Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 27. mal 1977.
VlSIR
(Jtgefandi: Heykjaprent hf
Framkvæmdastjóri:Davf6 GuOmundsson
Kitstjórar:Porsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Gubmundsson. Fréltastjóri erlendra frétta : Guömundur Pétursson. IJm-
sjón meö helgarblaói: Arni Þórarinsson. Blaóamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guófinnsson,
Ellas Snæiand Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson
Söiustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjói i: t*orsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur
R. Pétursson.
Auglýsingar: Siöumúla 8. Simar 822M, 84411. Askriftargjald kr. 13M á mánuöi innanlands.
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 84411. Verö i Unsasöin kr. 78 eintakiö.
Ritstjórn: Siöumúla 14. Sfmi 84411, 7-llnur. Prentun: Blaöaprent hf.
Víglundur
og Þjóðviljinn
Launþegafélögin hafa i þeirri kjaradeilu/ sem nú
stendur yfir, beitt ýmsum nýjum þrýstiaðgerðum. Svo
virðist sem skyndiverkföllin hafi farið út í sandinn,
eftir að tvö stór félög í Reykjavík, Verslunarmanna-
félagið og Iðja, kváðu niður tilraunir utanaðkomandi
aðila til að hrinda af stað ólögmætum vinnustöðvun-
um innan þeirra verksviðs.
i framhaldi af þessum neikvæðu viðbrögðum við ó-
lögmætum vinnustöðvunum hefur Alþýðusambandið
nú ákveðið að skipuleggja staðbundin allsherjarverk-
föll. Þau munu væntanlega standa einn dag i senn og
verða boðuð svo sem lög gera ráð fyrir. Við slíkar
þrýstingsaðgerðir er ekkert að athuga, þó að öllum sé
Ijóst, að verkföll eru yf irleitt til tjóns bæði fyrir laun-
þega og vinnuveitendur.
Yfirvinnubann það, sem forseti Alþýðusambands-
ins boðaði i fyrsta maí ræðu sinni og staðið hefur siðan
er hins vegar vert eftirtektar fyrir margra hluta sak-
ir. Það beinir athyglinni að tveimur mikilvægum stað-
reyndum varðandi vinnutíma hér á landi. I fyrsta lagi
er dagvinnutími hér styttri en annars staðar þekkist.
En í annan stað er Ijóst, að hlutur yfirvinnu er hér
miklu meiri en viðgengst með öðrum þjóðum.
Engum vafa er undirorpíð, að yfírvinnubannið
hefur víða haft nokkra röskun í för með sér fyrir at-
vinnufyrirtækin. Eigi að síður er Ijóst, að áhrif yfir-
vinnubannsins eru miklum mun minni, en menn höfðu
búist við. Þegar allt kemur til alls er fullkomið álita-
mál, hvort það er ekki eins mikill þrýstingur á verka-
lýðsforystuna sjálfa að ganga til samninga eins og at-
vinnurekendaforystuna.
Sú spurning hefur óneitanlega komið fram, hvort
ekki sé unnt að skipuleggja almenna dagvinnu betur
þannig að við losnum við þjóðskipulag yfirvinnunnar.
Þjóðviljinn og Viglundur Þorsteinsson framkvæmda-
stjóri steypustöðvarinnar BM Vallá hafa bent á
nokkrar athyglisverðar staðreyndir i þessu sambandi.
Viglundur Þorsteinsson sagði þanmg fyrr í þessari
viku í viðtali við Þjóðviljann, að aukavinnubannið
hefði ekki haft nein áhrif á starfsemi stöðvarinnar,
sem hann stjórnar, og afköst hennar hefðu ekki
minnkað. Hann segir, að með skipulagningu hafi
reynst unnt að ná meiri afköstum en áður. Þetta eigi
bæði við um steypuframleiðsluna og aðra þætti bygg-
ingariðnaðarins.
Framkvæmdastjóri þessarar steypustöðvar segir
t.d., að stundvísi manna hafi verið betri eftir að yfir-
vinnubannið gekk I giidí. Jafnframt heldur hann því
fram, að hægt sé að afnema aukavinnu í byggingar-
iðnaði og ef reynslan sýndi, að unnt væri til frambúð-
ar að ná sömu afköstum á átta tímum eins og tíu áður,
gæfi auga leið, að hægt væri að greiöa hærra kaup
fyrir dagvinnu en gert hefði verið.
Þjóðviljinn lagði réttilega mikla áherslu á þessar
yfirlýsingar Víglundar Þorsteinssonar. Engum vafa
er undirorpið að sama árangri má ná á miklu fleiri
sviðum atvinnulífsins. Ef til vill þarf fyrst og fremst
einhvers konar hugarfarsbreytingu til þess að afnema
þjóðskipulag yfirvinnunnar. Dagvinnutekjur hafa
ekki nægt þorra manna til framfærslu og því hafa
launþegar þrýst á um að fá yfirvinnu.
Það væri vissulega mikið framfaraspor, ef unnt
reyndist að snúa blaðinu við I þessum efnum. Meiri
afköst í dagvinnu myndu leiða til hærra kaupgjalds
fyrir eðlilegan vinnutíma. Þessi háttur myndi í flest-
um tilvikum þjóna bæði hagsmunum launþega og
vinnuveitenda. Yfirvinnubann verkalýðsfélaganna
hefur beint athygli manna að nauðsyn þess að koma
fram breytingum á þessu sviði. En um leið er það
álitaefni, hvort við getum leyft okkur að hafa styttri
dagvinnutima en aðrar þjóðir.
Áningastaðirnir við þjóðvegina tilbúnir að taka við
Staðarskóli í Hrútafirði:
Þor fóst sérskammtar
fyrir krakkana
1 Staðarskála er hægt að fá heimilismat á kvöldmatar- og hádegisverðartimum. Ljósmynd: VIsis: Jens.
Kvikmynd Reynis Oddssonar skipti okkur miklu máli og var fagnaðarefni hér
þrátt fyrir einhverja ágalla. Það er vegna þess að okkur f innst alltaf þúsund sinn-
um meira virði að geta gert hlutina sjálf en fá þá frá öðrum.
C
Neðanmáls
D
Sigfried
Indriði G. Þorsteinsson
skrifar og segir að
frœndur okkar á
Norðurlöndum œttu
að huga að því að
veita því fé, sem
þegar er beint hingað
í áhrifalitlar aðgerðir,
til verkefna, sem við
treystum okkur ekki
sjálf til að framkvœma
Samskipti islands og
hinna Norðurlandanna
hafa verið tekin upp með
alveg sérstökum hætti
siðustu áratugina. í
þeim samskiptum hefur
einkum gætt almennrar
stjórnmálalegrar sam-
vinnu annars vegar og
nokkurrar menningar-
legra afskipta hins veg-
ar, sem m.a. hafa verið
byggð á þeirri staðreynd
að allt frá striðslokum
hafa íslendingar verið
taldir einskonar landa-
mæraþjóð á mörkum
engilsaxneskra áhrifa
eða öllu heldur ame-
riskra. Norðurlanda-
þjóðirnar, sem heild
eiga auðvitað sin mörk.
Svo er um Finnland i
austri og Danmörku i
suðri.
ENGINN MENNINGARLEGUR
VIÐBÚNAÐUR TILAÐ
HREINSA FINNA
Enginn sérstakur viðbúnaöur
hefur veriö haföur I frammi i
menningarlegu tilliti til aö
hreinsa finna af sambúöar-
syndum viö granna sinn I austri
og fólk á Suöur-Jótlandi horfir
átölulaust á þýskt sjónvarp og
veröur stanslaust fyrir margvis
legum þýskum áhrifum, án þess
Noröurlöndin sem slik hafi tekiö
upp sérstaka stefnu til aö firra
jótann óæskilegum menningar-
áhrifum. Þá er staöreynd aö I
Danmörku og Skandinavlu gætir
mjög engilsaxneskra áhrifa og
sést þaö best á þeim fjölda töku-
oröa úr ensku, sem þessi mál-
svæöi hafa tileinkaö sér. Þegar
þessar staöreyndir eru haföar I
huga ér ekki nema eölilegt aö
mönnum finnist svolitiö skritiö
þaö ofurkapp, sem lagt er á
„hreinlifi” islendinga innan
Noröurlandanna. Hvergi hefur
veriö kostaö ööru eins til og hér
af hálfu Norðurlandanna til aö
verja landamæri norrænnar
menningarheildar. Má þar nefna
byggingu sérstaks samkomustaö-
ar I Noröurmýrinni. Meö vissu
millibili birtist þar norrænt