Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 27
27
LABOUR’S STORMY PETREL
UKA» OUR ;
CRlCKBTj
\ isíonriasj*.;
\ B> AN EXPERrj
THUUBDAV, JUNE 2«, l»20.
hsirrrv Vt-U 1 V M.uniKnrillNKsK tílltl. STH.VNGLEH IX I.AKKI.ANH
Máliðvarð forsiðuefni Police News, — hasarblaðs um
sakamál.
„necklace” (hálsmen). Klukku-
stund siðar hafði Miao sagt:
„Hún var með hálsmen. Hún var
með hvitt hálsmen siðdegis i gær.
Hún var með peningaveski. Hún
var með demantshring. Hafði hún
allt þetta á sér þegar hún
fannst?” Graham, sem kominn
var til baka, neitaði að svara.
Morguninn eftir spurði Miao
um jakkaföt sin og frakka. Hon-
um var sagt að þau hefðu verið
send i rannsókn með tilliti til
blóðbletta. „Blóðblettirnir á
frakkanum eru siðan i New
York”, sagði þá Miao, sem þótti
einkennilegt, þvi á frakkanum
fundust engir blóðblettir.
Enn fjölgaði kringumstæðna-
sönnunargögnunum. Spottar, að
visu öðru visi á litinn en sá sem
notaður var við morðið, fundust i
skáp i herbergi Miaos og i skúffu i
eldhúsi hótelsins. Þá íðndust i
ólæstri ferðatösku fri^Sliao gift-
ingarhringur og demántshringur
sem hún hafði haft á hendinni
kvöldið fyrir andlátið.
Eftirlíking á árás?
Siðan komu hinar læknisfræði-
legu sannanir. Dr. Crawford, sem
rannsakað hafðilikið um kl. 21.30
kvöldið sem það fannst, taldi að
frúin hefði látist um kl. 15.30-16.30
um daginn. Sérfræðingur frá
Liverpool, prófessor John
McFall, sagði að smáblettur hefði
verið á nærbuxum hennar að
framanverðu, en ekkert benti til
að hann væri sæði úr karlmanni.
Afturámóti benti rifan á buxun-
um til að hún hefði verið beitt
talsverðu ofbeldi, en „ég hef séð
mörg slik tilfelli ”, sagði
prófessorinn, „og mér sýnist hér
vera um góða eftirlikingu af þess
háttar árás að ræða”.
Frú Miao hafði fengið blóðnas-
ir, og einnig hafði blæft úr munni
og vinstra eyra. PTófessorinn
sýfldi fram á að hanskinn hefði
verið rifinn af hendi hennar eftir
að hún var látin. Sá, sem það
hafði gert, hefði verið blóðugur á
höndunum.
Humphreys, dómari: „Merkir
þetta að liklegra sé, að yðar áliti,
að föt konunnar, pils hennar og
undirpils, haftí verið tekin upp
um hana eftir að henni var farið
að blæða?”. Prófessorinn svaraði
játandi.
myrtu hana og rændu. Þótt
periufesti hefði fundist meðal
skartgripa hennar i
hótelherberginu, sem alls voru
metnir á 3500 sterlingspund, var
annarrar festar saknað.
4) Miao hafði fariö heim eins og
kona hans hafði lagt til. Enginn
eldur var hins vegar i arni hótel-
herbergisins og þvi hafði hann
farið út aftur að taka ljósmyndir.
Hann sneri heim á ný um kl. 16.00
vegna rigningarskúrar.
5) Vegna lélegs framburðar
Miaos á ensku höfðu vitni mis-
skilið ummæli hans.
Ástæður morðsins
Þessa melódramatisku sögu
sagði Miao i réttinum án þess að
haggast. Hann kvaðst aldrei hafa
heyrt enska orðið „knickers” yfir
að það hafði reynst henni ógerlegt
að hafa samfarir. Miao viður-
kenndi að aðgerð þessi hefði átt
sér stað, en hann neitaði þvi að
kona sin eða læknir hennar hefðu
sagt honum að hún kæmi ekki til
með að geta átt börn.
Verjandinn kvaddi siðan til
nokkur vitni sem sögðust hafa séð
aðra austurlenska menn á þessu
svæði á svipuðum tima og morðið
var framið. Þar með var vitna-
leiðslum lokið.
Sannanir í stað tilgátna
A þriðja degi réttarhaldanna
flutti Jackson varnarræðu sem
stóð i 45 minútur. „Hver var
ástæða morðsins?” spurði hann.
„Þetta unga fólk hafði gnægð
efnalegra gæða og var hamingju-
samt. Ef ákærði hefði viljað
Gagnsókn verjandans
Akæruvaldið var einn og hálfan
dag að leggja fram þessar
sannanir. Jackson, verjandi, hóf
gagnárás sina eftir hádegi annan
dag réttarhaldanna. Helstu atriði
hennar voru þessi:
1) Miao hafði veriö handtekinn
einvörðungu á grundvelli
vitnisburðar um að hann hefði
sést með konu sinni kl. 14.30 og
aftur einn sins liðs kl. I6á)0 dag-
inn, sem hún lést.
2) Frú Miao hafði gjarnan
gaman af þvi að sýna skartgripi
sina, — jafnvel ókunnugum.
Þetta, ásamt miklum
fréttaflutningi af brúðkaupi henn-
ar i New York, hafði gerthana að
auðveldri bráð alþjóðlegra skart-
gripaþjófa. Miao hafði tekið eftir
þvi að tveir austurlenskir menn
höfðu fylgt þeim eftir i Glasgow,
Edinborg og i þorpinu i Der-
wentwater, þar sem þau dvöldust
á hóteli.
3) Frú Miao hafði sent
eiginmann sinn heim á hótel kl.
15.00 — 30-90 minútum áöur en
hún lést —, vegna þess að hann
var meo kvef. Hún hafði farið að
versla i Keswick, og sagt hún
myndi ferðast „á puttanum” þvi
henni leiddust áætlunarvagnar.
Skartgripaþjófarnir, sem höfðu
beðið færis að hitta hana eina sins
liðs, létu þá til skarar skriða,
nærbuxur kvenna, né heldur hefði
hann vitað að litil tjörn til baða
væri i nágrenni hótelsins.
Fyrir hönd ákæruvaldsins hóf
John Singleton aö yfirheyra
Miao og reyndi að sýna fram á
tvær ástæður fyrir morðinu.
Fyrst spurði hann Miao um fjár-
mál hans og reyndi að sýná fram
á að hann væri ekki eins stöndug-
ur og hann hefði viljað vera láta
og hefði kvænst til fjár. 1 öðru lagi
var uppskurður sem brúðurin
gekkst undir 25. mai áöur en þau
sigldu til Skotlands, vegna þess
The HONEYMOÓN TRAGEDY
PROSLCUTION
CHINAMAN FOUND GÚttX
Ckm: «f tSwt Wik' Murdct 'trw'*
C'nrlisl*-' Anj.G*'*-
Fyrsta moröiö í Cumber-
land i 40 ár vakti ómælda
athygli.
myrða eiginkonu sina, hvers
vegna kom hann til Englands til
að fremja verknaðinn? Hvers
vegna greip hann ekki tækifærið
um borð i farþegaskipinu á leið
frá Ameriku og hrinti henni ein-
faldlega fyrir borð?”
Siðan lagði hann áherslú á að
niðurstaða kviödóms yrði- að
byggjast á sönnunum, en ekki
kenningum eða tilgátum. Hann
lagði út frá fyrri röksemdafærslu
um alþjóðlega skartgripaþjófa og
austurlenska menn á ferli i
Keswick. „Engar sannanir eru
fyrir þvi meira að segja að konan
hafi veriö myrt á þeim staö sem
lik hennar fannst á. Hún hefði
þess vegna getaö verið myrt i bif-
reið sem hún haföi fengið far með
til Keswick. Akæruvaldið byggir
allan sinn málflutning á likum
eða kringumstæðnasönnunum,
sem allar er unnt að skýra og
hrekja, og á vankunnáttu ákærða
i enskum framburði”.
Framlag dómarans
Humphreys, dómari tók siöan
saman helstu atriði málsins áður
en kviðdómur dró sig i hlé. Hann
kom allvíða viö og var ljóst að
hann taldi stjónarmiö verjanda
léttvæg. Um enskukunnáttu
Miaos sagði hann t.d.:
„Þér kunnið að hafa gefið þvi
gaum að þegar hann svaraði
spurningum verjanda sins virtist
hann nánast jafn skýr og snöggur
til svars og innfæddur Englend-
ingur. En þegar ákærandinn bar
fram spurningar hafið þér
kannski tekið eftir þvi aö hann
hikaði miklu oftar og lengur. Þeg-
ar þér metið vitnisburð hans
verðið þér að gera það upp við yð-
ur, hvort hann hafi, þegar hann
svaraði spurningum ákæruvalds-
ins, verið að leika mann, sem ekki
skildi þær eða hvort hann raun-
verulega hafi aðeins tekið sér
tima til að vera alveg viss um
hvað spurningarnar þýddu”.
Þá vakti hann m.a. athygli á
þeirri spurningu hvers vegna
hringir, sem morðinginn hefði
hugsanlega tekið af hendi kon-
unnar, komu i leitir i herbergi
ákærða. Þá væri kyrkingin með
spottunum heldur ósennileg
morðaðferð ræningja. Hann benti
lika á, að svo virtist sem Miao
" hefði vitað hver örlög konunnar
hefðu orðið i smáatriðum áður en
nokkur hafði sagt honum það.
Hann sagði á lögreglustöðinni:
„Þetta er hræðilegt. Að konan
min skuli hafa orðið fyrir árás,
rænd og myrt” („My wife
assaulted, robbea ana
murdered”). A þessum tima vissi
Miao ekki að konan hans hafði
verið rænd, sagði dómarinn,
nema hann byggi sjálfur yfir
vitneskju um verknaöinn. Kvið-
dómurinn yrði að ihuga hvort sú
skýring verja.idans, að Miao hafi
á sinni bjöguðu ensku sagt: „Aö
konan min skuli hafa verið rudda-
lega myrt” („My wife has been
rudely murdered”, — ekki
„robbed and murdered”', sé gild,
eða ekki. Dómarinn sagði enn-
fremur að engin sönnun væri fyrir
þvi að „austurlenskir menn”
hefðu sést i grendjnni á
nákvæmlega þessum stað og á
nákvæmlega þessum tima sem
morðið var framið.
Sekt og áfrýjun
Kviðdómurinn var aðeins
klukkustund að komast að niður-
stöðu: Sekur. Þegar Miao var
spurður hvort hann vildi segja
eitthvað að lokum hélt hann ákafa
ræðu um að sjónarmið sin hefðu
ekki komið skýrt á framfæri við
réttarhöldin. „Min siöustu orð eru
þessi”, bætti hann viö. „Þér seg-
ið: „En hvaö hann er slóttugur”.
•Nú hafið þér dæmt mig og niður-
staðan er sú að ég sé sekur. En
hafi ég gert þetta, þá ætti ég að
vera mjög taugaóstyrkur. Eins og
þér sjáið er ég ekki taugaóstyrk-
ur...”
Humphreys, dómari dæmdi
hann til dauða. Miao áfrýjaði
þegar i stað. Afrýjun hans, sem
tekin var fyrir 19. og 20.
nóvember, var með allsérstæöum
hætti, þvi að hann ákvæð að reka
verjanda sinn og verja sig sjálfur.
Honum voru veitt, — trúlega með
tilliti til þess að hann var útlend-
ingur, — þau óvenjulegu forrétt-
indi að kalla til ný vitni, sem
kváðust hafa séð tvo austurlenska
menn nálægt morðstaðnum um
það leyti sem glæpurinn var
framinn. Fyrir utan fyrri
röksemdir sem fram komu við
réttarhöldin hafði hann helst sér
til málsbóta að ákærandi og dóm-
ari hefðu verið haldnir fordómum
i sinn garð, og réttarhöldin þvi
ekki verið réttlát.
En allt kom fyrir ekki. Niður-
staða var óbreytt. Miao var ekið,
grátandi og i járnum, til
Strangewaysfangelsisins i
Manchester, þar sem hann var
tekinn af lifi 6. desember.
//Deyr fé/ deyja..."
Eftir var að finna gilda skýr-
ingu á þvi hvers vegna hann
myrti konu sina, og ekki siöur
hvers vegna hann valdi þennan
stað og þessa stund. Menn bolla-
lögðu sitt af hverju: Miao var
geðveikur, hann vildi komast yfir
peninga og eignir konu sinnar,
kynferðisleg vandamál i kjölfar
þess að þrátt fyrir uppskurðinn
gat eiginkonan ekki átt við hann
samfarir, taugastrið vegna
forfeðradýrkunarinnar sem hon-
um var i blóð borin sem Kinverja
i ljósi þess að konan myndi ekki
geta veitt honum afkomendur, og
loks að hann væri félagi i kin-
verskum leynisamtökum sem
einbeittu sér að þvi að klekkja á
og jafnvel myrða auðugar konur i
fjáröflunarskyni.
Sitthvað mælir gegn öllum
þessum tilgátum. Meiren þremur
mánuðum eftir að Miao hélt til
fundar við bööulinn birtist i
Sunday Express i London grein,
þar sem vitnaö er til orða Miaos
sjálfs, að þvi er blaðið héit fram :
„Okkur var sagt að viö mynd-
um aldrei geta eignast son til að
blessa hjúskap okkar og tryggja
nafn mitt um alla framtið. Sterk-
ust allra trúarkennda i Kina,
einkum þó i suöurhluta landsins
þar sem ég er fæddur, er virðing
fyrir forfeðrunum. Þvi hvilir
bölvun á þeim manni sem hefur
engan son til að votta minningu
hans virðingu”.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 24. 26.. og 29. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á
m.b. Haftindi HF-123 þingl. eign Karels Karelssonar, fer
fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs tslands viö eða i skipinu I
Hafnarfjarðarhöfn þriðjudag 4. aprll 1978 kl. 3.30 e.h.
Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 101. 103. og 106. tbl. Lögbirtingablaðs
1977 á eigninni Vesturvangi 48, Hafnarfirði, þingl. eign
Péturs J. Hákonarsonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu
rikissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudag 5. april 1978 kl.
3.30. e.h.
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 80. 81. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á
eigninni Hringbraut 4, neðri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign
Ýmis h.f. fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar
hrl. Vilhjálms Árnasonar, hrl. og Veðdeildar Landsbanka
tslands á eigninni sjálfri þriðjudag 4. aprll 1978 kl. 2.30.
c.h.
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 67. 71. og 73. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á
eigninni Smyrlahrauni 28, Hafnarfiröi, þingl. eign Hilm-
ars Sigurþórssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu Hafn-
arfjarðar á eigninni sjálfri miðvikudag 5. aprfl 1978 kl. 4.00
e.h.
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði