Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 9
9 5 WkÁ', ♦ (fl f mmM Gamall söngleikur í nútímanum Söngleikurinn Helena fagra eft- ir Jacques Offenbach veröur frumsýndur I Þjööieikhúsinu I kvöld. Texti söngleiksins er þýdd- ur og endursaminn af Kristjáni Arnasyni og Brynja Benedikts- dóttir og Sigurjón Jóhannsson hafa unniö leikgeröina upp úr texta Kristjáns. Leikmyndin er eftir Sigurjón Jóhannsson. Tónlistarstjóri er Atli Heimir Sveinsson. Mun hann jafnframt stjórna hljómsveitinni á fyrstu sýningunum en slöan tek- ur Ragnar Björnsson viö hljóm- sveitarstjórn. Hljóöfæraleikarar eru úr Sinfónluhljómsveit ls- lands. Leikstjóri sýningarinnar er Brynja Benediktsdóttir. Um 50 manns koma fram I sýn- ingunni: leikarar, söngvarar, poppstjörnur, íslenski dansflokk- urinn, Þjóöleikhúskórinn o.fl. Meö helstu hlutverk fara Helga Jónsdóttir og Arnar Jónsson, sem leika Helenu og Parls, en Stein- unn og Olafur Orn Thoroddsen fara meö þessi hlutverk á sumum sýninganna. Söngleikurinn Helena fagra er meö þekktustu verkum Offen- bachs, en hann er víökunnur fyrir söngleiki slna og óperur. Alls samdi hann á annaö hundraö leik- húsverk. Mörg hin vinsælustu samdi hann meö textahöfundun- um Henri Meilhac og Lucovic Halévy og er Helena fagra I þeirra hópi. Söngleikurinn var frumsýndur I Parls áriö 1864 og varö þegar I staö glfurlega vinsæll. 1 verkinu erleitaö fanga aftur I grlska forn- öld,en I rauninni fjallaöi hann þó fyrst og fremst um samtíö höf- undar, hiö glysgjarna og alvöru- lausa þjóölif þess tlmabils franskrar sögu, sem kennt er viö annaö keisaradæmiö. Verkiö hef- ur þó iöulega veriö aölagaö aö- stæöum þeirra staöa og tlma, sem þaö hefur veriö sýnt á, og er einn- ig svo aö þessu sinni. Hefur þýö- andinn fært verkiö og margar skfrskotanir þess yfir I okkar eig- iö umhverfi. KANN EKKI AÐ TELJA - EN TELUR ÞÓ ÚT í FÍNASTA HÖR — Vinna vistfólks í Skálatúni til sýnis og sölu í MH Skálatúnsheimiliö I Mosfells- sveit heldur sölusýningu á vinnu vistfólks I Norræna húsinu um hvltasunnuhelgina. Skálatúnsheimiliö, sem er vist- heimili fyrir vangefna, er sjálf- seignastofnun og rekiö fyrir dag- gjöld frá Tryggingastofnuninni. Vistmenn eru nú 57 talsins á aldrinum 3ja til 49 ára og er tölu- verö dreifing I getu þeirra. Vistmenn stunda verklegt nám og sumir bóklegt. Einnig eiga þeir völ á nokkurri sund- og leik- fimikennslu. Getuminni einstak- lingar eru þjálfaöir I daglegum athöfnum eins og aö boröa sjálfir og klæöa sig. Skálatúnsheimiliö hélt sföast sýningu voriö 1973 og hefur þvl töluvert safnast fyrir af handa- vinnu vistmanna. A sýningunni eru mottur og teppi, bæöi rýja- teppi og smyrnateppi, leöurvör- ur, tuskudúkkur, mussur á börn og fulloröna meö tauþrykki, vefn- aöur og ótal margt annaö. Þóra Svanþórsdóttir handa- vinnukennari sagöi I samtali viö Vísi aö flestir vistmanna, gætu unniö eitthvaö viö handavinnu og margir ættu auövelt meöþaö.Til dæmis um verkgetu fólksins sagöi hún aö ein stúlkan kynni ekki aö telja nema upp aö þremur, en þó teldi hún út I fínasta hör á hinn listilegasta hátt. Sýningin I kjallara Norræna hússins er opin frá laugardegi 28. mal til annars hvltasunnudags kl. 4-10, laugardag, og 2-10 hina dag- ana. Tvisvar á hverjum sýningar- degi, kl. 4 og 9, veröur sýnd kvik- mynd sem tekin var af lífi og starfi fólksins I Skálatúni. Stokkseyringur sýnir á Selfossi Elvar Þóröarson frá Sjólyst á Stokkseyri opnar sýningu á 38 oliu-og vatnslitamyndum I Lista- safni Arnessýslu á Selfossi á laugardaginn. Þetta er önnur einkasýning Elvars, en I fyrra sýndi hann á Stokkseyri. Einnig hefur hann tekiö þátt i nokkrum samsýningum á Selfossi. Sýningin veröur opin til 5. júni kl. 2-10 um hclgar og 8-10 e.h. virka daga. Iðnskólinn í Reykjavík Móttaka umsókna um skólavist i eftirtald- ar deildir fer fram i Miðbæjarskólanum Frikirkjuvegi 1, dagana 31. mai til 3. júni kl. 9.00-17.00. 1. Samningsbundnir iðnnemar: Nemend- ur hafi með sér staðfestan námssamning ásamt ljósriti af prófgögnum. 2. Verknáms3kóli iðnaðarins: a. Bókagerðardeild: Offsetiðnir, prentiðn- ir og bókband. b. Fataiðnadeild: Kjólasaumur og klæð- skurður. c. Hársnyrtideild: Hárgreiðsla og hár- skurður. d. Málmiðnadeild: Bifreiðasmiði, bifvéla- virkjun, blikksmiði, ketil og plötusmiði, pipulagningar, rennismiði og vélvirkjun. e. Rafiðnadeild: Sterkstraumur: Raf- virkjun og rafvélavirkjun. Veikstraumur: Útvarpsvirkjun og skriftvélavirkjun. f. Tréiðnadeild: Húsasmiði, húsgagna- smiði, húsgagnabólstrun, myndskurður, skipa-og bátasmiði. 3. Framhaldsdeildir verknámsskóla iðnaðarins: a. Bifvélavirkjun. b. Húsgagnasmiði. c. Rafvirkjun og rafvélavirkjun. d. Útvarpsvirkjun. e. Vélvirkjun og rennismiði. 4.1. áfangi: Nám fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði um inngöngu i 2. áfanga eða verk- námsskóla iðnaðarins. 5.Tækniteiknun. öllum umsóknum nýnema skal fylgja ljósrit eða staðfest afrit af prófskirteini. Inntökuskilyrði eru samkvæmt reglum Menntamálaráðuneytisins um nám i framhaldsskólum. Upplýsingar verða veittar af starfsmönnum skólans við mót- töku umsókna. Skólastjóri. Störf við Mjólkórvirkjun Staða vélstjóra og raftæknis við Mjólkár- virkjun er laus til umsóknar. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf, aldur og fjölskyldustærð send- ist fyrir 1. júni n.k. til Rafmagnsveitna rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik og þar eru veittar nánari upplýsingar um störfin og hjá rafveitustjóranum á Vestfjarða- veitu Aage Steinssyni, ísafirði. KENNARAR Eftirtaldar kennarastöður við skólana i ísafjarðarkaupstað eru lausar til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 7. júni n.k. 1. Nokkrar kennarastöður i bóklegum greinum við Gagnfræðaskólann. Upp- lýsingar gefur Kjartan Sigurjónsson, skólastjóri, simi (94 ) 3874. 2. Tvær kennarastöður við Barnaskóla ísafjarðar. Upplýsingar gefur Björgvin Sighvatsson, skólastjóri, simi (94 ) 3064. 3. Skólastjóra- og kennarastaða við Barnaskólann i Hnifsdal. Upplýsingar gefur Jón Páll Halldórsson, form. skólanefndar, simi (94) 9222. Skólanefnd ísafjarðar Óskum eftir að róða mann til starfa i verksmiðju vorri. Etna hf. Grensásvegi 7. sími 83Slf. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.