Vísir - 01.04.1978, Qupperneq 10
10
Laugardagur 1. april 1978
visra
VISIR
utgefandi: Reykjaprenth/f
Framkvæmdarstjóri: DaviöGuömundsson
Rítstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Gúð-
mundur G. Petursson. Umsjón með helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn:
Edda Andrésdóttir. Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina
Michaelsdottir. Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Palsson, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sæmundur Guðvinsson Iþrottir: Björn Blóndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jon Eínar Guðjónsson. utlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson.
Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánssor
Dreifíngarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og sk'rifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 87260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 á mánuöi innanlands.
Verð i lausasölu kr. 90 eintakiö.
Prentun Blaöaprent h/f.
EÍnkaréttur ó því að hafa vit fyrir öðrum
Upp á síðkastið hafa á ný orðið
nokkrar umræður um frjálst út-
varp. Ungir menn hafa kvatt sér
hljóðs i blöðum og mælt bæði með
og móti. Athyglisvert er, að hér
eiga m.a. hlut að máli menn, sem
um lengri eða skemmri tíma
hafa búið erlendis við frjálsan
útvarpsrekstur. Greinar af þessu
tagi hafa birst hér í blaðinu
siðustu vikur.
Andmælendur aukins frelsis í
þessum efnum halda því einkum
fram, að hér sé fyrst og fremst
verið að þjóna peningalegum
sjónarmiðum. Frelsi til útvarps-
fjölmiðlunar er hafnað fyrir þá
sök, að slíkar stöðvar hljóti að
byggja á hagnaðarsjónarmiði.
Því er haldið fram, að slíkar
stöðvar séu ekki frjálsari en aug-
lýsingamarkaðurinn leyfir.
Fullyrðingar af þessu tagi eru
settar f ram í hugsunarleysi. Þeir
sem melta þær hráar gera sig
seka um að brjóta málið ekki til
mergjar. Einn þeinra ungu
manna, sem fjallað hafa um
þetta mál í Vísi, hefur í þessu
sambandi réttilega bent á, að
andmælendurnir einblíni á út-
varpsstöðina sjálfa. Þeir gleyma
hlustendunum. Og þegar allt
kemur til alls eru það þeir, sem
skipta mestu máli. ............
Ef útvarpsstöð hefur enga
hlustendur verður lítið úr auglýs-
ingahagnaði. Efnisval þessara
útvarpsstöðva hlýtur þvi fyrst og
fremst að miðast við áhuga
hlustenda. Aðöðrum kosti er þess
tæplega að vænta að reksturinn
gangi. Þetta sjónarmið á því ekki
við um útvarpsstöðvar frekar en
blöð. Eða ætli menn vilja banna
blöð fyrir þá sök að þau þrifast
að hluta til á auglýsingatekjum?
Þá er þvi haldið fram af hálfu
þeirra, sem eru andvígir frjáls-
um útvarpsrekstri, að einmitt sú
staðreynd, að slíkar stöðvar
myndu i einhverjum mæli taka
mið af áhuga almennings, hefði í
för með sér ómenningarlega f jöl-
miðlun. í þvi sambandi er talað
um óæskilega múgmenningu.
Þessi röksemdafærsla byggir í
raun réttri á því, að i hverju þjóð-
félagi eigi að vera valinn hópur
manna, er segi hinum hvað sé
menningarlegt og hvað ómenn-
ingarlegt.
Þeir eru alltaf til, sem eru
reiðubúnir til þess að segja öðr-
um hvað þeim er fyrir bestu. Við
það er ekkert að athuga í sjálfu
sér. En þegar þeir fá einkarétt á
því að hafa vit fyrir öðrum er
komin brotalöm í lýðræðið. Ein-
mitt þess vegna er nú vaxandi
áhugi á því að brjóta einokunar-
fjötrana af útvarpsfjölmiðlun-
inni.
Menn sjá í hendi sér hversu
skoðanamyndun væru þröngar
skorður settar, ef blaðaútgáfa
væri undir rikiseinokun. I raun og
veru er hér þó einvörðungu um
tæknilegan mismun að ræða. Að
réttu lagi ættu menn að vera
frjálsir að því að koma hug-
myndum sinum á framfáeri með
þeirri tækni, sem fyrir hendi er.
Og þá gildir einu, hvort um er að
ræða boðskap af einu eða öðru
tagi, menningarlegt efni eða
dægrastyttingu.
Ef fólk vill hlusta á poppút-
varpsstöð á það að hafa leyfi til
þess. Valið á að vera fólksins.
Um þetta gilda nákvæmlega
sömu lögmál og blaðaútgáfu. I
því sambandi er þó á það að lita,
að stofnun og rekstur staðbund-
inna útvarpsstöðva er smáfyrir-
tæki í samanburði við blaðaút-
gáfu.
Ef menn vilja í raun og veru
viðhafa rikiseinokun á einhverju
sviði fjölmiðlunar fyrir þá sök,
að hún sé ekki á færi annarra en
f jársterkra aðila, væri miklu nær
að banna frjálsa blaðaútgáfu en
útvarp. Röksemdafærslur
þeirra, sem eindregið vilja
áf ramhaldandi rikiseinokun á út-
varpsf jölmiðlun, hrynja til
grunna, þegar málið er skoðað.
Þverstæðurnar í þeirra eigin
málflutningi eru of miklar til
þess að röksemdafærslurnar
verði teknar gildar.
Áhugi fyrir frjálsri útvarps-
fjölmiðlun fer greinilega vax-
andi. Málið hef ur verið f lutt inn á
Alþingi, en þar eru of margir
seinvirkir kerfismenn. Þeir tala
um frelsi, en skilja ekki alltaf í
hverju það er í raun og veru fólg-
ið í hinu daglega lífi fólksins í
landinu.
ÚR HUGSK0TIMU
e f t i r B .i r g i 5 i q u r ð s s o n
Hvar upphófst
armurinn illi?
Skæruliöar Palestinumanna
frömdu hryöjuverk á dögunum.
Þeir drápu á fjórða tug
israelskraborgara ogsæröu enn
fleiri. Að sögn var þetta mesta
árás palestinskra skæruliöa á
Israel til þessa. Ummæli Begins,
forsætisráöherra Israels vegna
árásarinnar voru á þá leiö aö
Frelsissamtök Palestinu „væru
fyrirlitlegri en nokkur samtök
er saga mannsins greinir irá
fyrir utan nasista”. Samtökin
réöust ekki á fólk eöa sta öi þar
sem hermenn væru. „Samtökin
hafa einsett sér aö myröa aöeins
óbreytta borgara”, sagöi hann.
Hann sagöi aö árásin væri eitt-
hvert mesta ódæðisverk allra
tima.
Begin skýröi frá þvi aö tveir
skæruliöar heföu drukknaö þeg-
ar gúmbát þeirra hvolfdi. Þeir
heföu ætlaö aö taka gisla í Tel
Aviv og haft meöferöis flugmiða
þar sem sagöi: „Markmiö okk-
ar er aö frelsa bræöur okkar
sem hafa sætt pyntingum I
fangelsum ykkar i 10 ár.”
Skæruliðar þessir tilheyröu hópi
sem kallaöist „Sveit fórnar-
lamba Kafr Kasem’i Kafr
Kasem er nafn á þorpi þar sem
israelskir hermenn skutu til
bana 43 Palestinumenn árib
1956. Þeirhöföu unniö sér þaö til
lifsóhelgis aö r júfa útgöngubann
óafvitandi, þ.e. i sakleysi van-
þekkingarinnar.
„Þeim sem úthella saklausu
blóöi verður ekki þyrmt”, sagöi
Begin. Hann hét þvi aö aflima
„hinn iila arm PLO, frelsissam-
taka Palestinu.” — Og þess var
ekki langt aö biöa aö öxin félli:
Arás Israelsmanna á
Suður-Libanon. 1 þeirri árás
hafa ekki aðeins palestinskir
skæruliðar falliö. Fjöldi
óbreyttra borgara hefur iátiö
lifiö. Tugir ef ekki hundruð.
Saklaust blóö runnið úr sárinu
sem skyldi aflima „hinn illa
arm.”
Kurt Waldheim fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóö-
anna fór höröum orðum um
hryðjuverk Palestinumanna.
Um árás Israelsmanna haföi
hann mildari orö. Hiö ævaforna
og mikilvirka lögmál: Auga
fyrir auga.tönn fyrir tönn, rétt-
lætir hefndina. Jafnvel tiltölu-
lega siögóöur maöur eins og
umræddur framkvæmdastjóri
er undir áhrifum þessa lögmáls.
Hvaö þá heldur almenningur:
Hefiidin skal réttlætt. — Nú vill
svo til ef notuð er rétt-
lætis-mælistika þessa viður-
styggilega haturslögmáls þá
hafa tsraelsmenn vinninginn.
Þeir hafa drepiö meira. Rifiö
fleiri tennur úr, blindaö fleiri
augu en Palestinumenn. Þeir
hafa yfirburöi i drápunum og
limlestingunum bæöi hvaö
varöar óbreytta borgara og
striðsmenn. Þeir ættu þvi aö
hafa margfullnægt réttlæti
þessu samkvæmt tölfræði lög-
málsins. En fólkiö i heiminum
lætur ekki aö sér hæöa. Flestir
fara — eins og áöurnefndur
framkvæmdastjóri — mildum
oröum um árás tsraelsmanna.
Margir eru enn dýpra sokknir i
blekkingu haturslögmálsins en
hann: Þeirsjá aöeinshryöju-og
hermdarverk sem slik þegar
Palestinumenn eiga i hlut en
verk ísraelsmanna sjá þeir aö-
eins sem aögeröir, árásir. Þeir
hafa komiö sér upp þvi lagi að
horfa aöeins til einstakra at-
burða — eins og hér um ræöir —
en ástæöurnar aö baki þeirra
láta þeir lönd og leiö. Engar
spurningar fram bornar. — Og
satt er það: Hermdarverk
palestinskra skæruliöa stinga i
augun. Sú óskmynd sem
lsraelsmenn vilja aö heimurinn
hafi af skæruliöum Palestinu-
manna er þvi áleitin: Illyrmi —
gjörsneydd mannlegum til-
finningum — sem ógna lifi og
limum israelskra borgara, rétt-
dræpir af lögmætum her
Israels. Þvl áleitnari sem þessi
mynd verður þeim mun f jarlæg-
ari veröur spurningin: Hvar
upphófst hinn illi armur?
Palestinumenn voru reknir af
landi sinu áriö 1948. Þeir hafa
veriö landlaus þjóö i þrjátlu ár.
Þeir eru réttlausir I samfélagi
þjóöanna — persona non grata
—. Þeir hafa lifaö I ömurlegum
flóttamannabúöum án frum-
stæöustu þjóöréttinda.
Palestinumaöur er án vega-
bréfs,feröafrelsis og réttlitill til
vinnu. Frændþjóöir Palestinu-
manna hafa snúiö viö þeim baki
hver af annarri. Sá litli
stuöningur sem þeir njóta verö-
ur æ meira ioröi en á borði. Þeir
voru hraktir úr Jórdaniu eftir
blóöug átök viö her Husseins
konungs. Þeir hefðu veriö upp-
rættir i Suður-Líbanon ef Sýr-
lendingar heföu ekki skorist I
leikinn. Þeir hafa verið
sýndar-bitoein I munni stór-
veldanna I pólitiskum loddara-
leik.
Her raþjóöii^ tsr aelsmenn, s em
rændi þá landinu, hefur meö-
höndlaö þá sem þriöja flokks
’mannverur. Framferöi Israels-
manna viö Palestinumenn hefur
um margt minnt á þaö sem
gyðingar uröu sjálfir aö þola
þegar þeir voru landlaus þjóö.
Frá upphafi vega hafa tsraels-
menn gengiö fram af skefja-
lausri hörku við aö uppræta
andstööu Palestinumanna. Þeir
hafa jafnaö þorp viö jöröu,
drepiö konur og börn, myrt og
limlest' leiötoga Palestinu-
manna. Aöfarir þeirra hafa ekki
aðeins miöaö aö þvi aö vernda
sjálfa sig fyrir skæruliöum.
heldur ekki siður aö þvi aö upp-
ræta þjóöaranda Palestinu-
manna. — „Viö vitum aö
tsraelsmenn munu reyna aö
drepa hvern þann sem getur
hugsaö” var haft eftir Soraya
Antonius fyrir fjórum árum.
Hún er formaöur Upplýsinga-
þjónustu arabiskra kvenna i
Beirut. „Þeir hafa sagt mér aö
þeir ætii aö sprengja mig i tætl-
ur. Ég lifi viö daglega ógn og ég
hræðist ofbeldi. En við eigum I
striöi. Við getum ekki sigraö.
En viö erum að vinna á I þvi
sem aö minu áliti er meira viröi
en striössigur. Israelsmenn eru
byrjaðir aö spyrja sjálfa sig
spurninga, sérstaklega þeir
ungu. Eina vonin er sú aö i
Israel skapist vitund um aö til-
vist tsraelsrikis megi ekki
byggja á hugmyndum um yfir-
burði gyöinga gagnvart öðrum
kynstofnum.”
Orð þessarar konuum þá ógn
sem sifellt vofir yfir henni eru
ekki tóm. Mörg dæmi eru um aö
Israelsmenn hafi ekki aðeins
reynt aö uppræta þá Palestinu-
menn sem vega að þeim með
vopnum. Þeir hafa myrt ogsýnt
tilræði mönnum sem höföu ekki
notaö önnur vopn en penna og
rödd. Þeir myrtu Kanafani rit-
stjóra blaösins Hadaf árið 1972
og sendu rithöfundinum Anis
Sayyegh bréfsprengju sama ár.
Hann lifði af en særöist illa.
Vikurnar á undan tilræöinu
höfðu blöö og útvarp i tsrael
haldið uppi linnulausum áróðri
gegn honum, þar sem meöal
annars sagöi: „Menntamenn
eins og Anis Sayyegh skulu ekki
halda að þeir séu ósnertanleg-
ir.Þeir eitra hug arabanna”. —
„Það varsannleikurinn I bókum
hans sem þeir þoldu ekki” er
haft eftir bróður hans.
Engin þjóð veraldarinnar sem
hefur sjálfsvitund lætur ræna
sig landinu og þar meö sjálf-
stæði sinu og lifsmöguleikum
baráttulaust. Þvi öflugri sem
mótstööumaöurinn eiiþeim mun
meiri veröur örvænting þeirrar
þjóöarsem á sjálfasig aö verja.
Þvi minni stuöning sem hún fær
frá öðrum þjóöum þvi meiri
verður biturð hennar.
Miskunnarleysiö i baráttuaö-
feröum hennar helgast i hennar
augum af þvi aö hún á fárra
kosta völ i viðureign sinni við
ofurefliö. Hermdarverk
Palestinu-skæruliöa eru ekki
sprottin úr hugum sálsjúkra ill-
yrma eða samtökum „sem eru
fyrirlitlegri en nokkur samtök
sem saga mannsins greinir frá
fyrir utan nasista.” Hermdar-
verkin eru nauövörn þjóöar sem
er á barmi glötunar. Hversu ljót
og hryllileg sem þau eru jafnast
siöleysi þeirra ekki á viö það
hermdarverk að ræna þjóö landi
hennar og vinna aö upprætingu
hennar.