Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 13
Föstudagur 21. janúar 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 Evrópska efnahagssvæðið AFLVAKIFRAMFARA FRAM Á NÆSTU ÖLD - segir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, maðurinn sem EES-samn- ingurinn tengist óhjákvæmilega með óvenjulegum og afdráttarlausum hætti - Hver hefði trúað því að EES-samningurinn skapaði strax í upphafí tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að tífalda framleiðslu sína á saltfíski í neytendapakkn- ingum? Þetta hefur gerst hjá Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum. Þetta er góð byrjun hjá Islendingum á hinu Evrópska efnahagssvæði, sem varð að veruleika nú um áramót. I stað þess að hætta vinnslu á saltfiski tilbúnum til neytenda eins og til stóð hjá þeim Vest- mannaeyingum, blása þeir í dag til stórsóknar á mörkuðunum. En hvað hefði gerst á íslandi ef sú leið hefði verið far- in, sem meira en þriðjungur íslenskra þingmanna vildi, að við höfnuðum Evrópska efnahagssvæðinu? ALÞÝÐUBLAÐIÐ spurði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra þessarar spumingar og nokkurra fleiri. Jón Baldvin hafði á hendi stefnumótun og verkstjóm fyr- ir hönd Islendinga, allan þann langa tíma sem EES- samningurinn var í smíðum. Það er hreint ekki of djúpt tekið í árina að fullyrða að samningurinn tengist nafni Jóns Baldvins með óvenjulegum og afdráttarlausum hætti. „Án EES-aðildar hefðu íslendingar neyðst til þess að lækka verð sín á útfluttum sjávarafurðum til jafns við ráðandi verð tollfrjálsra keppinauta, til dæmis Norð- manna. Það hefði trúlega þýtt meira en tveggja milljarða tap á þessu ári. Ávinningurinn af EES-samningnum er þó ekki fyrst og fremst tollalækkunin, heldur tel ég hann miklu fremur vera ný tækifæri fyrir íslenskan matvælaiðnað til að komast inn á neytendavömmarkaði Evrópu". Jón Baldvin Hannibalsson, ntanríkisráðherra og formaður Al- þjðuflokksins, hafði á liendi stefnumótun og verkstjórn fyrir liönd Islendinga, allan þann langa tíma sem EES-samningurinn var í smíðum. Það er lireint ekki of djúpt tekið í árina að fullyrða að samningurinn tengist nafni Jóns Baldvins með óvenjulegum og af- dráttarlausum hœtti. — En livað þýðir samningurinn fyrir allan almenning á Islandi? „Hagsbót almennings af EES-samningnum birtist ekki fyrst og fremst sem eingreiðsla inn á íslenskan efnahags- reikning. Hann birtist sem stöðugur vaxtarhvati fram á næstu öld. Með EES-samningnum hafa íslendingar yfirtekið lög og samkeppnisreglur, sem tryggja rétt einstaklinga og fyrirtækja í samkeppni á stærsta markaðssvæði heimsins, en takmarka vald stjómvalda til mismununar og einok- unar. Sameiginlega munu EES-samningurinn 1994 og GATT-samningurinn 1995 valda þáttaskilum varðandi framtíðarþróun íslensks efnahagslífs: Hér eftir verður ekki aftur snúið til einangrunar og verndarstefnu,,. - Hvað boðar GATT-samningurinn okkur einn og sér? „Hann þýðir það til dæmis að alls staðar þar sern orðin innflutningsbann eða leyfisveitingagjald koma fyrir í landbúnaðar- og innflutningslöggjöf íslendinga, verður að strika þau út. Þetta þýðir einfaldlega að hornsteinar einokunar- kerfís landbúnaðarins eru hrundir. Stærstu ágreiningsmálin um landbúnaðarstefnuna verða því senn að baki, svo að bændur og neytendur geta snúið bökum saman um að hrinda núverandi kvóta- kerfí í landbúnaði, til þess að bændur og framleiðendur geti nýtt krafta sína í samkeppni um aukin gæði, aukna vöruþróun og lægra verð til neytenda.“ Einn stjórnmálaflokkur stóð heill og óskiptur að EES frá upphafi til enda - ALÞÝÐUFLOKKURINN - aðrir flokkar tvístruðust í afstöðu sinni og Upphafsmaðurinn snerist gegn afkvæmi sínu ALÞÝÐUFLOKKURINN var eini stjórnmálaflokkur landsins, sem frá upphafi til enda stóð heill og óskiptur að baki þeirri stefnu sem lá til grundvallar EES-samningnum. Þingmenn annarra flokka tvístruðust út og suður í afstöðu sinni. A Alþingi og í blaðaskrifum áttu sér stað ótrúiegar sennur, meðan aðrar þjóðir afgreiddu samn- inginn nánast þegjandi og hljóðalaust sem hið sjálfsagðasta og besta mál. En lítum aðeins á afstöðu flokkanna til EES-málsins: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN var í byrjun bæði hikandi og ráðvillt- ur á árunum 1989-1991. Flokkurinn lýsti sig andvígan því að semja með hinum EFTA-ríkjunum en vildi einhvers konar tvíhliða samning í stað- inn. Þegar á reyndi snérust þrír þingmanna flokksins gegn samningnum, og lögðust á sveif með afturhaldsöflunum, þeirEggert Haukdal, Eyjólf- ur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson. FRAMSÓKNARFLOKKURINN átti sinn þátt í að hefja samninga- ferilinn. Formaður flokksins, Steingrímur Hermannsson var einn af þjóðarleiðtogum EFTA á þessum tíma. I Osló gaf hann jáyrði sitt við því að samningar hæfust. Kominn í stjómarandstöðu snérist Steingrímur á óvæntan og ótrúlegan hátt gegn þessu aíþvæmi sínu. Flokkur hans hins- vegar, klofnaði í herðar niður. Halldór Asgrímsson og fylgismenn hans sátu hjá við afgreiðslu málsins á Alþingi, meðan Steingrímur lét sig hafa það að greiða atkvæði á móti. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ átti aðild að ríkisstjóm fram til vors 1991. Fram að þeim tíma hafði samningurinn efnislega verið frágenginn að mestu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður flokksins hafði setið í ríkis- stjóminni án þess.að hreyfa legg né lið gegn EES-samningnum. í stjóm- armyndunarviðræðum 1991 hét hann því að samningurinn myndi ekki stranda á andstöðu Alþýðubandalagsins. Þegar á reyndi í atkvæða- greiðslu stóð hann ekki við neitt. Alþýðubandalagið, trútt fortíð sinni, snérist á einu bretti gegn samningnum. KVENNALISTINN klofnaði í andstöðu sinni gegn samningnum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nú væntanlegt borgarstjóraefni Reykvík- inga, bjargaði andliú Kvennalistans með hjásetu sinni við atkvæða- greiðsluna á Alþingi. Með því sýndi hún að það er i það minnsta einn hugsandi stjómmálamaður, sem hefur að minnsta kosti efasemdir um gildi þess að loka framtíðina úti. Sú kemur tíð að þeir stjómmálamenn og flokkar sem beittu sér hvað harðast gegn EES-samningnum, vilja ekki láta minna sig á, að þeir snér- ust gegn einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar í heila öld. Fyrir lesend- ur dagsins í dag - og fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar birtum við hér á eftir svart á hvítu hvemig lokaatkvæðagreiðslan um EES-samninginn fór fram á Alþingi íslendinga þriðjudaginn 12. janúar 1993. Atkvæði féllu þannig: Með: 33 Móú: 23 Hjáseta: 7 Þrjátíu og sjö þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Þessir þingmenn greiddu atkvæði gegn EES-samningnum á Alþingi: Framsóknarþingmenn: Ólafur Þ. Þórðarson, Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson, Steingrím- ur Hermannsson, Guðmundur Bjamason, Guðni Ágústsson, Jón Helga- son. Alþýðubandalagsmenn: Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Ragnar Amalds, Steingrímur J. Sigfússon, Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Hjör- leifur Guttormsson, Jóhann Ársælsson, Krisúnn Gunnarsson. Kvennalistaþingmenn: Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kristfn Ástgeirsdótúr, Kristín Einarsdóttir. Sjálfstæðisþingmenn: Eggert Haukdal, Eyjólfur Konráð Jónsson, Ingi Bjöm Albertsson. Þessir þingmenn sátu hjá: Valgerður Sverrisdóttir (F), Finnur Ingólfsson (F), Halldór Ásgríms- son (F), Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kv), Ingibjörg Pálmadóttir (F), Jó- hannes Geir Sigurgeirsson (F), Jón Kristjánsson (F).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.