Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 1
Oscar Peterson mun leika fyrir Islenska áheyrendur i Laugardalshöilinniá raorgun. OSCAR PEIERSON KOM f MORGUN Oscar Peterson. pianóleikarinn heimsfrægi, sem leikur á Listahátiö, kom tillandsins frá Banda- rikjunum i morgun. Kapp- inn var þreyttur eftir flugiö aö vestan, og þegar hann kom á Hótel Sögu, þar sem hann mun dvelja, fór hann stystu leiö uppá herbergi sitt og sofnaöi. Félagar hans tveir úr trióinu, Joe Pass, gitarleik- ari og Niels-Henning örsted Pedersen, bassaleikari, voru ekki meö Peterson — þeir eru væntanlegir siðar i dag. Oscar Peterson, sem hafði kunningja sinn meö sér til Islands, sagöist ætla að sofa fram eftir degi, en eins og öllum ætti að vera kunnugt, eru tónleikar hans annaö kvöld i Laugar- dalshöllinni. —GA Kristjén Benediktsson: ,,Ekki rœff efnislega um vísiL tölubœtur" „ Við höfum ekki rætt neitt efnislega um hvort Reykja- víkurborg greiðir f ullar vístölubætur á laun eða ekki. Það var aðeins ákveðið að láta reikna út hvað slíkt myndi kosta", sagði Kristján Benediktsson, borg- arfulltrúi Fram- sóknarf lokksins, í morgun. Samkvæmt þeim út- reikningum sem gerðir hafa veriö, mun kostn- aöarauki vegna greiðslu fullra visitölubóta á laun frá 1. júni nema um 770 milljónum á þessu ári. Borgarráð- sem kjörið var i gær, kom saman á sinn fyrsta fund klukkan 12 i dag. Kristján Bene- diktsson sagðist ekki eiga von á aö visitölubætur á laun kæmu til umræðu á þeim fundi. Það yrðu bara venjuleg afgreiöslu- mál tekin fyrir. Þá var Kristján spuröur hvort ákveöiö væri að auglýsa eftir borgarstjóra. Hann sagöi að ekki heföi verið tekin ákvörðun um það núna, en fyrir kosningar hefðu talsmenn meirihluta- flokkanna rætt um aö eölilegt væri aö fara þá leiö. Sagöist Kristján ekki vita til aö neinn heföi skipt um skoðun varðandi þetta atriöi. A 20. siðu Visi er sagt frá fyrstu fundi borgar- stjórnar Reykjavikur eftir kosningar, en hann var haldinn i gær. —SG. SMflCAN FÓR I Klukkan átján i gær var Simcan þriðji bíll- inn í áskrifendagetraun Visis, dregin út, og kom upp úr atkvæðakassanum seðill Páls H. Kolbeinssonar, Gljúfraseli 10, Reykjavík. Þegar hinum heppna áskrif- anda hafði verið tilkynnt um úrslitin.kvaðst hann koma að vörmu spori og vitja vinn- ingsins. Sjá baksiöu. REGNBOGASILUNGURINN SENDUR i BRÆDSLU Sjó bls. 2-3 Magdalena Gestsdóttir, starfsmaöur VIsis,dregur hér upp seöil Páls H. Kolbeinssonar kiukkan 18 I gær, aö viðstöddum fulltrúa borgarfógeta, Liíövík Emil Kaaber (lengst t.v.),og framkvæmdastjórum Vökuls hf. .Jóni Hákoni Magnússyni og Jóhanni Scheither. Vísismynd: Jens. Páll H. Kolbeinsson sestur undir sfýri á Simcunni, sem hann eignaðist í gærkvöldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.