Vísir - 01.04.1978, Side 2

Vísir - 01.04.1978, Side 2
2 Kristján ogSigurOur örn skofta hér framleiðsluna á álkrónunni. Leifur framkvæmdastjóri og Halldór haida á álstöngunum frá ÍSAL sem notaöar eru viö sláttinn. A bak viö þá er ofninn sem bræöir álið. (Mynd JEG) ALKRÓNUR SLEGNAR í MÁLM- SMIÐJUNNI HELLU OG TIL- RAUNIR MEÐ STÆRRI MYNT #Kostar 1,40 að sló krónupening í Englandi # Framleiðslan verður mun ódýrari hérlendis Fimm hundruö krónu peningarnir eru örlitiö stærri en 50 kaliinn, en miklu léttari. (Mynd BP) í Málmsmiðjunni Hellu h.f. að Siðumúla 17 eru nú hafnar til- raunir með myntsláttu. Það er Seðlabankinn sem stendur fyrir þess- um tilraunum og sagði Sigurður örn Einars- son skrifstofustjóri bankans i samtali við Visi, að hér væri i og með verið að efla isl- enskan iðnað. Vísismenn fengu aö fylgjast meö sláttunni I gær en þá var einkum veriö aö framleiöa krónupeninga. Alstangir frá ál- verksmiðjunni I Straumsvík eru bræddar i þar til gerðum ofni. Bráðið áliö rennur siöan I sér- stök mót og pressu sem skila * gljáandi álkrónum. Þá eru einnig geröar tilraunir með sláttu á 100 og 500 krónu peningum. Siguröur örn vildi ekki fullyrða að þessar myntir kæmu i umferð á næstunni en það hefði þótt sjálfsagt að gera þessar tilraunir. Þessir pening- ar eru lika úr áli og þvi ólikt léttari i vasa heldur en 10 og 50 krónu peningarnir sem nú eru notaðir, en þeir eru úr krómi og nikkel. Auðveld framleiðsla „Þetta er mjög auðveld fram- leiðsla og þægilegt að vinna við þetta. Sérstakur lás er á press- unni sem Seðlabankinn einn hefur lykil að og þvi er ekkert hægt að slá nema undir eftirliti bankans, ekki það að ég hafi á- huga á að slá neitt fyrir mig privat af þessum krónum”, sagöi Leifur Halldórsson fram- kvæmdastjóru Hellu. Til þessa hefur myntin verið slegin i Englandi og kostar nú eina krónu og fjörutiu aura að slá hverja krónu. Leifur sagðist ekki geta sagt til um fram- leiðslukostnaðinn hér meöan þetta væri á tilraunastigi, en bjóst viö að verðið væri mun lægra en i Englandi. Sláttumenn Synir Leifs, þeir Halldór og Kristján hafa einkum unnið við slátt á 100 og 500 krónu peningu- um. Þeir bræöur sögöust kunna þvi vel að vera sláttumenn fyrir Seðlabankann, lifið væri hvort sem er einn sláttur. „Það má segja að það sé sláttur á okkur þessa dagana”, sagði Kristján og brosti breitt. Fimm hundruð krónu pening- urinn er aöeins stærri en 50 kall- inn en þó er erfitt að greina nokkurn mun i fljótu bragði. Nýi peningurinn er hins vegar fis- léttur og 100 krónu peningurinn sömuleiðis en hann er á stærö við 10 kallinn. Sem fyrr segir vildi skrif- stofustjóri Seölabankans ekki segja neitt um hvort eöa hvenær þessir peningar kæmu I umferö. Það væri algjörlega á valdi stjórnar Seðlabankans. Hins vegar er mjög llklegt að ef og þegar þessir nýju peningar Hægt veröur að skoða tilrauna- sláttuna I Hellu eftir hádegi I dag. Eftir að regluleg fram- leiðsla hefst fá óviðkomandi ekki aögang. (Mynd JEG) Nýslegnar álkrónur I höndum skrifstofustjóra Seölabankans. koma i umferð þá verði hætt að prenta 100 og 500 krónu seöla. „Ég legg áherslu á að hér er aðeins um tilraunir að ræða”. „Handritin heim”, var eitt sinn sagt og þvi ekki að breyta þvl i „myntsláttuna heim” sagði Sigurður örn Einarsson og handlék glóövolgar álkrónur. Hann var ánægður með til- raunaframleiðslu Málmsmiðj- unnar Hellu og sagði aö sam- starfið væri mjög gott viö ráða- menn hennar. Samkvæmt upp- lýsingum sem Visir hefur aflað sér var fariö að undirbúa þessa myntsláttu á siðasta ári. Þótt látið sé I það skina að hér sé eingöngu um tilraunir að ræða má benda á, að Hella er búin að reisa stóra viðbyggingu við verksmiðjuhúsið og þar var verið að koma einhverjum tækj- um fyrir og er ekki óliklegt að þauséu i sambandi við sláttinn. Til sýnis „Ef til vill má segja að hugs- anlegt sé að til þess gæti komið að þessar nýju myntir verði settar i umferö. Málið er á frumstigi og þvi er ekkert um þetta að segja”, sagði banka- ráðsmaður i Seðlabankanum er Vísir spurði hvenær nýju pen- ingarnir kæmu i hendur al- mennings. A meðan Visismenn stöldruðu við I Hellu i gær voru slegnar nokkurhundruð þúsund krónur I einnar krónupeningum en fram- leiðsla stærri myntarinnar gekk hægar. Segja má að hér sé um timamót að ræða i islenskri pen- ingagerð. Hráefnið kemur frá álverinu sem framleiðir þaö með islenskri orku, Islenskir iðnaðarmenn framleiða pening- ana og við þurfum þvi ekki leng- ur að leita til útlendinga þegar slá þarf peninga. Þessi nýjung mun vafalaust vekja mikla athygli meðal þjóö- arinnar og klukkan 13-16 i dag verður i hægt að fylgjast með framleiðslu peninganna i Málmsmiðjunni Hellu að Siðu- múla 17, ef fólk hefur áhuga á. —SG Texti: Sœmundur Guðvinsson Myndir: Jón Einar Guðjónsson og Björgvin Pólsson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.