Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 27.05.1977, Blaðsíða 5
5 I. Bandariski hershöfðinginn ; John Singlaub hefur itrekað þá skoðun sina að ef Bandaríkin kalli herlið sitt heim frá Kóreu á næstu fjórum til fimm árum, muni það leiða til innrásar Norður-Kóeru i Suður-Kóreu. Hershöfðinginn sagði enn- fremur að yfirgnæfandi meiri- hluti bandariskra herforingja og embættismanna i Kóreu, þar Singlaub hershöfðingi um viðbrögð herfor- ingja við heim- kvaðningu bandaríska herliðsins að flytja burtu hersveitir sinar á næstu fimm árum. Ætlunin er að styrkja mjög her Suður-Kór- eu á þeim tima. Hermenn Suð- ur-Kóreu eru frábærlega þjálf- aðir og agaðir ' en i vopnabúnaði standa þeir „kollegum sinum” hinum megin við landamærin, langt að baki. Það er nú talið liklegt að her- ráð Bandarikjanna verði kallað fyrir þingnefndútaf þessu máli. 1 vitnisburði sinum sagði Sing- laub, hershöfðingi nefnilega að herstjórnin i Kóreu hefði aldrei fengið viðhlitandi skýringu á þessum fyrirhugaða brottflutn- ingi. Hershöfðinginn sagði að þeir heföu itrekað varað við þvi að Bandariskir hermenn á eftirlitsferð við landamærin að Norður-Kóreu: An þeirra hefur N-Kórea algera hernaðaryfirburði. fækkað yrðií bandariska herlið- inu i Suður-Kóreu. Hann sagði einnigað þeir hefðu itrekað sent herráðinu fyrirspurn um hvers- vegna ætti að flytja liðið á brott og hvernig framtiðarsamskipti Bandarikjanna og Suður-Kóreu ættu að vera. „Við fengum aldrei neina skýringu. Við höfum aldrei heyrt neina ástæðu fyrir þvi að það á að kalla herliðið heim. Ég mundi segja að það væri dálitið óvenjulegt.” Singlaub sagði að það væri sin persónulega skoðun að Banda- rikin ættu ekki að kalla heim herliðið frá Suður-Kóreu, nema þá annaðhvort aö Norður-Kórea undirritaði friðarsáttmála og viðurkenndi að til séu tvær Kór- eur, eða þá að herafli Suður- Kóreu yrði gerður svo sterkur að Noröur-Kórea legði ekki i það að gera innrás. STUÐNINGUR AFRAM Park Chung-Hee, forseti Suð- ur-Kóreu hefur lýst þvi yfir að hann geri sér grein fyrir að á- kvörðun Carter sé endanleg. Þessa dagana eru i Suður-Kóreu þeir George Brown, hershöfð- ingi, yfirmaður bandariska her- ráðsins, og Philip Habib, að- stoða rutanrikisráðherra. Þeirra hlutverk er að ræða við stjórn Suður-Kóreu um brott- flutninginn, og skipuleggja hann. Þeir hafa lagt áherslu á að þótt bandariska herliðið hverfi á brott muni Suður-Kórea njóta áfram sama stuðnings frá Bandarikjunum. Bandarikin myndu halda á- fram beinni aðstoð i lofti á sjó og við birgöaflutninga. Langflestir sannfœrðir um innrós fró N-Kóreu á meðal sendiherrann, væru sama sinnis. Þá væri stjórn og herforingjar Kóreu sannfærðir um að svo yrði. Jon Singlaub var þriðji æðsti yfirmaður bandariska herliðs- ins I Suður-Kóreu, en Carter for- seti kallaði hann heim og vék honum úr starfi eftir að hann hafðisagti viðtalivið Washingt- on Post að brottflutningur myndi leiða til innrásar. Singlaub itrekaði þessa skoð- un sina þegar hann svaraði fyr- irspurnum bandariskrar þingnefndar um málið. Hann sagði þó að það heföi ekki verið ætlun sín að ganga í berhögg við ákvarðanir forsetans. Herstjón- in i Kóreu myndi að sjálfsögðu styðja og framfylgja fyrirskip- unum hans. N-KÓREA HEFUR BURÐI Hershöfðinginn vildi ekki fyr- ir opnum tjöldum spá neinu um það hvernig færi ef Norður-Kór- ea gerði innrás. Hann kvaðst mundu gera það á lokuðum fundi siðar. Hins vegar sagði hann að hann teldi ekki að Carter forseti hefði fengið nægar upplýsingar um herstyrk Norður-Kóreu. Nýjar upplýsingar hefðu til dæmis ekki borist til forsetans. Það hefði til dæmis komið i ljós nýlega að á siðustu fjórum, fimm árum hefði Norður-Kórea aukið skriðdrekastyrk sinn úr 500 upp i 2000. Herstyrkur Norður-Kóreu hefur einnig verið aukinn á ýmsum öðrum sviðum á sama tima. Singlaub sagði að Suöur- Kórea væri miklu veikari hern- aðarlega, jafnvel með 32 þúsund manna bandariskt herlið i land- inu. Norður-Kórea væri búin meiri og betri vopnum á öllum sviðum og sérstaklega væri mikill munur á flugher land- anna. Hann taldi aö það myndi taka að minnsta kosti átta ár að byggja upp herstyrk Suður-Kór- eu nægilega til þess að ekki skipti meginmáli hvort þar væri fjölmennt bandarist herlið. Carter ætlar sem kunnugt er Simi NY , FRJALS VERSLUN komin út Meðal efnís: viðtal við Björn Hermannsson tollstjóra, sem er samtíðarmaöur blaðs- ins að þessu sinni, en embætti hans innheimti 44 milljarða fyrir rikið á sl. ári. Grein eftir dr. Guðmund Magnússon prófessor um horfur i efnahags- samvinnu Evrópuþjóða. Grein eftir Reyni Hugason verkfræðing um framtið iandbúnaðar á ls- landi og kröfur bændafundanna. Byggöaþáttur um Suðurland þar sem birtar eru frásagnir af þvi sem þar er að gerast i viðskipta- og athafnalifi. Stjórnarþáttur. Sagt frá ráðieggingum hvernig eigi að velja fram- kvæmdastjóra og grein um hvernig mætti nota timann betur. Grein um þjóðhagsspá 1977, en þar kemur fram að viðskiptakjör eru talin munu batna um 8%. á ári. Markaðsþáttur um vinnuvélar. Þar eru birtar uppiýsingar um vinnu- vélar sem eru hagnýtar fyrir þá aðila sem þurfa á þcim aðhalda. Fjöldi annarra greina, þar sem fjallað er m.a. um lánaþróun bank- anna, sumarbústaði, erlent efni, starfsemi Heilar hf„ Byggingartækni hf„ ásamt föstum þáttum blaðsins. Frjáls verziun birtir fjölda auglýsinga sem hagnýtar eru lesendum. Þeir geta kynnt sér þær í næði og haft aðgang aö þeim þegar þeir þurfa á þeim að halda.Auglýsingar sem hafa langtimagildi. | Til frjálsrar verslunar Ármúla 18, pósthólf ! . 1193 Rvík. Óska eftir áskrift. j | Nafn: ‘ | | I Heimilisfang: !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.