Vísir - 02.06.1978, Qupperneq 4
4
Föstudagur 2. júnl 1978
vísm
GEIRFINNSMÁLIÐ:
Afgreitt frá
sakadómi í
mánuðinum
Dómsgerðir i Guð-
mundar- og Geirfinns-
málinu verða sendar
frá sakadómi til rikis-
saksóknara i þessum
mánuði. Embætti sak-
sóknara mun siðan út-
búa ágrip i hendur
hæstarétti.
Að sögn Gunnlaugs Briem
sakadómara er unnið við fjölrit-
un dómsinSíOg að öðru leyti væri
aðmestu búið að ganga frá mál-
inu i sakadómi.
Sakadómur kvað upp dóma
yfir sakborningum i Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálinu i desem-
ber siðastliönum, og eru dóms-
skjöl mikil að vöxtum. —sg
Myndin sýnir Seppo Mattinen ásamt einu verka sinna.
Blaðburðar- og söluhappdrœtti Vísis:
Vinningar fyrir
maí dregnir út
Dregið hefur verið i tölvuúr og sex tölvur.
blaðburðar- Og sölu- ^uingar komu £i eftirtaiin
i i ... ... P „ . numer. Hiól á nr. 26306, ur á nr.
happdrætti Visis fyrir 24287 og töivur á nr. 23348,
maímánuð. Dregið var 23942- 24069,25089,25657,27034.
_ . . Vinninga má vitja á af-
um 8 vinnmga.reiðhjól, greiðsiu vísís.
Dönsk og finnsk
list í Norrœna húsinu
f tilefni Listahátiðar
hefur Norræna húsið
boðið hjónunum Seppo
Mattinen.sem er Finni,
og Helle-Vibeke Erich-
sen að sýna verk sin i
sýningarsölum húss-
ins.
Seppo Mattinen er fæddur i
Finnlandi en hefur verið bú-
settur i Danmörku i meira en 20
ár og þaðan er kona hans. Þau
hafa bæði vakið mikla athygli á
Norðurlöndum fyrir sérstæðan
stil i verkum sinum, sem helst
mætti lýsa sem blöndu af
naívisma og ýktu raunsæi.
Norræna húsið hefur einnig
boðið Vigdisi Kristjánsdóttur að
sýna vatnslitamyndir i bóka-
safninu i tilefni Listahátiðar, en
Vigdis er væntanlega fremur
þekkt fyrir myndvefnað.
Sýningarnar verða báðar opn-
aöar á laugadaginn klukkann
17.00.
BRASILIU
SOFASETTID
Vorum að ffá þetta glaosilega sóffasett afftur,
SKEIFU-verð
eg SKEIFU-skilmálar.
LSþeiEi
Breyting tollflokka
Birt hafa verið i
Stjórnartiðindum lög
um breytingu á lögum
um tollskrá o.fl. Lög
þessi hafa i för með sér
verulegar breytingar á
flokkun vara frá þvi
sem gilti skv. gildandi
tollskrárlögum.
1 fyrsta lagi falla fjölmargir
vöruhðir niður, en vörur úr
þeim eru flokkaðar að nýju
undir aðra vöruliði, sem i
flestum tilvikum eru orðaðir að
nýju. Jafnframt er i nokkrum
tilvikum teknar upp fyllri skýr-
greiningar i athugasemdir við
flokka og kafla, svo og erðar
breytingar á fyrirsögnum
þeirra. I öðru lagi falla nokkrir
undirliðir niður, oröalagi þeirra
er breytteða teknir eru upp nýir
undirliðir til samræmis við
breytta flokkun vara i vöru-
liðum. Þá eru i þriðja lagi teknir
upp nokkrir nýirskiptiliöir. Auk
þess er að framan greinir, voru
tollar lækkaðir af nokkrum
tækjum til notkunar í land-
búnaöi t.d. dráttarvélum.
Vegna framangreindra
breytinga á tollskrárlögum bar
brýna nauðsyn til setningar
nýrra laga um sérstakt tima-
bundið vörugjald, þar sem
vöruflokkun til gjaldskyldu skv.
þeim lögum ræðst af flokkunar-
reglum tollskrárlaga. Voru þvi
samtimis gefin út ný bráða-
birgðalög um sérstakt tima-
bundið vörugjald til sam-
ræmingar. Jafnframt nefndri
samræmingu var sérstakt tima-
bundið vörugjald fellt niður af
nokkrum vörutegundum, sem
tollar féllu niður af um siðustu
áramðt.
Fjármálaráðuneytið hefur
gefið út nýja sérútgáfu i lausa-
blaðaformi á lögum nr. 120/1976
um tollskrá o.fl. ásamt áorðnum
breytingum til þess að auðvelda
notendum tollskrárinnar að átta
sig á þeim breytingum sem gerð
hefúr verið grein fyrir hér að
framan. Lausblaöaskrá þessi
verður fáanleg bæði á islensku
og ensku.
YAXANDI
FLUG
Flugleiðir hafa gert samning
viö ítalska flugfélagið
ALITALIA á Heathrowflugvelli
við London um afgreiðslu á vör-
um til flutnings með vélum
félagsins. Kom hinn nýi' samn-
ingur til framkvæmda hinn 9.
þ.m.
Alitalia Cargo Terminal,
Cargo Village, London
Heathrow, er heimilisfang
fraktafgreiðslu Alitalia, en sim-
ar eru (01) 759 0521 og (01) 897
0491. Upplýsingar eru veittar i
fyrrgreinda simanúmerinu, en
tekið á móti fraktbókunum i
hinu siöarnefnda auk þess sem
Alitalia sér um alla frekari
fyrirgreiðslu vegna vöruflutn-
FRAKT-
inga viðskiptavina félagsins frá
og með 29. mai.
Vöruflutningar frá London
fara sifellt vaxandi og á timabili
sumaráætlunar eru svonefnd
flekaflug á ákveðnum dögum
áætiunarflugs félagsins milli Is-
lands og London, þar sem gert
er ráð fyrir auknu fraktrými á
vörupöllum Boeing-727 þotanna.
Nánar tiltekið eru flekaflug skv.
áætlun á þriöjudögum allt til
loka sumaráætlunar hinn 31.
okt.: á fimmtudögum til 1. júní
og sfðan aftur i haust frá 14.
sept. til 26. okt., og á sunnudög-
um frá 3. sept. til 29. okt. Vonast
félagið til aö geta þannig betur
sinnt þörfum viöskiptavina
sinna, en nánari upplýsingar og
fyrirgreiösla eru veittar i skrif-
stofu Flugfraktar að Hótel Esju,
sima 84822.