Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 4
( Föstudagur 27. maí 1977. VISIR Umsjón: óli Tynes 3 Mólúkkarnir slepptu öllum börnunum vegna veikinda Mólúkkarnir sem haldið hafa 150 manns i gislingu i Hollandi und- anfarna fjóra daga neyddust i nótt til að sleppa börnunum 105 sem þeir héldu eftir að einhverskonar virus sjúkdómur fór eins og eldur i sinu meðal þeirra. Þeir halda hins- vegar áfram skóla- stjóranum og fimm kennurum og um fimmtiu manns i hrað- lestinni sem þeir náðu á sitt vald. Þaö var um tvöleytiö I nótt sem mólúkkarnir höföu sam- band viö yfirvöld og kváöust ætla aö láta börnin laus. Heill floti af sjúkrabilum fór til skól- ans, en brottflutningurinn tók langan tima. Aöeins einn sjúkrabill I einu fékk aö koma upp aö skólanum. Hann varö aö stoppa 300 metra frá aöaldyrunum og sjúkraliös- mennirnir fóru þaöan meö bör- ur til aö sækja tvö börnisenn. Börnin voru svo flutt I næsta sjúkrahús og þar var allt tiltækt lækna- og hjúkrunarliö kallaö út. Eftir læknisskoöun var sum- um börnunum leyft aö fara heim til foreldra sinna, en flest eru þó ennþá I sjúkrahúsinu. Þaö má nærri geta hvilikur léttir þettta er fyrir foreldra barnanna og raunar alla sem hafa fylgst meö „fangelsun” þeirra. Börnin eru á aldrinum sex til tólf ára. Fagnandi ibúar Bovensmilde þustu út á göturnar þótt um miöja nótt væri og fylgdust meö þegar sjúkrabilarnir komu meö- börnin i sjúkrahúsiö. Talsmaöur hollensku rikis- stjórnarinnar sagöi aö eins og um heföi veriö rætt væri nú hægt aö hefja samningaviöræöur viö mólúkkana, en stjórnin haföi staöfastlega hafnaö öllum Hollenskir hermenn á veröi fyrir utan skólann. Hlutverki þeirra þar er ekki enn lokiö þvi skólastjórinn og fimm kennarar eru enn i gislingu. samningum fyrr en búiö væri aö láta börnin laus. Þetta léttir þó ekki áhyggj- urnar vegna þeirra sem eru enn I haldi. Stjórnin hefur sagt aö mólúkkarnir fái ekki aö taka meö sér neinn gisl úr landi. Hinsvegar hefur hún ekki úti- lokaö aö látnir veröi lausir þeir mólúkkarsem nú sitja i fangelsi fyrir hryöjuverkastarfsemi. Hryöjuverkamennirnir sem hafa veriö aö undanfarna fjóra daga hafa krafist þess aö 21 hryöjuverkamaöur veröi látinn laus og aö þeir fái risaþotu af geröinni Boeing 747 til aö kom- ast úr landi. Fé til jarðskjálfta- rannsókna Bandarísk öldunga- deildarþingnefnd hefur samþykkt 205 millión doliara fjárveitingu til þriggja ára rannsókna á möguleikum þess að sjá jarðskjálfta fyrir. Formælandi frumvarpsins, Warren Magnússon, segir að nýjar uppgötvanir bendi til þess að innan tiu ára veröi Bandarikin fær um að spá fyr- ir um jarðskjálfta. Rarinsóknin tekur einnig til þess hvaöa tegundir húsa standi best af sér jarðskjálfta og • gerð verður áætlun um áhrifin af hörðum jarðskjálfta á vissu svæði i Bandarikjun- um. Ekki er nefnt hvaða svæði það er, en liklega er átt við Kaliforniu. Rússneskir skriðdrekar í Mozambique Um 30-40 rússneskir mánuði og eru nú aðeins skriðdrekar voru fluttir 70 kilómetra frá landa- til Mozambique i siðasta mærum Suður-Afriku, að sögn dönsku frétta- stofunnar Ritzau. Fréttaritari Ritzau 1 Mozambique hefur eftir skandinaviskum diplomötum og öörum aö skriödrekarnir, sem eru af geröinni T-34, hafi verið fluttir til Mozambique meö austur-þýsku skipi og skipaö á land 12-14. aprfl siöastliöinn. Þaðan var þeim aö sögn frétta- stofunnar ekiö til herstöövar skammt fyrir noröan Maputo þar sem þeir voru geymdir þar til far- iö var aö senda þá til hernaöar- lega mikilvægra staöa. Skriödrekasveitir gætu valdiö ródesiskum hersveitum töluverö- um erfiöleikum ef þeir gættu her- búða Frelimo skæruliöa I Mozambique sem ródeslumenn hygöust heimsækja. Meðan börnin voru i haldi i skólanum reyndi geðtrufluð kona að komast inn i hann. Mólúkkarnir hófu skothrið, en lögreglan hafði simasamband og fékk leyfi til að senda menn eftir henni. Lögreglumennirnir urðu hinsvegar að afklæðast áður en þeir fengu að nálgast skólann. Sporkoði Brezhnev Podgorny? Sendiherra Bandaríkj- anna í Sovétríkjunum hefur sagt Carter forseta að hann telji að Nicolai Podgorny forseti Sovét- ríkjanna hafi verið settur út úr stjórnmálaráðinu fyrir tilstilli Leonids Brezhnev sem hafi með því verið að styrkja stöðu sina. Sendiherrann, Malcolm Toon, var að ræöa viö forsetann, i stuttri heimsókn sinni til Bandarikjanna. Fréttamenn heyröu Carter segja að hann væri ekki viss um hvað „hreins- unin” á Podgorny þýddi. Toon svaraöi þá: „Ég held að þetta sé tilraun af hálfu Brezhnevs til að styrkja sig i sessi.” Rússar vilja rœningjann framseldan Sovésk yfirvöld ieggja nú haTt að svíum að fram- selja fertugan verkf ræðing sem í gær neyddi rússn- eska flugvél til að -flytja sig til Svíþjóðar. Svíar hafa engan fram- salssamning við Sovétrík- in, en eru hins vegar aðilar að alþjóðasáttmála um baráttu gegn flugránum. Sænsk yfirvöld segja að mál mannsins verði rann- sakað næstu daga, áður en ákvörðun verður tekin um örlög hans. Hins vegar fær flugvélin, áhöfn hennar og 18 aðrir farþegar að sjálf- sögðu að fara úr landi við fyrsta tækifæri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.