Alþýðublaðið - 30.11.1995, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Qupperneq 3
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 STRÍÐ og stormar - Hernám og h/ettur I Ljóðabók Jóns frá Pálmholti S öngvar um lífið Út er komin bókin Söngvar um lífið eftir Jón frá Pálmholti. I bókinni eru Ijóö frá 30 árum eöa tímabilið 1958 til 1988. í fyrri hluta bók- arinnar eru fjórar Ijóða- bækur sem út komu 1958 til 1973 en í seinni hlutanum eru Ijóð sem birtust í bókakverum ár- in 1978-1987. „Ég hef slepptýmsu, breytt öðru og sums- staðar raðað uppá nýtt, en hef ekki séð ástæðu tilað sameina rithátt. Sagt hefur verið að Ijóð sé því miður aldrei full- ort, en þessum Ijóðum er hér með lokið af minni hálfu," segir Jón í eftirmála bókarinnar sem er 232 blaðsíður. Útgefandi er Hring- skuggar. Ljóðabók Jóns Óskars Hvar eru stræt- is vagn- arnir? Ljóðabókin Hvar eru strætisvagnarnir? eftir Jón Óskar og er þetta 10. Ijóðabók höfundar. Fyrsti hluti bókarinnar ber heitið Nætur og dagar íParís. Annar hlutinn Horft á hafog land og sá í heiti síðasta kaflans er heiti bókar- innar sótt. Hringskuggar gefa bókina út. Fyrirlestrar Þórhalls Vilmundarsonar Kirkj uleg örnefni Nú nálgast óðum þús- und ára afmæli kristni- töku á íslandi, einhverr- ar mestu umskipta, sem orðið hafa í íslenskri þjóðarsögu. Rómversk- kaþólskur siður ríkti hér á landi í hálfa sjöttu öld, en á afmælisárinu árið 2000 mun lútherskur siður hafa staðið í hálfa fimmtu öld. Á þessum timamótum þeinist hug- ur manna að menning- arfi kristninnar. Einn þáttur hans er kirkjuleg örnefni, en þau eru að sjálfsögðu flest frá kaþ- ólskri tíð. Um þessi örnefni mun Þórhallur Vilmundar- son prófessor, forstöðu- maður Örnefnastofnun- ar Þjóðminjasafns, fjalla í tveimur fyrirlestrum í Háskólabíói: á Barbáru- messu mánudaginn 4. desember og Nikulás- aramessu miðvikudag- inn 6. desember klukkan 17.15 í sal 2. Sýndir verða margir uppdrættir ásamt myndum til skýr- ingar. Öllum er heimill aðgangur. AÐDRAGANDI HERNÁMSINS í NÝJU LJÓSI Aðdragandinn að hemámi íslands í maí 1940 hefur þótt liggja ljós fyrir en Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði, varpar hér nýju ljósi á það hvemig atburðarásin var í raun og vem. Óhætt er að segja að hann dragi upp algjörlega nýja mynd af þessum örlagaríku dögum Islandssögunnar þegar þjóðin beið milli vonar og ótta. Bækur Þórs um ísland í síðari heimsstyrjöld, Ófriður í aðsigi og Stríð fyrir ströndum, hafa vakið mikla athygli, fengið góða dóma og verið meðal söluhæstu bóka. Milli vonar og ótta sver sig í ætt við fyrri bækur Þórs. Honum tekst einkar vel að gera frásögnina spennandi og áhugaverða þótt hvergi sé slegið af sagnfræðilegum kröfum. Þór Whitehead bregst ekki lesendum sínum með þessarí nýjustu bók sinni! VAKA-HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK Æ V I iviaríu Guðmundsdóttur ÁSTIRog FRÆGÐog SORGIR FALLVALTLEIKI Ingólfur Margeirsson í hálfan annan áratug stóð María Guðmundsdóttir á hátindum tískuheimsins beggja vegna Atlantsála. En stúlkan sem alist hafði upp í fásinni og náttúrufegurð á Djúpuvík á Ströndum þurfti að lokum að kaupa frægðina og framann dýru verði. I ævisögu Maríu Guðmundsdóttur dregur Ingólfur Margeirs- son upp sanna og eftirminnilega mynd af konu sem ákveðið hefur að gera upp líf sitt. Bókina prýðir fjöldi mynda, bæði þekktar myndir af Maríu úr víðfrægum erlendum tímaritum og myndir úr einkasafni hennar sem hvergi hafa birst. ... hispurslaus og einlæg frásögn Maríu sem Ingólfur færir í letur af mikilli leikni og næmum skilningi. María hlífir sér hvergi og Ingólfur hlífir henni ekki heldur. Það er farið ofan í kviku sálarinnar á bak við glansmyndina sem við áttum af Maríu." - Sæmundur Guðvinsson, Alþýðublaðinu „Ég er mjög sátt við þessa bók. ... Mjög blátt áfram saga. ... Hún gengur mjög langt í því að segja frá skuggahliðum lífs síns og það gefur bókinni mikið gildi. .. .Það gengur alveg fram af manni hvers konar líf þessi kona hefur átt. Ég ætla að gefa henni þrjár stjörnur.“ - Súsanna Svavarsdóttir, Dagsljósi ÆVISAGA SEM LÆTUR ENGAN ÓSNORTINN! SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK VAKA-HELGAFELL

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.