Vísir - 01.04.1978, Side 17

Vísir - 01.04.1978, Side 17
Davíð Scheving Thersteinsson í viðtali við Helgarblaðið: aö þau koma til okkar til aö leita úrskurðar eins og þegar taka á ákvörðun um það hvort á að kaupa nýjan bil eða vél. önnur tegund atvinnulýðræðis er sú að eignaraðild að fyrirtæk- inu sé opnari en hér tlðkast, þ.e.a.s. að hlutabréf gangi kaup- um og sölum á frjálsum markaöi. Þetta er að mínu mati besta form atvinnulýðræðis, en ég sé ákaf- lega fá teikn á lofti um það að þetta fyrirkomulag sé i nánd hér- lendis, til þess eru skattalögin of ranglát og verðbölgan of mikil.” Meiri peningar breyttu engu — Hefurðu einhvern tima séö eftir þvi að hafa hætt við læknis- fræðina fyrir viðskiptin? „Nei, mér finnst ég vera á réttri hillu. Ég hef gaman af þessu. Þess vegna fæst ég við það. Raunar heid ég það sé eintómur fyrirsláttur i mönnum, sem þykj ast vera aðfórna sér fyrir þjóðina með þvi að stunda viðskipti, þvi eins og Peter Townsend sagði: ,,If you are not in business for fun and profit, what the hell are you bara vil skammirnar" Meö tvær silfurskeiðar í munninum „Svo varð það árið 1951, við frá- fall hins ágætasta manns, Hans A. Hjartarsonar, sem verið hafði framkvæmdastjóri verksmiðju þriggja smjörlikisgerða hér i Reykjavik, að staða hans opnað- ist. Pabbi átti um 1/3 hluta i þeim og mér bauðst staðan. Ég sló til, hætti I læknisfræöinni og tók við stöðunni,” sagði Daviö. „Ég var og er sem sé pabba- drengur sem fæddist með að minnsta kosti tvær silfurskeiöar i munninum. Til aö byrja með var ég eins konar gosgæi, sem sinnti öllum þeim störfum sem til féllu, en ég hafði unniö áður hjá fyrirtækinu á sumrin við hin margvislegustu störf. Eftir að ég hóf þar fast starf sá ég aðallega um rekstur verk- smiðjunnar. Þá voru þar miklar breytingar i gangi. Hans heitinn var nýbúinn að setja upp nýjar vélar, en átti eftir að ganga frá ýmsu og ljúka vélvæðingunni og endurbyggingunni i heild. Aður en ég tók við starfinu fór ég út og vann i smjörlikisgerðum i Danmörku og Sviþjóð, aðallega til að læra handbrögðin. Það, ásamt smá grúski i efnafræði, var eina menntunin sem ég fékk fyrir starfið, og ég held að ég hafi sloppið við að verða fagidiót, sem mörgum hættir til að verða við langskólanám. Háskólinn hér er t.d. I svo litlum tengslum við at- vinnulifið, að ég hef oft sagt, að þeir sem þar stunda nám séu i hálfgerðu ghettói. Hitt er svo annað mál, að menn verða sifellt að vera aö reyna aö aukaviðþekkingu sina og ég held að aldrei hafi liðið svo ár, aö ég hafi ekki farið á eitthvert nám- skeiö, aðallega hér heima, en einnig erlendis. Þessi námskeið hafa verið af margvislegasta tagi, en flest þeirra hafa komið mér að haldi á einhvern hátt i starfi minu.” — Þú ert sem sagt annar ættlið- ur i fyrirtækinu og nú hefur það orð legið á islenskum fyrirtækjum að þau lifi sjaldan af annan ættlið og aldrei þann þriðja. Hvað seg- irðu um það? „Já, það er rétt að við virðumst enn ekki hafa lært það á Islandi hvernig á að láta fyrirtæki lifa kynslóðaskiptin af. En sem betur fer eru margar undantekningar frá þessari reglu og það hefur að minnsta kosti ekki enn tekist hjá mér að setja fyrirtækið á haus- inn. En það þakka ég mest föður minum, þvi ég bý alltaf að þvi sem hann kenndi mér á viðskipta- sviðinu, sem öðrum sviðum.” Aö hreyfa annað en bara munninn — Þú hefur lýst þvi yfir aö iðn- fyrirtæki væru reiðubúin til að greiða betri laun, ef aðstaða þeirra væri sambærileg aöstöðu erlendra fyrirtækja hérlendis og erlendis. En hvernig er afstaða þin gagnvart atvinnulýðræði? Værir þú reiöubúinn að færa stjórn fyrirtækisins meira til starfsfólksins? „Það fer eftir þvi hvaö þú átt við með orðinu atvinnulýðræði. Ef þaö er, að verkalýðsfélögin eignist smátt og smátt fyrirtækin eins og stungið hefur verið upp á i Sviþjóð, þá er ég á móti þvi. Menn kunna yfirleitt ekki aö meta það sem þeir fá fyrir ekkert. Þaö á al- veg eins við um það að vera gefið fyrirtæki eins og friska loftið hér og góða heilsu. Ég efast til dæmis um að ég kunni aö meta eins og skyldi þá hestaheilsu sem ég hef. Að ég skuli geta misboðið likamanum eins og ég geri, án sjáaniegra al- varlegra afleiöinga enn. Ég veit að ég ætti að hreyfa mig meira en ég geri. Ég þyrfti aö hreyfa annaö og meira en bara munninn. Astæöan er sjálfsagt sú að ég er ákaflega latur að eðlisfari og hef alltaf verið það. Það sem bjargar mér kannski i sambandi viö störf min er að skylduræknin kemur þar á móti. Nú, svo við snúum okkur aftur að atvinnulýðræöinu, þá tel ég að þaö sé skilgreiningaratriði hvað, það er. Ein tegund atvinnulýð- ræðis gæti verið sá háttur, sem hafður er i þvi fyrirtæki sem ég vinn hjá — þvi ég er eins og hver annar starfsmaöur, en ekki eig- andi. Þar eru ákvaröanir teknar eins nálægt framkvæmdastaö og hægt er. Við erum tveir fram- kvæmdastjórarnir hjá Smjörliki, Haukur Gröndal og ég. Við höfum að sjálfsögöu oft á dag samráð viö svo til alla starfsmenn fyrirtækis- ins, verkstjóra, sölumenn, bil- stjóra, verksmiðju- og skrifstofu- fólk og aðra, en þó tekur þetta fólk sjálfstæðar ákvarðanir varð- andi sin störf i 95% tilvika. Þaö er aðeins i undantekningartilvikum doing there?”, sem mætti út- leggjast: „Sértu ekki i viðskipt- um vegna ánægju og gróöavonar, hvern fj.... ertu þá að þvælast i þeim”. — Og hvort hefur meira aö segja fyrir þig, ánægjan eða gróðavonin? „Eins og minum högum er háttað, tvimælalaust ánægjan. Peningar i sjáifu sér interessera mig ekki. Ég hef nóg fyrir mig og mina aö leggja og það myndi ekki breyta minum lifsvenjum að neinu leyti þótt ég fengi meiri peninga.” Alltaf verið feiminn Eins og margir aðrir hefui Davið orðið þekktastur fyrir störi sin á sviði félagsmála. Þegar héi var komið sögu, þótti þvi rétt aí spyrja hann hvort félagsmálin hefðu alltaf fylgt honum. „Nei, ég tók til dæmis svo ti' engan þátt i félagslifinu i menntó Þó veit ég ekki hvort þaö vai vegna feimni, sem ég lét félags lifið eiga sig á námsárunum. Ég held að það hafi frekar verif vegna þess að ég var svo sein þroska. Hins vegar hef ég alltaf verið feiminn. Félagsstörf min hófust i stjóri Viðtal: Sigurveig Jónsdóttir Myndir: Jens Alexandersson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.