Vísir - 01.04.1978, Side 4

Vísir - 01.04.1978, Side 4
Laugardagur 1. aprll 1978 vísm HANNAH HOCH Flestar þær hreyfingar i myndlist sem upp hafa komið á undanförnum áratugum eiga á einhvern hátt rætur sínar að rekja til verka dadaistanna á ár- unum um og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Upphaf- lega myndast dada-hreyfingin í Zurich í Sviss, en fljótlega breiðist hún til Berlínar, New York og Párisar. Fáar konur voru i dada-hreyfingunni, nokkrar í Sviss og ein í Berlin. Hannah Höch var eina konan af Berlínar-dadaistum og í dag er hún sá eini þeirra sem enn er á lífi. K01\IUR 1 F'IYNDL IST eftir Svölu Sigurleifsdóttur Johanna Höch fæðist árið 1889 inn i miðstéttarfjölskyldu i Gotha i Þýskalandi. Sem barn og unglingur er hún áhugasöm um teiknun og málun, en faðir hennar álitur garðyrkjunám mun hagnýtara og letur hana til að fást við myndlist. Hún fer þó i myndlistarskóla i Berlin árið 1912 og leggur stund á ýmsar handiðagreinar með Harold Bengen sém aðalkennara. Arið 1915 kemst hún að sem nemandi i málun og svartlist hjá Emil Orlik, sem er mjög virtur kenn- ari þá. Hannah er mjög áhuga- söm um tilraunir með efni og tækni, og hvetur Orlik hana til að fást við þær. Þetta sama ár kynnist Hannah ljóðskáldinu, málaranum og heimspekingn- um Raoul Hausmann og býr hún með honum næstu árin. Bakvið dada Þetta eru erfiðir timar i Ber- lin svo sem annars staðar i Þýskalandi. Miljónir ungra manna ganga út i opinn dauð- ann á vigvöllunum og heima fyrir lepur þjóðin dauðann úr skel. Það er þvi ekki að undra að myndlistarfólk, eins og allt ann- að fólk, sé fullt uppreisnaranda. 1 Sviss, þar sem dada-hug- myndin á upptök sin er ástandið miklu skárra þar sem landið er hlutlaust i striðsbrallinu. Enda er það svo að Berlinar-dadist- arnir eru mun pólitiskari og herskárri i verkum sinum en dadaistarnir i Sviss. í Berlin uppgötva og þróa dadaistar tækni i myndgerð, photomon- tage, sem er sérlega vel fallin til aö túlka þá upplausn sem rik- Núerkomiðað daS húsinu! Hæðarbyggð 28 Garðabæ. Söluverðmæti um 35 milljónir króna. Dregið verður í 12. flokki 4. apríl. Nú má enginn gleyma að endurnýja. Verð á lausum miðum kr. 6.000 Ilapndrætti Nauðungaruppboð sem auglýst var i 94., 97. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta i Gyöufelli 16, þingl. eign Vals Kristinssonar fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miðvikudag 5. april 1978 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. ir i samfélaginu. Þessi tækni felst i þvi að ljósmyndir hvaðan- æfa að, eru klipptar til og limd- ar saman. Hannah Höch segir þau Raoul Hausmann hafa fyrst komið fram með þessa tækni, en George Grosz og John Heart- field fullyrða að þeir séu upp- hafsmenn „photomontage”. I sjálfu sér má einu gilda um upp- hafsmanneskjur tækninnar, þvi i eðli sinu er „photomontage” rökrétt framhald á notkun ljós- mynda- og prentaðra mynda i myndverkum eldri myndlistar- manna. Það sem máli skiptir er hvernig sérhver myndlista- manneskja notfærir sér þessa tækni til að segja það sem hún hefur fram að færa. 1 viðtali sem tekið var fyrir nokkrum ár- um við Hannah Höch segir hún að markmið allra sinna tilrauna með mismunandi efni og tækn hafi fyrst og fremst verið at setja fram á sem ferskastar hátt hugmyndir sinar um tilver una. Fékk hún bara að fljóta með? i r [ HÍ , é 11 „Hvernig stóð á þvi að „Dada-Ernst” eftir Hannah Höch, 1920-21. „Tem jarinn” eftir Hannah Hannah Höch, róleg ung stúlka frá smábænum Gotha, varð þátttakandi i hinni órólegu . dada-hreyfingu i Berlin?” spyr málarinn og Zurich-dadaistinn Hans Richter i bók sinni „Dada- list og and-list”. Vart þarf að taka fram að hann sér ekki ástæðu til að fjölyrða um ástæð- ur fyrir þátttöku annara dada- ista i Berlinar hreyfingunni. A Richter er helst að skilja að Höch hafi verið heimiluð þátt- taka i samkomum dadaistanna sökum þess að hún bjó með Raoul og var þar að auki lagin við að útvega þeim bjór, kaffi og brauð þrátt fyrir matvælaskort- inn sem rikti. Það er greinilegt að þessir karlar, sem réttilega deildu á ranglætið og ómannúð- leikann sem rikti i striðshrjáðri Evrópu þessa tima höfðu ekki minnstu áhyggjur af eigin rang- læti i garð kvenna. A fyrstu dada-sýningunum i Berlin 1919 og 20 sýnir Hannah Höch „photomontage”. Tvær myndir hér á siðunni eru dæmi- gerðar fyrir það sem hún er að fást við á þessum tima. Annars vegar eru þaö herskáar ljós- Höch, 1930. mynda-samklippur eins og „Dada-Ernst” og hins vegar ljóðrænar myndir með ýmsum hlutum i, en þar er samfélags- leg gagnrýni ekki mjög áber- andi. Eins og allar hennar myndir fyrir 1947 eru þessar svart-hvitar. Þegar „blóm- myndin” er skoðuð grannt má „Hannah Höch og Raoul Haus- mann á „Alþjóöiegu Dada-sýn- ingunni I Berlin 1920. sjá að rennilás og krækjur eru notuð sem skraut i rammann. Myndin er mjög ákveðin i bygg- ingu, andstætt myndum dadist- I ana yfirleitt. Sjálf myndin er byggð á snið-blaði sem þeir sem við sauma fást nota. Þvi má segja að efnið i myndina séu hversdagslegir hlutir úr heimi kvenna, tengdir saumaskap. Þrátt fyrir að margar mynda Höch virðist fjalla á herskáan hátt um kúgun kvenna t.d. „Brúðurin” og „Trúlofað par”, segir hún að fyrir sér hafi ekki vakað að búa til myndir þar sem aðalinntakið væri kvenfrelsis- baráttan. Uppgjör og þróun Hannah segir skilið við Raoul Hausmann og Berlinardadaist- ana árið 1922. Það voru oft hat- ramar deilur á milli fólksins i hreyfingunni i Berlin, ólikt þvi sem gerðist i Zurich þar sem sterk vinskapartengsl voru á milli félaganna. 1 stórkostlegri klippi-mynd frá þessum tima sem hún nefndi „Persónuleg einkunnarorð” er nokkurs kon- ar uppgjör við dada-istana. Næstu árin vinnur hún af kappi við myndgerð sina. Hún hrifst af þjóðfræðirannsóknum sem hún kynnist i Leyden og sýna mynd- ir hennar frá þessum tima greinileg áhrif af þessum fræð- um. Húnferðastm.a. tvisvar til Parisar og dvelur þrjú ár i Hol- landi. Myndir hennar breytast á þann hátt að þær verða yfirveg- aðar i myndbyggingu en tengj- ast þó litils háttar verkum súr- realistanna. Dæmi um þess kon- ar mynd er „Temjarinn”. Þegar Nazistar komast til áhrifa i Þýskalandi eru myndir hennar flokkaðar sem „úrkynj- uð list”, og hún er neydd til að flytja frá Berlin. Hún sest þá að i litlu húsi við Heiligensee i grennd við Berlin. Nú kemur garðræktarnámið að góðum notum þvi hún lifir á styrjaldar- árunum á eigin garðrækt. Hún heldur áfram að mála og klippa til myndir á laun, en mestur timihennar fer i ræktunina. Sið- an frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar hefur hún unnið með sams konar tækni og hún notaði fyrr, og stundað ýmis konar tilraunastarfsemi i myndgerð. Sem dæmi um verk- efnaval hennar er mynd sem heitir „Til heiðurs mönnunum sem sigruðu mánann”, og sýnir það að hún lifir ekki i fortiðinni þrátt fyrir að hún sé orðin 89 ára gömul, heldur er hún enn virk myndlistarkona. A undanförn- um áratugum hefur hún sýnt verk sin viðsvegar i Evrópu, en býr þó enn við Heiligensee og ræktar sinn garð.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.