Vísir - 01.04.1978, Qupperneq 7
VISIB
SPURT A
GÖTUNNI
Hörður Hilmarsson, operator:
Nei, ég trúi ekki á þessar anda-
lækningar. Þetta er bara einber
fégræðgi og ekkert annað. Ég
færi ekki til Filippseyja, sama
hvað væri að mér. Það þarf
vissa kunnáttu til við lækningar
en þetta er allt annað.
Sigriður Asmundsdóttir, hús-
móðir: Jú, ég geri það nú svona
að vissu leyti. Sumt er þó að
mlnu mati algjört fúsk. Jú, ég
hef nú svolitinn áhuga á þessum
sem eru að beygja skeiðar og
þess háttar. Þó svo að eitthvað
væri að mér þá held ég að ég
myndi nú ekki leita svo langt
sem til Filippseyja til lækninga.
Júlia Sveinbjarnardóttir, hús-
móðir: Nei ég trúi þvi ekki að
hægt sé að lækna með öndum og
berum höndum. Það er kannski
hægt ef sjúkdómurinn stafar af
andlegum kvillum. Ég er van-
trúuð á þetta ef um er að ræða
likamlega kvilla. Þetta að
beygja skeiðar — það eru bara
sjónhverfingar. Þó er ég ekki
nógu vel að mér i þessum efn-
um til þess að ég geti fullyrt um
það hér og nú.
Lausn krossgátu í
síðasta Helgarblaði
Trúir þú á andalœkningar?
Isabella Danielsdóttir, húsmóð-
ir: Já ég trúi þvi að slikt sé til.
Ég tel að myndin sem sýnd var i
sjónvarpinu á mánudagskvöldið
gefi ekki rétta mynd af anda-
skurðlækningum. Ég hef ósköp
litið lesið um fólk sem notar
hugarorkuna til þess t.d. að
beygja skeiðar. Mér finnst eitt-
hvað gruggugt við það. Þó er á-
byggilega til eitthvert afl sem
hægt er að beita með huganum.
KR0SSG4TAN
m
1 I FDÖGUR-EITT ORÐAÞRAUTI 1
Þrautin er fólgin i
því að breyta þessum
f jórum orðum i eitt og
sama orðið á þann hátt
að skipta þrívegis um
einn staf hverju sinni í
hverju orði. I neðstu
reitunum renna þessi
f jögur orð þannig sam-
an í eitt. Alltaf verður
að koma fram rétt
myndað íslenskt orð og
að sjálfsögðu má það
vera í hvaða beyging-
armynd sem er. Hugs-
anlegt er að fleiri en
ein lausn geti verið á
slikri orðaþraut. Lausn
orðaþrautarinnar er að
finna á bls. 21.
SMÁAUGLÝSINGASÍMI VÍSIS ER 86611 1