Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 3
3
VÍSIR
Föstudagur 27. mal 1977.
Algjört bann við tobaksaugíysmgum 1. júní:
Tóbaksmerktir ösku-
bakkar á opinberum
stöðum verða ólög-
iegir sem aðrar
auglýsingar
„Þessi lög eiga að taka til
hvers konar fjölmiðlunar um
reykingar i auglýsingaskyni,
hvort sem um er að ræða beinar
eða óbeinar auglýsingar” sagði
Jón Ingimarsson skrifstofu-
stjóri heilbrigðisráðuneytisins i
samtali við VIsi.
A miðvikudaginn, þann 1.
júni, taka gildi lög um
ráðstafanir til að draga úr
reykingum. Samkvæmt þeim
eru hvers konar. auglýsingar á
tóbaki og tóbaksvarningi
bannaöar hér á landi.
Þegar auglýsingar á tóbaki
voru bannaðar utan dyra fyrir
nokkrum árum færðust þær inn i
verslanir og veitingastaði.
Risastór auglýsingaspjöld tó-
baksframleiðenda „skreyttu”
veggi og ýmis konar klukkur og
ljósaskilti sem merkt var tó-
bakstegundum voru á áberandi
stöðum innandyra.
1 vetur hefur verið rekinn
sterkur áróður gegn tóbaks-
reykingum og auglýsingum um
tóbak. Krabbameinsfélögin
hafa haldið uppi viðtæku
fræðslustarfi i skólum og nem-
endur hófu sjálfir baráttu gegn
þessum auglýsingum með góð-
um árangri. Blööin hafa tekið
undir þessa baráttu og aj-
menningsálitið hefur greinilega
snúist gegn öllum tilraunum til
aö auglýsa tóbak.
í samtali við Visi fyrir
skömmu sagði Matthias
Bjarnason heilbrigðisráðherra,
að sér hefði þótt sjálfsagt að Al-
þingi tæki undir baráttu
unglinganna og nýju lögin voru
samþykkt á þingi á mettima.
Hafa verslunareigendur og aðr-
ir siðan haft tækifæri til að fjar-
lægja allar auglýsingar um tó-
bak, en eins og gengur hafa ekki
allir nýtt þennan frest.
„Þegar auglýsingar um tóbak
voru bannaðar utan dyra var
veittur þriggja mánaða frestur
til að fjarlægja slikar aug-
lýsingar”, sagði Jón Ingimars-
son. Hann kvað nokkra aðila
hafa óskað eftir að fá nú frest til
að taka niður verðmætar klukk-
ur og ljósaskilti, en ekki væri
búið að taka afstöðu til þessara
óska. Hins vegar væri ekki
óeðlilegt aö menn yrðu ekki
kæröir samdægurs og lögin
tækju gildi og einhver stuttur
frestur yrði veittur á þann hátt.
Bannið við tóbaksauglýsing-
um er algjört og til dæmis
verður óheimilt að hafa uppi við
öskubakka sem merktir eru siga
rettutegundum, eins og nú er al-
gengt á opinberum veitinga-
stöðum.
Þá verður bannað að nota
neyslu eða hvers konar meðferð
tóbaks og tóbaksvarnings i aug-
lýsingum eða upplýsingum um
annars konar vörur eöa þjón-
ustu. Það er þvi til dæmis
bannað að sýna reykjandi mann
i fataauglýsingum eða öðrum
slikum auglýsingum. Lands-
þekkt happdrætti getur þvi ekki
lengur haft menn reykjandi
vindla i sinum auglýsingum og
þannig mætti lengi telja. Einu
auglýsingarnar sem leyfðar
eru, eru verðauglýsingar
ATVR.
Brot gegn ákvæðum laganna
varða sektum allt aö hálfri mill-
jón króna nfema þyngri refsing
liggi við samkvæmt öðrum lög-
um.
—SG
Mikill qfli qf
góðri djúprœkju
Sigrúnlsfrá Súðavik, sem er
28 tonna bátur, hefur undan-
farnar þrjár vikur, landað um
tuttugu tonnum af rækju, sem
veidd er á miklu meira dýpi, en
vanalega. Rækjan veiddist um
55 tii 60 milur réttvísandi norður
af Horni á 220 til 240 föðmum.
Pétur Bjarnason, eftirlits-
maður rækjuveiðanna sagði i
samtali við Visi að rækja þessi
væri mjög góð. Að meðaltali eru
120 til 150 stykki i kílói Til
samanburðarsagðiPétur að hjá
rækjubátunum á vetrum, sem
væru að veiðum i Isafjarðar-
djúpi, þætti gott ef 250 til 270
stykki væru i kióinu.
Höfrungur AK leitaði að djúp-
rækju út af Vestfjörðum i fyrra.
Pétur B jarnason sagði að rækja
sem Sigrún heföi veitt heföi ver-
ið vestast á þvi svæði sem hann
hefði verið á. Aö sögn Péturs er
samhangandi veiðisvæði frá
þessum staö sem Sigrún hefur
verið á og austur um aö Kol-
beinsey og Grimsey. Svæöið
fyrir vestan Horn er á hinn bóg-
inn okannaö.
Pétur Bjarnason sagði að
þessa svæði, sem rækjan veidd-
ist á væri stórt og gott að toga á
þvi.
Hann sagði aö menn vestra
væru nú að ihuga að senda fleiri
báta á djúprækjuna. Mikið gæti
verið i húfi, þar sem einn af
stærri bátunum gæti haldið uppi
starfsemi i heilli rækjuverk-
smiöju. Eins og núna er ástatt
stendur rækjuveiðin aöeins
hluta úr vetri. Ef veiöin á djúp-
rækjunni lukkast svona vel er
hægt að lengja veiðitimabilið
verulega.
Verðlagsráð sjávarútvegsins
hefur ákveðið nýtt verð á rækju
sem veidd er yfir sumarmánuð-
ina, og er það 122 krónur á kilo,
komið á flutningatæki við hlið
veiðiskips. Fram til 15. mai
giltu fleiri en eitt lágmarksverö
á rækju, en hið hæsta þeirra var
um 105 krónur fyrir kflóið. Þetta
er þvi um 16,2 prósent hækkun
miðað við það verð.
Skelfiskbátar hafa veriö að
veiöum fyrir vestan og gengið
vel. Nokkrir erfiðleikar eru við
að hreinsa, en flokkunarvél sú
sem sett hefur verið um borö i
bátana reynist ágætlega.
—EKG
150 hestar á kapp-
reiðum Fáks á Víði-
völlum á mánudaginn
Um 150 hestar munu koma
fram á árlegum Hvitasunnu-
kappreiðum Fáks, sem verða
haldnar á skeiðvellinum að
Víöivöllum á mánudaginn. Þær
hefjast kl. 14.
t hópi þeirra hesta, sem fram
koma, eru ýmsir landskunnir
hestar, og veröa þetta með
glæsilegustu kappreiðum, sem
haldnar hafa verið, segir I frétt
frá Fák.
Kynntir verða og sýndir
nokkrir eldri verölaunaðir
gæöingar, sem ekki hafa komið
fram á sýningum siðastliðin ár.
Þá verður gæöingakeppni ung-
linga í tveimur aldursflokkum.
Veðbanki veröur starfræktur
að venju, og eins mun Kvenna-
deild Fáks standa fyrir happ-
drætti, og verður dregið að lokn-
um kappreiðunum úr seldum
miðum. —ESJ.
FYRIR
HVÍTASUNNU
HELGINA
Buxur
Bolir
Mussur
Herra- og
dömuskór
Bergstaöastræt
Opið kl. 10-12, laugardag