Alþýðublaðið - 30.11.1995, Síða 5

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Síða 5
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Sigur- vegar- inn sár- f ætti Björg Gísladóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Sigun’egarinn sárfœtti. Þetta er fyrsta ljóðabók Bjargar, en hún vakti mikla athygli fyrir leik- þáttinn Þá mun enginn skuggi vera til, sem hún samdi ásamt Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur og fjallar um sifjaspell og afleiðingar þess. Sigur- vegarinn sárfœtti skipt- ist í þrjá kafla sem nefn- ast: Fjötrar, Fangelsi kuldans og Sláttur á fiðlustreng. A bókarkápu segir Soff- ía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur: f þessari bók eru ljóð sem sprottin eru upp úr reynslu Bjargar af kyn- ferði safbrotamál um, bæði úr eigin reynslu hennar sjálfrar sem þol- anda og úr starfi hennar hjá Stígamótum. Björg yrkir af innsæi og hug- rekki um þetta málefni sem lengst af hefur ver- ið þaggað niður í okkar samfélagi. En í bókinni eru önnur ljóð: Ljóð um lífið, ástina og fegurð- ina, ljóð um allar hliðar þess að vera manneskja. Saman endurspegla öll ljóð bókarinnar skynjun og tilfmningar einstak- lings sem hefur gengið í gegnum eldskím á leið sinni til manns og stendur uppi sem sigur- vegari - þó sárfættur sé. Iste að hætti Kósý Á þriðjudaginn kom út fyrsta geislaplata ung- lingahljómsveitarinnar Kósý og heitir hún Kósý jól. Geislaplatan hefur að geyma átján lög, jafnt jólalög, kósý lög, íslensk og erlend, róleg og rokkuð; sem öll eiga þó sammerkt að vera í óvenjulegum og kímn- um útsetningum. Hljómsveitin Kósý hef- ur starfað í rúmt ár og hefur verið skipuð sömu liðsmönnum frá upphafi; þeim Magnúsi, Markúsi, Ragnari og Úlfi. Jón Skuggi stjómaði upptökum og Kisi hf. gefur út. Dreifingu ann- ast Japis. í tilefni útgáf- unnar verða haldnir tón- leikar í Vinabæ (gantla Tónabíó), fimmtudag- inn 30. nóvember næst- komandi. Þar verða á boðstólum jólaöl og flatkökur, auk þess sem „leynigestur" lítur í heimsókn. Miðaverð á tónleikana er 400 krón- ur. HLUTABREFASJOÐUR 21. ALDARINNAR ÍSLENSKIFJÁRSJÓÐURINN Skattaafeláttur • nýr, spennandi ávöxtunarmöguleiki • hlutur í vaxtartækifærum framtíðai'innar ÍSLENSKI FJARSJÓÐURINN HF. er nýr sérhæfður hlutabréfasjóður frá Landsbréfum hf. Sjóðurinn fjárfestir í fýrirtækjum sem eiga mikla vaxtarmöguleika, bæði á sviði sjávarútvegs og tengdrar atvinnustarfsemi og í upprennandi atvinnugreinum, þar sem hæfir stjórnendur, sérfræðiþekking og íslenskt hugvit skapa fýrirtækjum vænlega samkeppnisstöðu á alþjóðlegum mörkuðum. • Skattaafsláttur Hlutabréf í ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM veita einstaklingum allt að 45.000 króna endurgreiðslu tekjuskatts í ágúst á næsta ári (90.000 kr. hjá hjónum). • Fjárfesting tíl framtíðar Auk þess færð þú góða ávöxtun sparitjár og nýtur þátttöku í arðvænlegum vaxtar- tækifærum. • Boðgreiðslur eða áskrift Þú getur keypt hlutabréf á VISA og EURO boðgreiðslum til allt að 24 rnánaða eða í mánaðarlegri áskrift. • Einfaldara getur það ekki verið! Þú getur keypt hlutabréf í ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM hjá Landsbréfum og í öllurn útibúum Landsbankans. • Eitt símtal dugir Hvort sem þú vilt kaupa á boðgreiðslum, í áskrift eða einfaldlega staðgreiða! Tryggðu þér bréf í tæka tíð & , LANDSBREF HF. 7^4- lltn SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.