Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 8
8 Sundnámskeið fyrir börn 1. júní - 28. júni 1. júni hefjast sundnámskeið fyrir börn fædd 1970 og eldri. Innritað er 31. mai. Innritun fer fram á sundstöðunum: Sundhöll Reykjavikur s. 14059. Sundlaugarnar i Laugardal s. 34039. Sundlaug Vesturbæjar s. 15004. og i skólasundlaugum þann 31.mai kl. 10-12 og 16-18. Sundlaug Árbæjarskóla, Sundlaug Breiðagerðisskóla, Sundlaug Breiðholtsskóla, Sundlaug Fjölbrautarskólans. Þátttökugjalder 1.800.- og greiðist við inn- ritun. Kennt er alla virka daga nema laugardaga. Hvert námskeið er 18-20 kennslustundir. Athugið breyttan innritunartima. íþróttaráð Fræðsluráð Auglýsing Um framhald aðalskoðunar bifreiða i Hafnarfirði, Garðakaupstað og I Bessa staðahreppi 1977. Hafnarfjörður, Garðakaupstaður og Bessastaðahreppur: Miðvikudagur 1. júni G-1501 til G-1650 2. júni G-1651 til G-1800 Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur 3. júni G-1801 til G-1950 6. júni G-1951 til G-2100 7. júni G-2101 tilG-2250 8^ júni G-2251 til G-2400 9. júni G-2401 til G-2550 10. júni G-2551 til G-2700 13. júni G-2701 til G-2850 14. júni G-2851 til G-3000 15. júni G-3001 til G-3150 16. júni G-3151 til G-3300 20. júni Gr-3301 til G-3450 21. júni G-3451 til G-3600 22. júni G-3601 til G-3750 23. júni G-3751 til G-3900 24. júni G-3901 til G-4050 27. júni G-4051 til G-4200 28. júni G-4201 til G-4350 29. júni G-4351 til G-4500 30. júni G-4501 til G-4650 Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnar- firði frá kl. 8.15—12.00 og 13.00—16.00 alla framangreinda skoðunardaga. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild öku- skirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningamúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýsum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna ljósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og Garða- kaupstað. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu, 24. mai 1977. Einar Ingimundarson. Málar fólk, kýr og ímyndaða staði Myndirnar sem Brian C. Pilkington stendur hér viö eru geröar eins og ljósmyndir, þar sem fólk stillir sér upp fyrir myndatökuna. Ljósm.: JA Fólk, kýr og imyndaöir staöir eru þau viðfangsefni sem Brian C. Pilkington hefur valiö sér aö myndefni. Brian heldur nú sina fyrstu einkasýningu i Gallerí Sólon Islandus i Aöalstræti. Aö- ur hefur hann tekiö þátt i sam- sýningum i heimalandi sinu, Bretlandi. Brian C. Pilkington er auglýs- ingateiknari að mennt og hefur starfað hér á landi i vetur á teiknistofunni Argus. Hann sagði i samtali við Visi að hér likaði honum vel að vera og þótt hann væri nú á förum til Eng- lands, bjóst hann við að koma hingað aftur til starfa i haust. Á sýningunni i Galleri Sólon Islandus sýnir listamaðurinn tæplega 60 myndir, sem allar eru málaðar með akrillitum. Sýningin verður opin til 4. júni kl. 2-6 virka daga, en 2-10 um helgar. Bresk tón- list á Kjarvals- stöðum Nokkrir tónlistarmenn munu flytja breska tóniist I vestursal Kjarvalsstaöa i kvöld, föstudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir I tilefni af sýningunni ,,12 breskir listmáiarar”, sem nú stendur þar yfir. Flytjendur eru þau Rut L. Magnússon söngkona, Jónas Ingi- mundarson píanóleikari, Lárus Þau ieika breska tónlist hjá breskum listaverkum. Sveinsson trompetleikari, Jón Sigurðsson trompetleikari, Christina Tryk hornleikari, Ole Kristian Hansen básúnuleikari og Bjarni Guðmundsson básúnuleik- ari. Efnisskrá er mjög fjölbreytt og er ætlað að gefa einhverja mynd af breskri tónlist I margar aldir. Hefst hún á svltu eftir 17. aldar tónskáldið Henry Purcell og siðan verða flutt þjóðlög og útsetningar á þeim, bæöi gamiar og nýjar. Rut L. Magnússon mun einnig flytja lagaflokk Benjamins Britt- en „Charm og Lullabies” og hornaflokkur mun flytja kvintett eftir annað breskt tónskáld á á þessari öld, Malcolm Arnold. Sýningar Kjarvalsstaðir: t Austursal er sýning á verkum eftir Jóhannes Kjarval. t Vestursal er sýningin „12 breskir listmálarar og i kvöld verður þar flutt bresk tónlist. Norræna húsið: Sölusýning á vinnu vistfólks Skálatúnsheim- ilisins verður opin frá 28. mai til 30. mai kl. 4—10 á laugardag, 2—10 hina dagana. Ásgrimssafn: Sumarsýning safnsins á verkum Ásgrims Jónssonar er opin alla daga, nema laugardaga, kl. 1:30—4. Gaileri Sólon tsiandus: Brian C. Pilkington sýnir akrilmyndir og er sýningin opin til 4. júni kl. 2—6 virka daga, 2—10 um helg- ar. Einnig eru þarna til sýnis og sölu keramik, vefþrykk og mál- verk eftir ýmsa listamenn. Galleri SÚM: Sigurður Þórir Sigurðsson sýnir 52 grafik- myndir. Sýningin er opin kl. 16—22 daglega til 30. mai. Mokka: L jósmyndasýning Rögnu Hermannsdóttur stendur yfir næstu þrjár vikur. Sýningarsalur Aí Grensásvegi 11: Jón Baldvinsson sýnir 30 oliumálverk. Félagsheimili ölfusinga Hveragerði: Þóra Sigurjóns- dóttir sýnir listmuni og mál- verk. Sýningin er opin til 31. mai kl. 14—22. Eden, Hverageröi: Oili Elin Sandström sýnir 70 oliumál- verk. Sýningin stendur til 5. júnl. Iðnskóiinn i Hafnarfirði: Sveinn Björnsson sýnir milli 60 og 70 myndir. Leikhús Þjóðleikhúsið frumsýnir söngleikinn Helenu fögru eftir Offenbach i kvöld kl. 20. önnur sýning verður á annan i hvita- sunnu kl. 20. Dýrin i Hálsaskógi verða sýnd i siðasta sinn I vor á annan i hvitasunnu kl. 15. Leikfélag Reykjavikur: sýnir Blessað barnalán i kvöld og á 2. hvitasunnudag kl. 20:30. Finnsk listakona sýnir í Eden Málverkasýning finnsku iistakonunnar Oili Elinu Sandström verður opnuð í Eden I Hveragerði I kvöld. Sýningin stendur til 5. júni. Listakonan var búsett hérlendis I niu ár og hélt þá nokkrar mál- verkasýningar sem voru mjög fjölsóttar og mikið seldist af mynd- um hennar. Hún er nú flutt til Finnlands en sendi hingað 70 oliumál- verk til sýningar. Um er aö ræöa landslagsmyndir héöan og frá Finnlandi auk blómamynda og eru allar myndirnar til sölu. — SG. Rokk og ról í Hafn- arfirði Rokk og ról hljómleikar verða i Hafnarfiröi á morgun laugardag. Kiukkan 16. Þaö er Ljónið, bindindisféiag i Hafnarfirði sem að hljómieik- unum stendur. Fram koma hljómsveitirnar Árblik, Alexia og Exit, úr Reykjavik og Sonic úr Hafnar- firði. Forsala aðgöngumiöa fer fram i versluninni Plötuportið i Reykjavík, Músik og Sport Hafnarfirði og i Bæjarbiói.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.