Vísir - 28.11.1977, Qupperneq 5
5
m
vism Mánudagur
28. nóvember 1977
Útgjöld fiskvinnslunnar aukast um sjö milljarða:
Kauphœkkunin tóm blekking sem
veldur enn gífurlegri verðbólgu
— segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ
Otgjöld fiskvinnslunn-
ar vegna 14% kauphækk-
unar 1. desember munu
nema tveimur milljörð-
um króna og um fimm
milljarða króna hækkun-
ar vegna f iskverðshækk-
ana, að því er Kristján
Ragnarsson sagði í ræðu
sinni á þingi LÍÚ.
Hann sagði að hækkun fisk-
verðs væri óumflýjanleg til
jafns við laun, sérstaklegá þeg-
ar til þess er litið að fiskverð
hækkaði ekki 1. oktðber þegar
laun hækkuðu um 4%. Samtals
munu þvi útgjöld fiskvinnslunn-
ar aukast um sjö milljarða
króna 1. desember eða sem
nemur 18% af tekjum, sagði
Kristján.
„Viðurkennt er af öllum, að
fiskvinnslan býr nú við of
þröngan kost og er þar af leið-
andi engin innistæða fyrir hendi
til þess að mæta þessum út-
gjöldum. Kauphækkun þessi er
þvi tóm blekking og mun aðeins
valda enn gifurlegri verð-
bólgu”, sagði
Ragnarsson.
Hann sagði ennfremur að ekki
væri að sjá að stjórnendur
landsins hefðu sérstakar
áhyggjur. Þeir hafi haft á orði
að verðbólgan muni vaxa 1.
desember ef ekkert verður gert,
en engin merki væri að sjá um
að gripið verði til ráðstafana til
úrbóta.
Kristján taldi uppgjöfina fyr-
ir verðbólgunni vera orðna svo
algjöra aö menn treystu á að
öllu veröi bjárgað með stöðugu
gengsfalli krónunnar. Þessu
ástandi verði ekki breytt nema
vinnuveitendur og launþegar
verði gerðir ábyrgari fyrir af-
leiðingum óraunhæfra kjara-
samninga. Þvi fylgi eigna- og
atvinnumissir sem muni valda
mörgum erfiðleikum.
1 ræðu sinni sagði Kristján
Ragnarsson að erfitt væri fyrir
vinnuveitendur að gera raun-
hæfa kjarasamninga þegar ráð-
herrar og stjórnmálamenn
gengu fram fyrir skjöldu og
lýstu stuðningi við óraunhæfar
kaupkröfur og gera verkalýðs-
forustunni ókleift að ganga að
raunhæfum samningum.
„Stjórnmálamenn, sem þann-
ig kalla yfir þjóðina óðaverð-
bólgu, virðast seint sóttir til
ábyrgðar.
Rikisstjórn, sem kallar yfir
sig verkfall opinberra starfs-
manna með veitingu verkfalls-
réttar og semur við þá um meiri
launahækkanir en á almennum
vinnumarkaði, virðist eiga litla
möguleika á að hefta veröbólg-
una”, sagði Kristján Ragnars-
son.
— SG
Verið velkomin.
OLIUVERZLUN
ÍSLANDS HF.
Þfðstuf Magnúíson