Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 20

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 20
24 Föstudagur 2. júni 1978 VÍSIR Umsjón: Jóhann örn Sigurjónsson. Siðari hluta júiimánaöar munu tveir öflugustu skákmenn heims, þeir Karpov og Kortsnoj, setjast að tafli i Baguio borg á Filipseyjum, og tefla til þrautar um heimsmeistaratitilinn i skák. Sá sem fyrri verður til að vinna 6 skákir hreppir hnossið, en jafntetli reiknast ekki með. Undirbúningur fer fram af fuli- um krafti þessa dagana og hafa skipuleggjendur i mörg horn að lita. F.I.D.E. hefur sett fram ákveðin lágmarksskilyrði, hvað varöar lýsingu, hvildarher- bergi og aðstöðu fyrir kepp- endur og aðstoðarmenn þeirra. Jafnvel áhorfendur verða að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir mega ekki hvislast á, hósta eða rannsaka skákirnar á vasatöfl- um. Margar af þessum kröfum voru settar fram af Fischer 1972, og aiþjóða skáksambandið hefur tekið þær upp á arma sína, hverja af annarri. Undirbúningur keppenda er einnig i fullum gangi. Kortsnoj dvelur um þessar mundir i Eng- landi, þar sem hann þjálfar sig i samvinnu við aðstoðarmenn Karpev-Korfsnoj D sina, ensku stórmeistarana Keene og Stean. Hann hefur m.a. teflt sýningarskákir við Keene og ferðast um og teflt fjöltefli. Það er athyglisvert að bæði Karpov og Kortsnoj leggja mikið upp úr þeirri æfingu sem fjöltefli veita, og Karpov hefur t.d. sagt að hann slái aldrei hendinni á móti vel mönnuðu fjöltefli. Meðan á öllu þessu stendur, eru undanrásir að heimsmeist- arakeppninni 1981 hafnar. Sovétmenn héldu sitt svæðamót fyrir nokkru, og þar hrósaði yngri kynslóðin sigri. Balshov varð efstur með 9 vinninga af 14 mögulegum, Vaganian næstur með 8 1/2 v. og hafa þessir tveir tryggt sér þátttökurétt á milli- svæðamótin. Um önnur tvö rétt- indasæti berjast Kuzmin, Tshekovsky og Romanishin, sem af mörgum er talinn ganga næst Karpov að styrkleika. t Vestur Evrópu eru Timman, Hubner og Miles stigahæstir og likur á að þeir komist allir beint i millisvæðamótin. Enginn þeirra hefur enn náð þvi öryggi sem þarf til að ná æðstu metorð- um, enallteru þetta ungir menn og friskir, og gætu hæglega slegið i gegn hvenær sem er. Karpov hefur ekki gengið sem best með Timman, aldrei unniö af honum skák og tapaði siðast er þeir mættust. Hinsvegar vann Kortsnoj Timman léttilega er þeir tefldu æfingareinvigi fyrir nokkru, og sýnir þetta enn einu sinni hversu misjafnlega skákstilar manna geta fallið saman. Timman sérhæfir sig gjarnan i skörpum byrjunum og reynir að koma andstæðingnum á óvart. Eftirfarandi skák var tefld á Lone Pine skákmótinu og sýnir Timman frá bestu hlið. 1 jafn gamalþekktri byrjun og spánska leiknum kemur hann fram með skemmtilega nýjung og vinnur næsta auðveldan sigur. Hvitur: J. Timman, Hollandi Svartur: A. Balshan, ísrael Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2.Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-0 Be7 6. d4 (Þessi leikur hefur sést annað veifið á skákmótum án þess að ná teljandi vinsældum. Leik- máti þessi er þó alls ekki slæm- ur, heldur einfaldlega fyrir utan venjulegar tiskuleiðir.) 6... . exd4 7. Hel b5 (Annað framhald og öllu hættu- minna er 7. . . 0-0 8. e5 Rd5 9. Rxd4 Rxd4 10. Dxd4 Rb6 11. Bb3 d6.) 8. e5 Rd5 9. Bb3 Rb6 10. Rxd4! (Nýjung Timmans. Til þessa hefur 10. c3 dxc3 11. Rxc3 verið þekktasta framhaldið, en hvita staðan er þó ekki talin réttlæta peðsfórnina.) 10... Rxd4 11. Dxd4 c5 1 £## a IJLtt* 14 tt & # A t±t ttt s (Það er engu Hkara en hvitur hafi fallið i eina elstu gildru manntaflsins, „örkina hans Nóa”. En Timman hefur unnið sina heimavinnu vel, og nær frumkvæöinu i þeim sviptingum sem á eftir fylgja.) 12. Dg4 c4 13. Dxg7 Hf8 14. Bh6 Bc5? (Mun betra var 14. . . Bb7 15. c3 cxb3 16. axb3 Dc7 17. Dxh7 0-0-0 18. Bxf8 Hxf8. Með þessu móti heldur svartur eftir hinum sterka biskupi sinum á b7, en eins og skákin teflist verður svartur að vera án þessa ágæta liðsmanns sins.) 15. Rd2 Bb7 16. Re4 Bxe4 17. Hxe4 Dc7 18. Dxh7 0-0-0 19. Bxf8 Hxf8 20. c3 bxc3 21. axb3 Kb7 (Yfirburðir hvits eru slikir, að ekki verður við neitt ráðið. Úr- vinnslan er ekkert nema létt tæknileg æfing fyrir stórmeist- arann.) 22. b4 Be7 23. Hdl Dc6 24. He-d4 Kc7 25. De4 f5 26. exf6e.p. Dxe4 27. Hxe4 Bxf6 28. HÍ4 Ra4 29. b3 Rxc3? (Mannstap, en svarta staðan var hvort sem er komin i rúst.) 30. Hcl He8 31. Hxf6 Kb7 32. Kfl og svartur gafst upp. (Smáauglýsingar — simi 86611 J Til sölu Til sölu barnavagn, barnarúm, hár barnastóll, barna- kerra, einnig simaborð (antik). Uppl. i sima 75859. Trésmfðavél sem samanstendur af sög, fræs- ara stóru bútlandi og tappafræs- ara, við sögina eru 2 mótorar. Ýmsir fylgihlutir fylgja, einnig á sama stað kantlimingarþvingur á hjólum. Uppl. i sima 93-6115 á kvöldin. Notaður grár IFÖ vaskur áfæti kr. 15 þús. Einnig sem nýr blár Melka frakki nr. 44 með fóðri á kr. 15 þús. Uppl. i sima 31326. Trjáplöntur. Birkiplöntur i úrvali, grem og fura. Opið frá kl. 8-22, nema sunnudaga frá kl. 8-16. Jón Magnússon, Lynghvammi 4, Hafnarfirði Simi 50572. llúsdýraáburður. Bjóðum yður húsdýraáburð til sölu á hagstæðu verði og önnumst dreifingu hans ef óskað er. Garðaprýði. Simi 71386. Til sölu Litið þægilegt sófasett. Ósam- stætt áklæði. Þarfnast yfirdekk- ingar, á kr. 30 þús. Tilvalið i sumarbústaðinn eða i sjónvarps- herbergið. Stiginn barnabill sér- lega verklegur á kr. 10 þús. Uppl. i síma 50399. Til sölu barnarimlarúm, hár barnastóll, skólaborð með áföstum stól, 2 eins barnarúm úr tré o.fl. Selst allt ódýrt. Uppl. I sima 43682. Hvað þarftu að selja? Hvað ætlarðu að kaupa? Þaö er sama hvort er. Smáauglýsing i Visi er leiöin. Þú ert búinn að sjá þaö sjálf/ur. Visir, Siöumúla 8, simi 86611. Stáitunnur mjög sterkar til söiu. Simi 32500. Anamaðkar tii söiu. Hagstætt verð. Uppl. i sima 30944 eftir kl. 18. Til sölu vökvatjakkar i vinnuvélar (ýmsar stærðir). Einnig til sölu á sama stað tvö vinnuvéladekk, (afturdekk á felgum, undir JCB- gröfu seljast ódýrt. Litið slitin). Uppl. i sima 32101 næstu daga. Sokkasala Litið gallaðir herra-, kven-'og barnasokkar seldir á kostnaðar- verði. Sokkaverksmiðjan, Braut- arholti 18, 3. hæð. Opið frá kl 10.-3. Oslcast keypt - Sláttuvél óskast. Garðsláttuvél óskast til kaups. Allar gerðir og stæröir koma til greina (með mótor). Uppl. i sima 72080 á daginn og 86592 á kvöldin. Húsgögn Sófasett til söiu. Verö kr. 35þús. Uppl. i sima 52157 eftir kl. 8. Tii sölu vegna brottflutnings. Antik borð- stofuborð með sex stólum. Ljósa- króna, standlampi og svefn- bekkur. Uppl. i sima 12353 eftir kl. 16. _____________________________ Nú borgar sig að láta gera upp og klæöa bólstruðu húsgögnin. Falleg áklæði. Munið gott verð og greiðsluskilmála. Ás- húsgögn, Helluhrauni 10/Hafnar- firði,simi 50564. Svefnbekkir og svefnsófar til sölu. Hagkvæmt verö. Sendum i póstkröfu út á land. Uppl. að öldugötu 33, simi 19407. Tveggja manna svefnsófi, dreginn út frá bakinu, kr. 35 þús. Norsktsófaborðkr. 20 þús.Bæsað skrifborð i barnaherbergi kr. 7 þús. Uppl. i sima 30832 e. kl. 17. Til sölu vegna brottflutnings. i Antik borðstofuborð meðsex stól- um. Ljósakróna, standlampi og svefnbekkur Uppl. I sima 12353. Svefnhcrbergishúsgögn. Svefnbekkir og rúm, tvibreiöir svefnsófar, svefnsófasett, hjóna- rúm. Kynnið yður verð og gæði. Sendum i pðstkröfu um land allt. Húsgagnaverksmiðja Húsgagnaþjónustunnar, Langholtsvegi 126. Simi 34848. Okkur vantar nokkur notuð og góð sjónvarps- tæki i setustofu Hrafnistu, Hafn- arfirði. Uppl. isima 53811 á skrif- stofutima. ----------------— 19‘==» Hljómtækl OOÓ ♦ ÓÓ Vel með farinn eins árs gamall Superscope R 1220 útvarpsmagnari 2x17 sinus vött og Superscope S 210 hátalar- ar 50 vött og BRS BDS 90 plötu- spilari, sjálfvirkur. Verð kr. 200.000. Uppl. i sima 32100 eftir kl. 20 á kvöldin. Greiðsluskilmálar. Heimilistæki Litið notuð Frigdaire þvottavél til sölu. Uppl. i síma 76313. Frystikista. Til söluer ca. 2ja ára Ignis frysti- kista mjög litið notuð. Stærð 285 litra. Verð kr. 130 þús. Uppl. i sima 15358. Ignis isskápur til sölu stærð 50x85 sm, dýpt 50 sm. Uppl. I sima 30902 e. kl. 19 á kvöldin. Uppþvottavél Sem ný Candy uppþvottávél til sölu vegna brottflutnings. Uppl. i sima 20061. ÍTeppi Gólfteppaúrval. Ullar og itylon gólfteppi. Á stofu, herbergi, ganga, stiga og stofnan- ir. Einiit og munstruð. Við bjóð- um gott verð, góða þjónustu og gerum föst verðtilboð. Það>borg- ar sig að lita viö hjá okkur,\áður en þið gerið kaup annars staöar. Teppabúðin, Reykjavikurvegi 60. Hafnarfirði. Simi 53636. Hjól-vagnar Marmet kerruvagn sem nýr til sölu. Litur brúnn og beis. Verð kr. 40þús. Uppl. í sima 84954. Verslun Dún- og fiðurhelt breidd 1,40 á kr. 1000 m. Nýjar rúllukragapeysur með stórum kraga, nýtt sængurveraléreft og sængurverasett, lakaléreft gott úrval. Póstsendum. Verslunin Anna Gunnlaugsson, Starmýri 2. Sími 32404. Versl. Leikhúsið, Laugavegi 1. Simi 14744 Fischer Price leikföng i miklu úrvali m.a. bensinstöðvar, búgaröur, þorp, dúkkuhús, spitali, plötuspilari, sjónvarp, skólabill, flugvél, gröf- ur, simar, skólahús, og margt fleira. Póstsendum. Verslunin Leikhúsið, Laugavegi 1. simi 14744. Bókaútgáfan Rökkur, Flókagötu 15, Reykjavik, hefir ekki afgreiðslu- tima siðdegis sumarmánuðina frá 1. júni, en svarað i sima 18768 kl. 9-11.30 um bækur útgáfunnar, verð og kjör, og fengið viötals- tima á afgreiðslunni er þeim hentar, en forstöðumaður útgáf- unnar verður til viðtals á fyrr- nefndum tima nema sumarleyfi hamli. Flestar bækur útgáfunnar fásthjáBSE og Æskunni og flest- um bóksölum úti á landi. — Góðar bækur, gott verð og kjör. — Sim- inn er 18768 9-11.30 árdegis Höfum opnað fatamarkað ágamla loftinu að Laugavegi 37. Nýiegar og eldri vörur á góðu verði. Meöal annars jakkaföt, stakir jakkar, skyrtur, peysur, buxur og fleira og fleira. Gerið góð kaup. Litið við á gamla loft- inu um leið og þið eigið leið um Laugaveginn. Opið frá kl. 1—6 virka daga. Faco Laugavegi 37. Björk — Kópavogi. Helgarsala — Kvöldsala. Islenskt keramik, islenskt prjónagarn, hespulopi, nærföt og sokkar á alla fjöiskylduna. Sæng- urgjafir, snyrtivorur, leikföng, gjafavörur I úrvali. Verslunin Björk, Alfhólsvegi 57. simi 40439. Parið með fatamarkað i kjallaranum. Frábær vinnufatnaður á hálf- virði. Gerið góðkaup i dýrtiðinni. Parið, Hafnarstræti 15. Fatnaður Ný ensk sumardragt Mansfield no. 12, græn að lit, til sölu. Verð kr. 30 þús. BUðarverð kr. 36 þús. Uppl. i sima 86725. Ný ljós karlmannsföt nr. 56 tii sölu á tækifærisveröi. Slmi 18099.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.