtækja utan Bret-
lands. Astæðan fyrir þessu er
einfaldlega sögð sú að útlend-
ingar em ekki nógu duglegir
að bjóða. Hér er tækifæri sem
vert er fyrir íslensk fyrirtæki
að skoða gaumgæfilega. Is-
lensk fyrirtæki em vön útboð-
um, við höfum á að skipa fær-
um verk- og tæknimönnum
og síðast en ekki síst höfum
við fjöldann allan af fólki sem
hefur verið við nám og störf
erlendis. Við höfum að þessu
leyti nokkra sérstöðu sem
kemur sér vel við aukna al-
þjóðavæðingu og þörf fyrir að
sækja ffam á erlendum mörk-
uðum.
Rannsóknir
- samvinna
íslensk fyrirtæki geta, ef
rétt er á haldið, nýtt sér þann
aðgang sem EES-samningur-
inn opnar að sameiginlegum
verkefnum ýmis konar, ekki
síst rannsóknaverkefnum.
Þátttaka í slíkum verkefnum
hefur marga kosti í för með
sér. Fyrirtækin fá aðgang að
fjármagni sem ella fengist
ekki. Fyrirtækin vinna náið
með öðrum fyrirtækjum og
stofnunum erlendis, með því
flyst þekking og reynsla til
fyrirtækjanna um leið og þau
miðla af sinni reynslu. Ef vel
tekst til getur samstarf af
þessu tagi orðið til þess að ís-
lensk fyrirtæki komist inn á
markaði með sína framleiðslu
í samvinnu við erlenda aðila.
Markaði sem væru lokaðir ef
fýrirtækin reyndu fyrir sér
upp á eigin spýtur. Dæmin
sanna að íslensk fyrirtæki
eiga fullt erindi í samvinnu af
þessu tagi og það er langt ffá
þvf að þau séu eingöngu
þiggjendur í slíku samstarfi.
Erlendar
fjárfestingar
Það hefur lengi verið skoð-
un talsmanna iðnaðarins að
nauðsynlegt væri að greiða
fyrir erlendum fjárfestingum í
íslensku atvinnulífi. Með þvf
fæst nauðsynlegt áhættufjár-
magn til landsins í stað dýrs
lánsfjár auk þess sem slíkri
ijárfestingu fylgir jafnan
tækniþekking og aðgangur að
markaði. Með EES-samn-
ingnum er greitt fyrir slíkri
íjárfestingu. Erlendir fjárfest-
ar munu hafa meiri trú á Is-
landi sem heppilegum stað
fyrir fjárfestingar þegar fsland
hefur markað sér stöðu í evr-
ópskri samvinnu með þessum
hætti.
Hér hefur einungis verið
stiklað á nokkrum þáttum af
handahófi og sýnt fram á
nokkur atriði sem hafa eða
geta haft jákvæð áhrif nú þeg-
ar EES-samningurinn hefúr
tekið gildi. Talsmenn iðnað-
arins hafa jafnan varað við
því að líta á samninginn sem
einhveija allsheijarlausn allra
mála. Sömuleiðis hafa þeir
bent á að samningurinn mun
hægt og sígandi hafa jákvæð
áhrif á íslenskt atvinnulíf og
iðnaðinn þar með. Þeir sem
hafa búist við einhvers konar
byltingu í atvinnulífinu um
síðustu áramót hafa sjálfsagt
orðið fýrir vonbrigðum og
eiga enn eftir að verða fyrir
vonbrigðum.
Sígandi lukka er að sjálf-
sögðu best í þessum efnum og
þeir sem standa í iðnrekstri
vita að iðnaður sem á að
standa traustum fótum verður
ekki byggður á einum degi.
Höfundur er formaður
Samtaka iðnaðarins.
Einar Sveinsson
Víðtæk álirif á lög
um vátryggingar
Gildistaka EES-samnings-
ins hefur víðtæk áhrif á ís-
lenskt atvinnulíf, mismunandi
þó eftir greinum. Þegar áhrif-
in á vátryggingar og vátrygg-
ingastarfsemi er metin sér-
staklega koma íjögur megin-
atriði til skoðunar.
Lítil áhrif
í upphafi
1. I núgildandi lögum um
vátryggingasamninga, lögum
númer 50 frá 1978, er að finna
ákvæði sem heimila erlend-
um vátryggingafélögum að
starfa hér á landi að því gefnu
að þau uppfylli viss skilyrði
sem telja verður fremur væg
að formi til. Um langt skeið
hafa einhver innlend félög
verið í eigu erlendra aðila og í
dag eru tvö félög í meirihluta-
eigu erlendra vátryggingafé-
laga. I ljósi þessara stað-
reynda verður að teljast frem-
ur ólíklegt að EES-samning-
urinn valdi straumhvörfum á
vátryggingamarkaði strax í
upphafi.
Tryggingafrelsi
- utan Reykjavíkur
2. EES-samningurinn heíúr
hins vegar víðtæk áhrif á þau
lög sem nú gilda um vátrygg-
ingar og vátryggingastarf-
semi. Þegar er hafin endur-
skoðun á lögum um vátrygg-
ingastarfsemi, en þau þarf að
samræma við löggjöf Evr-
ópubandalagsins, til dæmis
hvað varðar heimildir vá-
tryggingafélaga að stunda
aðra starfsemi en vátrygging-
ar, um gjaldþol og eigið fé
svo nokkuð sé nefnt. Sýnt er
að nokkur minni félög verða
að auka eigið fé sitt til þess að
uppfylla lágmarkskröfur EB-
reglna og á það einkum við
um Iíftiygginga- og báta-
ábyrgðafélög. Nema verður
burt úr íslenskum lögum ýmis
ákvæði sem fela í sér við-
skiptahindranir. í því sam-
bandi má nefna einkaréttarað-
stöðu, skattfríðindi einstakra
félaga og takmarkanir á að
velja sér vátryggingafélag. í
EES-samningnum er beinlín-
is gerð undanþága fýrir
óbreytúi starfsemi Húsa-
trygginga Reykjavíkur og
Viðlagatryggingar íslands en
telja má víst að slíkar undan-
þágur samrýmist ekki næstu
kynslóð EB-reglna einkum
hvað varðar Húsatryggingar
Reykjavíkur. Það mun mörg-
um þykja undarleg tilhögun
ef frelsi húseigenda til að
velja sér vátryggingafélag
vegna brunatrygginga á fast-
eignum hefjist þegar ekið er
út fyrir borgarmörk Reykja-
víkur.
Erlendir aðilar
á íslenskum markaði
3. Með næstu kynslóð EB-
tilskipana á sviði skaða- og
líftrygginga og koma eiga til
ífamkvæmda í EB-löndum 1.
júlí 1994 er ætlunin að þær
verði lokaáfangi sameiginlegs
vátryggingamarkaðar. Stefn-
an er sú að einstaklingar og
fyrirtæki geti aflað sér vá-
tryggingavemdar hvar sem er
á EES- svæðinu í öllum grein-
um vátrygginga. Þetta gildir í
báðar áttir. Erlendir aðilar,
bæði vátryggingatakar og vá-
tryggingafélög, fá sama að-
gang að íslenskuin markaði
og innlend félög. Jafnframt
geta íslensk félög starfað á
EES- svæðinu á gmndvelli
starfsleyfis sem veitt er á ís-
landi. Ahrif þessara breytinga
verða margþætt. Gerðar hafa
verið ýmsar kannanir og er
ein skýrslan best þekkt, það er
greinargerð McKinsey ráð-
gjafafyrirtækisins um þróun
vátryggingamarkaðarins inn-
an EB-landanna. Þar er gert
ráð fyrir að félögum muni
fækka um helming, starfs-
fólki fækki um 30% og ið-
gjöld lækki um 20-25% á
næstu 10 ámm. Viðbrögð
minni félaga hlýtur að felast í
sérhæfingu og að takmarka
sig við ákveðnar vátrygginga-
greinar á ákveðnum land-
svæðum. Nærvera við mark-
aðinn, þekking á staðháttum
og síðast en ekki síst tungu-
máhð, verða áfram lykilþættir
í rekstri íslenskra félaga.
EESfellirúr
gildi úreit ákvæði
4. Ný lög um viðskipta-
banka opna möguleika fyrir
banka og sparisjóði að reka
vátryggingastarfsemi í formi
dótturfélaga. Sambærilega
heimild er að finna í drögum
að frumvarpi um vátrygg-
ingastarfsemi fyrir vátrygg-
ingafélögin að stunda banka-
starfsemi. Hér er um mjög
víðtækar breytingar að ræða
sem munu hafa áhrif þegar
fram f sækir. Reynslan er-
lendis frá hefur hnigið í þá átt
að bankar keyptu sig inn í
starfandi vátryggingafélög
fremur en að stofna ný.
Fleiri atriði mætti nefna
sem vert væri að gefa gaum,
svo sem breytt starfssvið
tryggingaeftirlitsins, en rúms-
ins vegna verður það látið
ógert.
Það er viss kaldhæðni að
það þurfi EES-samning til
þess að fella úr okkar löggjöf
ýmis ákvæði sem eru löngu
úrelt og takmörkuðu sam-
keppni. Vátryggingar eru í
eðli sínu alþjóðleg starfsemi.
Vátryggingafélög á Islandi
hafa mikil viðskipti við erlend
félög í formi endurtrygginga.
- Það hefur alla tíð verið
skoðun íslenskra vátrygg-
ingamanna að sem mest frelsi
eigi að ríkja á þessum mark-
aði og því var tilkomu EES-
samningsins fagnað.
Höfundur er forstjóri
Sjóvá-Almennra trygginga hf.