Alþýðublaðið - 30.11.1995, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995
MÞYDUBLMD
21028. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, augiýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Bók ársins
Sigurður Nordal sagði um Jón biskup Vídalín að hann væri
mesti ræðuskörungur sem uppi hefur verið á Islandi. Það eru
stór orð hjá manni sem á sínum tíma var réttilega kallaður
„hæstiréttur í srnekk". Með mælskusnilld sinni og orðfæri átti
Jón Vídalín mikinn þátt í að móta hugmyndaheim margra kyn-
slóða íslendinga. Vídalínspostilla var fyrst gefin út á árunum
1718- 20 og var í hálfa aðra öld einhver útbreiddasta bók lands-
ins: áhrif hennar á málfar, stílkennd og lífsviðhorf Islendinga
verða seint ofmetin. Þessi sögufræga bók er nú komin út í nýrri
útgáfu hjá Máli og menningu í samvinnu við Bókmenntafræði-
stofnun Háskólans. Sérstök ástæða er til að fagna útgáfunni
enda Vídalínspostilla verið ófáanleg í áratugi: sama máli gegn-
ir um alltof margar þjóðargersemar Islendinga.
Séra Gunnar Kristjánsson og Mörður Ámason sáu um útgáf-
una og ritar Gunnar stórfróðlegan og ítarlegan inngang um Jón
Vídalín og samtíð hans. 18. öld á íslandi er mörgum lokuð bók,
enda beinast augu manna miklu fremur að sjálfstæðisbaráttu og
menningarafrekum 19. aldar. En það er ekki síður nauðsynlegt
að halda á loft minningu og verkum þeirra afburðamanna sem
á 18. öld auðguðu íslenska menningu og mannlíf á einhverjum
mestu hörmungatímum Islandssögunnar.
í frétt frá forlaginu er sagt að ásamt Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar megi telja Vídalínspostillu helsta listaverk íslend-
inga frá barokkskeiðinu í evrópskri menningu. Því megi með
nokkrum rétti segja að þessir íslensku meistarar séu lagsbræður
Bachs og Hándels, Rubens og Rembrandts. Spyija má, hvað ís-
lendingum fyndist um þær þjóðir sem áratugum saman sinntu í
engu verkum þessara erlendu snillinga; en alltjent hefur nú ver-
ið bætt myndarlega fyrir vanræksluna við meistara Jón. Meira
en tvær aldir eru síðan Vídalín sat í Skálholti og lagði íslend-
ingum þær lífsreglur sem séra Páll Þorleifsson kallaði „stór-
brotnasta verk íslenskrar kristni í óbundnu mál.“ Hin veglega
útgáfa Vídalínspostillu flokkast undir menningarleg stórtíðindi.
Hvað er að
Davíð Oddssyni?
Full ástæða virðist vera til að rannsaka sálarlíf forsætisráð-
herra. Á síðustu árum hefur hann á markvissan hátt reynt að
skapa sér ímynd hins milda landsföður. Árangurinn er bærileg-
ur þótt Davíð hafi að vísu í þessu skyni neyðst til að hætta að
hafa skoðanir á nokkrum hlut. En eitt er það mál sem virðist
valda miklu róti í tilfinningalífi forsætisráðherrans: Hann hrein-
lega má ekki heyra minnst á mögulega aðild íslands að Evrópu-
sambandinu án þess að umhverfast. Þá gleymir Davíð öllum
málamiðlunum en geipar þess í stað um aumingjadóm þeirra
sem vilja viðræður við Evrópusambandið. Formaður Sjálfstæð-
isflokksins hefur líka barið niður alla umræðu í flokki sínum,
og bannað þingmönnum að hafa sjálfstæðar skoðanir á málinu.
Davíð Oddssyni er vitanlega ftjálst að vera þeirrar skoðunar
að Evrópusambandið sé varhugaverður félagsskapur sem ís-
lendingar eigi að forðast í lengstu lög. En framkoma hans er
hinsvegar bamaleg og óábyrg: Meirihluti þjóðarinnar - og
meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins - vill láta á það reyna
með aðildarumsókn hvernig samningum er hægt að ná við Evr-
ópusambandið. ■
Það er merkilegt
satt hvað Amerík
en það er
a er sveitó
hafði okkur tekist að gera
„fátækasta land álfunnar"
að þróaðasta samfélagi í
þessum hluta geimsins.
Það er því talsvert
menningarsjokk að koma
úr shkri brauðvélaparadís,
já slíku grillriki, í frum-
stæðari hluta veraldar, líkt
og Bandaríkin, þar sem
fólk deyr daglega úr
hungri á götum úti og gas-
grill er eitthvað sem fólk á
enn eftir að lesa um í
skáldsögum. Islenskum
skáldsögum. Þá verður
það bara að segjast eíns
og er: Manni fmnst þetta
allt háif sveitó.
A nokkrum árum hefur
allt snúist við. Við Islend-
ingar höfum ekki bara lát-
ið ameríkaníserast heldur
erum við komnir langt
beyond that. Hugsið ykk-
ur bara. Ameríkanar eru
enn að drekka sitt cappuc-
ino úr plastmálum! Pælið
í því. Löggáii er enn með
walkie/talkie! Pælið íþví.
Stelpumar eru enn í er-
óbikk! Pælið í því. Strák-
amir em enn að rokka!
Pælið í því. Þeir em enn
að spyija hvað Intemetið
sé! Pælið í þvf. Það þykir
ennþá flott að vera sól-
brúnn hér. Þykir ennþá
flott að vera í gallabuxum.
Þykir ennþá fiott að vera
með tagl. Og það sem
verst er. Fólk er enn að
hafa áhyggjur af spítala-
kostnaði. Fólk er enn að
hugsa um líftryggingar. Fólk fer enn
að hugsa fyrir ellinni uppúr þrítugu.
Fólk er enn að versla fyrir skömmt-
unarseðla útí búð. Fólk er enn að
pæla í color of skin.
Komiði bara með mér. I kynnis-
ferð um kántríbæinn Ameríku.
Klukkan fímm á morgnana vaknar
maður við hamarshögg sem berg-
mála úr kjallaranum um vatnslagnir
og ofna: Húsvörðurinn að berja hita-
kerfið í gang fyrir daginn, með rör-
töng ffá árinu 1956.
Og svo fer maður í neðanjarðar-
lestina. Subway ber nafn með rentu:
Subbuvegur. Að stíga niður í neð-
anajarðarlestarstöð í New York er að
stíga niður á nítjándu öldina; það
kemur einhver W.C. Fields-kufl yfir
mann þegar neon-kerta-flöktandi
skugga manns ber yfir - að vísu
nýmiguskreyttar - flísar lagðar á
kreppuárunum og stöðvamafnið
mósaíkerað í munstrið: Blecker
Street. Burðarbitar í lofti reistir af
ungverskum innflytjendum í byrjun
aldar. Og allt jám eins og beint útúr
stálbræðslunum sem úr skorsteinum
blésu Karlinum Marx anda í brjóst,
nú jafn ryðgað og leturblokkimar
sem eitt sinn hömmðu línumar f Das
Kapital. Og svo kemur lestin feitur
skröltormur sem hvæsir burtu Dick-
ens-legar rottumar og í stjómklefan-
um situr svartur hettumaður; á svip-
inn eins og nýparóleraður seríal kili-
hh
Nei. Kæru vinir. Reynið nú að átta
ykkur á breytingunni. Reynið nú að
stimpla inn í ykkar klisjum klístraða
heila: Dæmið hefur snúist við. ísland er
heimsland, Ameríka er sveitó.
er, með jafn mörg líf á samviskunni
og bíða á pallinum; dauðinn sjálfur.
Og svo veit maður ekkert hvert hann
landar manni; hér er verið að tjasla í
allt, göng og brýr, brýr sem vom
byggðar á síðustu öld og virðast í
fjarlægð einungis hanga uppi á ryð-
inu einu, eða kannski frekar öilum
rispunum á þöglum myndum sem
teknar hafa verið af þeim, og enn em
til.
Og svo fer maður á kaffihús sem
heita hér „Café“ uppá ffönsku og
minnimáttarkennd. Þó Ameríkanar
hafi komið manni á þing á Tunglinu,
stijálbýlasta kjördæminu, þá kunna
þeir enn ekki að haga sér á kaffihúsi.
Kaffihúsin f New York em öll álíka
gömul og í Reykjavík. Það er að
segja þetta þriggja, ijöguira ára. En
það er samt ennþá langt í CAPPUC-
INO-MÓMENTIÐ hér. Kannski
liggur það í hinu gríðarlega vali sem
blasir við kaffiþyrstum manni. Hér
þarf maður menú til að velja sér
kaffi. 76 mismunandi tegundir. Allt
frá „Strawberry-Half- Decaf-Half-
French-Roast-Cappucino-With-
Half-And-Half- Chocolate-Mint-
Cmnch-And-T wo-Spoons-Of-N utr-
asweet And-One- Regular, ple-
ase...“ og yfir í espressó með te-
bragði. Þetta er kallað ofvirk sveita-
mennska. Og fólkið kemur inn á
staðinn svo tilgerðarlega meðvitað'
að sjá, með þennan „brautryðjenda-
svip“, sem maður man eftir frá því
fyrstu kvennaskólanem-
amir settust á Sólon, svip
sem í mínu ungdæmi var
á andlitum ffemstu peys-
ugopanna f menntó árið
sem þær tóku upp fyrstu
Deu Trier Mörch-bæk-
umar sfnar, eða á þeim
frómu fésum sem kenndu
á kvöldnámskeiðum í
MH veturinn eftir að dú-
kristan barst til landsins.
Og ameríkanar drekka
ítalskt kaffi úr plastmál-
um. (How furhter away
ffom Rome can you get?)
Og svo má ekki reykja.
Ekki reykja á kaffihús-
um!? Kaninn er jú kom-
inn langt á þeirri skokk-
braut og sjálfsagt ekki
langt að bíða þess að
koffi'nið fari sömu leið og
nikótínið, og fáist útrýmt
af kaffihúsin.
Og svo hlustar maður á
útvarp. Framsæknasta
tónlistin sem þar heyrist
er U2 og REM. Það er ní-
tjándualdarprógramm
allan daginn og Björk
bara að túra á Mars, fýrir
þeim.
Og svo fer rnaður á
restaurant. Þar er ennþá
boðið upp á „Djúpsteikt-
an Camembert með rifs-
berjahiaupi", þá frægu
ostamóðgun sem ég held
að nú hafi verið aflögð á
fslandi, en kann þó enn
að vera fmnanleg - að
vísu frekar neðarlega - á
matseðlinum í Mána-
kaffi.
Og svo fer maður í bíó. Þar er allt
í föstum skorðum og engin hætta á
óvæntum uppákomum. Ekki spum-
ing hvað Stallone drepur marga (það
er löngu búið að staðla það) heldur
hvað hann fær margar setningar. Að
öðru leyti er ameríska kvikmyndin
rotþróuð. Flugvélamar og bátamir
og skemmuplássin fara ekki að
springa í loff upp fyrr en akkúrat
þegar allir em búnir með poppið og
komin góð þögn í salinn. A undan
myndunum er sýnt úr þeim næstu.
Þeir mega reyndar eiga það Holl-
íwúddingar, að þeir hafa náð að þróa
„treilerana" sína það vel að það er
engin hætta á því að maður fari að sjá
sjálfar myndimar. Þulurinn er líka
það ógnvekjandi að í munni hans
verður hver einasta fjölskyldumynd
að hrollvekju og óttasleginn íhugar
maður alvarlega að flytja í seif hverfi
þegar hann klykkir út með frasanum:
„Coming soon, to a theatre near
you!“
Nei. Kæm vinir. Reynið nú að átta
ykkur á breytingunni. Reynið nú að
stimpla inn í ykkar klisjum klístraða
heila: Dæmið hefur snúist við. fsland
er heimsland, Ameríka er sveitó.
Ja... þeir hafa náttúrlega Micro-
soft, ég segi það ekki... en óttalega
er Bill Gates nú samt sveitó í klæða-
burði. ■
atal 30. nóvember
Já. Ég held semsagt áfram að níða
niður landið sem ég elska og aðrir
elska að hata.
Vomm við ekki alin upp við það
að allt væri best í Ameríku? Var ekki
íslandið okkar bara einhver kalblett-
ur í heimsins túni miðað við 50 ríkja
Lystigarðinn í Vínlandinu vestra?
Vomm við ekki sveitó magar miðað
við ljósum prýddan hamborgara-
belginn sem sveif yfir bamæsku
manns með US-merki og stjömum,
og við mændum á af feiminni lotn-
ingu? Bíðandi eftir fagnaðarerind-
inu, flögrandi dreifimiðum: „Svona
er þetta í Ameríku“. Langt inní úlp-
Vikupiltar
1 Hallgrímur
Helgason
skrifar
um bíðum við eftir boðskapnum af
himnum, hfmandi fyrir utan Fálkann
á Suðurlandsbraut (sem þá var rétt
varla malbikaður gamall mjólkur-
vegur, með moskvitsum og trabönt-
um, í besta falli rússajeppi með blœj-
um fyrir utan Bifreiðar og landbún-
aðarvélar) snemma morguns eftir
því að Dóri Frændi opnaði svo við
gætum keypt nýjustu plötuna með
Alice Cooper. Það var þá en þetta er
nú.
Nú em rétt tvö ár liðin frá því að
Island hætti offisjelt að vera sveitó.
Svo ég rifji upp þann sögulega við-
burð gerðist það á mánudagseftir-
miðdegi í byrjun nóvember ’93 að
kúnna einum á Sólon Islandus tókst
fyrstum manna að panta sér
„Cappucino" og vera bara eðlilegur
um leið. An þess að það væri neitt
mál. Bara ofur hversdagslegt kapp-
útsíno, enginn rembingur í fram-
burðinum og ekkert óöryggi í augn-
svipnum og seta hans á stólnum alls
ótilgerðarleg. Ekkert svona „ég-er-
á-Mokka“-meðvitað-dæmi. Ekkert
svona túristabæklingalegt „eigum-
við-kannski-að-kíkja-á-kaffihús?“
Ekkert bjánalegt bóhem. Heimurinn
var loksins kominn til landsins. Eftir
aldalanga baráttu Fjölnis- og tölvu-
manna.
Sem kunnugt er liggur heims-
menningin í cappucino-bollanum,
hún felst í þessari furðulegu upp-
götvun, hvítri froðu sem liggur á
heitu kaffi. Samhliða þessu cappuc-
ino-mómenti, þessum mónómental
mánudegi í Islandssögunni, gat
Reykjavík nú státað sig af bestu víe-
dóleigum heims, flestum módelum
per gagnfræðaskóla, jeppaðasta bíla-
flotanum, ódýrustu (og fallegustu)
gleðikonunum, lang dýrustu tann-
læknum allra tíma, bláasta lóni ver-
aldar, loðnasta forsætisráðherra sög-
unnar, mestri GSM-símaeign og
bestri alhliða grillkunnáttu almenn-
ings ever. Óþarft er hér að minnast á
heimsmet okkar í lestri, lyfjaáti,
langlífi og húshita. Á fimmtíu árum
Atburðir dagsins
1900 Oscar Wilde deyr í París, 46 ára, í
örbirgð og umkomuleysi. 1916 Goðafoss
strandar á Homströndum. Mannbjörg
varð en skipið náðist ekki aftur á flot.
1957 ítalski stórsöngvarinn Beniamino
Gigli deyr. 1965 Islenskir bankar keyptu
Skarðsbók á uppboði í Lundúnum.
Afmælisbörn dagsins
Andrea Pulludio 1508, ítalskur arkitekt
sem hafði mikil áhrif með verkum sínum.
Mark Twain 1835, bandarískur rithöf-
undur. Winston Churehill 1874, forsæt-
isráðherra Breta í seinna stríði og Nóbels-
haft í bókinenntum.
Annálsbrot dagsins
Á Eyrarbakka giptist kona áttræð tvítug-
um manni, og vildi skila honum aptur, þá
árið höfðu saman verið, og sagt hann
væri inpotens [getulaus].
Grímsstaöaannáll 1706.
yitleysa dagsins
Ég elskaði eittsinn stelpu. Hún
var heimsk, og ég var vitlaus.
Dagur Siguröarson, 1937-1994, „Ekki er öll
vitleysan eins".
Smygl dagsins
Eg hef engin verðmæti meðferðis nema
snilligáfu mína.
Oscar Wilde við tollskoðun í New York. Wil-
de dó þennan dag fyrir 85 árum.
Málsháttur dagsins
Litlir katlar hafa og eyru.
Orð dagsins
Lífið er kvikmynd
leikin afstjömum.
Myndin er ekki
œtluð bömum.
Kristján frá Djúpalæk, 1916-1994.
Skák dagsins
Rússneski stórmeistarinn Suetin náði
aldrei í fremstu röð, en hann var farsæll
og þéttingssterkur þegar hann var uppá
sitt besta. Hann hefur hvítt og á leik gegn
Nielscn. Með nákvæmri og hnitmiðaðri
árás sprengir hann vígi svarta kóngsins f
loft upp.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Bxh6! gxh6 2. Hd7! Rxd7 3. Dxg6+
Kf8 4. Dh7! Ráðþrota Nielsen gafst upp.